Morgunblaðið - 13.06.2015, Síða 2

Morgunblaðið - 13.06.2015, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2015 Tilboðsverð frá19.950 kr. Flugsæti aðra leiðina. Hótel og íbúðir í Benidorm, Albir eða Calpe. Nánar á vita.is Alicante Síðustu sætin í júní! VITA - Skógarhlíð 12 - Sími 570 4444 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. fullu. Týr er nýkominn til landsins eftir gæslustörf í Miðjarðarhafi en áætlað var að hann færi í slipp við heimkomu. Því má gera ráð fyrir að gert verði við skipið áður en það heldur aftur suður á bóginn í sept- ember. Spurður um kostnað vegna skemmdanna er Ásgrímur óviss, en segir að líkur séu á töluverðum út- gjöldum. Þórs. Framanverður bakborði Týs rifnaði upp að hluta við áreksturinn en brú skipsins er einnig nokkuð beygluð eftir spjótið. Týr er ekki haffær eftir slysið. Viðgerðir framundan Ásgrímur segir að Þór klári eftir- litsverkefni sín eftir helgi og í fram- haldinu verði svo gert við skipið að Bjarni Benediktsson, fjármála- ráðherra og formaður Sjálfstæðis- flokksins, fór yfir afnám fjár- magnshafta, efnahagsmál og lækkun skulda ríkisins á næstunni á fjölmennum fundi í Valhöll í gær. Sagði hann að það hefði verið gott að koma með heildstæða áætl- un um losun hafta fyrr, en það skipti þó litlu máli þótt slík áætlun hefði komið nokkrum mánuðum fyrr eða seinna, ef í lokin kæmi fram áætlun um losun hafta sem raunverulega getur staðist. Nauð- synlegt væri fyrir lífeyrissjóði og fyrirtæki að komast úr höftunum. Hann sagði að menn hefðu reifað ýmsar hugmyndir um afnám hafta, t.d. þrepaskiptan skatt og útgöngu- skatt. Stöðugleikaskatturinn varð fyrir valinu þar sem sú leið féll best að þeim grunngildum sem lagt var upp með í upphafi. Unnu að afnámi frá grunni Bjarni vék að málflutningi nokk- urra stjórnarandstöðuþingmanna sem sögðu leið ríkisstjórnarinnar hafa verið komna fram fyrir síðustu kosningar. Sagði Bjarni að þrátt fyrir að það kynni að vera að ein- hver hefði nefnt þá leið fyrir kosn- ingar hefði alla vinnu og saman- burð vantað þegar hann tók við ráðuneytinu. ash@mbl.is Fór yfir afnám hafta og lækkun skulda ríkisins  Nokkrir mánuðir til eða frá hefðu skipt litlu máli við afnám hafta Morgunblaðið/Styrmir Kári Fjármagnshöft Bjarni Benedikts- son fundaði í Valhöll í gærdag. Ákæruvaldið hefur gert kröfu um að Guðjón St. Marteinsson hér- aðsdómari víki sæti í Aurum- málinu. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur sak- sóknari. Að- spurður hvers vegna ákæruvaldið hafi farið fram á að Guðjón viki, segir Ólafur það hafa verið vegna eftirmála málsins í héraði. „Mat ákæruvaldsins er að hann geti ekki talist hæfur til að fara með málið úr því sem komið er,“ segir Ólafur en krafa ákæruvalds- ins verður tekin fyrir í september næstkomandi. ash@mbl.is Vilja að Guðjón St. Marteinsson víki sæti í Aurum-málinu Ólafur Þór Hauksson Brynja Dögg B. Guðmundsdóttir brynjadogg@mbl.is Í kjölfar umræðunnar að undanförnu hefur tilkynningum um ærdauða til Landssamtaka sauðfjárbænda fjölg- að verulega. „Það sem við getum sagt alveg örugglega er að um er að ræða tugi bæja um nánast allt land og dauðar skepnur skipta þúsundum,“ segir Svavar Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Landssamtaka sauð- fjárbænda. „Við getum líka fullyrt að við erum að tala um Vesturland, Vestfirði, Norðurland, Austfirði, Suðausturland og nýlega höfum við fengið upplýsingar um að minnsta kosti þrjá bæi á Suðurlandi. Fyrst var ekkert á Suðurlandi en við erum komin með upplýsingar um bæi sem eru vestan Markarfljóts,“ segir Svav- ar. Margt nefnt til sögunnar Ýmsar kenningar hafa verið nefndar um ástæður ærdauðans. Sem dæmi má nefna lélegt hey, áburð, fóður og mengun vegna eld- goss. Þá hafa sjúkdómar verið nefnd- ir. Engin óyggjandi niðurstaða hefur fengist og ekki hefur neitt verið úti- lokað þó ólíklegt sé talið að ærdauð- ann megi rekja til lélegs heys, erfða- breytts fóðurs eða áburðar, nema um einhvers konar framleiðslugalla hafi verið að ræða. „Í krufningu hefðum við átt að sjá breytingar á lungum ef þetta væri loftmengun eða gasmengun og ef þetta stafar af mengun úr fóðrinu eða jurtunum ættum við að sjá breyting- ar á lifur. Þó maður vilji ekki taka ákvarðanir út frá krufningum fyrr en það koma fleiri þá eru engar vísbend- ingar,“ segir Margrét Katrín Guðna- dóttir, sjálfstætt starfandi dýralækn- ir, sem vinnur að rannsókn málsins. Hún bendir á að fóður og áburður sé það sama og hafi verið notað síðustu tíu ár og ef eitthvað mætti rekja til þessara þátta ætti að sjást útbreidd- ari vandi í hverri hjörð. Einar Jörundsson, dýralæknir og meinafræðingur á Keldum, tilrauna- stöð Háskóla Íslands, hefur einnig komið að krufningum og viðbótar- rannsóknum vegna ærdauðans. Hann segir óvíst hvenær rannsókn- um muni ljúka en bændur geti líklega ekkert gert fyrir fé sitt úr þessu. Þúsundir dauðra skepna  Sífellt fleiri bændur tilkynna ærdauða  Tilkynningar eru einnig farnar að berast frá Suðurlandi  Engar skýringar komnar  Verið er að rannsaka málið Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sauðfé Bændur reyna allt hvað þeir geta til að bjarga sauðfé sínu. Seglskipið Kruzenshtern er 89 ára gamalt. Það hefur gengið gegnum ýmislegt en í dag er það notað í þeim tilgangi að kenna sjóliðum handtök í gömlum skipum. Ás- grímur segir að nokkurt pláss þurfi til að snúa stórum skipum sem hafa takmarkaðan stjórnbún- að eins og Kruzenshtern, slysin geri þó ekki boð á undan sér. Hann fullyrðir ekkert um orsök slyssins, rannsókn muni leiða hana í ljós. Skipinu snúið í höfninni SKÓLASKIPIÐ KRUZENSHTERN VAR SMÍÐAÐ ÁRIÐ 1926 Morgunblaðið/Árni Sæberg Glæsilegt skip Rússneska skólaskipið Kruzenshtern er óneitanlega fagurt. Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Ljóst er að töluverðar skemmdir urðu á varðskipunum Þór og Tý á fimmtudag þegar rússneska skóla- skipið Kruzenshtern hugðist halda úr Reykjavíkurhöfn, þar sem varð- skipin lágu hlið við hlið. Langt bug- spjót rússneska skipsins rakst inn í bol Þórs, sem lá nær höfninni áður en stefni þess stímdi á Tý, sem olli árekstri milli varðskipanna tveggja. Bæði skipin skemmdust nokkuð Á bakborða Þórs eru stór göt eftir bugspjótið en búkurinn er einnig mikið genginn til á stjórnborða eftir að varðskipin tvö slógust saman. Þá eru skemmdir inni í skipinu eftir bugspjótið en þar gekk innrétting til við höggið. Ásgrímur Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, segir bráða- birgðaviðgerðir á götunum á bak- borða nægja í bili en Þór siglir út til landhelgisgæslustarfa eftir helgina. Skemmdir á Tý eru meiri, en stefni rússneska skipsins rakst í hlið skips- ins. Mastur Týs beyglaðist mikið við áreksturinn en bugspjótið rakst í mastrið eftir að það stakkst inn í búk Morgunblaðið/Árni Sæberg Mastrið Bugspjót rússneska skipsins beyglaði mastur varðskipsins Týs. Áreksturinn olli tölu- verðum skemmdum  Þór og Týr eru laskaðir eftir ásiglingu rússnesks skips Bakborði Ásgrímur Ásgrímsson sýnir skemmdir á bakborða Týs.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.