Morgunblaðið - 13.06.2015, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.06.2015, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2015 ✝ Petra ÓskGísladóttir fæddist í Reykjavík 26. nóvember 1927. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Sauðárkróks 6. júní 2015. Foreldrar henn- ar voru Gísli Gísla- son versl- unarmaður, f. 5.2. 1892 á Valdastöð- um í Kjós, d. 1973, og Guðlaug Magnúsdóttir, f. 17.4. 1892, frá Hólmfastskoti í Innri-Njarðvík, d. 1970. Systkini Petru eru: Sig- ríður M. Gísladóttir, f. 20.5. 1915, d. 13.11. 2009, Gunnar Hinn 23.12. 1951 kvæntist hún Jóni Stefánssyni, f. á Hjaltastöðum í Blönduhlíð í Skagafirði 28.4. 1923. For- eldrar hans voru Stefán Vagnsson, f. 25.5. 1889, d. 1.11. 1963, og Helga Jóns- dóttir, f. 28.7. 1895, d. 10.7. 1988. Börn Petru og Jóns eru: 1) Guðlaug Ragna, f. 5.6. 1952, gift Einari Stefánssyni, f. 4.6. 1950, börn þeirra eru þrjú og barnabörn 11. 2) Stefán, f. í júlí 1953, d. sama dag. 3) Ingi- mar, f. 11.5. 1957. Ingimar á þrjú börn og tvö barnabörn. Petra fluttist norður árið 1951 þar sem hún og Jón komu sér upp heimili. Hún vann nokkur ár á saumastofuni Vöku en lengst af var hún heimavinnandi. Útför Petru fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, 13. júní 2015, kl. 14. Jarðsett verð- ur á Flugumýri. Gíslason, f. 28.11. 1916, d. 1994, og Aðalsteinn Th. Gíslason, f. 22.6. 1918, d. 2000. Petra ólst upp í Reykjavík. Úr fyrra hjónabandi með Ein- ari Guðmundssyni eignaðist hún Gísla Hafstein Einarsson, f. 17.11. 1947, kvæntan Kolbrúnu Sigurðardóttur, f. 16.12. 1945. Börn Kolbrúnar frá fyrra hjóna- bandi og fósturbörn Gísla eru sex. Af þeim eru tvö ættleidd. Barnabörn þeirra eru 24 og lang- ömmu- og langafabörn eru 22. Fallega amma mín kær er fallin frá, loksins fékk hún hvíldina. Hún er komin til Nonna afa sem hefur klárlega beðið eftir henni með óþreyju. Nú geta þau kúrað eins og þau voru vön undir einni sæng. Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að fara til ömmu og afa sumar eftir sumar frá því að ég man varla eftir mér og dvelja löngum stund- um og er óhætt að segja að amma mín hafi dekrað við mig allan dag- inn alla dagana. Eftir sumardvöl- ina kom ég alltaf nokkrum kílóum ríkari heim því eins og var algengt á heimilum í þá dagana var morg- unmatur, morgunkaffi, heitur há- degismatur, kaffi, kvöldmatur og kvöldkaffi og alltaf tekið vel á því. Ég matargatið var í himnaríki alla daga, smurt soðbrauð, möndlu- kaka, karamellukaka og dásam- legir ástarpungar. Eitt það sem amma mín var þekkt fyrir og eflaust um víðan völl var brjálæðislegt tuskuæði. Morgunverkin í munstraða morg- unsloppnum voru stórfelld og eins gott að láta lítið fyrir sér fara. Stíga þurfti með varúð á gólfið í svefnherberginu þar sem það var sleipt eins og ís eftir síendurtekn- ar bónumferðir og nánast hægt að spegla sig í því. Ef maður stóð upp til að fara á salernið var ýmist búið að laga púðana þegar þú komst til baka eða taka glasið þitt ef það var nánast tómt. Fyrir vikið var heim- ili þeirra og bústaðurinn ávallt fal- legt og smekklegt og vel gengið um. Amma mín var falleg kona, há- vaxin með mikla reisn yfir sér. Hún var alltaf vel til fara, fór aldr- ei úr húsi nema með varalit og hárið fínt. Hún hafði alltaf skoð- anir á hlutunum og fékk maður al- veg að heyra það ef það var eitt- hvað sem henni líkaði ekki alveg eða fannst að mætti vera öðruvísi, oft komu setningar eins og „þú hefur braggast Petra mín“ eða „þessi litur fer þér ekki“. Vel meint og sannleikanum sam- kvæmt. Henni fannst til dæmis komi tími til að gera mig fína þeg- ar ég var um fimm ára en þá örk- uðum við til vinkonu hennar og þar var lögð vinna í að setja göt í eyrun á nöfnunni með nál og klaka að vopni. Það tókst á endanum en eru ekki alveg á réttum stað sem er allt í lagi vegna þess að þau minna mig alltaf á ömmu mína. Ótal aðrar minningar flæða fram, við á leið í sund á morgnana á Króknum og amma með blómótta sundhettu sem mér fannst eins og í bíómyndunum og hún því eins og kvikmyndastjarna eins falleg og hún var, ég dekruð í sumarbú- staðnum sem unglingur flatmag- andi í kojunni að lesa ástarsögur og síðar á fullorðinsárunum að koma með fjölskylduna mína í sveitina og fá að njóta þeirrar sælu sem þar er. Þó að ég hafi ekki fengið tuskuæðið hennar, sem er allt í lagi, fékk ég nafnið hennar og ber það með miklu stolti. Ég mun varðveita minningu þína um eilífð í hjarta mínu elsku amma mín, hvíl í friði. Petra Lind Einarsdóttir. Kær vinkona okkar, Petra Gísladóttir, lést á Heilbrigðis- stofnuninni á Sauðárkróki aðfara- nótt 6. júní sl. Kynni okkar hófust á sama tíma og við hjónin hófum sambúð árið 1959. Við komum þá gjarnan í Þórshamar til Petru og Nonna, sem bjuggu þar þá, stundum til að passa börnin eða þá til að hafa gaman í góðum félagsskap. Þessi kynni áttu eftir að endast okkur vel og lengi, eða þar til leiðir skilj- ast nú. Petra var glæsikona og gjafmildi hennar náði svo langt sem efnin leyfðu og stundum að- eins lengra. Seinna, árið 1973, komu Petra og Nonni með litla hjólhýsið sitt í Flugumýri, sem síðar breyttist í sumarhús, sem þau nefndu Lækjarbakka. Þau komu með farfuglunum á vorin, sem var okkur hjónunum mikið tilhlökkunarefni og við vissum nokkuð hvað klukkan var á föstu- dögum þegar þau fóru um hlaðið hjá okkur áleiðis í bústaðinn. Þar áttum við saman margar góðar stundir sem gott er að minnast. Eftir að Petra missti Nonna sinn fyrir sex árum hefur hún dvalið á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki og notið umhyggju þess góða fólks sem þar starfar. Við þessi vistaskipti mun Petra Gísladóttir leggja í sína hinstu för frá Króknum fram í Flugumýri og leggjast við hlið eiginmanns síns í Flugumýrarkirkjugarði. Að leiðarlokum viljum við þakka Petru allar þær góðu sam- verustundir sem við höfum átt með henni og Jóni, manni hennar, í gegnum tíðina. Afkomendum sendum við samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Petru Gísladóttur. Ásta og Sigurður á Flugumýri. Okkur systur langar að minn- ast með nokkrum orðum hennar Petu vinkonu okkar sem er nú komin til hans Nonna síns og þar hafa orðið fagnaðarfundir. Minningar okkar um Petu og Nonna ná allt til æskuáranna. Það var gott að eiga þau að þegar faðir okkar lést langt um aldur fram. Þau voru tíðir gestir í sveitinni og áttu þar sinn sælureit. Hún Peta var góð kona, gjaf- mild og glaðvær og það var gaman að koma í heimsókn til hennar. Hún var mikill snyrtipinni, vildi hafa allt hreint og fínt í kringum sig og reglu á hlutunum. Eftir að þau eignuðust bústaðinn á grund- unum var farið fram eftir strax og vinnu lauk á föstudögum, seinna eftir að þau hættu bæði að vinna dvöldu þau allt sumarið í sveitinni. Hún var höfðingi heim að sækja og margar kvöldstundir áttum við hjá þeim, þar var gleðin við völd og Peta hrókur alls fagnaðar. Við andlát Nonna urðu miklar breytingar á lífi Petu og upp frá því hefur hún dvalið á Sjúkrahúsi Sauðárkróks. Missir lífsförunautar og heilsu- leysi varð henni erfitt, hún fór ekki oftar í sveitina. Við þökkum Petu fyrir allar ljúfar samverustundir á liðnum árum. Guð blessi minningu Petru Gísladóttur. Samúðarkveðjur til fjölskyldu hennar. Lilja Amalía og Steinunn (Denna). Petra Ósk Gísladóttir Sigurður Þröstur Hjaltason ✝ SigurðurÞröstur Hjaltason fædd- ist 26. júlí 1960. Hann lést 13. júní 2005. Útför hans var gerð 18. júní 2005. Meira: mbl.is/minningar Minningar á mbl.is HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ÚTFARARÞJÓNUSTA Vönduð og persónuleg þjónusta Sími: 551 7080 & 691 0919 ATHÖFNÚTFARAÞJÓNUSTA - athofn@athofn.is - www.athofn.is Inger Steinsson IngerRósÓlafsdóttir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinsemd við andlát INGA STEINARS ÓLAFSSONAR frá Valdastöðum í Kjós, Gullsmára 5, Kópavogi. . Ninna B. Sigurðardóttir, Ágústa Kristín Steinarsdóttir, Þórarinn Ásgeirsson, Þuríður Elín Steinarsdóttir, Ragnar Björnsson, Jón Steinar Þórarinsson, Ninna Þórarinsdóttir, Jóna Þórarinsdóttir, Fanney Ragnarsdóttir, Kjartan Ragnarsson. Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og bróður, SIGURGEIRS BJÖRGVINSSONAR hljóðfæraleikara, Grandavegi 47, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á L3 og L4 á Landakotsspítala. . Jóna Pétursdóttir, Guðrún Sigurgeirsdóttir, Eggert Lárusson, Gísli Sigurgeirsson, Sólveig Steinsson, Björgvin Jóhannsson, Agnes Gísladóttir, Þórður Ingi Guðmundsson og systur hins látna. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR INGIBJÖRG SIGURBERGSDÓTTIR frá Svínafelli, Furulundi 9, Garðabæ, lést á heimili sínu 3. júní. Útförin fer fram frá Garðakirkju þriðjudaginn 16. júní kl. 11. . Sigurbjörn Kr. Haraldsson og börn hinnar látnu. Hjartkær bróðir okkar, ÓLAFUR SIGURÐUR TÓMASSON trésmiður, varð bráðkvaddur á heimili sínu 10. júní. Jarðarför verður auglýst síðar. . Rannveig Tómasdóttir, Tómas Magnús Tómasson, Guðrún Helga Tómasdóttir. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, DANIEL JOHANNES GLAD, Sléttuvegi 11, Reykjavík, sem jarðsunginn var frá Fíladelfíukirkjunni í Reykjavík 8. júní. Drottinn blessi ykkur öll. . Marianne Glad, Sam Glad, Ruth Glad, Clarence Glad, Barbro Glad, Sigurður Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN LINNET EINARSSON frá Vatnsholti, sem lést fimmtudaginn 4. júní, verður jarðsunginn frá Villingaholtskirkju í Flóa mánudaginn 15. júní 2015 kl. 14. . Margrét Rögnvaldsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍNBORG STEFÁNSDÓTTIR, fóstra frá Fáskrúðsfirði, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði fimmtudaginn 11. júní. . Steindór Guðmundsson, Inga Jóna Jónsdóttir, Áslaug Guðmundsdóttir, Sigurður Thorarensen, Þórunn Guðmundsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Ari Eggertsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SIGRÍÐUR GÍSLADÓTTIR, lést á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, laugardaginn 6. júní. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 16. júní 2015, kl. 13.30. . Gísli Jón Júlíusson, Valgerður Valgarðsdóttir, Herdís María Júlíusdóttir, Egill Jónsson, ömmu og langömmubörn. Harpa Heimisdóttir Útfararstjóri Hrafnhildur Scheving Útfararþjónusta Kirkjulundur 19 • 210 Garðabær sími 842 0204 • www.harpautfor.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.