Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.07.2015, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 10.07.2015, Qupperneq 34
FÓLK|HELGIN Árleg útiljósmyndasýning ljósmyndaklúbbsins 860 plús stendur yfir á mið- bæjartúni Hvolsvallar í sumar. Það er hópur áhugaljósmynd- ara úr sveitarfélaginu Rangár- þingi eystra sem eru á bak við klúbbinn en heitið vísar í póst- föngin í sveitarfélaginu, 860 og 861. Fimm ár eru síðan sýningin var fyrst sett upp og vakti hún strax mikla athygli og lukku meðal íbúa bæjarins en ekki síður meðal þeirra fjölmörgu ferðamanna sem koma til Hvols- vallar á hverju sumri að sögn Guðlaugar Óskar Svansdóttur, markaðs- og kynningarfulltrúa sveitarfélagsins. „Útiljósmyndasýningin er stað- sett á miðbæjartúninu á Hvols- velli og sést því vel frá þjóðveg- inum. Hún laðar að ferðamenn sem vilja njóta og upplifa sýn- inguna og miðbæinn og þar er einnig að finna bekki til að borða nesti og leiktæki fyrir börn sem eru gjarnan kærkomin á ferðalagi þegar setið er lengi í bíl.“ Misjafnt er milli ára hversu margar myndir eru sýndar og hversu margir ljósmyndarar eiga verk á sýningunni en í sumar sýna fimmtán ljósmyndarar 42 myndir sem sýna að mestu leyti mannlíf og dýra- og náttúrulíf úr sveitarfélaginu. Fjöldi þeirra sem stoppa í bæjar félaginu hefur aukist mikið frá því sýningin var sett upp. „Gestir gefa sér meiri tíma til að njóta og fá að kynnast sveitar- félaginu á annan hátt í gegnum linsur ljósmyndaranna. Mynd- irnar sýna jafnvel myndir af íbúum að störfum og földum náttúruperlum. Sýningin hefur því auðgað lífið í miðbænum og setur skemmtilegan svip á svæðið yfir sumartímann.” Ljósmyndaklúbburinn fer að sögn Guðlaugar í tvær ferðir á ári til að taka myndir. „Þess á milli hittist hópurinn reglulega til að fara yfir hin ýmsu mál sem tengjast ljósmyndun en það er mikill áhugi fyrir ljós- myndun í sveitarfélaginu og margir mjög hæfir ljósmyndarar hér.“ Sýningin er samstarfsverkefni sveitarfélagsins og ljós mynda- klúbbsins en sveitar félagið styrkir sýninguna ár hvert. Nánari upplýsingar um sýn- inguna má finna á www.hvols- vollur.is. ALLS KONAR FEGURÐ MYNDUÐ LJÓSMYNDASÝNING Dýra- og mannlíf í bland við náttúrufegurð er viðfangsefni ljósmyndasýningar sem haldin er á miðbæjar- túninu á Hvolsvelli í sumar. Hópur áhugaljósmyndara stendur að sýningunni sem vakið hefur mikla athygli. LJÓSMYNDASÝNING 42 ljósmyndir verða til sýnis á miðbæjartúni Hvolsvallar í sumar. MYNDIR/ÚR EINKASAFNI LITADÝRÐ Kvöldsólin myndar fallega liti. GUÐLAUG ÓSK SVANSDÓTTIR Markaðs- og kynningar- fulltrúi sveitarfélagsins Rangárþings eystra. BLESSUÐ DÝRIN Búfénaður á sinn fulltrúa á sýningunni. PERLA Fossinn Sídjarfur er meðal falinna náttúruperlna. Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook Opið virka daga kl . 11–18 Opið laugardaga k l. 11-15 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 5 -F 4 9 C 1 7 5 5 -F 3 6 0 1 7 5 5 -F 2 2 4 1 7 5 5 -F 0 E 8 2 8 0 X 4 0 0 8 B F B 0 5 6 s _ 9 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.