Morgunblaðið - 26.06.2015, Qupperneq 16
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Nú eru í gildi 637 atvinnuleyfi til
handa leigubifreiðastjórum hérlendis.
Leyfisveitingar eru á höndum Sam-
göngustofu en þær byggjast á reglu-
gerð sem innanríkisráðuneytið gefur
út. Samkvæmt upplýsingum sem
Morgunblaðið hefur undir höndum
eru aðeins 32 konur í hópi núverandi
leyfishafa, eða rétt um 5%. Í sömu
gögnum kemur fram að mjög halli á
konur við útgáfu leyfa til handa svo-
kölluðum forfallabílstjórum sem
heimild hafa til að leysa leyfishafa af
að ströngum skilyrðum uppfylltum.
Slík forfallaleyfi eru 1.235 talsins en
af þeim eru aðeins 137 gefin út til
kvenna. Þær telja því aðeins 11%
þeirra sem heimild hafa til forfalla-
aksturs leigubifreiða í landinu.
Takmarkaður fjöldi
Miklar skorður eru settar við út-
gáfu atvinnuleyfa á þessu sviði en þær
felast fyrst og fremst í því að með
fyrrnefndri reglugerð eru sérstök
takmörkunarsvæði tilgreind og þar
má aðeins gefa út ákveðinn fjölda at-
vinnuleyfa á hverjum tíma. Svæðin
sem um ræðir eru þrjú og ná þau yfir
þéttbýlustu svæði landsins. Fyrsta
svæðið nær yfir allt höfuðborgar-
svæðið ásamt Reykjanesbæ, Grinda-
vík og Gerða- og Vatnsleysustrandar-
hreppi og þar er hámarksfjöldi leyfa
560. Svæði tvö er skilgreint um Ak-
ureyri og þar má aðeins gefa út 21 at-
vinnuleyfi. Í Árborg, sem er þriðja
svæðið, er hámarkstala leyfa átta.
Aðstöðumunur og mismunun
Á þeim svæðum þar sem fjöldi leyfa
er takmarkaður er þeim úthlutað á
grundvelli akstursreynslu. Leigubif-
reiðastöðvar halda utan um skráningu
akstursreynslu þeirra sem leysa
leyfishafa af við akstur hverju sinni.
Sævar Guðmundsson lögfræðingur
bendir á að núverandi úthlutunarkerfi
kunni að fela í sér óbeina og ólögmæta
mismunun gagnvart ákveðnum hóp-
um fólks. „Þeir sem vilja öðlast leyfi
eru því háðir því að núverandi leyf-
ishafar leyfi þeim að aka fyrir sig.
Þetta getur falið í sér að erfiðara er
fyrir ýmsa hópa að vinna sér inn öku-
reynslu, t.d. konur eða jafnvel fólk af
erlendum uppruna, sem hefur ekki
sama tengslanet og innfæddir, og
kann að mæta fordómum.“ Sævar
segir að fyrirliggjandi tölur geti bent í
þessa átt. „Sú staðreynd að einungis
um 0,8% leyfishafa eru af erlendum
uppruna bendir til þess að erfiðara sé
fyrir fólk af erlendum uppruna að öðl-
ast leyfi og það kann að benda til þess
að það fyrirkomulag sem er við lýði
feli í sér óbeina mismunun. Þá kann
að vera ástæða til að skoða hvort fyr-
irkomulagið feli í sér óbeina mismun-
un gagnvart konum, en óbein mis-
munun er bönnuð samkvæmt
jafnréttislögum,“ segir Sævar.
Fordæmi frá Írlandi
Þá segir hann að Írar hafi í kring-
um aldamótin tekið á þessari stöðu.
„Það er dæmi þess frá Írlandi að dóm-
stólar hafi komist að þeirri niðurstöðu
að úthlutunarreglur feli í sér óbeina
mismunun á grundvelli Evrópuréttar.
Árið 2000 komst yfirréttur að þeirri
niðurstöðu að úthlutunarreglur leigu-
bifreiðaleyfa ívilnuðu írskum ríkis-
borgurum með óbeinum hætti. Það
dómsmál leiddi til þess að leigubif-
reiðamarkaður þar í landi var að
sumu leyti gefinn frjáls.“
Einsleitur hópur leyfishafa
Morgunblaðið/Sverrir
Leyfisskylda Afla þarf sérstakra réttinda til að mega aka leigubifreið.
Konur eru 5% leyfishafa til leiguaksturs og 0,8% eru af erlendu bergi brotin
Reglur kunna að fela í sér óbeina og ólögmæta mismunun að mati lögfræðings
Leyfisveiting
» Umsækjandi þarf að hafa
stundað leiguakstur í að
minnsta kosti eitt ár.
» Leyfum er úthlutað á grund-
velli akstursreynslu.
» Öryrkjar sem hafa meðmæli
Öryrkjabandalags Íslands og
tryggingayfirlæknis um að
leiguakstur henti þeim vel
njóta sérstaks forgangs.
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2015
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
býlishúsum sé nokkuð góð og að
dýrustu húsin hafi verið að seljast að
undanförnu. „Góð einbýlishús á Sel-
tjarnarnesi, í Garðabæ og Vesturbæ
seljast yfirleitt nokkuð hratt. Í síð-
ustu viku seldist annars vegar hús á
yfir 130 milljónir króna og hins veg-
ar á tæpar 100 milljónir. Þessi hús
fóru eins og skot.“
Margir að bjóða í þær minnstu
Ingibjörg Þórðardóttir hjá Híbýli
fasteignasölu og formaður Félags
fasteignasala segir að það sé að
greiðast úr þeirri flækju sem hafi
myndast vegna verkfallsins. „Það er
smám saman verið að saxa á þann
bunka en það er auðvitað mjög langt
í land að þetta verði komið í eðlilegt
horf því að viðbótargögn safnast
líka upp dag frá degi.“ Hún segir að
töluverð hreyfing sé komin á fast-
eignamarkaðinn bæði á minni og
stærri eignum. „Það er mest eft-
irspurn eftir minnstu íbúðunum. Ef
góðar litlar íbúðir koma eru oft og
iðulega margir að bjóða í slíkar
eignir. Það er erfitt að komast í
gegnum greiðslumat og fólk þarf
því að byrja á að kaupa sér litla íbúð
til að geta fikrað sig upp í stærri
eignir eftir því sem fjölskyldan
stækkar.“
Ingibjörg segir að alltaf sé viss
kaupendahópur að stórum og dýr-
um eignum. „Það er hreyfing á þeim
eignum og töluvert framboð. En
þeir sem eru að kaupa stór og dýr
einbýlishús þurfa að hafa fjármagn í
handraðanum og sterka greiðslu-
getu. Í dag kaupir enginn fasteign
nema eiga fyrir henni eða hafa getu
til að greiða af lánum lánastofnana.“
Hún segir að þegar uppsveiflan hafi
verið á sínum tíma hafi meira verið
byggt af stærri eignum þannig að nú
vanti í raun minni eignir og þær hafi
hækkað eins og aðrar fasteignir á
undanförnum misserum.
margret@mbl.is
Svo virðist sem fasteignamarkaður-
inn sé að taka við sér aftur í kjölfar
verkfallsloka þar sem þinglýsingar
gátu hafist að nýju. Ólafur Blöndal
hjá Fasteign.is segir gríðarlega eft-
irspurn vera eftir minni íbúðum.
„Tveggja herbergja íbúðir staldra
ekkert við og það er nánast alveg
sama hvar þær eru í bænum. Það er
ekki lengur einungis póstnúmer 101
og 107 heldur er einnig eftirspurn
eftir minni íbúðunum í Norð-
lingaholtshverfi, Breiðholti og
Vatnsendasvæði.“ Hann segir að
ekki hafi verið byggt nægilega mik-
ið af tveggja herbergja íbúðum á
undanförnum árum en það sé að
breytast núna með meira framboði.
Ólafur segir að sala á dýrari ein-
Fasteignamarkaðurinn að lifna við
Tveggja herbergja íbúðir renna út
Morgunblaðið/Ómar
Íbúðir Dregur úr áhrifum verkfalls.
● Fjármálafyrirtækið Fossar markaðir
hefur fengið starfsleyfi sem verðbréfa-
fyrirtæki. Samkvæmt tilkynningu á vef
Fjármálaeftirlitsins hefur starfsleyfi
Fossa verið endurútgefið með tilliti til
viðbótarheimilda sem felast í fram-
kvæmd fyrirmæla fyrir hönd viðskipta-
vina og fjárfestingarráðgjöf. Fossar
markaðir hóf starfsemi í apríl og er í
meirihlutaeigu Sigurbjörns Þorkels-
sonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra
hjá Barclays í London, sem stofnaði fyrir-
tækið ásamt nokkrum fyrrverandi starfs-
mönnum Straums fjárfestingarbanka.
Fossar fá starfsleyfi
sem verðbréfafyrirtæki
● Gjaldþrotum fyrirtækja hefur fækkað
um 9% undanfarna 12 mánuði saman-
borið við 12 mánuði þar á undan, að því
er fram kemur í vef Hagstofu Íslands.
Alls voru 766 fyrirtæki tekin til gjald-
þrotaskipta á tímabilinu. Nýskráningum
einkahlutafélaga hefur á sama tíma
fjölgað um 12% og hafa 2.165 ný félög
verið skráð á síðustu 12 mánuðum.
Færri gjaldþrot og fleiri
nýskráningar fyrirtækja
!"
"#!!
!"$#
!"
$"
"
#!"
$##
%&'() '*'
+,%-%*./ ,&*'0'12% 34*'1.4
!#
!
!"
" 5
!#$#
5""!
$
!$
#$""
$ !
""
!!
"##
!#"#
!$
$5
! #
#55$
$
$$#
● Fjármálaráðgjöf Capacent stendur
við gagnrýni sína um að fjárhagsupplýs-
ingar Landfesta hefðu átt að fylgja með
í skráningarlýsingu Eikar í apríl. Ekki
sé fullnægjandi að þær hafi mátt finna í
eldri lýsingu skuldabréfaflokks Land-
festa frá í nóvember, eins og Arion
banki bendi á. Í yfirlýsingu kemur fram
að Capacent geri ekki ágreining um að
lágmarkskröfur hafi verið uppfylltar en
það hljóti að vera í hag bæði skráning-
arfélagsins og hugsanlegra fjárfesta að
upplýsingar um viðkomandi félag séu
hvað fyllstar í sjálfri skráningarlýsing-
unni. Mikilvægt sé að óháðir greining-
araðilar leggi mat á félög á markaði og
muni fjármálaráðgjöf Capacent eftir
sem áður gera ríkar kröfur þegar kemur
að upplýsingum um slík félög.
Capacent stendur við
gagnrýni á upplýsingar
STUTTAR FRÉTTIR ...
Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma