Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.07.2015, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 10.07.2015, Qupperneq 48
10. júlí 2015 FÖSTUDAGUR| SPORT | 32 UTAN VALLAR Henry Birgir Gunnarsson skrifar frá Las Vegas MMA Írinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor er aðalnúmerið á stærsta bar- dagakvöldi UFC frá upphafi á laugardag. Þetta kvöld er þegar búið að setja met yfir mestar tekjur í miðasölu og mun líklega setja met yfir flestar keyptar áskriftir að bardagakvöldi. Samt var upprunalegi bardagi McGregors og meistarans, Jose Aldo, blásinn af. Það breytti engu. Það segir okkur eitt. Fólk er að fara að horfa á þetta kvöld til þess að sjá Conor McGregor. Hann er ekki einu sinni orðinn heimsmeistari og var lítt þekktur fyrir ekki svo löngu síðan. Stjarna hans hefur risið ótrúlega hratt og hann er einfaldlega orðinn maðurinn sem er að setja UFC á nýjan stall. Hann mun færa sambandinu meiri pening en það hefur áður séð. Það veit hinn klóki forseti UFC, Dana White, enda hefur hann dekrað vel við McGregor síðustu mánuði. Hann er að fjárfesta í honum og sú fjár- festing er heldur betur að skila sér. White viðurkenndi fyrir mér í gær að McGregor væri líklega stærsta stjarna UFC frá upp- hafi. Það er ekkert skrítið að hann sé að fjár- festa í McGregor. Maðurinn er einfaldlega stórkostlegur á allan hátt. Skemmtikraftur af Guðs náð. Það sannaði hann enn eina ferð- ina á opinni æfingu í MGM Grand í gær. Meirihluti þeirra sem komust inn í salinn var á bandi Conors. Samt var aðeins helm- ingurinn Írar. Hinir komu frá ýmsum lönd- um en áttu það sameiginlegt að elska Conor. Hann er líka einstakur. Á meðan aðrar stjörnur kvöldsins sýndu lítil tilþrif og vildu helst komast út fór Conor allt aðra leið. Hann kom hlaupandi inn í salinn með sólgleraugu og gaf öllum fimmur. Hann bauð svo upp á klukkutíma æfingu á meðan aðrir voru í mesta lagi í tíu mínútur. Gerði þetta eins og maður. Skemmti fólki þess á milli, tók af sér mynd- ir með blaðamönnum og naut lífsins. Hann er ein- stakur skemmtikraftur sem þrífst í sviðsljósinu. Svo er hann líka maður fólksins. Eftir að æfing- unni lauk gekk hann út í sal og gaf öllum sem vildu mynd af sér. Hann fór ekki fyrr en allir voru sáttir. Það er einstakt. Conor rífur vissulega mikinn kjaft við andstæðinga og er með stóryrtar yfirlýsingar en hann kemur fram við aðdáendur sína af virðingu og auðmýkt. Sjaldséð hjá ofurstjörnum. Skal engan undra að hann sé orðinn svona vinsæll. Til að toppa allt er hann síðan auð- vitað stórkostlegur bardagamaður. Það er magnað að fylgjast með honum í hringnum. Þess vegna er þetta bardagakvöld á laugar- dag svona mikil veisla. Við fáum okkar mann, Gunnar Nelson, á stóra sviðinu og punkturinn fyrir ofan i-ið er síðan titil- bardagi með Conor. Það er fullkomlega galið ef einhverjum dettur í hug að missa af þessari veislu sem verður í beinni á Stöð 2 Sport annað kvöld. Conor McGregor er orðinn stærsta stjarnan í UFC í dag MMA „Í enda flestra æfingabúða hugsar maður oft um að kannski hefði átt að gera þetta betur en núna er enginn vafi í mínum huga hvernig þetta fer allt saman. Ég myndi ekki vilja breyta neinu. Þetta var fullkomið,“ segir Írinn John Kavanagh en hann þjálfar bæði Gunnar Nelson og Conor McGregor. Óhætt er að tala um alvöru kvöld hjá honum í MGM Grand á laugardag. Nýr og breyttur maður Þessi geðþekki og yfirvegaði Íri virðist svo sannarlega vita hvað hann er að gera. Hann er búinn að koma Gunnari í form sem hann hefur ekki verið í áður. Magavöðvarnir eru á pari við Cristiano Ronaldo og óhætt að segja að Gunnar hafi aldrei áður verið í eins flottu formi. „Hann er nýr og breytt- ur maður. Það hefur verið mikið talað um pabbalíkama upp á síð- kastið þar sem menn eru með aðeins utan á sér. Kannski var Gunni þannig um tíma en ef þú horfir á hann núna sérðu lík- amlegu breyt- ingarnar sem hafa átt sér stað hjá honum. Það sem skiptir síðan meira máli er að andlega er hann endur- fæddur. Í síð- ustu tveimur bardögum þá rúllaði hann í gegn- um þá af gömlum vana ólíkt því sem hann gerði í upp- hafi sem atvinnumaður. Ég held að hungrið sé komið aftur hjá honum.“ Gott að vera í kringum Conor Ég átti spjall við Kavanagh líka deginum áður en þetta viðtal var tekið og hann ljóm- aði hreinlega er hann talaði um breytingarnar sem hefðu átt sér stað hjá Gunnari. A nd lega og líkamlega væri hann orðinn nýr maður og það gladdi þjálf- arann. „Stóri munurinn er að hann er orðinn miklu ákveðn- ari. Hann er allt annað dýr á æfingum núna og er mættur til að klára menn hratt. Það hefur verið gott fyrir hann að vera í kringum Conor McGregor.“ Kavanagh trúir því að þegar litið verði til baka síðar muni fólk horfa á tap Gunnars gegn Rick Story sem vendipunkt á hans ferli. Það tap muni hafa skipt sköpum á ferli Gunnars og breytt honum til hins betra. Spáir ekki „Gunni er að fara að mæta hættu- legum andstæðingi í Brandon Thatch. Ég hef notið þess að horfa á hann keppa. Hann er með frábæran stíl og þeir munu mæt- ast í miðju búrinu og skiptast á svakalegum höggum. Þú veist samt alveg hvernig ég spái þess- um bardaga,“ segir Kavanagh og hlær en hann vill ekki spá því í hvaða lotu Gunni klárar bardag- ann. Gunnar er að keppa í einum af aðalbardögum kvöldsins en hann sleppur að miklu leyti við kast- ljósið því Conor McGregor sogar það til sín. Engu að síður er mikil pressa á Gunnari að sýna sitt besta í frum- sýningu í Las Vegas á stærsta kvöldi í sögu UFC. Það kemur þó okkar manni ekki úr jafnvægi fyrir þessa risabardaga. Finnur ekki fyrir pressu „Hefur þú hitt Gunna? Pressa er fyrir bíldekk og Gunnar er ekki þannig gerður. Það er kostur sem ég myndi elska að hafa. Það eru mjög fáir á jörðinni sem finna ekki fyrir pressu eins og Gunni. Hann undir- strikar hvað það er að vera róleg- ur. Að fara í hringinn eða kaupa sér kaffi í bænum er það sama hjá Gunn- ari,“ segir Kavanagh og brosir blítt. Þjálfarinn hefur verið óhrædd- ur við að tala Gunnar upp og spáir honum heimsmeistaratitli. Það hefur ekkert breyst. „Ég held að Rory McDonald muni taka beltið af Robbie Lawler um helgina. Rory og Gunni eru hluti af nýrri kynslóð bardagamanna. Þeir eru með nýjan stíl og það liggur í loftinu að þeir muni berjast. Hver veit nema að á sama tíma á næsta ári verðum við að tala um titilbar- daga á milli þeirra. Ég held að það verði þannig,“ segir Kavanagh. Enginn pabbalíkami lengur Þjálfari Gunnars Nelson, John Kavanagh, segir að Gunnar Nelson sé endurfæddur og orðinn nýr maður. Hann sé líkamlega og andlega sterkari en áður. Hann spáir því að Gunnar keppi um titilinn að ári. Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is Björn G. Sigurðsson frá Las Vegas FYLGIST MEÐ John Kavanagh er ánægður með hversu gott form Gunnar Nelson er kominn í. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI TENNIS Serena Williams tryggði sér sæti í úrslitum einliða- leiks kvenna á Wimbledon-mótinu í gær með auðveldum sigri á Mariu Sharapovu í undanúrslitum, 6-2 og 6-4. Williams, sem mætir Garbine Muguruza frá Spáni í úrslitunum á morgun, hefur nú unnið þrjú risamót í röð og stefnir að því að vinna sitt 21. risamót á ferl- inum á morgun. Aðeins tvær konur hafa unnið fleiri risamót frá upphafi; Margaret Court og Steffi Graf. Aðeins örfáum hefur tekist að vera ríkjandi meistari á öllum fjórum risamótunum samtímis. Engum, hvorki karli né konu, hefur tekist það síðan Serena var handhafi allra titlanna árið 2003. Keppt verður í undanúrslitum í einliðaleik karla í dag. Novak Djokovic mætir Richard Gasquet í fyrri leik dagsins en þeir Andy Murray og Roger Federer í þeim síðari. Útsending Stöðvar 2 Sports hefst kl. 12.00. - esá Leikur Serena eft ir eigið afrek? KÖRFUBOLTI Sara Rún Hinriks- dóttir var stigahæst í ellefu stiga tapi á móti Dönum, 74-63, á æfingamóti í Kaupamannahöfn í gær. Sara Rún skoraði 16 stig á 25 mínútum í leiknum eða fjórum stigum meira en Helena Sverris- dóttir (12 stig á 16 mínútum). Helena var fyrir leikinn búin að vera stigahæst í 18 landsleikj- um í röð – öllum leikjum kvenna- landsliðsins í tæp sex ár eða síðan Birna Valgarðsdóttir skor- aði 21 stig í sigri á Írlandi. Helena byrjaði reyndar frá- bærlega í gær því hún skoraði 10 stig á fyrstu fimm mínútunum og hjálpaði íslenska liðinu að kom- ast í 15-6. Helena bætti aðeins við tveimur stigum eftir það og danska liðið vann upp forskotið og tryggði sér öruggan sigur. - óój Sara rauf ein- okun Helenu EFNILEG Sara Rún í leik með Íslandi á Smáþjóðaleikunum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÚRSLIT EVRÓPUDEILD UEFA VÍKINGUR - FC KOPER 2-2 Arnþór Ingi Kristinsson (51., 76.) skoraði bæði mörk Víkinga. FC Koper vann samanlagt, 3-2. FH - SJK 1-0 1-0 Kristján Flóki Finnbogason (92.). FH vann samanlagt, 2-0. KR - CORK CITY 2-1 0-1 Mark O‘Sullivan (13.), 1-1 Pálmi Rafn Pálmason (75.), 2-1 Jacop Schoop (99.). Rautt spjald: Skúli Jón Friðgeirsson, KR ( 43.). KR vann samanlagt, 3-2. FÓTBOLTI Birkir samdi við Basel Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason skrifaði í gær undir þriggja ára samning við svissneska meistaraliðið FC Basel. Hann kemur frá Pescara á Ítalíu en kaupverðið var sagt vera ein milljón evra, jafnvirði 147 milljóna króna. FÓTBOLTI KR og FH komust bæði áfram í 2. umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA eftir sigra í sínum leikjum á heimavelli í gær. KR vann Cork City frá Írlandi þrátt fyrir að hafa lent undir og misst mann af velli með rautt spjald í fyrri hálf- leik. FH vann SJK frá Finnlandi, 1-0, með marki Kristjáns Flóka Finnbogasonar. KR mætir Rosenborg frá Noregi í næstu umferð en FH leikur gegn Inter Baku frá Aserbaídsjan. Víkingur gerði 2-2 jafntefli við FC Koper í Slóveníu en tapaði samanlagt 3-2. Arnþór Ingi Kristinsson skoraði bæði mörk Víkinga, sem voru nálægt því að komast áfram á erfiðum útivelli. - esá KR og FH áfram en Víkingur úr leik eft ir jafntefl i í Slóveníu SPORT HETJA Kristján Flóki Finnbogason innsiglaði sigur FH í rimmunni gegn SJK með marki í upp- bótartíma. FR ÉT TA BL AÐ IÐ /A N D RI 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 3 :0 0 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 7 5 5 -B 9 5 C 1 7 5 5 -B 8 2 0 1 7 5 5 -B 6 E 4 1 7 5 5 -B 5 A 8 2 8 0 X 4 0 0 7 B F B 0 5 6 s _ 9 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.