Morgunblaðið - 26.06.2015, Qupperneq 11
Lesskilningur íslenskra drengja hefur löngum reynst lakari en stúlkna
samkvæmt fjölþjóðlegum samanburði á lesskilningi grunnskólabarna,
PISA-könnuninni. Ein möguleg ástæða fyrir því er að val á lesefni í skól-
um endurspegli frekar áhugasvið stúlkna en drengja. Minni áhersla er
lögð á textagerðir sem drengir hefðu frekar áhuga á, til dæmis mynda-
sögur, vísindaskáldsögur og furðusögur, við val á lesefni í grunnskólum.
Árni Árnason, þýðandi bókanna, segir Óvættaför fylla í þetta skarð. „Þeir
alveg elska þetta og bíða spenntir eftir næstu bók.“
„Þeir alveg elska þetta“
ÖRVAR LESSKILNING
Morgunblaðið/Ómar
ar þeirra raunir.
„Þetta er ekki nein
ástarsaga heldur
samvinna kynjanna,
sem gerir þau sterkari
saman,“ segir Árni.
Eru bækurnar því jafnt
fyrir stelpur sem
stráka.
Margir höfundar
í einum
Bækurnar Óvættaför
(e. Beast Quest) eru skrif-
aðar af höfundinum Adam
Blade. Það er þó enginn
einn maður þar að baki þar
sem safn höfunda sér um að
skrifa bækurnar.
Sögusvið hverrar bókar er
fyrst ákveðið af hópi ritstjóra hjá
útgáfufélaginu í Bretlandi og því
næst er leitað eftir höfundi sem
gæti fyllt í eyðurnar og skrifað sög-
una. Hver höfundur er beðinn um
að senda inn prufu og sá sem nær
best þeirri rödd sem verið er að
biðja um hreppir hnossið.
Bókunum hefur verið lýst sem
„skýrum og einföldum sögum, sem
ná réttu jafnvægi á milli ævintýra
og skáldskapar“. Gagnrýnendur
hafa einnig haft orð á því að þær
séu vel til þess fallnar að fá drengi
til að lesa. Kathryn Flett, blaða-
maður hjá The Observer í London,
sagði bækurnar vera hreina útgáfu-
snilld. „Narnía hittir Pokemon í
gegnum Harry Potter.“
Árni tekur í sama streng og
segir að bækurnar séu æsispenn-
andi og haldi manni vel við efnið.
Samvinna
kynjanna, gerir
þau sterkari
saman.
Yndislestur Það skiptir máli að vekja áhuga drengja á lestri svo þeir geti tekið þá dýrð með sér út í lífið.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2015
Í dag kveð ég fjölskyldumeðlim.
Það eru blendnar tilfinningar yfir
þessu fráfalli. Ég hef elskað hann,
ég hef hatað hann. Hann hefur
læst mig úti, hann hefur læst mig
inni. Fjölskyldumeðlimurinn sem
um ræðir er 1996-módel Suzuki
Sidekick, dökkgrænn. Ég man eins
og gerst hefði í gær þegar „súkk-
an“ eins og við kölluðum hana kom
inn í líf mitt. Lengi hafði pabbi
minn talað um að nú þyrftum við
að fá okkur jeppa. Helsta ástæðan
var sú að von var á hundi í fjöl-
skylduna og þá þurfti sko hunda-
bíl. Mér, ómótuðum og yfirborðs-
kenndum unglingnum, leist nú
bara ágætlega á þetta. Sá fyrir
mér kannski einhvern kagga, jafn-
vel með leðursætum eða topplúgu.
Á hverjum laugardegi rúntaði fað-
ir minn, oft með mig í framsætinu,
á bílasölur. Vonir mínar um að
þessi nýi jeppi yrði einhver glæsi-
kerra dvínuðu þegar ég gerði mér
grein fyrir að sá gamli hafði auga-
stað á ákveðinni týpu; Suzuki
Sidekick.
Einn daginn birtist hann; dökk-
grænn og glæsilegur. Þetta var
árið 2003, góðærið rétt handan
við hornið og allir glaðir. Mér
fannst þetta nú hálfgert
prump, en samgladdist pabba
mínum og hundinum sem gat
durgast þarna aftur í að
vild.
Með árunum jókst ást
pabba míns á þessu far-
artæki og var nostrað
við hann við hvert tæki-
færi sem gafst. Stundum
hélt ég að hann elskaði
„gamla græna“ meira en
mig og tók það pínu per-
sónulega þegar ég var
vinsamlegast beðin að
nota hann ekki í æfinga-
akstri. Kenning ungl-
ingsins var einfaldlega
sú að hann tæki ekki
sénsinn á að jeppinn félli
skyndilega frá með mig
bak við stýrið. En líklega
var súkkan bara aðeins of mikið
tryllitæki fyrir æfingaakstur, enda
búið að „pimpa“ hana allsvakalega
upp þegar þarna var komið.
En svo liðu árin og „gamli
græni“ varð slappari. Við hvert
tækifæri reyndi pabbi að gera eitt-
hvað fyrir hann og ferðirnar til
bifvélavirkjans verða líklega taldar
í þúsundum. Hún tók upp á ýmsu,
blessunin. Það var til dæmis ekk-
ert rosalega skemmtilegt að læs-
ast inni í bílnum einn febrúar-
morgun þegar frostið var sem
mest eða þurfa að skríða inn í
gegnum skottið þegar bílstjóra-
dyrnar bara vildu ekki
opnast á leiðinni í
jólaboð. En það
fylgdi alltaf þess-
um bíl einhvers
konar sjarmi.
Nema kannski þeg-
ar farþegadyrnar
ákváðu að opnast á
90 kílómetra hraða á
Reykjanesbrautinni.
Þá hugsaði ég honum
þegjandi þörfina. En
fyrr á þessu ári
þurfti pabbi að taka
þá erfiðu ákvörðun
að súkkan væri
komin með nóg og
hún verður ekki keyrð
meira, nema kannski á
einhverjum öðrum stað.
Er ekki annars alveg
örugglega himnaríki
fyrir bíla?
»Nema kannski þegarfarþegadyrnar ákváðu
að opnast á 90 kílómetra
hraða á Reykjanesbraut-
inni. Þá hugsaði ég honum
þegjandi þörfina.
Heimur Auðar
Auður Albertsdóttir
audura@mbl.is
blanda geði við 600 manns úr efri lög-
um þjóðfélagsins í garðveislu við bú-
stað sendiherrans í úthverfi Berlínar.
Um þrettán hundruð manns kepptu
um fjögur pláss í samkvæminu.
Í leiðarvísinum var hinum heppnu
bent á að reyna hvorki að snerta
drottninguna né prinsinn og láta alveg
eiga sig að trana sér fram og kynna
sig fyrir drottningunni. Ef gestunum
hlotnaðist sú gæfa að vera kynntir fyr-
ir drottningunni bæri þeim ekki skylda
til að hneigja sig, en hins vegar væri
litið með velþóknun á slíka kurteisis-
venju. Ennfremur voru tilmæli um að
taka ekki myndir og hafa slökkt á far-
símum. Talsmaður Buckinghamhallar
sagði sendiráðum í sjálfsvald sett
hvort þau byðu gestum upp á leið-
arvísa af þessu tagi. „Það eru engar
konunglegar siðareglur og konungs-
fjölskyldunni er alltaf mikið í mun að
fólki líði vel í návist hennar,“ sagði
hann.
AFP
Heilsast með kurt og pí Angela Merkel kanslari bauð Elísabetu Englandsdrottningu og eiginmanni hennar, Filip prins,
hertoga af Edinborg, til kvöldverðar í forsetahöllinni í Berlín í opinberri heimsókn þeirra hjóna til Þýskalands.
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Kletthálsi Reykjavík
Reykjanesbæ
Blómapottar
MIKIÐ ÚRVAL AF
RISAPOTTUM
Risa
Leca blómapottamöl 10 l.
990
Gróðurmold 40 l
890
Gróðurmold 20 l
490
CUBO Leirpottur 30x30 cm
2.495,-
Leirpottur ø35cm H33 cm
1.495,-
LISO leirpottur ø30cm H30 cm
1.995,-
Plastpottur
6.495,-
20%
AFSLÁTTUR 20%
AFSLÁTTUR
20%
AFSLÁTTUR
1.9961.5961.195
5.196
20%
AFSLÁTTUR
792