Morgunblaðið - 13.06.2015, Side 10

Morgunblaðið - 13.06.2015, Side 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2015 tímanlega. Ekki geyma það til síðasta dags skila atkvæði þínuMundu að FLÓABANDALAGIÐ ATH! Atkvæði póstleggist í síðasta lagi 18. júní 22. júní er síðasti dagurinn sem þú hefur til að hafa áhrif á niðurstöður í atkvæðagreiðslunni um kjarasamningana V Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég veit vel að ég er umdeild-ur, því ég hef gert þannighluti í gegnum tíðina. Égheyri líka að fólki finnist ég klikkaður. Stundum leyfi ég mér að stinga á kýlum, ég hef reglulega haft áhrif á samfélagsumræðuna með „samfélagsgjörningum mínum“, til dæmis framboðum mínum, fyrst framboði Vinstri Hægri Snú í borgarstjórnarkosningunum 2002, forsetaframboðinu 2004 og framboði mínu í formannskjöri Sjálfstæðis- flokksins 2009. Ég var beðinn um að koma upp í listaháskóla og halda fyr- irlestur sem aktivisti, en ég hef aldr- ei skynjað mig þannig, mér hundleið- ist pólitísk myndlist. En þegar mér er ofboðið þá rís ég upp og hendi bombu frá mér,“ segir myndlistar- maðurinn Snorri Ásmundsson og bætir við að hann sé maður fyrir- gefningarinnar. „Ég hef selt afláts- bréf í áratugi. En það má alveg hvæsa stundum, það er nauðsyn- legt.“ Í listsköpun sinni hefur Snorri ekki bundið bagga sína sömu hnút- um og samferðamenn hans. „Ég er sjálfmenntaður og minn myndlistarferill hófst með ákvörðun í fangelsi þegar ég var í gæslu- varðhaldi. Þá spurði ég mig: Ætlarðu að vera glæpamaður eða listamaður? Ég tók ákvörðun um að verða lista- maður. Þarna fann ég farveg fyrir óþekktina í mér. Og þó mér hafi ver- ið haldið niðri þá held ég alltaf áfram,“ segir Snorri sem verður með sólótónleika í Mengi í kvöld, en þar ætlar hann að spinna í söng og spili, í bland við gjörninga og óvæntar uppákomur. „Það er ekki hægt að flokka mig eftir skóla eða öðru, ég er bara eins og svarti sauðurinn eða óþekka barn- ið. Og sá titill er ekki velkominn alls staðar. Ég er búinn að vera í tuttugu ár í bransanum og ég hef oft mætt því að ég sé óvelkominn, þess vegna býð ég mig sjálfur velkominn. Mér Mér finnst gaman að vera ófullkominn Snorri Ásmundsson hefur engan áhuga á því hvað öðrum finnst um hann og hann er óhræddur við að fara sínar eigin leiðir í listsköpun sinni. Hann er sjálf- menntaður og lætur flæðið ráða för. Hann segir óttann allt of oft stýra manninum og stærsta fangelsið sé hræðslan við álit annarra. Snorri og gínan Mynd tekin á vinnustofunni í Los Angeles í vetur. Uppstill- ingin var í tilefni dagsins eða dagsformsins. Leikið með stígvél og hatt. Flóruvinir, sem eru samstarfshópur sjálfboðaliða um rannsóknir á ís- lensku flórunni og verndun hennar, halda upp á samnorrænan Dag villtra blóma á morgun, sunnudaginn 14. júní. Boðið verður upp á tvær leið- sagðar gönguferðir um náttúruna í borgarlandinu. Annars vegar verður lagt upp í gönguför um Elliðaárdal kl. 11 frá hesthúsi Fáks við Sprengisand og hins vegar um Fossvog kl. 14 frá Ylströndinni í Nauthólsvík. Fjallað verður um gróðurfar svæð- anna og plöntur greindar til tegunda. Gestir eru eindregið hvattir til að taka með sér flóruhandbækur og stækkunargler. Hjörtur Þorbjörnsson, grasafræð- ingur og forstöðumaður Grasagarðs Reykjavíkur, verður í fararbroddi í göngunni um Elliðaárdalinn, en Snorri Sigurðsson, líffræðingur og verkefnastjóri „Reykjavík – iðandi af lífi“, í göngunni um Fossvog. Á vefsíðu Flóruvina eru upplýs- ingar um fleiri plöntuskoðunarferðir sem þeir vinirnir standa fyrir á Degi villtra blóma, auk sem þar er alls kon- ar fróðleikur um flóru Íslands. Vefsíðan www.floraislands.is/Annad/blomdag.html Þjóðarblómið Holtasóley var valin þjóðarblóm Íslendinga í könnun árið 2004. Dagur hinna villtu blóma Ef veðurspár ganga eftir viðrar vel til kvennahlaups í Viðey sem ÍSÍ efnir til í sjötta sinn kl. 10.45-13.00 í dag. Spáð er sól og hægum vindi. Hlaupa- leiðin þykir mjúk undir fæti og þægi- leg, náttúran og fuglalífið skarta sínu fegursta og því er margs að njóta á leiðinni. Hlaupið verður ræst frá Viðeyjar- stofu og geta konurnar valið milli tveggja hlaupaleiða, annaðhvort 3 km eða 7 km. Siglt verður frá Skarfabakka kl. 10.15. Hlaupakonur fá afslátt í ferj- una og greiða 2.500 kr. í þátttöku- gjald og ferjutoll. Börn undir 13 ára aldri greiða 1.500 kr. Innifalið í þátt- tökugjaldinu er kvennahlaups- bolurinn og verðlaunapeningur. Skráning fer fram í miðasölu Eld- ingar á Skarfabakka þar sem Viðeyjarferjan leggur frá bryggju. Siglt verður til baka frá Viðey á hálfa tímanum allan daginn frá 11.30 til 18.30. Konunum gefst því góður tími til að slappa af eftir hlaupið og fá sér kannski eitthvað í svanginn í Viðeyjarstofu. Kvennahlaup ÍSÍ haldið í sjötta sinn í Viðey Konur spretta úr spori í eyju Morgunblaðið/Ómar Viðey Hlaupið hefst við Viðeyjarstofu. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Hin árlega bókmenntadagskrá Vestan- vindar verður kl. 17 á morgun, sunnudag í Edinborg menningarmiðstöð á Ísafirði. Friðrika Benónýsdóttir bókmenntarýnir heldur erindið Hafði lagði þennan veg, sem fjallar um birtingarmyndir hins vestfirska þorps í íslenskum bók- menntum. Friðrika beinir sjónum sínum að rithöfundunum Eiríki Guðmunds- syni og Eiríki Erni Norðdahl og verk- um þeirra. Báðir hafa búið fyrir vest- an, Bolungarvík var heimabær Eiríks Guðmundssonar í æsku og bók hans 1983 lýsir horfnum þorpsanda. Eirík- ur Örn bjó lengst af á Ísafirði, þar sem hann skrifaði Illsku. Bókmenntadagskráin Vestanvindar í Edinborg á Ísafirði Vestfirsk þorp í bókmenntum Eiríkur Örn Norðdahl Eiríkur Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.