Morgunblaðið - 13.06.2015, Page 26

Morgunblaðið - 13.06.2015, Page 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2015 BURTMEÐMÚSARÚLNLIÐ Eitt algengasta vandamálið meðal tölvunotenda – bæði barna og fullorðinna Léttir álagi af viðkvæmum sinaskeiðum úlnliðsins Minnkar og fyrirbyggir spennu í hendi, handlegg, öxlumog hálsi duopad.is Náttúruleg staða með DuoPadSlæm staða handleggs Meðmæli sjúkraþjálfara léttur og þægilegur ÚLNLIÐSPÚÐI aðeins 4 gr. Fæst á www.duopad.is – fjárfesting gegn músararmi DuoPad fylgir hreyfingum handleggsins í staðinn fyrir að allur líkaminn þurfi að aðlagast stuðningi sem liggur á borðinu. 1 2 3 4 EINKENNI MÚSARÚLNLIÐS Aukinn stirðleiki í hálsi og axlasvæði, síðar seiðingur út í handlegg. Verkur upp handlegg að olnbogameð vanlíðan og sársauka. Verkurinn verður ólíðandi og stöðugur í olnboga, úlnliðumog öxlum. Stífleiki í hálsi getur verið viðvarandi. Fólk getur orðið ófært um að nota tölvumús og jafnvel óvinnufært. Undur mikiðhversumart þúkannt ljúga, mælti hún. En það er ástmerki kallað ef maður lýgur að konu og talar eigi satt; og þá ann kona manni er hún trúir honum þó að hún viti hann ljúga; og er gott að heyra þig ljúga: Ljúgðu.“ Þessi undursamlega ástarjátning Þórdísar í Ögri úr Gerplu eftir Halldór Laxness fest- ist mér í huga á ung- lingsárum og er mér ævinlega sem ný og fersk. Sama máli gegn- ir um verkið í heild sem má nálgast út frá ólíkum sjónarhornum. Þegar ég las það fyrst fannst mér það vera ástarsaga þar sem Þórdís er svikin í tryggðum vegna fóst- bræðralags æringja í leit að frægð og frama. En að sjálfsögðu er sagan margslungnari en svo. Sá sem svíkur Þórdísi til þess eins að mæra konung og öðlast skáldfrægð er sennilega harmsögulegri en flestar persónur skáldsins og eru þá hvorki Snæfríður Íslandssól né Bjartur í Sumarhúsum und- anskilin. Í sögu Ólafs konungs helga segir frá falli hans í Stiklastaðaorrustu þar sem Þormóður, ástvinur og eig- inmaður Þórdísar, hefur lagt sig fram og neytt síð- ustu krafta sinna í þágu hans og situr hnípinn og hel- særður og læknir freistar þess að gera að sárum manna. Læknirinn reynir að draga járn úr síðu hans með töng en skortir afl. Þormóður grípur töngina, kippir henni út og liggja þar tágar af hjartanu, sumar rauðar og sumar hvítar. Þá segir hann: „Vel hefur konungurinn alið oss, feitt er mér enn um hjartarætur.“ Síðan hné hann aftur og var þá dauður. Þannig skrifar Snorri Sturluson Halldór Laxness sér ástæðu til að segja með nokkuð öðrum hætti frá þessum atburðum í Gerplu. Konungurinn er fallinn af stalli. Þor- móður hefur orðið vitni að angist hans en konungur segist hafa spurnir af því að hann hafi ætlað að færa sér kvæði. Þormóður segir það rétt vera: og segir hvaða verði hann hafi keypt þetta kvæði, sælu sinni og sól og dætrum sínum, tungli og stjörnu: og við fríðleik sjálfs sín og heilsu … „Ólafur Haraldsson segir þá: „Styttu nú stundir konungi þín- um, skáld, og flyt hér gerplu þína undir hörginum í nótt.“ Skáldið svarar og nokkuð dræmt: „Nú kem ég ekki lengur fyrir mig því kvæði,“ segir hann og stendur upp seinlega og haltrar á brott við lurk sinn og er horfinn bak hörginum. Þá var túngl gengið undir og fel- ur nóttin dal og hól að Stiklastöðum og svo hinn síðfrjóva hegg.“ Nú gefst okkur tækifæri til að hlýða á þetta meistaraverk í Ríkis- útvarpinu með 13. aldar tungutaki skáldsins. Með tungutaki 13. aldar Tungutak Guðrún Egilson Dagblöð eru mikilvæg heimild um samtímannog út úr þeim má lesa breytingar á viðhorfumog tíðaranda. Bandaríski rithöfundurinn JohnNaisbitt komst að þeirri niðurstöðu að með vandlegri skoðun dagblaða mætti greina nýja samfélags- strauma sem væru að brjótast upp á yfirborðið. Hann skrifaði bókina Megatrends, sem fyrst kom út fyrir um 35 árum, þar sem hann leitaðist við að draga nýja strauma af þessu tagi fram í dagsljósið. Bókin var byggð á ítarlegri rannsókn á blöðum af margvíslegu tagi sem út voru gefin í Bandaríkjunum öllum á þeim tíma. Morgunblaðið er áreiðanlega ein bezta heimild sem til er um samfélagsþróunina á Íslandi síðustu 100 ár, þótt síðustu 50 árin séu áreiðanlega betri heimild en fyrri 50 árin vegna þess að seinni hluta síðustu aldar og fram á okkar daga endurspeglaði blaðið betur samfélagið allt en á þeim tímum, þegar ekki var talið við hæfi að birta ann- að en sjónarmið skoðanabræðra. Í þessari viku hafa birtzt í blaðinu tvær fréttir og frá- sagnir sem spyrja má, ef þær eru lesnar með gleraugum John Nais- bitt, hvort séu vísbendingar um nýja strauma sem eru að bærast undir yfirborðinu í samfélagi okk- ar og við það að brjótast fram. Hin fyrri byggir á samtali við fréttaritara blaðsins í Mýrdal, Jónas Erlendsson, bónda í Fagradal, sl. þriðju- dag. Þar segir frá ferð hans til Reykjavíkur í Bílabúð Benna að sækja nýjan bíl af gerðinni Chevrolet Volt. Síð- an segir: „Bílakaup þessi væru varla í frásögur færandi nema sakir þess að í Fagradal er heimarafstöð og raunar hefur bærinn aldrei verið tengdur samveitu. Því er útgerð bíls- ins að mestu leyti sjálfbær og orkan heimafengin. Slíkt er sjálfbært nýmæli.“ Bílafloti landsmanna er knúinn með orku sem við Ís- lendingar kaupum frá útlöndum og er þeirrar gerðar að hún er háð miklum verðsveiflum. Miklar hækkanir sem hvað eftir annað hafa orðið á verði þessarar orku hafa bein áhrif á lífskjör fólksins í landinu, bæði vegna verð- hækkana á olíu og benzíni en líka vegna þess að þær verðbreytingar hafa áhrif á verðtryggðar lánaskuldbind- ingar fólks og fyrirtækja. Íslenzka þjóðin er hins vegar í sömu stöðu og Jónas í Fagradal. Við framleiðum orku sjálf í formi rafmagns og nú er framboð á rafbílum að aukast. Við búum á eyju og getum – ef við viljum – sett okkur það markmið að á þessari eyju verði ekki annað en rafbílar að tilteknum árafjölda liðnum. Hinn almenni borgari gerir sér skýra grein fyrir þessu, eins og Jónas bóndi í Fagradal sýnir með fordæmi sínu. Hvenær markar Alþingi þá stefnu fyrir þjóðina sem bóndinn í Mýrdalnum hefur markað fyrir sig og sína fjölskyldu? Nyrzt á Ströndum er að finna eitt fegursta svæði á Ís- landi. Aðdráttarafl þessa svæðis er slíkt að þeir sem koma þangað einu sinni finna í sér sterka þörf fyrir að koma þangað aftur – og aftur. Sl. miðvikudag birtist hér í blaðinu viðtal við Elínu Öglu Briem, sem er flutt í Árneshrepp nyrzt á Ströndum með dóttur sinni, þar sem hún á ekki aðrar rætur en þær að hafa starfað þar um þriggja ára skeið sem skólastjóri Finnbogastaðaskóla. Þar vill hún gerast það sem hún kallar þjóðmenningarbóndi, en Elín Agla á að baki há- skólanám í umhverfis- og auðlindafræðum og vinnur nú að meistaraprófsverkefni um efni sem hún kallar: Hvað er menningarleg sjálfbærni í Árneshreppi? Í frásögn Morgunblaðsins segir: „Elín segir að í Árneshreppi lifi óslitinn ættleggur ís- lenzku menningarfjölskyldunnar, þar sé menningin lif- andi en ekki í boxi á safni: „Ég er því þjóðmenningar- bóndi, en engin þjóðernishyggja felst í því af því þjóð er ekki að- eins við, sem erum lifandi núna, heldur líka allir forfeður sem hafa verið hér á undan okkur. Í Árneshreppi man fólk lengra aftur, kannski af því það hefur meiri tíma. Og fyrir vikið hef ég kynnzt forfeðrum íbúanna þar mjög vel. Allt sam- félagið viðheldur eigin sögu með því að segja sögur af fólki.““ Elín Agla er ekki sú eina af nýrri kynslóð Íslendinga sem sækir úr þéttbýlinu í dreifbýli, um slíkt eru allmörg dæmi á undanförnum árum, en hún er bersýnilega með mjög mótaðar hugmyndir, ætlar að byggja torfbæ og setja upp þjóðmenningarskóla. En svo aftur sé vísað til John Naisbitt og bókar hans, Megatrends (sem komið hefur út í allmörgum útgáfum frá því að sú fyrsta birtist), er áleitið umhugsunarefni hvort vera megi að sú þróun að fólk flytjist utan af landi á suðvesturhornið sé að byrja að snúast við. Ýmislegt hefur gerzt sem getur stuðlað að því. Fyrst ber að nefna að álagið af því að búa í mannfjöldanum á suðvesturhorninu er orðið mikið. Auk mannfjöldans er umferðin snemma að morgni og síðdegis óþolandi og margvíslegt áreiti sem fólk verður fyrir mikið. Í annan stað hefur orðið mikil vitundarvakning meðal þjóðarinnar um náttúru þessa lands. Það er áreiðanlega rétt hjá Guðmundi Hálfdánarsyni prófessor að þjóðarvit- und Íslendinga í dag sækir meira til náttúru landsins en sögunnar og hinnar menningarlegu arfleifðar. Í þriðja lagi eru samgöngur orðnar býsna góðar og farartæki betri en áður var. Í fjórða lagi hafa fjarskiptakerfi nútímans gjörbreytt möguleikum fólks til að vinna fyrir sér, hvort sem búið er nyrzt á Ströndum eða eyðibýlinu Eintúnahálsi á leiðinni inn í Lakagíga. Getur verið að „megatrend“ næstu áratugi á Íslandi verði nýtt landnám í hinum dreifðu byggðum landsins? Nýtt „landnám“ í hinum dreifðu byggðum? Fordæmi Jónasar í Fagradal og Elínar Öglu í Árneshreppi Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Anna Agnarsdóttir prófessor hef-ur sýnt fram á að breskir áhrifamenn vildu í lok 18. aldar og byrjun hinnar 19. leggja Ísland undir Bretaveldi og að Bretastjórn velti því tvisvar alvarlega fyrir sér. Síðustu tvo áratugi átjándu aldar sendi John Cochrane, Skoti af að- alsættum, sem bjó um skeið í Kaup- mannahöfn, bresku stjórninni ótal tillögur um að leggja undir sig Ís- land, og ætlaði hann sjálfum sér þar jarlstign. Taldi hann ótæmandi brennisteinsnámur á Íslandi og gjöful fiskimið undan landi. Landið gæti einnig hentað sem fanganýl- enda. Bretastjórn tók lítið mark á til- lögum Cochranes uns Danir skip- uðu sér sumarið 1800 í röð óvina- ríkja Breta. Í janúar 1801 bað hermálaráðherrann, Henry Dundas, Sir Joseph Banks, sem hafði ferðast um Ísland 1772, að skrifa skýrslu um Ísland. Sir Joseph kvað ekki eft- ir miklu þar að slægjast en þó myndi það auka hróður Bretaveldis að frelsa íbúana undan dönskum kúgurum. Skömmu síðar sigraði breski flotinn Dani og var þá ekki talin þörf á frekari aðgerðum. Eftir að Bretar réðust á Kaup- mannahöfn sumarið 1807 og tóku danska flotann á sitt vald snerust Danir til fylgis við Napóleon. Þá báðu breskir ráðamenn Sir Joseph Banks aftur um að gera skýrslu um Ísland. Sir Joseph mælti enn með því að leggja Ísland undir Breta- veldi, enda mætti gera það frið- samlega, því að íbúar væru lang- þreyttir á Dönum. Ekki varð nú heldur úr hertöku. Hvers vegna? Eins og Anna Agnarsdóttir bend- ir á töldu Bretar það ekki svara kostnaði að leggja hið hrjóstuga Ís- land undir sig, þótt þeir vildu jafn- framt koma í veg fyrir að eitthvert Evrópustórveldanna réði þar. Áhugi þeirra á Íslandi var því „neikvæð- ur“. Þeir þurftu ekki bein yfirráð yfir landinu, því að breski flotinn réð hvort sem er yfir Norður- Atlantshafi. Bretar vildu ekki held- ur styggja Dani, sem voru þeim oft- ast vinveittir þrátt fyrir Napóleons- stríðin. Þess vegna varð Ísland ekki bresk hjálenda í upphafi 19. aldar. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Því hertóku Bretar ekki Ísland?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.