Morgunblaðið - 13.06.2015, Page 14

Morgunblaðið - 13.06.2015, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2015 SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Samkomulag okkar bræðranna er gott og búskapur gengur vel. Upp- skriftin að slíku er auðvitað sú að hver sé sáttur við sitt hlutskipti, að vinátta sé til staðar og að sýnd sé til- litssemi. Í lífinu þarf alltaf að finna og fara milliveginn,“ segir Vagn Sig- tryggsson, bóndi á Hriflu í Suður- Þingeyjarsýslu. Þar er félags- búskapur bræðranna Vagns og Háv- ars, sem með fjölskyldum sínum tóku við keflinu fyrir nokkrum árum. Kyrrlátt sveitalíf í kvikmynd Segja má að Hrifla sé bær á mót- um þriggja sveita, það er Köldukinn- ar, Ljósavatnsskarðs og Bárðardals, en dalurinn er sögusvið kvikmyndar- innar Hrúta sem frumsýnd var ný- lega á Laugum í Reykjadal. Margir hafa að undanförnu gert sér erindi í bíó til að sjá myndina, hvar segir af tveimur bræðrum á sjö- tugsaldri, Guðmundi og Kristni, sem Sigurður Sigurjónsson og Theódór Júlíusson leika. Þeir eru sauð- fjárbændur, eiga einhverja bestu hrúta landsins og þó svo að bæir þeirra standi hlið við hlið hafa þeir ekki talast við í 40 ár. Riðuveiki grein- ist svo í fé annars þeirra og þá þarf að skera niður fé beggja, sem reynist þeim mikið áfall. „Fólk hér í sveitinni sem séð hefur myndina lætur vel af. Finnst gaman að sjá á hvíta tjaldinu umhverfi og náttúru sem það þekkir vel. Talar um þó að sagan sé mynd úr hversdagslífi og að því leyti kunnugleg. Sé kyrrlátt sveitalíf. En ætli það sé ekki yfirleitt svo að skáldverk falla sjaldnast vel inn í umhverfi veruleika sem við sjálf þekkjum,“ segir Vagn og heldur áfram: „Já, svona tilvik þar sem fólk jafn- vel á sama bænum talast ekki við eru til en fátíð. Svona sögur hef ég heyrt og allt svona er sorglegt. Er kannski óumflýjanlegt sé fólk einþykkt og hvorugur aðili slær af.“ Vorið hefur verið kalt Á Hriflu er mektarbú, það eru 80 nautgripir í fjósi og 450 vetrarfóðr- aðar ær. Nýafstaðin sauðburður skil- aði um 800 lömbum sem mörg eru komin undan hrútnum Dreka. „Í félagsbúskap gefst vel að hafa verkaskiptingu. Hér hefur Hávar yf- irumsjón með fjósi en ég fjárhúsi, en göngum jafnt til verka. Við komum inn í þennan búskap strax á unglings- aldri en keyptum þetta allt af for- eldrum okkar þeim Ásdísi Jónsdóttur og Sigtryggi Vagnssyni – og Viðari bróður hans – fyrir sjö árum eða svo,“ segir bóndinn og heldur áfram: „Það kom eiginlega aldrei annað til greina en verða bóndi, sem er yfirleitt skemmtilegt jafnvel þótt vorið sé kalt sem gerir bústörfin erfiðari en ella væri. Síðustu daga höfum við verið að bera áburð á tún og vinna í flögum og svo styttist í að fé verði rekið í úthaga og á afrétt. Starfið er fjölbreytt og lif- andi, en ég vona nú samt að við fjöl- skyldan náum nokkurra daga frí í sumar og komust í sumarbústað eins og í eina viku,“ segir Vagn sem er í sambúð með Margréti Sólveigu Snorradóttur og eiga þau þrjú börn. Stórbrotinn og skipar sess Það var í maí árið 1885 sem á Hriflu fæddist Jónas Jónsson, for- maður Framsóknarflokksins, að margra mati áhrifamesti maður síð- ari tíma á Íslandi. Var ráðherra á ár- unum 1927 til 1932, það er fyrir rúm- lega 80 árum, en er þó býsna nálægur enn í dag. Varla líður sú vika enn í dag að í fjölmiðlum sé vitnað til Jón- asar; verka hans, hugmynda og sögu. „Jónasarfólk fór héðan fyrir um öld síðan. Afi minn og alnafni tók við bú- skap hér um 1940 og síðar foreldrar okkar bræðra. Eldra fólk segir mér að fyrr á tíð hafi borið á því að fólk kæmi hingað til að sjá fæðingarstað Jónasar. Þetta gerist varla lengur en margir lyfta brúnum þegar ég segist vera frá Hriflu. Auðvitað þekki ég til Jónasar, las ævisöguna fyrir mörgum árum og hann bar oft á góma í upp- vexti mínum. Af því öllu ræð ég að Jónas hafi verið hugsjónamaður og gengið hart á eftir sínum málstað. Verið stórbrotinn persónuleiki, sem kannski varð honum að falli. En hann skipar sess í söguog fyrir vikið þekkja margir bæjarnafnið Hriflu.“ Hrifluhrúturinn heitir Dreki  Staldrað við á slóðum stórmyndar  Bræðurnir Vagn og Hávar Sigtryggssynir búa félagsbúi á Hriflu í mynni Bárðardals  Þaðan sem Jónas var  Segja vináttuna mikilvæga í félagsbúskap Bróðirinn Hávar Sigtryggsson býr á Hriflu ásamt bróður sínum, Vagni. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fjárbóndi Vagn Sigtryggsson í fjárhúsinu með hrútinn Dreka, en lömbin á Hriflu eru mörg undan þeim höfðingja. Hrifla Stytta af Jónasi Jónssyni sem bjó á Hriflu á sínum tíma. Til sölu er rótgróin og vel þekkt gróðrarstöð á Suðurlandi. Fyrirækið er vel staðsett, hefur byggt upp sterka stöðu á markaði og er í stöðugum vexti. Reksturinn getur hentað vel tveimur samhentum einstaklingum eða hjónum, en um 10 manns starfa í fyrirtækinu að staðaldri, fleiri yfir sumartímann. Velta fyrirtækisins hefur verið stöðug og vaxandi. Afkoma er sömuleiðis góð og á uppleið og var EBITDA ársins 2014 um 25 m.kr. Nánari upplýsingar: Brynhildur Bergþórsdóttir brynhildur@kontakt.is, sími 414 1200 Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is H au ku r 06 .1 5 Vel þekkt gróðrarstöð Baldur Arnarsonbaldura@mbl.isSeðlabanki Íslands er að færast í átt til þess að gefa út stýrivaxtaferil til framtíðar, eftir að látið slíkt ógert á síðustu árum. Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Ís- landsbanka, bendir aðspurður á þetta en tilefnið er niðurlag síð- ustu yfirlýsingar peningastefnu- nefndar Seðla- bankans. Yfirlýsingin var birt á mið- vikudaginn var og sagði þar í lokin að „enn fremur virðist einsýnt að hækka þurfi vexti umtalsvert í ágúst og frekar á komandi misserum eigi að tryggja stöðugt verðlag til lengri tíma litið“. Nýmæli peningastefnunefndar „Fulltrúar peningastefnunefndar hafa aðeins verið að færa sig upp á skaftið varðandi það sem þeir kalla framsýna leiðsögn. Þeir hafa tekið hana upp í auknum mæli í síðustu yfirlýsingum. Við sáum ýjað að því í yfirlýsingunni þar á undan [13. maí], þar bar á hörðum tón varðandi vaxtaákvörðunina núna í júní. Fram- sýna leiðsögnin þá var hins vegar ekki jafn langt fram í tímann og ekki svo eindregin og hörð og yfirlýsingin núna. Þannig að þetta er nýmæli hjá peningastefnunefndinni og í sjálfu sér skref fram á við, að mínu mati. Þarna er verið að gefa markaðnum og öðrum innsýn í það hvernig þeir sjá aðhaldið í peningamálum þróast á næstu misserum. Þeir eru ef til vill að fara aftur til þess tíma þegar þeir hreinlega birtu spá um stýrivaxta- feril. Þeir gerðu það fyrir hrunið.“ Ingólfur rifjar upp að þegar síð- asta vaxtaákvörðun var kynnt sl. miðvikudag hafi einn nefndarmanna verið spurður hvort nefndin væri að fara aftur í þessa átt. Svarið hefði verið að rétt væri að íhuga það að birta stýrivaxtaferil þegar aflétting fjármagnshafta er afstaðin og þegar fjármálamarkaðir hafa jafnað sig á þeirri breytingu. Spurður hvort nýbirt og boðaðar vaxtahækkanir muni hafa áhrif á þróun raunverðs fasteigna á höfuð- borgarsvæðinu segir Ingólfur að hærri vextir muni slá á verðhækk- anir á fasteignamarkaði. Verð á fast- eignum muni áfram hækka, fyrst og fremst vegna vaxandi kaupmáttar ráðstöfunartekna heimilanna. Húsnæðisliðurinn hefur átt mik- inn þátt í verðbólgu að undanförnu og segir Ingólfur útlit fyrir að draga muni úr vægi þessa liðar. Launa- hækkanir muni verða ráðandi þáttur í að knýja verðbólgu á næstu miss- erum. Framleiðnivöxtur sé hægur í hagkerfinu en launahækkanir til- tölulega miklar. Seðlabankinn tekur upp „framsýna leiðsögn“ Morgunblaðið/Golli 13. maí Már Guðmundsson seðlabankastjóri tilkynnir vaxtaákvörðun. Ingólfur Bender  Vaxtaspá þykir nýmæli  Hærri vextir kæla íbúðamarkað

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.