Fréttablaðið - 10.07.2015, Síða 40

Fréttablaðið - 10.07.2015, Síða 40
10. júlí 2015 FÖSTUDAGUR| MENNING | 24 Kvartett saxófónleikarans Sig- urðar Flosasonar heldur þrenna tónleika í Hömrum í Hofi nú um helgina. Fyrstu tónleikarnir verða kl. 14 á laugardag en á sunnudag- inn verða djassararnir á ferð kl. 14 og 20. Sigurður segir að þessir tón- leikar séu hluti af nýju fyrirkomu- lagi á Akureyri þar sem Menn- ingarfélagið stendur fyrir virkri starfsemi allt árið en leggst ekki í sumardvala eins og áður var. „Þetta er spennandi fyrir okkur því með þessu er verið að miða á bæði innfædda og ferðafólk og svo eru það skemmtiferða skipin. Þannig að það er verið að láta reyna á hvað er þarna úti, landið er fullt af ferðamönnum, þannig að þetta er bara mjög spennandi. Það er gaman fyrir okkur í íslenska djasslífinu að láta reyna á þessa viðbót því að þetta er svo þröngur markaður. Það er algengt að maður geri einhver verkefni og geti svo kannski spilað það einu sinni eða tvisvar og þá er maður búinn að tæma markaðinn. En fjöldi fólks á landinu margfaldast með ferðamönnum og það ætti að gefa möguleika á að það sé hægt að gera hlutina oftar, sem er vissulega músíklega spennandi fyrir okkur.“ Sigurður segir að þar sem hann starfi á þessum litla markaði þá fari hann líka mikið út fyrir Ísland til þess að spila og að það breyti stöðunni talsvert. „Ég er mest að spila í Danmörku og dálítið í Sví- þjóð líka þar sem ég spila talsvert með þarlendum listamönnum. Það er svo mikið og líflegt djasslíf á Norðurlöndunum og svo er ákveð- in lyftistöng að geta stundum spil- að með öðru fólki og fyrir annað fólk. Þó svo að við höfum bæði góða músíkanta og góða áhorf- endur hér þá er gaman að stækka hringinn stundum.“ Það verður fjölbreytt og skemmtileg efnisskrá sem gest- ir helgarinnar í Hofi fá að heyra frá Kvartett Sigurðar Flosa sonar. Auk Sigurðar skipa kvartett- inn þeir Kjartan Valdemarsson á píanó, Valdimar K. Sigurjónsson á kontrabassa og Matthías Hem- stock á trommur. Sérstakur gestur verður söngkonan Andrea Gylfa- dóttir. „Við ætlum að spila svo- lítið instrúmental og svo verður Andrea líka með okkur. Þetta verð- ur aðeins á mörkum blús og djass og það ætti enginn að verða svik- inn af þessu. Hof er frábært hús og þá á að vera hægt að gera eitthvað skemmtilegt þar.“ magnus@frettabladid.is Spennandi fyrir okkur Kvartett Sigurðar Flosasonar lætur á það reyna að djassa til sín ferðamenn á Akureyri um helgina. DJASSARI Sig- urður Flosason fer víða og m.a. vinnur hann oft í Danmörku og Svíþjóð með þarlendum tón- listarmönnum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Félag íslenskra samtímaljósmynd- ara stendur um þessar mundir fyrir viðamikilli sýningu á sam- tímaljósmyndun í gömlu rækju- verksmiðjunni að Sindragötu á Ísafirði. Hér er á ferðinni stærsta samsýning félagsmanna FÍSL frá upphafi eða um 80 ljósmyndir frá 21 ljósmyndara. Valdís Thor ljósmyndari er á meðal þeirra sem sýna á Ísafirði og hún segir að sýningin sé hluti af einu af markmiðum félagsins, sem er að kynna samtímaljósmyndun fyrir landi og þjóð. „Af einhverjum ástæðum virð- ist samtímaljósmyndun ekki eiga upp á pallborðið hjá Íslendingum, ekki síst þegar miðað er við hversu langt við erum komin í mörgum listgreinum. Við viljum því efla kynningu á samtímaljósmyndun og ekki aðeins í Reykjavík heldur einnig á landsbyggðinni. Við erum undirfélag í Sambandi íslenskra myndlistarmanna og við sem erum að vinna innan þessa félags erum einkum að vinna að ljósmyndun á listrænum forsendum.“ Valdís segir að tæknivæðingin hafi þó vissulega haft mikil áhrif á umhverfi samtímaljósmyndun- ar, en margir innan félagsins séu enn að vinna á filmu og gera hlut- ina með gamla laginu. „Að mynda er ekki endilega að taka samtíma- ljósmyndir en við fengum hing- að fyrr á árinu góðan gest, Søren Pagter, danskan kennara í virt- um ljósmyndaraskóla, í tengslum við blaðaljósmyndarakeppnina og hann orðaði þetta afskaplega vel. Hann sagði að íslenskir ljósmynd- arar þyrftu að ögra sér meira með því að læra að segja sögur með ljósmyndunum sínum. Partur af því er að ljósmyndarar geri meira af því að koma saman og ræða um verkin sín. Það sem við erum með fyrir vestan er hluti af því. Eitt af því sem við viljum svo miðla til fólks er að kenna því að skilja heildarmynd á bak við seríu því þannig nýtur það verkanna best.“ Næstkomandi laugardagur er síðasti sýningardagur en Valdís segir að þeim hafi verið afskap- lega vel tekið á Ísafirði. „Við vorum svo heppin að fá styrk frá Upp bygg ingar sjóði Vestfjarða, Ísafjarðarbæ, 3 x Technology og Landflutningum og erum ákaf- lega þakklát fyrir það. Vissulega langar okkur til þess að koma sýn- ingunni suður, en hún er viðamikil og rými í Reykjavík eru af skorn- um skammti. Ef einhver veit um rými þá væri það vel þegið og biðj- um við viðkomandi endilega um að hafa samband við félagið. Það yrði afar ánægjulegt ef það gæti gengið eftir.“ magnus@frettabladid.is Við segjum sögur Valdís Thor ljósmyndari er í hópi tuttugu og eins ljósmyndara innan FÍSL sem sýnir verk sín í gömlu rækjuverksmiðjunni á Ísafi rði um þessar mundir. Þetta er alger sönghátíð í ár, samt er dagskráin fjölbreytt og ég er ánægð með hvað fólk er áhuga- samt um að syngja þar,“ segir Björg Þórhallsdóttir söngkona, sem stendur fyrir tónlistarhátíð- inni Englar og menn í Strandar- kirkju í Selvogi. Hún segir söng hljóma sérstaklega vel í kirkjunni því hún gefi svo fallegan hljóm- botn. „Það er líka gaman að geta flutt þar falleg ljóð eftir íslensk og erlend skáld.“ Hrólfur Sæmundsson baritón og Helga Bryndís Magnúsdóttir, sem leikur á píanó, orgel og harm- óníum, koma fram með Björgu á fyrstu tónleikunum nú á sunnu- daginn sem hefjast klukkan 14. Rómantíkin er í öndvegi því flutt- ar verða söngperlur um rómantík- ina og frá rómantíska tímabilinu. Björg segir sumarið kalla á slíkar áherslur; náttúran, veðrið og birt- an. Dr. Pétur Pétursson mun hefja samkomuna á sunnudaginn með því að segja í stuttu máli frá kirkj- unni og ljósi engilsins sem birtist sjófarendum í sjávarháska. Tónleikarnir eru rétt innan við klukkutíma að lengd, að sögn Bjargar. „Kirkjubekkirnir bjóða eiginlega ekki upp á meira,“ segir hún en bendir á að fólk geti tekið með sér púða til að gera setuna enn bærilegri. Björg hefur sjálf haldið sumar- tónleika í Strandarkirkju frá árinu 2006 og segir þá hafa orðið kveikj- una að hátíðinni Englar og menn, sem nú er haldin í fjórða skipti. „Þetta byrjaði smátt en hefur undið upp á sig. Mér þótti svo ein- stakt að syngja í þessu magnaða guðshúsi og fólki þótti vænt um að fá tilefni til að fara þangað og hlýða á tónlist. Selvogurinn er sjarmerandi og sunnudagsbíltúr þangað getur sameinað náttúru- skoðun, tónlistarupplifun, fræðslu um helgi staðarins og hressingu heimamanna í T-búðinni eða Pylsuvagninum.“ gun@frettabladid.is Alger sönghátíð í ár Tónlistarhátíðin Englar og menn hefst í Strandarkirkju 12. júlí og heldur áfram fj óra sunnudaga í sumar. Björg Þórhallsdóttir sópransöngkona er aðalsprautan. TÓNLISTARFÓLK Helga Bryndís, Hrólfur og Björg leika og syngja í Strandarkirkju á sunnudag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LJÓSMYNDARI Valdís Thor segir að eitt af markmiðum FÍSL sé að kynna samtíma- ljósmyndun fyrir almenningi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SÝNINGIN Ein af ljósmyndum Valdísar Thor sem er að finna á sýningunni. 19. júlí koma fram Svavar Knútur og Kristjana Stefáns undir yfirskrift- inni Enn er vor um haf og land. 2. ágúst munu þrjár söngkonur flytja fjölbreytta dagskrá, þær Ísabella Leifsdóttir sópran, Margrét Einarsdóttir sópran og Þóra Passauer kontra-alt ásamt Magnúsi Ragnarssyni organista. 9. ágúst verða þrír herramenn með tónleika, þeir Eyjólfur Eyjólfsson tenór, sem jafnframt leikur á langspil, Hugi Jónsson baritón og Kári Allans son, sem leikur á harmóníum og orgel. Yfirskriftin er Baðstofan og kirkjuloftið. 16. ágúst koma fram Diddú, Björg Þórhalls, Elísabet Waage hörpuleikari og Hilmar Örn Agnarsson, sem leikur á harmóníum og orgel. Daginn ber upp á Maríumessu á sumri og þemað verður lofgjörð til Maríu meyjar, dýrlings kirkjunnar. Tónleikarnir verða samofnir uppskerumessu sem sr. Baldur Kristjánsson annast. Allir tónleikarnir hefjast klukkan 14. Fram undan á hátíðinni Englar og menn Hann sagði að íslenskir ljósmyndarar þyrftu að ögra sér meira með því að læra að segja sögur með ljósmyndunum sínum. Agnieszka Sosnowska, Bjargey Ólafsdóttir, Charlotta María Hauksdóttir, Einar Falur Ingólfsson, Friðgeir Helgason, Hallgerður Hallgrímsdóttir, Heiða Helgadóttir, Skúta, Inga Sólveig Friðjónsdóttir, Ingvar Högni Ragnarsson, Jóna Þorvaldsdóttir, Katrín Elvarsdóttir, Kristín Hauksdóttir, María Kjartans- dóttir, María Kristín Steinsson, Pétur Thomsen, Rúnar Gunnarsson, Sigurður Gunnarsson, Sigurður Mar Halldórsson, Spessi og Valdís Thor. ➜ Ljósmyndararnir á sýningunni ÍSÓ 2015 MENNING 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 4 -6 9 9 C 1 7 5 4 -6 8 6 0 1 7 5 4 -6 7 2 4 1 7 5 4 -6 5 E 8 2 8 0 X 4 0 0 4 A F B 0 5 6 s _ 9 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.