Morgunblaðið - 13.06.2015, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2015
✝ Ásdís Krist-jánsdóttir
fæddist í Klambra-
seli í Aðaldal 16.
júlí 1938. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Þingeyinga 3. júní
2015.
Foreldrar Ásdís-
ar voru Kristján Jó-
hannesson bóndi í
Klambraseli, f. 29.
nóvember 1892, d.
21. júlí 1987, og Kristín Þuríður
Þorbergsdóttir húsmóðir, f. 7.
janúar 1895, d. 18 ágúst 1977.
Systkini Ásdísar eru Sigþór Jó-
hannes, f. 7. desember 1920, d. 8.
júní 2006, Kristín, f. 24. mars
1922, d. 25. júlí 1942, Sveinbjörn,
f. 23. nóvember 1923, Þorbergur,
f. 6. júlí 1926, d. 13. mars 2008,
Sigurveig, f. 26. nóvember 1928,
d. 23. nóvember 2000, Sigríður
Kristjana, f. 12. júlí 1930, og
Gísli, f. 5. desember 1931.
b) Björn Guðberg, f. 23. apríl
2003, og c) Ásgeir Bjartur, f.
31. október 2004.
Ásdís og Haraldur bjuggu á
Húsavík, fyrst á Túngötu 6,
keyptu síðan húsið við Túngötu
17b. Árið 1971 fengu þau lóð
við Garðarsbraut 36 til að
byggja á og fluttu þar inn árið
1973. Tveimur árum eftir and-
lát Haraldar festi Ásdís kaup á
helming fasteignar að Skóla-
garði 10 af Gunnari Páli Jó-
hannessyni og átti þar góða
sambúð með honum þar til
hann féll frá árið 2012. Síðustu
ár ævi sinnar bjó Ásdís í Mið-
hvammi, Vallholtsvegi 17. Ás-
dís stundaði nám við hús-
mæðraskólann á Laugalandi í
Eyjafirði. Hún stundaði margs
konar vinnu á Húsavík í gegn-
um árin auk þess að vera hús-
móðir. Til dæmis fiskvinnslu,
afgreiðslustörf í versluninni
Búrfell, við saumastofuna
Prýði, saumastofu sjúkrahúss-
ins og Fatahreinsun Húsavíkur.
Þá var hún meðlimur í kirkju-
kór Húsavíkur árum saman.
Útför Ásdísar fer fram frá
Húsavíkurkirkju í dag, 13. júní
2015, kl. 15.
Hinn 25. desem-
ber 1960 giftist Ás-
dís Haraldi Þór-
arinssyni, f. 15.
apríl 1937, d. 13.
ágúst 1990. For-
eldrar Haraldar
voru Þórarinn Þór-
arinsson, f. 22. jan-
úar 1911, d. 26. des-
ember 1995, og
Jóhanna Haralds-
dóttir, f. 3. júlí
1900, d. 28. apríl 1983. Ásdís og
Haraldur eignuðust tvo syni: 1)
Sigþór, f. 7. nóvember 1960,
kvæntur Brynju Ragnarsdóttur,
f. 18. apríl 1966. Börn þeirra eru
a) Heba Karín, f. 29. júlí 1991, b)
Haraldur Björn, f. 15. júlí 1994,
og c) Ragna Margrét, f. 15. apríl
2000. 2) Kristján Viðar, f. 20.
febrúar 1965, kvæntur Hugrúnu
Ingu Ingimundardóttur, f. 6.
júní 1970. Börn þeirra eru a)
Karen Helga, f. 10. mars 1995,
Elsku mamma! Það virðist
svo stutt síðan þú borðaðir með
okkur jólamatinn með þitt fal-
lega en hægláta bros á vörum.
Þessi stund var svo fjarlæg þá.
Þó svo að atvik sem kom upp
þá dagana hafi ef til vill gefið
vísbendingu um það sem var í
vændum var sennilega gott að
fáir hafi verið að velta því of
mikið fyrir sér. Nú er þessi
stund runnin upp. Stundin þeg-
ar við þurfum að kveðja. Þó svo
að það sé vissulega erfitt og
sárt er mér þó efst í huga
þakklæti.
Þakklæti fyrir að hafa fengið
að vera þess heiðurs aðnjótandi
að alast upp undir handleiðslu
þinni og pabba.
Hlýjan og kærleikurinn sem
ég og aðrir fjölskyldumeðlimir
fengum að njóta var ætíð til
staðar. Alveg sama hvað gekk
á.
Ég er líka þakklátur fyrir
það hversu hvetjandi þú varst
alla tíð. Svo hvetjandi að sjálfs-
traustið gat jafnvel farið með
mann lengra en gott þykir. Þú
sagðir oft að þú hefðir verið
einstaklega heppin með menn-
ina í lífi þínu.
Það er vafalaust rétt að
nokkru leyti. En gæði laða til
sín gæði. Ætli þeir blessaðir
hafi ekki verið alveg jafn
heppnir og þú. Þú varst ein-
staklega þægileg í allri um-
gengni og ég man hversu stolt-
ur ég var þegar ég sá hversu
mörg börn á Húsavík kölluðu
þig ömmu þau árin er þú
vannst við afgreiðslu í Búrfelli.
Þá varst þú tæplega orðin nógu
gömul til þess að geta verið
amma. Börn sjá oft það sem
fullorðnir sjá ekki. Sérstaklega
þegar kemur að góðmennsku
og kærleika.
Heimsins þegar hjaðnar rós
og hjartað klökknar.
Jesús gefðu mér eilíft ljós
sem aldrei slökknar.
(Höfundur ókunnur)
Megi guð fylgja þér hvert
sem leið þín liggur nú. Minning
þín mun hlýja mér og mínum
um ókomin ár. Ég mun leggja
mig fram um að kenna afkom-
endum mínum allt það góða og
fallega sem þú kenndir mér.
Kristján Viðar Haraldsson.
Ásdís
Kristjánsdóttir
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og
jarðarför systur okkar,
KRISTÍNAR RUNÓLFSDÓTTUR,
Ásbrandsstöðum,
Vopnafirði.
Sérstakar þakkir til læknishjónanna á
Vopnafirði. Guð blessi ykkur öll.
.
Gunnar Runólfsson,
Guðný Runólfsdóttir,
Lára Runólfsdóttir,
Sigrún Runólfsdóttir,
og aðrir aðstandendur.
www.uth.is
uth@uth.is
Stapahrauni 5, Hfj.
Sími 565-9775
Frímann
s: 897 2468
Hálfdán
s: 898-5765
Ragnar
s: 772-0800
Ólöf
s: 898 3075
ÚTFARARÞJÓNUSTA
HAFNAFJARÐAR
FRÍMANN & HÁLFDÁN
ÚTFARARÞJÓNUSTA
Innilegustu þakkir fyrir samúð við andlát og
útför okkar ástkæru móður, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
MARGRÉTAR JÓNSDÓTTUR
frá Stapakoti,
sem jarðsungin var frá Keflavíkurkirkju
1. maí. Sérstakar þakkir til starfsfólks
á Hrafnistu DAS, Hlévangi í Keflavík, fyrir umönnun, alúð og
nærgætni.
.
Guðni Kjartansson, Magnea Erla Ottesen,
Lisbeth Thompson, Guðmundur Magnússon,
börn og barnabörn.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför elskulegrar
móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
RAGNHEIÐAR ARNFRÍÐAR
ÁSGRÍMSDÓTTUR
frá Teigi,
Stekkjarholti 24,
Akranesi.
.
Ásbjörn Hagalín Steinarsson, Jóhanna S. Gylfadóttir,
Þórunn Úrsúla Steinarsdóttir, Stefán Jónsson,
Berglind Steinarsdóttir, Þórólfur H. Jóhannesson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs
eiginmanns, föður, afa og langafa,
BJÖRGVINS ODDGEIRSSONAR,
Ársölum 5,
Kópavogi.
.
Lára Egilsdóttir og fjölskylda.
Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýhug við
andlát móður okkar, tengdamóður og
ömmu,
VILBORGAR GUÐJÓNSDÓTTUR
frá Oddsstöðum,
Vestmannaeyjum,
sem lést þann 8. maí.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk á dvalar- og hjúkrunarheimilinu
Grund fyrir einstaka umhyggju og vinsemd.
.
Jón Viðar Jónsson,
Guðjón Jónsson, Elísabet Jóna Sólbergsdóttir,
Sigríður Sía Jónsdóttir, Birgir Karl Knútsson,
og ömmubörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýju við andlát og útför yndislegrar
eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og
ömmu,
VIBEKKU BANG,
Hólmagrund 19,
Sauðárkróki.
Sérstakar þakkir til starfsfólks
sjúkrahússins á Sauðárkróki fyrir einstaklega góða umönnun.
Fyrir hönd aðstandenda,
.
Brynjar Pálsson.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur vináttu og samúð við andlát og útför
eiginmanns, föður, tengdaföður og afa,
GUÐMUNDAR SIGURMONSSONAR,
Grenhóli,
Staðarsveit.
Sérstakar þakkir til starfsfólks
sjúkrahúss Akraness og hjúkrunarþjónustu Karitas.
.
Jónína Þorgrímssdóttir,
Þorgrímur H. Guðmundsson, Erla María Markúsdóttir,
Garðar S. Guðmundsson, Kr. Pétrún Gunnarsdóttir,
Grétar O. Guðmundsson, Christina Laursen
og barnabörn
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við
andlát og útför systur okkar,
RAGNHILDAR HALLDÓRSDÓTTUR
SKEOCH,
Mánatúni 4,
Reykjavík.
.
Guðný Ó. Halldórsdóttir,
Kristín H. Halldórsdóttir.
Þökkum innilega fyrir samúð og hlýhug við
andlát eiginmanns, föður, tengdaföður, afa
og langafa,
ÞÓRÐAR ÁRSÆLS ÞÓRÐARSONAR
frá Stykkishólmi.
.
Ólafía Gestsdóttir,
Elfa Hauksdóttir, Svanur Steinarsson,
Þórður Þórðarson,
Sædís Björk Þórðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð við
andlát og útför okkar elskulegu systur og
frænku,
ERLU HAFLIÐADÓTTUR
frá Ögri við Ísafjarðardjúp,
Hátúni 12,
Reykjavík.
.
Lára Hafliðadóttir, Ragnhildur Hafliðadóttir,
Helga Sævarsdóttir og aðrir aðstandendur.
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur
auðsýnda samúð, hlýhug og sendu kveðjur
við andlát okkar ástkæra
BENTS BJARNA JÖRGENSEN.
.
Aðalheiður Jörgensen,
Sigurbjartur Halldórsson, Margrét Ragnarsdóttir,
Bjartur Freyr Heide Jörgensen,
Sigrún Ásta Jörgensen,
María Guðrún Nolan, Þorsteinn Böðvarsson,
Jóhanna Astrid, Ragnar Aron,
Guðrún Jörgensen, Bent Bjarni Jörgensen,
Sigrún Á Sigurbjartsdóttir, Halldór Hjartarson.