Morgunblaðið - 13.06.2015, Síða 39

Morgunblaðið - 13.06.2015, Síða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2015 ÓSKASTJARNAN Þann 17. júlí hittir einn af áskrifendum Morgunblaðsins á óskastund þegar við drögum út glæsilegan, fjórhjóladrifinn Mercedes-Benz B-Class með 7 þrepa sjálfskiptingu að verðmæti 6.970.000 kr.* í áskriftarleik Morgunblaðsins. Víkkaðu hringinn með Morgunblaðinu í sumar. *Innifalinn í verðinu er ríkulegur aukabúnaður: bakkmyndavél, rafstillanleg framsæti með minni, regnskynjari o.fl. Síðustu sinfóníutónleikarvetrarins 2014-15 voruhelgaðir aldarafmæli kosn-ingarréttar kvenna á Ís- landi. Til samræmis voru öll tón- verk dagskrár eftir konur, og einleikur og hljómsveitarstjórn sömuleiðis í höndum fulltrúa fríða kynsins. Veðrið var því miður aldrei þessu vant upp á sitt bezta. Kann það að hafa dregið úr æskilegri aðsókn, ef marka má áður viðraða tilgátu und- irritaðs um truflandi áhrif þess þegar bezt – eða verst – lætur. Alltjent virtist Eldborgarsalurinn varla nema hálfsetinn og var það að ófyrirsynju, enda áttu jafnt við- fangsefnin sem túlkun þeirra betra skilið. Að vísu, og alfarið háð persónu- legum smekk þess er hér ritar sem höfðar að sama skapi ekki til allra hlustenda, var ánægjan af víðróm- uðu Norðurlandaráðsverðlauna- verki Önnu Þorvaldsdóttur, Dreymi [2012; 16’] ekki með öllu einhlít. Stafaði það ugglaust sumpart af kynslóðagjánni illræmdu, þar sem yngri hlustendur varðar nú meira um andrá og stemningu augna- bliksins en hefðbundnari kröfur um markvissa frásögn og framvindu. Allt um það kom mér sumt engu að síður skemmtilega á óvart. Þótt kyrrstæð „trans“kennd áferð réði oftast ríkjum, þá gat hún á köflum samt verkað skáldleg, t.a.m. á lýs- ingarnótum auðnar og dulúðar ís- lenzkrar náttúru – og m.a.s. stöku sinni kallað fram átakanlega hljóð- sýn af hamförum eins og eldgosi. Píanókonsert Jórunnar Viðar, Slátta [1957; 31’] var framúrskar- andi fallega fluttur í góðri sam- vinnu brazílsku maestrunnar Ligiu Amadio og Ástríðar Öldu Sigurð- ardóttur er brilleraði í klingtærri kadenzu I. þáttar. Þessi tónsmíð sló mann, eins og flest sem frá Jór- unni hefur komið, sem sífersk og undrafrjó tjáning úr mörgum áhrifaáttum, jafnt gömlum sem nýj- um. Má kannski helzt harma að hún léti sér aðeins 3 lúðra í blæstri og xýlófón í slagverki nægja á móti strengjasveit – svona upp á kraft- inn að gera sem vel hefði mátt þenja meira. Allavega gilti hið sama um Sláttuna og verk Amyar Beach eftir hlé, er slagað gat allt upp í hið herskáa, að oft hefur maður heyrt væmnari verk eftir mun þekktari karltónskáld! Af einhverjum torskildum völd- um virðist Amy Beach (1867-1944), fyrsta meiriháttar kventónskáld BNA, hafa legið í nánast algjöru þagnargildi héðra þar til nú. Varð allavega ekki annað séð en að Gel- ísk sinfónía hennar frá 1896 (svo nefnd af því að höfundur byggði sinfóníu sína á gömlum skozk-írsk- enskum þjóðlagastefjum) hafi aldr- ei áður verið leikin hér á landi, og var því tími til kominn. Til þess er raunar tekið að Amy hafi verið heppin að mega yfirhöfuð fást við jafn ,karllæga‘ iðju og tónsmíðar, t.d. í minningu stall- systra á við Fanny Mendels- sohn og ótal fleiri fyrr á öld- um. En í miðri kynjajafnrétt- isbaráttu má heldur ekki gleyma því að jafnrétti snýst líka um efnahag. Vel ættuð og efnuð konan frá Boston hlaut af þeim sökum forskot sem fátækari hæfi- leikamönnum beggja kynja stóð ekki til boða – og hvorki þá né nú. Sinfónían var óhætt að segja leikin af miklum glæsibrag, og voru undirtektir að vonum heitar. Ligia Amadio sýndi bæði ötula drift og haldgóða reynslu í fjölbreyttri með- ferð sinni á þessari líklega fremstu hljómkviðu Nýja Englands eftir kventónskáld frá síðrómantískum tíma svo sópaði að, hljómsveitinni til mikils sóma og öllum nær- stöddum til augljósrar ánægju. Stjórnandinn Ligia Amadio stýrði tónleikum SÍ í fyrrakvöld. Kraftur í kvennakögglum Eldborg í Hörpu Sinfóníutónleikarbbbmn Anna Þorvaldsdóttir: Dreymi. Jórunn Viðar: Slátta, píanókonsert. Amy Beach: Gelíska sinfónían (ísl. frumfl.). Ástríður Alda Sigurðardóttir píanó og Sinfóníu- hljómsveit Íslands. Stjórnandi: Ligia Amadio. Fimmtudaginn 11. júní 2015. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST Jórunn Viðar Ástríður Alda Sigurðardóttir Anna Þorvaldsdóttir Norski samtímamyndlistartvíær- ingurinn Momentum 8 verður sett- ur í dag í borginni Moss í Noregi með tónleikum eins af listamönnum tvíæringsins, Svíans Zahla. Birta Guðjónsdóttir er einn fjögurra sýn- ingarstjóra en hinir eru Jonatan Habib Engqvist, Stefanie Hessler og Toke Lykkeberg. Íslenskir lista- menn á tvíæringnum eru Hrafn- hildur Arnardóttir, sem notar lista- mannsnafnið Shoplifter, Steingrímur Eyfjörð, Bjarni H. Þórarinsson og Steina Vasulka. Þema tvíæringsins er „tunnel vision“, eða rörsýn. Frekari fróð- leik um tvíæringinn má finna á www.momentum.no. Morgunblaðið/Golli Shoplifter Hrafnhildur Arnardóttir. Momentum 8 opnaður í Moss í Noregi Sýningin White- less verður opn- uð af Kunst- schlager í D-sal Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsi í dag kl. 15. Á henni sýna Hrönn Gunnars- dóttir og Þor- gerður Þórhalls- dóttir ný myndbands- og hljóð- verk, takast á við „manngerða orku, eftirlíkingar á náttúrunni og hið fysíska í staðleysunni/ tóminu“, eins og segir í tilkynn- ingu. „Whiteless hljómar eins og orðið weightless og verkin á sýn- ingunni eru af slíkum toga, þau eru án þyngdar, ójarðbundin og lifa sjálfstæðu lífi í öðrum heimi. Þau skapa dýnamík á milli hins lífræna og vélræna, hins skamm- lífa og eilífa. Þá verða verk Mar- grétar Helgu Sesseljudóttur sýnd á korknum í Kunstschlagerstofu,“ segir um sýninguna. Whiteless opnuð í Hafnarhúsi Þorgerður Þórhallsdóttir Sýningin Að bjarga heiminum verður opnuð í dag kl. 14 í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Sýningin er öllum opin til þátttöku og hefur á sjöunda tug listamanna boðað þátt- töku sína, íslenskir og erlendir, þ.á m. Björg Þorsteins- dóttir, Eggert Pétursson, Guðrún Pálína Guðmunds- dóttir, Guðrún Vera Hjartardóttir, Hildur Hákonar- dóttir, Jonna, Joris Rademaker og Sigrún Eldjárn. Sýningin mun standa yfir tvær helgar og um næstu helgi verður dagskrá með fyrirlestrum, gjörningum, ljóðlist, söng og hljóðfæraslætti. Þar koma m.a. fram Anna Richardsdóttir, Arna Valsdóttir, tim tir og Tonn- atak. Sýningin er „afrakstur hugsjónavinnu og þeirrar trúar að ein- staklingurinn skipti máli og að saman getum við tekist á við hin erfiðu vandamál sem við okkur blasa og skapað framtíðarheim þar sem lífið er virt framar öðru,“ eins og segir í tilkynningu. Að bjarga heiminum er hugarfóstur Aðalsteins Þórssonar, myndlistar- manns og aðgerðasinna, og má finna frekari upplýsingar um verkefnið á www.adbjargaheiminum.blogspot.com. Að bjarga heiminum opnuð á Hjalteyri Sigrún Eldjárn Enski leikarinn Cristopher Lee lést sunnudag- inn sl., 93 ára að aldri. Leikferill hans spannaði nær 70 ár og vakti hann upphaflega athygli í hlutverkum illmenna í Hammer-hryllings- myndunum og þá einkum fyrir túlkun sína á Drakúla greifa. Af öðrum eftirminnilegum hlut- verkum hans má nefna illmennið Francisco Sca- ramanga í James Bond-myndinni The Man with the Golden Gun, Saruman í Hringadróttinssögu og Hobbitanum og Dooku greifa í þremur Stjörnustríðsmyndum. Lee var aðlaður fyrir störf sín í þágu leiklistar og góðgerðarmála ár- ið 2009. Leikarinn Cristopher Lee látinn Cristopher Lee

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.