Morgunblaðið - 13.06.2015, Side 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2015
Andrea Hjálmsdóttir er lektor í félagsfræði við Háskólann áAkureyri og hefur gegnt þeirri stöðu frá árinu 2009. „Sumar-fríið er ekki alveg skollið á, hjá mér taka við greinaskrif nú
þegar nemendurnir eru farnir út úr húsi. Ég hef mikið verið að vinna
í kynjatengdum rannsóknum og er núna að vinna að tveimur verk-
efnum, annars vegar er ég að skoða Facebook-notkun hjá ungu fólki
og svo er ég að skoða samræmingu fjölskyldu og atvinnu ásamt koll-
egum mínum. Við stefnum að því að klára verkefnin fyrir áramót.“
Andrea var bæjarfulltrúi á Akureyri 2010-2014 en hætti eftir síð-
asta kjörtímabil. „Það var pínu skrítið fyrst að detta út úr hringiðunni
en svo vandist það vel og nú finnst mér það ótrúlega gott að vera ekki
lengur í þessu. Núna nýtir maður tímann í annað og ég get frekar
stundað rannsóknir. Ég er svo heppin að vinnan er mitt áhugamál og
ekki er maður farinn að spila golf þrátt fyrir háan aldur. Núna erum
við hjónin að gera upp húsið okkar, það er aðaláhugamálið núna. Við
erum að taka húsið alveg í nefið og verðum í því fram á haust. Það er
ágætt að nota þetta leiðindasumar í að vera inni að sparsla og mála.
Það verða því engin ferðalög hjá okkur í sumar en við fórum í jóla-
ferðalag, það bjargar okkur í íslenska sumrinu.“
Andrea er frá Akranesi en hefur búið á Akureyri síðan 2000. „Þetta
átti bara að vera stutt stopp hérna en svo viljum við hvergi annars
staðar vera.“ Þau bjuggu einnig í Vancouver í Kanada 2007-2009 þar
sem Andrea tók meistarapróf í félagsfræði.
Eiginmaður Andreu er Hallur Gunnarsson, tölvunarfræðingur hjá
Þekkingu, og börn þeirra eru Fönn 16 ára og Dögun 11 ára.
Í Marokkó Andrea stödd í bænum Essaouira í desember síðastliðnum.
Notar sumarið í að
sparsla og mála
Andrea Hjálmsdóttir er 45 ára
R
agnar fæddist í Reykja-
vík 13.6. 1935. Hann
lauk stúdentsprófi frá
MR 1955, stundaði nám
á Spáni 1955-56, lauk
embættisprófi í lögfræði við HÍ 1962,
öðlaðist hdl.-réttindi 1962 og hrl.-
réttindi 1966.
Á ungligs- og námsárum sinnti
Ragnar margvíslegum sumar-
störfum: „Ég held ég hafi komið að
flestum störfum til sjós og lands sem
þá tíðkuðust. Ég var sjö sumur í
sveit, var á togara og vann við virkj-
anir svo dæmi séu nefnd.“
Ragnar var fulltrúi á málflutnings-
skrifstofu Lárusar Fjeldsted, Ágústs
Fjeldsted, Benedikts Sigurjónssonar
og Benedikts Blöndal 1962-69 en hef-
ur rekið eigin málflutningsskrifstofu
í Reykjavík ásamt öðrum frá 1969.
Hann starfrækir nú, ásamt fleirum,
lögmannsstofuna Rétt í Reykjavík.
Þá hefur hann verið stundakennari
og prófdómari við Tækniskóla Ís-
lands og lagadeild HÍ og hefur kennt
við HA.
Ragnar sat í stjórn Trygginga-
eftirlitsins 1974-78, í stjórn Lífeyris-
sjóðs lögmanna 1971-83, í stjórn Lög-
mannafélags Íslands 1974-76 og frá
1992-95, varaformaður 1975-76 og
formaður 1992-95, sat í kjaranefnd
félagsins 1979-81, var fulltrúi Lög-
fræðingafélags Íslands í fulltrúaráði
BHM og í varastjórn bandalagsins
1971-79, varamaður í Kjaranefnd
1974-78, varaformaður stjórnar
Sjúkrasamlags Reykjavíkur 1974-78,
í höfundarréttarnefnd 1978-87 og frá
1992, varaformaður Barnaverndar-
ráðs 1979-83, í stjórn SÁÁ frá 1980-
2014, í stjórn Höfundarréttarfélags
Íslands frá stofnun 1981 og um ára-
bil, í stjórn Innheimtumiðstöðvar
gjalda skv. höfundarlögum frá 1984-
2005, formaður Fjölíss frá stofnun
1985-2005, í nefnd um endurskoðun
höfundarlaga frá 1988-2010 og fyrsti
formaður Mannréttindaskrifstofu Ís-
lands 1994-95 og aftur 1996-1999.
Ragnar hefur samið fjölda rita og
ritgerða um lögfræðileg efni. Hann
Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður – 80 ára
Með eiginkonu og sonum Ragnar og Steinunn Ruth á búðarrölti í vorblíðunni, með sonum sínum, Ragnari og Artúr.
Enn á fullu í lögmennsku
Afmælisbarnið Ragnar stundar enn lögmennsku, ungur í útliti og anda.
Hinn 16. júní nk. verður hundrað ára
Björg Baldvinsdóttir frá Eyrarlandi á
Akureyri. Hún tekur á móti vinum og
vandamönnum í hjúkrunarheimilinu
Sóltúni í Reykjavík milli kl. 15 og 17.
Árnað heilla
100 ára
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af
brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar
eða á islendingar@mbl.is
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá
merkum viðburðum í lífi
fólks, svo sem stórafmælum,
hjónavígslum, barnsfæðingum
og öðrum tímamótum.
BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS
OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16
AVIGONON 258X203 KR. 316.200
MARBLE KERTASTJAKAR
YUMI
CAPPUCINO
80 cm NÝTT
CARMEN
KR. 3.490
KR.. 99.800
KR.. 55.300
KR.. 32.400
FRÁBÆRT
ÚRVAL
AF PÚĐUM
FLINGA
TÍMARITA-
HILLA
160 CM
KR. 16.700