Fréttablaðið - 10.07.2015, Side 46

Fréttablaðið - 10.07.2015, Side 46
10. júlí 2015 FÖSTUDAGUR| LÍFIÐ | 30 „Þessi hressa amma varð til fyrir um þremur árum og nú er ég nánast í fullri vinnu við að vera Amma Dídí,“ segir Anna Margrét Káradóttir leikkona, sem hefur komið sér kyrfilega fyrir í karakternum Amma Dídí. Hefur umrædd Amma Dídí vakið athygli hvar sem hún kemur, en Anna Margrét hefur flutt sig sumarlangt á Rif á Snæfellsnesi þar sem hún starfar við Frysti- klefann. „Hér blómstrar Amma Dídí. Hún treður upp við hin ýmsu til- efni og stendur fyrir vikulegum gönguferðum, History Walk, þar sem ferðamenn fá fræðslu um svæðið,“ útskýrir Anna Mar- grét og skellir upp úr þegar hún bætir við að hún hafi ekki haft hundsvit á staðháttum fyrr en hún mætti, svo oftar en ekki taki hún sér skáldaleyfi. „Það er kannski verra þegar innfæddir mæta í ferðina, þá hef ég alveg svitnað.“ Anna Margrét útskrifaðist úr leiklistarnámi frá Rose Bruford- leiklistarskólanum árið 2011, og hefur meðal annars lagt stund á nám í Texas í sömu fræðum. „Þetta byrjaði allt mjög smátt en við vinur minn, Árni Grétar, vorum fengin til að skapa dúóið Dídí og Dúa fyrir ferðamenn á vegum Pink Iceland. Þá vorum við með leiðsöguferðir í kar- akterunum,“ segir Anna Mar- grét. Aðspurð um hvaðan inn- blásturinn komi rekur hún upp hláturroku og segir margt líkt með Ömmu Dídí og móður sinni. „Ég hef samt ekki sagt henni frá því, en það er margt í Ömmu Dídí sem hún á. En svo gríp ég til setninga sem ég fæ lánaðar úr ýmsum áttum og mér finnst Ömmu Dídí-legar.“ Anna Magga segir Ömmu Dídí ná til flestra og segir stór- an draum þeirrar síðarnefndu vissulega tengdan Spaugstof- unni. „Hún er mikið fyrir yngri menn, hún Dídí.“ - ga Föst í líkama sjötugrar ömmu Anna Margrét Káradóttir er mögulega eina atvinnuamman á landinu, en hún hefur verið að gera garðinn frægan með karakternum Ömmu Dídí um allt land. Hún byggir karakterinn meðal annars á móður sinni. Umsóknarfrestur til að sækja um þátttöku á Alþjóðlegu kvik- myndahátíðinni í Reykjavík, RIFF 2015, er senn á enda, en síðustu forvöð til að skrá framlag er til 15. júlí næstkomandi. Fer hátíðin fram í tíunda skiptið nú í ár og er ein- hver stærsti og fjölbreyttasti menn- ingar viðburður sem haldinn er hér á landi ár hvert. Umsóknarferlið fer fram á heimasíðu hátíðarinnar, riff.is, og er gagnvirkt. Einnig má nálgast allar reglur varðandi þátttöku á sömu síðu. Sérstaklega er aug- lýst eftir íslenskum stuttmyndum. Sigur myndin hlýtur verðlaun úr minningarsjóði Thors Vilhjálms- sonar. Hátíðin fer fram dagana 24. september til 4. október. - ga Lokar senn fyrir umsóknir GYLLTI LUNDINN Hátíðin hefur fyrir löngu fest sig í sessi í menningardaga- tali landans. MYND/AÐSEND AMMA DÍDÍ Sjaldan er lognmolla í kringum Ömmu Dídí sem virðist föst í stuðgír. MYND/AÐSEND ➜ Amma Dídí Amma Dídí er nálægt sjötugu, hún var valin ungfrú Snæfells-og Hnappadalssýsla árið 1963 og gerir sér enn vonir um að fá að verða Fjallkonan einn góðan 17. júní. Hún er einhleyp og kærir sig lítt um að láta festa sig. Hún á fjölmörg barnabörn um allt land og er dugleg við að taka að sér slík. Hér blómstrar Amma Dídí. Hún treður upp við hin ýmsu tilefni og stendur fyrir vikulegum göngu- ferðum, History Walk, þar sem ferðamenn fá fræðslu um svæðið. Anna Margrét Káradóttir „Myndin fjallar um hvernig við skynjum tíma. Sambland af sjón- rænu og hvernig tónlistin er unnin, þetta er alveg ein- stakt verkefni,“ segir Daníel Þor- steinsson um frumraun sína í stuttmyndagerð, Acid Make-Out, sem byggð er á bókinni Sex, Drugs, Einstein & Elves eftir vís- indamanninn Clifford A. Pickover. Myndin var frumsýnd á kvik- myndafestivalinu Mykonos Bien- nale í Grikklandi um síðustu helgi. „Hljóðin eru tekin af síðustu plötu Sometime, Music from the Motion Picture: Acid Make-Out,“ segir Daníel, sem er tromm- ari bandsins. Hann hefur einnig trommað fyrir Maus og TRPTYC. Daníel vonast til að myndin verði sýnd hér á landi. - ga Frumraunin ratar á festival CLIFFORD A. PICKOVER Söngfuglinn Ariana Grande hefur vart undan við að láta umheiminn vita að hún virki- lega elski Bandaríkin og sé miður sín yfir að hafa sleikt kleinuhringi í kleinuhringjabúð- inni Wolfee Donuts á dögunum. Þá hefur hún blásið af tón- leikahald helgarinnar í Cinc- innati í tilefni voðaverkanna. Voru málsatvik þannig að skvís- an var stödd í umræddri kleinu- hringjabúð með einum dansar- anna sinna, sem hún lét vel að. Náðist athæfið á öryggismynda- vél og rataði þaðan rakleiðis á netið. Til að bæta gráu ofan á svart sagðist söngkonan hata Banda- ríkin þegar starfsmaður versl- unarinnar stillti upp fleiri kleinuhringjum. Hefur Grande nú lofað því að vanda sig betur sem opinber persóna og segist alfarið hætt að sleikja ókeypta vöru. - gav Kleinuhringjaklandrið TVÖ SVÆSIN Grande ásamt dansar- anum, sem menn segja að sé nýi kærastinn. SKÓSVEINARNIR 2D 4, 6 SKÓSVEINARNIR 3D 4 MINIONS - ENS TAL 2D 6, 8, 10 TERMINATOR GENISYS 10:35 TED 2 8 JURASSIC WORLD 2D 8, 10:20 INSIDE OUT 2D - ÍSL TAL 5 TILBOÐ KL 5 TILBOÐ KL 4SÝND í2D OG 3D EIN STÆRSTA FJÖLSKYLDUMYND ÁRSINS! SÝND MEÐ ÍSL OG ENS TALI -H.S., MBL 4000 M ANNS KRINGLUNNI AKUREYRI KEFLAVÍK EGILSHÖLLÁLFABAKKA bio. siSAM SPARBÍÓ CINEMABLEND JAMES CAMERON SEGÐU MANNINUM ÞÍNUM AÐ ÞAÐ SÉ STELPUKVÖLD Í KVÖLD! ÍSLANDSVINURINN CHANNING TATUM ER SJÓÐHEITUR Í ÞESSARI SKEMMTILEGU SUMARMYND METRO NY IN TOUCH NEW YORK DAILY NEWS Hinn ástsæli söngvari Sam Smith er nálægt því að bugast af ótta við að stíga aftur á sviðið, eftir dágóða fjarveru. Gekkst hann undir aðgerð á raddböndum fyrr á árinu og fer nú að koma að því að hann snúi aftur. Þurfti söngvarinn að þegja í þrjár vikur og svo tóku við tveir mánuðir þar sem hann hlífði rödd- ina alveg við söng. „Ég er skíthræddur en ég elska það sem ég geri og verð að kýla á þetta,“ lét hann hafa eftir sér í samtali við bresku útvarpsstöðina Kiss FM. Smith mun því stíga þetta erf- iða skref í kvöld þegar hann treð- ur upp á skosku tónlistarhátíðinni T-In the Park. Skíthræddur Sam Smith VINSÆLL Plata söngvarans var meðal söluhæstu platna í heiminum sem gefnar voru út í fyrra. 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 5 -0 2 A C 1 7 5 5 -0 1 7 0 1 7 5 5 -0 0 3 4 1 7 5 4 -F E F 8 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 0 5 6 s _ 9 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.