Morgunblaðið - 26.06.2015, Síða 21
MINNINGAR 21Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2015
✝ IngveldurÁrnadóttir
fæddist á Hóli á
Sléttu 22. desember
1929. Hún lést á
Skógarbrekku,
dvalarstað aldraðra
á Heilbrigðis-
stofnun Þing-
eyinga, Húsavík,
11. júní síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Árni Pálsson,
f. 2. október 1899, d. 17. sept-
ember 1990, og Friðný Elísabet
Þórarinsdóttir, f. 21. mars 1903,
d. 21. nóvember 1983. Þau eign-
uðust sex börn. Þau eru: 1) Páll
Hjaltalín Árnason, f. 12. mars
1927, d. 19. janúar 1999, kvænt-
ur Unu Hólmfríði Kristjáns-
úar 1954, og Margrét Jóhanna, f.
28. apríl 1956. Ingveldur gekk
Helga í móður stað frá árinu
1960. Margrét fór í fóstur til
Maríusar bróður Pálma og Sig-
ríðar eiginkonu hans en dvaldi
oft hjá föður sínum og stjúpu.
Ingvar Grétar hálfbróðir þeirra
systkina dvaldi einnig á heimili
Ingveldar og Pálma er hann
gekk í skóla á Húsavík á
unglingsárunum. Ingveldur fór í
Húsmæðraskólann á Laugalandi
einn vetur en hún var verkakona
og stundaði afar fjölbreytt störf
alla sína starfsævi. Ingveldur var
mikil hannyrðakona og vann
m.a. á saumastofum og við
þvotta á sjúkrahúsinu á Húsavík
til 70 ára aldurs.
Ingveldur eignaðist ekki önn-
ur börn en börn Pálma en hún á
fjölda ömmu-, langömmu- og
frænkubarna sem nutu góðs af
gjöfum hennar og gæsku.
Útför Ingveldar verður gerð
frá Húsavíkurkirkju í dag, 26.
júní 2015, kl. 11.
dóttur frá Rauf-
arhöfn, f. 12. apríl
1931. 2) Einar Þór-
arinn, f. 18. janúar
1928, kvæntur Sig-
urlínu Stefáns-
dóttur, f. 4. desem-
ber 1939, d. 6.
október. 2014 3)
Þórlaug, f. 20. nóv-
ember 1931, d. 7.
júní 1948. 4) Hulda,
f. 7. júní 1935, d. 15.
september 1935. 5) Ragna, f. 16.
júní 1945, gift Sigurði Pálma-
syni, f. 12. september 1943. Ingv-
eldur giftist Pálma Héðinssyni, f.
18. júlí 1930, d. 3. maí 2014, og
bjuggu þau á Húsavík frá árinu
1960. Börn Pálma frá fyrra
hjónabandi eru Helgi, f. 24. febr-
Elsku Inga mín, ég vil senda
þér kveðju.
Ég, Hafliði og börnin mín
fimm, viljum þakka þér fyrir allt
það sem þú varst okkur. Þið pabbi
gerðuð fallega heimilið ykkar á
Ásgarðsveginum að fjölskyldu-
garði. Þar hafa margir ættingjar
dvalið í lengri eða skemmri tíma.
Þú varst akkerið hans eftir erfið-
an skilnað og tókst af myndarskap
við móðurhlutverkinu og ekki síð-
ur ömmuhlutverkinu þegar árin
liðu. Alla tíð gerðir þú sumrin á
Ásgarðsveginum ógleymanleg
okkur öllum og börnin kunnu vel
að meta tíða málsverði með ís í eft-
irrétt. Þú kenndir mér svo margt
gagnlegt og stundirnar okkar í
berjamó á sólskinsdögum voru
dýrmætar. Ég fékk að vera hjá
þér, pabba og Helga bróður vet-
urinn 1966 og stundaði þá nám í
Barnaskóla Húsavíkur. Ég átti
eftirminnilegan 10 ára afmælis-
dag um vorið og þú bauðst bæði
frænkum og ótal stelpum úr
bekknum mínum í veislu og naust
þess að stjórnast í okkur af ein-
skærum krafti. Þá kenndir þú mér
að sauma í púða og lagfærðir
lykkjuföll og úrtökur í prjóna-
skapnum þannig að einnkunnir
mínar í handavinnu hækkuðu til
muna. Þegar ég kom suður aftur
var ég allæs og vel skrifandi.
Góðu smákökurnar sem þú
sendir mér þegar ég var í aðventu-
söng allan desember ár eftir ár
gerðu jólahaldið okkar í Reykjavík
heimilislegt og norðlenskt. Stór-
kostlegu hekluðu gardínurnar frá
þér prýða húsið okkar og minna
okkur á hvað þú varst flink og
skapandi. Þú elskaðir að ferðast
og hefðir viljað gera meira af því.
Þú komst með mér í eina söngferð
til Ítalíu fyrir rúmum 15 árum og
sýndir á þér frábærar hliðar sem
voru mér alls ókunnar. Þið pabbi
gerðuð svo mikið fyrir mig alla tíð,
en allra dýrmætust voru okkur
þessi síðustu ár með seiðandi
kyrrð við fossinn sem róaði mig við
ritgerðaskrif og nótnapælingar.
Af mínum dásamlegu fimm for-
eldrum sem mér voru gefnir í líf-
inu ert þú nú síðust til að kveðja,
elsku Inga mín, takk fyrir allt. Þín
og pabba verður sárt saknað.
Þín stjúpdóttir,
Margrét Jóhanna
Pálmadóttir og fjölskylda.
Ingveldur Árnadóttir, eða Inga
eins og hún var einatt kölluð, ólst
upp í foreldrahúsum á bænum
Hóli fyrir innan Raufarhöfn allt
þar til hún kynntist eiginmanni
sínum, Pálma Héðinssyni sjó-
manni frá Húsavík á sjötta áratug
síðustu aldar. Þeim varð ekki
barna auðið saman, en Pálmi átti
tvö börn af fyrra hjónabandi, þau
Margréti og Helga. Þótti Ingu
undurvænt um þau og þeirra fjöl-
skyldur og fylgdumst við syst-
kinabörnin hennar með þeim í
gegnum hana þó svo að leiðir okk-
ar hafa ekki legið mikið saman í
gegnum árin.
Á Ásgarðsveginn voru við syst-
kinin alltaf velkomin og eigum við
góðar minningar frá heimsóknum
okkar þangað. Hlýjan, góðvildin
og manngæskan sem frá þeim
heiðurshjónum stafaði snart okk-
ur og munum við geyma þessar
stundir í hjarta okkar um ókomna
tíð. Minningarnar um Ingu og
Pálma eru fjársjóður sem ávaxtar
sig með góðvild og umhyggju fyrir
fólkinu í kringum okkur.
Fallegir sumardagar við foss-
inn fagra í garðinum, göngutúrar
með Ingu við andapollinn að gefa
öndunum brauð. Garðurinn
skrýddur sumarblómum og hvíti
Saabinn í stæðinu – „besti bíll í
heimi“ eins og Pálmi orðaði það.
Inga og Pálmi önnuðust Árna
afa, föður Ingu, á ævikveldi hans
og gerðu það af umhyggju og
kærleik allt þar til yfir lauk.
Við kveðjum Ingu frænku á
Húsavík í dag þess fullviss að
hennar bíður verðskulduð hvíld í
faðmi þeirra sem farnir eru.
Á grænu engi þar sem tíminn
er aðeins fjarlægur fossaniður
rekur léttfætt stúlka með bros á
vanga kýrnar heim til mjalta.
Hafðu þökk fyrir allt, elsku
Inga.
Ingi Viðar, Þórunn
Kristín, Sigurður Hlynur
og Friðný Björg.
Síðustu árin hafa margir kvatt
sem hafa verið mér og mínum
mjög kærir. Ein þeirra er Ingv-
eldur Árnadóttir, jafnan kölluð
Inga, frá Höfða í Presthólahreppi
sem lést nýlega. Hún var eigin-
kona Pálma Héðinssonar, föður-
bróður míns á Húsavík, en hann
lést fyrir rúmu ári. Þau voru sam-
hent par og flestar minningarnar
tengdar þeim báðum.
Inga var lágvaxin, létt á fæti og
kom til dyranna eins og hún var
klædd, hreinskiptin og hnyttin í
tilsvörum. Dugleg og ákveðin
kona sem lagði það ekki í vana
sinn að mikla sinn hlut. Gerði ekki
úlfalda úr mýflugu. Félagslynd og
þótti gaman að hitta fólk og
spjalla. Sagðist alltaf eiga heitt
kaffi á könnunni en væri lítið fyrir
að bjóða formlega.
Inga og Pálmi sýndu frænd-
semi sína, vináttu og örlæti á svo
margan hátt. Viðmótið hlýlegt,
viljann til að gefa og gleðja og
deila með sér. Bóndarós klippt í
vasa til að hafa í Héðinshúsi,
pönnukökustafli eða nýsteiktar
gómsætar kleinur sem Pálmi var
sendur með handa heimilisfólk-
inu. Vettlingar og sokkar handa
öllum svo kuldinn biti ekki á sjón-
um. Nýuppteknar kartöflur sem
enginn gat staðist. Þannig mætti
áfram telja. Vinsemdin gleymist
ekki og er þakkar verð.
Inga sat ekki auðum höndum
og skapaði fallegt handverk af
margvíslegum toga sem margir
fengu að njóta. Hún var notaleg
og óþvinguð í framkomu við börn-
in, sem þau kunnu að meta. Þeim
þótti eftirsóknarvert að banka
upp á hjá Ingu og Pálma, fá epla-
safa og mæru, spjalla og að leika í
fallega garðinum þeirra með nið-
inn í Búðaránni í bakgrunni.
Blómin litskrúðug og há grenitré.
Inga kallaði okkur „farfuglana“
sem átti vel við. Sl. 20 sumur hefur
fjölskyldan eytt sumarleyfinu að
hluta til fyrir norðan og þannig
hafa börnin fengið að kynnast
ýmsu áhugaverðu sem ekki var
möguleiki í borginni. Dýrmætast
af öllu er að hafa átt þess kost að
kynnast frændfólkinu af eldri
kynslóðinni betur en ella hefði
verið. Inga taldist til þess og
styrktist vináttan með árunum.
Það var gaman að hlusta á hana
segja frá uppvextinum á „slétt-
unni“. Ung að árum tók hún til
hendinni og lagði sitt af mörkum
til heimilisins eins og tíðkaðist.
Inga var listakokkur. Það varð
að ánægjulegri hefð að fjölskyld-
an borðaði hádegisverð hjá Ingu
og Pálma daginn sem haldið var
heim suður.
Hún Inga þurfti ekki stórt eld-
hús til að matreiða dýrindisrétti.
Þessi matarboð voru einn af há-
punktum hverrar ferðar, mikið
borðað og mikið hlegið. Skelli-
hlegið þegar hún sagði okkur
leyndarmálið að sítrónubúðingn-
um góða sem við köllum Ingu-
búðing.
Síðan var þakkað fyrir sig og
kvatt. „Sjáumst næsta sumar,“
kölluðu Inga og Pálmi og veifuðu
er þau stóðu í tröppunum að Ás-
garðsvegi 6. Það verður ekki en
minningin lifir.
Ég kveð Ingu með virðingu og
þökk fyrir góð kynni og alla vel-
vild í garð fjölskyldunnar. Að-
standendum sendum við innilegar
samúðarkveðjur. Blessuð sé
minning hennar.
Ólöf Jónsdóttir.
Ingveldur
Árnadóttir
✝ Sigurður Sæv-ar Matthíasson
fæddist á Kirkju-
hóli í Staðarsveit,
Snæfellsnesi, 16.
febrúar 1946.
Hann lést á heimili
sínu, Lindargötu
57 í Reykjavík, 16.
júní 2015.
Foreldrar hans
voru Matthías
Gunnlaugur Guð-
mundsson, f. 19.11. 1920, d.
26.10. 1997, og Friðbjörg
Ólína Kristjánsdóttir, f. 8.6.
1928, d. 30.3. 2003. Sigurður
Sævar á eina systur, Hafdísi
Matthíasdóttur, f. 1955. Eft-
irlifandi eiginkona hans er
Janína Matthíasson, f. 1959.
Þeim hjónum varð ekki barna
auðið en börn Janínu eru
Aorlijus og Nerejus, búsettir í
Litháen. Flest æviár sín bjó
Sigurður Sævar í Reykjavík.
Fyrrverandi eiginkona var
Guðrún Sigurbjörg Benedikts-
dóttir, f. 1956, synir hennar
Davíð Ben Maitsland, f. 1972,
og Rúnar Ben Maitsland, f.
1972. Sigurður
Sævar var lærður
framreiðslumaður
og var honum
þjónseðlið hug-
leikið. Hann starf-
aði um árabil sem
þjónn á Hótel
Borg og á hótelum
á Snæfellsnesi,
auk þess í
Glaumbæ, Sigtúni
og fleiri veitinga-
stöðum. Starfsævi Sigurðar
Sævars tengdist þjónustu-
hlutverkinu á mörgum starfs-
sviðum, s.s. bakaraiðn, fram-
reiðslu og matreiðslu. Einnig
var hann í verslunarrekstri.
Vann lengi vel sem kokkur hjá
varnarliði hersins í Keflavík
og sem bakari hjá Disney
World í Orlando, Flórída, þar
sem hann bjó lengi vel. Síðasti
starfsvettvangur hans var sem
umsvifamikill bóksali í Kola-
portinu en sökum heilsubrests
varð hann að hætta rekstri.
Útför hans fer fram frá
Seljakirkju í dag, 26. júní
2015, kl. 15.
Eftir erfið veikindi hefur Sævar
frændi okkar kvatt þennan heim.
Hans innri manni er nú fagnað
hjá foreldrum og forfeðrum í eilífu
Guðsríki.
Sterk fjölskyldubönd afa,
ömmu og mæðra okkar héldu
stórfjölskyldunni saman og eigum
við systkinin ljúfar minningar
tengdar Sævari og þessum æsku-
árum.
Innilegar samúðarkveðjur til
eiginkonu hans og ástvina.
Kristján, Oddný, Jón Már
og fjölskyldur.
Sigurður Sævar
Matthíasson
HINSTA KVEÐJA
Elsku frændi.
Allar okkar stundir hér,
er mér ljúft að muna.
Fyllstu þakkir flyt ég þér
fyrir samveruna.
Hvíldu í friði.
Hafðu þökk fyrir allt og
allt.
Þín frænka,
Þórheiður
Kristjánsdóttir.
Mannrétt-
indaráði Sam-
einuðu þjóð-
anna er því
miður að mestu
stjórnað af
fulltrúum
landa þar sem
mannréttinda-
brot eru al-
geng. Með
skipulögðum
hætti taka þessi lönd Ísrael
sérstaklega fyrir og for-
dæma. Mannréttindaráðið
setti á fót Schabas/David-
nefndina vegna átakanna í
Gaza og birti hún skýrslu
sína þann 22. júní 2015.
Ríkisstjórn Ísraels sýndi
ekki vilja til samstarfs við
nefndina vegna þeirrar hlut-
drægni sem gætti í umboði
ráðsins til nefndarinnar.
Ég er forseti „Inter-
national Association of Jew-
ish Lawyers and Jurists“
(Alþjóðleg samtök lögmanna
og dómara gyðinga), sem eru
ópólitísk samtök og viður-
kennd af SÞ. Við störfuðum
með Scabas/David-nefndinni
þrátt fyrir hlutdrægni henn-
ar – áform okkar voru þau að
upplýsa nefndina um þján-
ingar ísraelskra borgara í
ljósi þess að það voru eld-
flaugahrinur Hamas á borgir
Ísraels, sem mörkuðu upp-
tök átakanna.
Sem fyrrverandi yfirmað-
ur alþjóðadeildar ísraelska
dómsmálaráðuneytisins, þar
sem ég gegndi störfum í tíu
ár, sat ég marga fundi undir
stjórn dómsmálaráðherra, er
vörðuðu rétt Ísraels til
sjálfsvarnar í samræmi við
alþjóðleg lög. Umræður
þessar vörðuðu ekki ein-
göngu hvaða hernaðarlegu
aðgerðir væru leyfilegar,
heldur einnig hina siðferð-
islegu úlfakreppu um hvern-
ig lágmarka mætti fall venju-
legra borgara beggja vegna
víglínunnar.
Meðan á átökum stóð við
Hamas, neyddist Ísrael –
aftur – til að takast á við
óvinveittan her sem barðist
bókstaflega neðanjarðar,
innan þess svæðis þar sem
almennir borgarar bjuggu.
Eins og kom fram í nýlegri
skýrslu frá ísraelska utan-
ríkisráðuneytinu: „Þjálf-
unar- og kennslubækur Ha-
mas … votta að ásetningur
Hamas er fyrst og fremst að
draga Ísraelsher (IDF) inn í
átök á fjölbýlum svæðum og
nota almenna borgara til að
koma í veg fyrir aðgerðir
IDF.“ Skýrslan sýndi enn
fremur að „Hamas hvatti
einnig, og enn fremur neyddi
almenna borgara, til að vera
um kyrrt á átakasvæðum til
að hindra árásir IDF og
skýla hernaðaraðgerðum“.
Þessar aðferðir Hamas,
þ.e. að nota borgara sem
mannlega skildi, flokkast
undir stríðsglæpi, og sömu-
leiðis það að skjóta 4.000 eld-
flaugum að ísraelskum borg-
urum. Um 250 eldflaugar
Hamas drógu ekki nógu
langt og lentu í Gaza og ollu
frekara manntjóni. Meðlimir
Hamas grófu einnig göng yf-
ir til Ísraels með það að
marki að laumast inn í ísr-
aelsk þorp og drepa íbúa
þeirra inni á heimilum
þeirra.
Þrátt fyrir að standa and-
spænis slíkum glæp-
samlegum aðferðum fylgdi
Ísrael í einu og öllu lögum
þeim er varða
stríðsátök. Í
þessu samhengi
er mikilvægt að
ítreka að ráðgjöf
lögfræðiskrif-
stofu Ísraelshers
er háð endur-
skoðun frá
dómsmálaráð-
herra Ísraels
með borgaralega
löggjöf til hlið-
sjónar. Löggjaf-
arálit og ákvarðanir þurfa
einnig að standast lagalega
endurskoðun Hæstaréttar
Ísraels.
Aðgerðir Ísraels til að
draga úr mannfalli gengu í
raun lengra en kröfur lög-
gjafarvaldsins, eins og fram
kemur í tveimur ótengdum
skýrslum sem skrifaðar eru
af hernaðarsérfræðingum
frá lýðræðislöndum hvaðan-
æva úr veröldinni, sem komu
til Ísraels til að rannsaka síð-
ustu aðgerð. Til að mynda
fór Ísrael fram úr þeim til-
skildu kröfum sem gerðar
eru til herja lýðræðisríkja, er
herinn varaði íbúa Gaza við –
þá sem voru í námunda við
hernaðarleg skotmörk – og
hvatti þá til að rýma svæðið
áður en árás hæfist.
Meðan á átökunum stóð,
lagði Ísrael sig einnig mjög
fram um að sinna mann-
úðarstarfi til að draga úr
þrengingum íbúa Gaza, t.d.
með því að flytja inn nauð-
synjavörur í mannúðarskyni
(mat og sjúkrabirgðir, teppi,
eldsneyti o.fl.) og bjóða upp á
læknisaðstoð fyrir Gaza-búa
sem særst höfðu í átökunum.
Sú staðreynd að hernaðar-
leg átök fela í sér mistök og
ófyrirhugað tjón (ófyr-
irhugað fall borgara sem
voru í nágrenni við lögmæt,
hernaðarleg skotmörk) er
svo sannarlega sorgleg, en
þó engu að síður við-
urkenndur möguleiki sem er
innan ramma alþjóðlegra
laga.
Ísrael hefur nú virkt rann-
sóknarferli sem gagnrýnir
gaumgæfilega ákvarðanir
þær sem teknar voru í síð-
ustu átökum. Þar sem Ísrael
er opið lýðræðisríki, er því
unnt að rannsaka áhyggju-
ríka atburði til að ganga úr
skugga um hvort mistök hafi
átt sér stað, mannfall af óyf-
irlögðu ráði eða stríðsglæpi.
Í dag eru yfir 100 atvik í
rannsókn hjá Ísrael og her-
málaráðherra hefur fyrir-
skipað 19 sakamálarann-
sóknir.
Það er mikilvægt að varpa
ljósi á mismun raunveruleik-
ans og hinna birtu frétta.
Hin sífellda og hlutdræga
meðferð á Ísrael hjá Samein-
uðu þjóðunum stuðlar ekki
að friðsamlegri lausn þess-
ara átaka. Þvert á móti hvet-
ur hún Hamas og aðra
hryðjuverkahópa til að auka
sínar ólöglegu aðgerðir.
Ísrael og átökin
á Gaza 2014
Eftir Irit
Kohn
Irit Kohn
» Í greininni
fjallar Irit Kohn
um átökin á Gaza
og afstöðu mann-
réttindaráðs Sam-
einuðu þjóðanna
gagnvart Ísrael.
Höfundur er forseti
Alþjóðasamtaka lögmanna
og lögfræðinga Gyðinga og
fv. yfirmaður alþjóðadeildar
ísraelska dómsmálaráðu-
neytisins.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum.
Minningargreinar