Morgunblaðið - 13.06.2015, Side 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2015
POWERSÝNING
KL. 10:35
ÍSLENSKT TAL
ÍSLENSKT TAL
Sími: 553-2075
www.laugarasbio.is
SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á
LAUGARASBIO.IS, MIDI.IS
EINNIG Á SÍÐUNNI HÉR TIL VINSTRI
- bara lúxus
Ódýrt í bíó
TILBOÐ Á FYRSTU SÝNINGAR DAGSINS
SÝND KL. 2
SÝND KL. 2
SÝND KL. 2
Miðasala og nánari upplýsingar
hér er verið að vinna úr málum. Sól-
ey ávarpar sjálfan myrkrahöfðingj-
ann oftar en einu sinni – hver svo
sem hann nákvæmlega er – og text-
arnir oft á þá leið að yrkisefnin eru
til þess fallin að láta hárin rísa. Þeg-
ar dökklituð ljóðin eru svo flutt með
stelpulegri söngrödd Sóleyjar verð-
ur úr grípandi galdur sem situr í
hlustandanum og gleymist ekki svo
glatt. Eins og framar greinir eru svo
lagasmíðarnar einfaldlega fyrirtak
og útsetningar frábærlega vel
heppnaðar. Þá er plötualbúmið á
sömu bókina lært, einfalt að mynd-
efni en grípandi að sama skapi þar
sem myndskreytingin sýnir Sóleyju
leysast upp í einhverju ótilgreindu
djúpi, yfirvegunin uppmáluð. Býsna
ónotalegt að sjá en rímar vel við tón-
listina á plötunni, sem er það lang-
besta sem Sóley hefur sent frá sér
hingað til og er tvímælalaust með
bestu plötum ársins.
Ljósmynd/Ingibjörg Birgisdóttir
Djúp „Þegar dökklituð ljóðin eru svo flutt með stelpulegri söngrödd Sól-
eyjar verður úr grípandi galdur,“ segir í dómi um Ask the Deep.
Það þurfti að segja mér þaðþrisvar sinnum, ef ekkioftar, að Of Monstersand Men hefðu farið
beint í sjötta sæti bandaríska
breiðskífulistans, Billboard, með
fyrstu plötu sína fyrir réttum
þremur árum. Ég veifaði þessu frá
mér, þetta væri líkast til einhver
hliðar- eða nið-
urhalslisti en
nei, um var að
ræða aðallist-
ann! Þegar það
var loksins búið
að koma mér
niður á plán-
etuna jörð
hríslaðist um mig sælustraumur
enda árangurinn stórglæsilegur og
sá besti sem íslensk sveit hefur
náð fyrr og síðar á umræddum
lista. En þetta þurfti líka ekkert
að koma á óvart. Allt síðan sveitin
sigraði í Músíktilraunum árið 2010
var ljóst að hér færi eðalsveit, til
alls líkleg, og það hefur heldur en
ekki komið í ljós. Hljómsveitin
nýtur nú heimsfrægðar, hefur ver-
ið á linnulitlu tónleikaferðalagi all-
an þennan tíma og platan góða
hefur selst í rúmlega milljón ein-
tökum.
Það er alltaf dálítið snúið að
fylgja farsælli plötu eftir. Á meðan
fyrstu verk koma „kröfulaus“ inn í
heiminn er alltaf pressa á næstu
skref og listamennirnir standa
frammi fyrir ákvörðunum. Á að
halda sig við vinningsformúluna
eða hlýða á hjartað og taka
áhættu?
Meðlimir Of Monsters and Men
eru glúrnir því að hér má nefni-
lega heyra sitt lítið af hvoru.
Hljómurinn er þróaður áfram en
grunnstoðirnar sem stuðluðu að
farsældinni eru þarna ennþá.
Á fyrstu plötunni, My Head Is
an Animal, mátti heyra glaðvær og
upplyftandi lög, melódísk mjög og
maður hummaði með án þess að
verða var við það. Það var því alls
ekkert skrítið að þau hófu að
dúkka reglulega upp í auglýs-
ingum, kvikmyndum og kaffi-
húsum enda nánast eins og sér-
sniðin undir slíkt. En ef fyrsta
platan hoppaði og skoppaði eins og
lítill hraðbátur á öldum gleðinnar
skríður þessi volduglega áfram
eins og stæðilegt flugmóðurskip.
Glaðværðinni hefur verið skipt út
fyrir íbyggna sálarleit, undiraldan
er þung, heildarhljómurinn epísk-
ur og gerðarlegur mjög. Lagatitlar
eins og „Slow Life“, „Black Wa-
ter“ og „Empire“ segja sitt. Upp-
tökustjórnandanum, Rich Costey,
er greinilega í lófa lagið að fram-
kalla stórar og stæðilegar hljóð-
myndir, en hann hefur unnið með
Muse t.a.m. og Sigur Rós ásamt
því að hann hljóðblandaði Kveik
(þessi áherslubreyting OMAM eins
og hún er gjarnan skammstöfuð
minnir dálítið á Mumford & Sons,
sveit sem henni er gjarnan líkt við,
en hún færði sig einnig úr þjóð-
lagaskotnu stuði yfir í stóreflis
leikvangarokk á nýjustu plötu
sinni).
Það sem sló mig fyrst er hversu
tilkomumikil platan er. Rennslið er
einhvern veginn fumlaust og það
er ekki snöggur blettur á laga-
smíðunum. Öll vinnsla er pottþétt
og lögin eru einkar leikvangavæn
ef svo má segja. Tónninn er settur
strax í fyrsta lagi, „Crystals“, og
önnur lög fylgja því sniði meira og
minna. Seigfljótandi, harmrænar
smíðar sem draga hlustandann inn
á seiðmagnaðan hátt. „Crystals“
er frábært lag að þessu leytinu til
og aðrar álíka gæðasmíðar eru t.d.
„Human“ og „Wolves Without
Teeth“. Platan er eins og áður
segir afar heilsteypt og jöfn en
það sverð er þó tvíeggjað. Þegar
líður á plötuna er einsleitni í laga-
uppbyggingu og allri áferð einfald-
lega orðin fullmikil og sum lög, ég
nefni t.d. „Black Water“ og „Slow
Life“, fara næstum framhjá manni,
svo kirfilega falla þau í þann
ramma sem smíðaður hefur verið.
Í einstaka tilfellum er þó ruðst út
fyrir formið og er það vel. Ég vil
sérstaklega nefna „Organs“, sem
er svona „kveikjarar á loft“ ball-
aða, mjög fallega sungin af Nönnu.
Hún á stórleik á plötunni en
Ragnar kemur einnig sterkur inn
og samsöngur þeirra er til mikillar
prýði. „Thousand Eyes“ er þá
nokkurs konar inngangsstef að „I
of the Storm“, lagið rís og rís með
tilheyrandi braki og brestum og
minnir helst á flugeldasýningar
þær sem Sigur Rós hristi fram á
áðurnefndri Kveikur.
Það er líka merkilegt að heyra
að platan er til muna „íslenskari“
en fyrri platan, en margir aðdá-
endur voru ekki endilega að
kveikja á því að sveitin væri frá
landi elds og ísa. Ég átta mig þó
ekki á því hvort þetta er meðvitað
útspil eða ekki. Og þrátt fyrir tuð
um lagasmíðalega einsleitni tromp-
ar alltumlykjandi öryggið sem hér
að finna allt slíkt. Heilt yfir er
þetta afar vel heppnað verk hjá
okkar fólki og ég hygg að platan
muni renna enn styrkari stoðum
undir glæsifengið veraldarvafstur
hennar.
Það er ákveðið minni í popp-
tónlistinni að önnur plata sveitar
sem hefur slegið óforvarandis í
gegn er iðulega þyngri, dýpri,
dekkri, „listrænni“ en sú sem á
undan kom. OMAM fetar svo
sannarlega þá slóð en á meðan
aðrir klaufast í slíku á tilgerðar-
legan máta leysir sveitin verkefnið
á einkar sannferðugan máta. Ég
endaði dóm minn um My Head Is
an Animal, sem var birtur í
Morgunblaðinu í september 2011,
með þessum orðum: „Skilyrði til
frekari vaxtar: góð.“ Svo hefur
raunin og orðið.
Hörundsár
Voldugt „Ef fyrsta platan hoppaði og skoppaði eins og lítill hraðbátur á öldum gleðinnar skríður þessi volduglega
áfram eins og stæðilegt flugmóðurskip,“ segir m.a. í gagnrýni um aðra hljómplötu Of Monsters and Men.
Popp
Of Monsters and Men – Beneath the
Skin bbbbn
Tónlist og textar eftir Of Monsters and
Men. Sveitin stýrði upptökum ásamt
Rich Costey. Record Records/Republic
Records gefa út, 2015.
ARNAR EGGERT
THORODDSEN
TÓNLIST