Morgunblaðið - 26.06.2015, Side 12
BAKSVIÐ
Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í
gærmorgun öll ákærðu í SPRON-
málinu svonefnda. Fjórir fyrrver-
andi stjórnarmenn SPRON; þau
Rannveig Rist, Ari Bergmann
Einarsson, Margrét Guðmunds-
dóttir og Jóhann Ásgeir Baldurs,
sem og fyrrverandi sparissjóðs-
stjóri, Guðmundur Örn Hauksson,
voru ákærð í málinu fyrir umboðs-
svik.
Áttu þau að hafa misnotað aðstöðu
sína og stefnt fé sjóðsins í verulega
hættu með því að fara út fyrir heim-
ildir til lánveitinga þegar samþykkt
var á stjórnarfundi hinn 30. septem-
ber 2008 að veita Exista tveggja
milljarða króna peningamarkaðslán.
Fóru yfir „helstu tölur“ Exista
Dómurinn taldi að skilja yrði
ákæru málsins svo að hún takmark-
aðist við að ákærðu væri gefið að sök
að hafa misnotað aðstöðu sína með
því að fara út fyrir heimildir sínar,
annars vegar með því að meta ekki
greiðslugetu og eignastöðu Existu í
samræmi við útlánareglur sjóðsins
og hins vegar með því að veita lánið
án trygginga. Varð ákæran því ekki
skilin á þá leið að ákærðu hefði verið
gefið að sök að hafa rýrt lausafjár-
stöðu sjóðsins óhóflega með lánveit-
ingunni.
Hinir ákærðu stjórnarmenn höfðu
réttmæta ástæðu til að áætla að upp-
lýsingar sem starfsmenn sjóðsins
veittu þeim hefðu verið fullnægjandi
og traustar að mati dómsins. Á
stjórnarfundinum hefði legið fyrir
síðasta árshlutauppgjör Existu og
farið var yfir helstu tölur úr uppgjör-
inu sem skiptu máli um lánshæfi fyr-
irtækisins. Exista var skráð á mark-
að og bar upplýsingaskyldu sem
slíkt. Einnig hefði Exista fengið pen-
ingamarkaðslán hjá SPRON fyrr á
árinu og því verið metið hæft til að
eiga í slíkum viðskiptum við sjóðinn.
Benti því allt til þess að stjórnar-
menn hefðu byggt ákvörðun sína á
nýjustu upplýsingum um félagið.
Þá segir í dómnum að lánareglur
sparisjóðsins hafi aðeins getað veitt
takmarkaðar leiðbeiningar um með-
ferð peningamarkaðslána og því sé
ljóst að stjórn sjóðsins hafi haft
formlega heimild til að lána traust-
um fyrirtækjum fé án trygginga.
Málsvarnarlaun voru rúmlega 30
m. kr. og greiðast úr ríkissjóði.
Öll ákærðu sýknuð
í SPRON-málinu
Lánveiting til Exista braut ekki gegn lánareglum sjóðsins
Morgunblaðið/Þórður
Héraðsdómur Rannveig Rist var viðstödd dómsuppkvaðninguna í gær.
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2015
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar sam-
þykkti nýverið tillögu meirihluta
fjölskylduráðs Hafnarfjarðar um að
nýtt 60 rýma hjúkrunarheimili verði
reist á Sólvangsreitnum.
Tillagan var samþykkt með sjö at-
kvæðum meirihluta Sjálfstæðis-
flokks og Bjartrar framtíðar en bæj-
arfulltrúar Samfylkingar og VG sátu
hjá. Áður hafði fjölskylduráð sam-
þykkt tillöguna með þremur at-
kvæðum meirihlutans gegn tveimur
atkvæðum minnihlutans.
Mikilvægt verkefni komið af
stað eftir áralanga töf
Fulltrúar minnihlutans í bæjar-
stjórn Hafnarfjarðar sögðu í bókun
um málið að með þessari ákvörðun
væri „kastað á glæ fjármunum og
margra ára undirbúningsvinnu sem
hefur frá upphafi einkennst af virku
samráði, samstarfi við hags-
munaaðila og þvert á stjórn-
málaflokka“. Gagnrýni þeirra bein-
ist einkum að staðsetningu heimilis-
ins á Sólvangsreitnum, þar sem ekki
liggi fyrir hvort nýtt hjúkrunar-
heimili rúmist innan svæðisins.
Meirihluti Sjálfstæðisflokks og
Bjartrar framtíðar bókaði eftirfar-
andi: „Með ákvörðun fjölskylduráðs
um staðsetningu nýs hjúkrunar-
heimilis á Sólvangsreitnum er þetta
mikilvæga verkefni loksins komið af
stað eftir áralanga töf. Verkefna-
stjórn verður skipuð á næstu vikum
með fulltrúum allra flokka. Sól-
vangur verður þannig öldrunar-
miðstöð Hafnarfjarðar og verk-
efnastjórn verður jafnframt falið að
skoða samþættingu verkefna í öldr-
unarþjónustu.“
Í greinargerð meirihluta fjöl-
skylduráðs Hafnarfjarðar kemur
fram að í skýrslu Capacent um
samanburð valkosta um staðsetn-
ingu hjúkrunarheimilis komi fram
að samkvæmt veginni einkunn sé
staðsetning á Sólvangsreitnum valin
hagkvæmasti kosturinn, sérstaklega
ef horft sé til rekstrar og stofnkostn-
aðar.
Morgunblaðið/Júlíus
Sólvangur Meirihluti bæjarstjórnarinnar segir að Sólvangur verði öldr-
unarmiðstöð Hafnarfjarðar. Þar á að reisa 60 rýma hjúkrunarheimili.
Deila um stað-
setningu nýs
hjúkrunarheimilis
Meirihluti bæjarstjórnar Hafnar-
fjarðar valdi Sólvangsreitinn
„Ég held að meginniðurstaðan sé
sú að það hafi ekki verið svokölluð
fjártjónshætta. Staða Exista var
ekki þannig að menn gætu fyrir-
sjáanlega séð að þetta væri glatað
lán og þar með hefði ekki átt að
veita það,“ segir Andri Árnason,
lögmaður Guðmundar Arnar
Haukssonar, og bætir við að eitt af
frumskilyrðum þess að um um-
boðssvik sé að ræða sé að hætta
skapist á því að fjármunir tapist.
„Að því er varðar sparisjóðs-
stjórann sjálfan þá var það tekið
fram í dómnum að hann hefði ekki
samþykkt umrædda lánveitingu.
Það var umfram hans heimildir.
Hvorki sam-
þykkti hann lán-
veitinguna né
hvatti til hennar
á nokkurn hátt,“
segir Andri.
Helgi Magnús
Gunnarsson
vararíkis-
saksóknari vildi
ekki tjá sig við Morgunblaðið um
hvort málinu verður áfrýjað af
hálfu ákæruvaldsins að öðru leyti
en að áfrýjunarfresturinn sé fjórar
vikur. „Dómurinn er nýgenginn og
ákæruvaldið hefur ekki tekið
ákvörðun um framhaldið.“
Engin fjártjónshætta á ferð
VERJANDI SPARISJÓÐSSTJÓRA TJÁIR SIG UM DÓMINN
Andri Árnason
Atvinnuveganefnd Alþingis mælir
fyrir um það að ef erfðaefni erlends
holdanautakyns verði flutt inn skuli
gera það með innflutningi fósturvísa
og það verði gert á vel skilgreindu
einangrunarbúi eða einangrunarstöð.
Einnig að ekki megi flytja gripi út af
stöðinni fyrr en eftir 18 mánaða aldur.
Fulltrúar Samfylkingarinnar og
Bjartrar framtíðar standa að
nefndaráliti með fulltrúum stjórnar-
flokkanna en fulltrúi VG ekki.
Frumvarpið gerir ráð fyrir að
heimilaður verði innflutningur á sæði
og fósturvísum til að kynbæta holda-
nautastofninn, á sama hátt og gert er í
svínaræktinni. Það felur í sér að hægt
verði að sæða holdanaut á búum sem
uppfylla settar kröfur og nota gripina
sem fæðast til áframhaldandi kyn-
bóta.
Nefndin gerir ekki breytingar á
lagatextanum en mælir fyrir um
áhættuminni leið í nefndaráliti, að
sögn Haraldar Benediktssonar
nefndarmanns. Þar er tekið mið af til-
lögum Eggerts Gunnarssonar, dýra-
læknis á Keldum. Annars vegar að
gerðar verði ríkar kröfur til einangr-
unarstöðva sem nota megi erfðaefnið
og að aðeins verði notaðir fósturvísar.
Þá lagði Eggert til að ekki mætti
flytja gripi út af einangrunarstöð fyrr
en ári eftir að innflutta erfðaefnið
hefði verið notað í gripi þar og að gripi
sem vaxnir væru af innfluttu sæði
mætti ekki flytja út af stöðinni fyrr en
eftir 18 mánaða aldur og að undan-
gengnum rannsóknum.
Gengur þessi leið þvert á vilja
Landssambands kúabænda, sem
lengi hefur óskað eftir heimild til að
kynbæta holdanautastofninn og
studdi frumvarp landbúnaðarráð-
herra eins og það var lagt fram.
helgi@mbl.is
Mæla fyrir um
áhættuminni leið
Atvinnuveganefnd þrengir skilyrði
um innflutning erfðaefnis holdanauta
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Holdanaut Gripir af erlendum
holdanautakynjum í Kjósinni.