Morgunblaðið - 26.06.2015, Side 22

Morgunblaðið - 26.06.2015, Side 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2015 ✝ Áslaug Sól-björt Jens- dóttir fæddist á Læk í Dýrafirði 23. ágúst 1918. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Eir 12. júní 2015. Foreldrar henn- ar voru Ásta Sól- lilja Kristjánsd., f. 6.1. 1892, d. 28.1. 1936, frá Breiðadal í Önundarf. og Jens Guðmundur Jónss., f. 6.9. 1890 d. 15.12. 1976 frá Fjallaskaga, Dýraf. Systk. Áslaugar: Jón Óskar, Jenna tví- burasystir, Sigríður, Hilmar, Kristján Svavar, Soffía Gróa og Gunnbjörn. Áslaug giftist 15.5. 1941 Valdimari Kristinssyni, skipstjóra og bónda, f. 4.1. 1904 að Núpi, Dýraf., d. 1.9. 2003. Foreldrar hans voru Rakel Jón- asd. frá Skúfsstöðum Hjaltadal og Kristinn Guðlaugss. bóndi, Núpi, frá Þröm í Garðsárdal. Börn Áslaugar og Valdimars: 1) Ásta, m. Hannes N. Magnúss., d. 1992. a) Guðrún Margrét, m. Ingimar Ingas.: Stefanía Hanna Pálsd., Nína Margrét, Helena Ásta, b) Valdimar Kristinn, m. Michaela Hannesson: Finja Mar- ie; 2) Gunnhildur, fv. m. Halldór Friðgeirss. a) Elín, fv. m. Jóhann S. Sævarss.: Sævar Helgi, Gunn- hildur Ólöf, b) Rakel, m. Arnar Bjarnas.: Gréta, Halldór Egill, Valdís Harpa; 7) Ólöf Guðný, m. Björn Stefán Hallss.: a) Vera Þórðard., m. Philip Harrison: Mía Mist, b) Lára Þórðard. 8) Sigríður Jónína, fv. m. Ólafur Már Guðmundss.: a) Aðalheiður Jóhanna, b) Hrafnhildur Ólöf, fv m. Gunnlaugur Elsus.: Ólafur Björn, Skarphéðinn Arnar, Kristín Sigr. Kristmundsd., c) Sigurður Már, d) Gunnar Már, e) Kristófer Ingi Ingvarss.; 9) Vikt- oría, m. Diðrik Eiríkss.: a) Kar- ítas, m. Ólafur Hrafn Hösk- uldss.: Höskuldur Hrafn, b) Kristinn. Pétur Garðarss. dvaldi hjá þeim hjónum á upvaxtar- árum. Áslaug ólst upp í Litla- Garði, Dýraf. Sautján ára gömul tók hún við búsforráðum með föður sínum, en móðir hennar lést um aldur fram. Árið 1941 lauk hún námi við Húsmæðrask. Ósk, Ísaf. Sama ár giftist hún Valdimari og fluttist að Núpi. Heimili þeirra var mannmargt og mikið um gestakomur og fundahöld er þau hjónin sinntu ábyrgðarstörfum fyrir sam- félagið. Áslaug sá um land- símastöð fyrir Núpsskóla. Hún var víðlesin, fylgdist með þjóð- málum af þekkingu, var mikil ræðumanneskja og tók þátt í stjórnmálum og félagsmálum. Hún var formaður Kvenfélags Mýrarhrepps yfir 30 ár, sat í stj. Samb. vestf. kvenna og var í sóknarnefnd Núpskirkju. Hún gaf út ljóða- og smásagnab. Hvíslandi þytur í blænum, árið 2000. Hún ræktaði og nýtti jurt- ir til matargerðar. Jarðarför Áslaugar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 26. júní 2015, kl. 15. Áslaug Birna, María Anna, Ellen Elísabet, c) Auður, m. Bharat Bhus- han: Amar Logi, Dhrev Þorvar, d) Halldór Gunnar, m. Ragnhildur Guð- mundsd.: Ester María, Kara Sól, Mía Katrín, e) Valdimar Geir, m. Sigrún Baldursd.: Hedi Sólbjört, Emil Kjartan; 3) Rakel, m. Sigurður Björnss. a) Áslaug Magnúsd., m. Gabriel Levy: Gunnar Ágúst Thorodd- sen, b) Sigurður Rúnar Magn- úss., unnusta Regína Rist; 4) Hólmfríður, m. Birgir Sigur- jónss.: a) Guðrún Lilja, m. Há- kon Valss.: Tanja Sif, Aðal- heiður Fríða, Birgitta Sól, Sól- björt Lilja, Valdimar Örn, b) Soffía Sólveig, m. Arnar Marvin Kristjánss.: Freyja Sif; 5) Krist- inn, m. Guðrún Ína Ívarsd. a) Þorbjörg Ása, m. Finnbogi Haf- þórss.: Skarphéðinn, Hrafnhild- ur, Egill, b) Valgerður Halla, m. Njörður Sigurjónss.: Kristinn, Hafliði, c) Áslaug Ína, samb. Thomas Már Greger: Ína Kol- brún, Dagbjört Laufey; 6) Jens- ína, m. Georg V. Januss.: a) Katrín, m Christian Elgaard: Mathilda Ása, Regína, b) Guð- mundur Reynir, m. Dagný Ósk Halldórsd.: Halldór Vilberg, Til elsku foreldra minna, Ás- laugar Sólbjartar Jensdóttur sem lést 12. Júní 2015 og Valdimars Kristinssonar sem lést 1. septem- ber 2003. Þar var vorið sem vafði mig örmum Þar var sólin er skein svo skært Þar var tunglskinið bláa og bjarta Þar var barnið sem svaf svo vært Þar var friðurinn fjærri glaumnum Þar var gáskinn í æskuhóp Þar var barnslega trúin blíða Þar var bernskunnar gleðihróp Þar var sumarið sæluríkast Þar var syngjandi æskufjöld Þar var gleðin sem gleymist aldrei Þar var gæfuríkt vonarkvöld Þar var haustið svo hugljúft áður Þar var hamingjan endalaus Þar var veturinn voldugur mikill Þar var vindurinn makalaus Þar voru jólin og jesúbarnið Þar var jólaljósið svo milt Þar voru dásamlegir dagar Þar var draumalandið fyllt Þar var kærleikurinn kominn Þar var kátína í bæ Þar var vinarþel og vonin Þar vöknuðu andans fræ Þar sáum við líka sorgir þær settu sitt mark á menn Þar var ósvikið andans þrekið þó er örið í hjartanu enn Þar var verkurinn veginn og metinn Þar var valin hiklaus leið Þar var vegurinn áfram ekinn Því okkar framtíðin beið Nú horfi ég bljúg á hafið himin og fjallahring Að baki mér standa börnin ég brosandi um þau syng Þau veita mér von og gleði með visku sem í þeim býr Með léttu og ljúfu geði lifnar þá dagur nýr Í birtu frá bernskunnar dögum sem ber ég í hjarta mér skal í framtíðar fallegum sögum fagnað að segja frá þér (Höf. Hólmfríður Valdimarsdóttir) Blessuð sé minning ástkærra foreldra og tengdaforeldra. Hólmfríður og Birgir. Elskuleg tengdamóðir mín, Ás- laug Sólbjört Jensdóttir á Núpi, er látin á nítugasta og sjöunda ald- ursári. Hún naut þeirrar gæfu að halda fullri reisn allt til lokadag- anna. Mér er í fersku minni þegar ég hitti tilvonandi tengdaforeldra mína í fyrsta skipti. Það var á hlaðinu á Núpi á fallegri sumar- nótt í júní 1974. Ég, miðbæjar- stúlkan úr Reykjavík, var heit- bundin einkasyninum, svo ég var kvíðin og mér fannst mikið í húfi að koma vel fyrir. Ég hlaut að verða mæld út hátt og lágt og met- in vandlega af þeim hjónum og átta mágkonum. Núpshjónunum, sem þekkt voru fyrir gestrisni og höfðingsskap, þótti ekki viðeig- andi annað en að vera á fótum þegar þennan óvenjulega gest bar að garði um miðja nótt. Það er skemmst frá því að segja að áhyggjur mínar hurfu fljótt því sú hlýja og það kærleiksríka viðmót, sem mætti mér þar, vék öllum áhyggjum til hliðar og í staðinn fann ég að ég var velkomin í fjöl- skylduna og aldrei hefur borið skugga á samskipti mín við þenn- an stóra og góða hóp. Ása, eins og hún var kölluð, var af þeirri kynslóð sem lagði grunn- inn að velferð okkar, vann hörðum höndum, hlífði sér hvergi og skil- aði miklu. Tengdamóðir mín var mjög mæt og merk kona, var gædd óvenjugóðum gáfum og var vel menntuð þrátt fyrir skamma skólagöngu. Ása var mikil gæfu- manneskja í einkalífinu. Hún átti góðan mann, Valdimar Kristins- son, skipstjóra og síðar bónda á Núpi, og níu mannvænleg börn sem öll hafa reynst foreldrum sín- um vel. Núpsheimilið, sem Ása hugsaði vel um, var myndarlegt og notalegt menningarheimili sem öllum þótti gaman að koma á. Þau Ása og Valdi lögðu ríka áherslu á að koma börnum sínum til mennta og lögðu mikið á sig til að svo mætti verða. Mikill gestagangur var á heimilinu og jafnan mikið spjallað, tekist á um pólitík, heimsmálin, hlegið og sungið og það voru góðar stundir þegar son- urinn lék á harmonikku eða orgel og allir sungu með. Dagarnir hafa verið langir í sveitinni í dagsins önn og mæddi mikið á húsmóður- inni. Bæði hjónin höfðu valist til ýmissa ábyrgðarstarfa í sveitarfé- laginu og víðar. Hún var formaður kvenfélagsins í sveitinni um árabil og voru henni málefni kvenna á Vestfjörðum mjög hugleikin og sat hún marga fundi á þeim vett- vangi. Hún mat það traust sem henni var sýnt og lagði sig fram um að rækja þessi störf af alúð og festu. Ása hafði ákveðnar skoðanir og varði þær gjarnan af mikilli rökvísi hvort sem þær vörðuðu málefni sveitarfélagsins, landsins eða heimsmálin. Hún fylgdi sinni sannfæringu en var jafnframt reiðubúin að skipta um skoðun væru henni færð gild rök. Ása sinnti mjöltum kvölds og morgna alla sína búskapartíð og eins var hún með símstöðina á staðnum ár- um saman. Hún var mikil félags- málamanneskja, flugmælsk, hag- yrðingur góður, flink hannyrðakona og mikill jafnrétt- issinni. Síðustu árin dvaldi hún á Hjúkrunarheimilinu Eir, eins og bóndi hennar hafði líka gert. Henni var mjög umhugað um að vera vel til fara og fín um hárið og sat hún hnarreist og virðuleg, fal- leg gömul kona, í góða stólnum sínum, þegar gesti bar að garði, vel minnug og ræðin, þótt heyrn og sjón væru farin að daprast. Að leiðarlokum þakka ég fyrir góða og gefandi samfylgd og kveð tengdamóður mína með virðingu og þökk fyrir allar samverustund- irnar sem hún veitti mér og fjöl- skyldunni. Þær munu lifa í hjört- um okkar um ókomna tíð. Guðrún Ína Ívarsdóttir. Þegar komið er að kveðjustund er eðlilegt að litið sé til baka og horft yfir farinn veg. Liðin eru 43 ár frá því að ég hitti Ásu fyrst, en svo var Áslaug tengdamóðir mín oftast nefnd í fjölskyldu- og vina- hópi. Fyrstu árin voru samveru- stundirnar fáar og stuttar vegna búsetu okkar Jennu erlendis og þau Ása og Valdi vestur á fjörðum. Strax fann ég fyrir væntumþykju og umhyggju hennar fyrir fólkinu sínu og sú upplifun átti bara eftir að styrkjast. Alltaf var hún vakin og sofin með hugann við börnin og barnabörnin og sífellt að hugsa um hvernig hún gæti orðið fólkinu sínu að sem bestu liði. Ása kom frá efnalitlu en bókelsku heimili. Hún var alla tíð mjög hneigð að lestri og var ótrúlega vel upplýst um ólík málefni. Eru mér minnisstæð- ar viðræður hennar við indverska vini okkar um indverskt skáld og undrun þeirra á þekkingu hennar á skáldinu og verkum þess. Vakti það aðdáun þeirra að svona full- orðin kona, sem hafði alið allan sinn aldur við bústörf og stóran barnahóp norður við ystu höf, gat hafa öðlast svo mikla þekkingu og haft á hraðbergi, þeim kærar bók- menntir, úr heimalandinu svo víðs fjarri. Minni Ásu var viðbrugðið og oft var ég hissa þegar hún spurði upp úr þurru, yfir kaffibollaspjalli eða í símtali: „Hver er það sem situr núna við hliðina á …“, svo kom nafn einhvers af þingmönnunum, „… ég hef ekki séð þennan fyrr?“ Tók hún ævinlega eftir því þegar hún horfði á alþingisrásina að nú var kominn varaþingmaður. Hún fylgdist með þinginu og hafði skoðanir bæði á þingmönnum og málefnum. Oft vorum við ósam- mála í pólitíkinni og tókum marg- ar snerrur. Aldrei skyldi hún sitja þegjandi undir því ef hallað var orði á íslensku sveitirnar, þá var sko minni að mæta. Undanfarin ár hef ég oft hugsað með mér að Ása hefði örugglega orðið einn af okk- ar ofurbloggurum hefðu tímar hennar og bloggsins fallið betur saman. Það var gaman að vera með Ásu í bíl þegar ekið var um landið. Sérstaklega eru mér vesturferð- irnar minnisstæðar. Skipti engu hvort ekið var um Djúpið eða Barðaströndina, hún þekkti alla firði og bæi og marga ábúendur. Fræddi hún okkur um menn og málefni í sveitunum og ekki síst ef hægt var að tengja þangað sýslu- mann, prest, svo maður tali nú ekki um kaupfélagsstjóra. Þessar stundir urðu til þess að þegar son- ur okkar var að reyna að fá mig, lítt tækniþenkjandi, til að kaupa GPS-tæki í bílinn voru helstu rök- in að „þetta væri eins og að hafa ömmu í sveitinni í bílnum“. Svo kom smáþögn og til að allt væri nú rétt og græjunni ekki gert of hátt undir höfði bætti hann við: „Það eru náttúrlega ekki allar sögurnar með.“ Það er mér ómetanlegt að hafa haft tengdamóður mína með í bílnum þegar við fórum vestur um síðustu hvítasunnu, aðeins tveim- ur vikum fyrir andlát hennar. Já, Áslaug Sólbjört Jensdóttir var stórbrotin kona, sérstaklega vel gefinn og raungóð. Ég minnist hennar með miklu þakklæti, hlýju og væntumþykju og nú er það okkar sem eftir lifum að halda á lofti minningu hennar til afkom- endanna. Georg V. Janusson. Elsku amma okkar. Það er erf- itt að hugsa til þess að þú sért búin að kveðja okkur en við erum þakk- látar fyrir að hafa fengið að hafa þig hjá okkur eins lengi og raun var. Þú bjóst yfir miklum fróðleik og áttir alltaf til nóg af skemmti- legum sögum um áhugavert fólk sem þú hafðir kynnst á lífsleiðinni. Þó að líkaminn hafi elst með tím- anum var hugur þinn alltaf skarp- ur og gast þú rakið ættir manna betur en nokkur sem við þekktum. Þú varst einstaklega fær í hönd- unum og gast galdrað fram vett- linga og sokka á augabragði. Við munum minnast ófárra stunda þar sem við sátum hjá þér í eldhúsinu á Hofteigi eða Bústaðavegi, þú varst alltaf nýbúin að baka eitt- hvað ljúffengt og fórum við aldrei frá þér nema saddar og sælar af alls kyns gúmmelaði. Það var yf- irleitt líflegt á heimilinu hjá þér og var þar samkomustaður stórfjöl- skyldunnar þar sem við rákumst reglulega hvert á annað, spurðum frétta og sáum nýjar myndir af frændum okkar og frænkum. Seinna meir áttum við margar hlýjar stundir með þér á Eir þar sem við ræddum allt frá fyrstu kynnum ykkar afa til samfélags- mála og bókmennta. Þínar skoð- anir byggðust ávallt á réttsýni og samhug með öðru fólki. Við minn- umst þín með miklu stolti og þú munt alltaf vera okkur sterk kven- fyrirmynd. Ein af þessum flottu konum sem geta allt! Vera og Lára Þórðardætur. Í síðasta skiptið sem ég talaði við elsku Ásu ömmu mína sagði hún við mig að hún hefði ákveðið að lifa lífinu lifandi. Það er mjög lýsandi fyrir ömmu. Ég hringdi reglulega í hana þar sem ég bý er- lendis og við heyrðumst síðast 5. júní. Amma var alltaf jákvæð, glöð og góð. Hún var nýkomin frá Núpi þar sem hún hafði verið yfir hvíta- sunnuna. Um morguninn hafði hún tekið þátt í Kvennahlaupi Eir- ar og sagði hún mér að yndisleg dama sem starfaði á Eir hefði ýtt sér áfram í hjólastól. Amma hafði alltaf góða hluti að segja um alla. Hún var full af orku, ávallt glað- lynd og jákvæð. Það var svo gam- an og gefandi að tala við hana og mun ég sakna þess mikið. Ég held að allir í kringum mig hafi heyrt mig tala um ömmu, enda er ég mjög stolt af því að vera barnabarn hennar. Að verða 96 ára tvíburi, níu barna móðir, eiga 25 barnabörn, yfir 40 barna- barnabörn og yfir 20 tengdabörn og tengdabarnabörn er mikið af- rek. Á hverju ári bætist í hópinn og mér þykir vænt um hvað við er- um öll góðir vinir. Amma og afi kenndu okkur það. Þau kenndu okkur að bera virðingu fyrir okkur sjálfum og öðrum, vera dugleg, góð og gjafmild. Amma og afi voru miklar fyr- irmyndir, þau voru höfðingjar heim að sækja og ég naut þess að hlusta á sögurnar þeirra úr æsku. Amma sagði mér að einu sinni hefði hún stolist úr Húsmæðra- skólanum til þess að hitta afa um miðja nótt. Hún ljómaði þegar hún talaði um hann. Eins og hún sagði sjálf hafði hún verið ástfangin af honum frá því að hún var táning- ur. Þegar afi var fluttur á Eir fór hún til hans á hverjum degi. Þau kysstust alltaf og héldust í hend- ur. Ég sá þá að ást getur varað að eilífu. Eftir að amma og afi fluttu suð- ur bjuggum við fjölskyldan við hliðina á þeim á Hofteignum og þegar ég var í háskóla bjó ég hjá ömmu í nokkra mánuði. Hún bak- aði bestu skonsur og brauðbollur í heimi. Við hlógum mikið og það var yndislegt að búa með henni en einnig mikil ró og næði að koma heim til hennar eftir langa skóla- daga og spjalla við hana um lífið og tilveruna. Við spjölluðum í marga klukkutíma og ég þroskað- ist mikið á því að tala við hana. Hún var víðlesin, full af visku og orti falleg ljóð. Amma og afi sinntu störfum sínum í sveitinni í Dýrafirði af miklum metnaði. Þau lögðu áherslu á að skapa betra samfélag og voru gjafmildir gestgjafar. Þau kenndu okkur að hugsa vel um alla í kringum okkur, um sam- félagið sem við búum í, náttúruna og umhverfið. Ása amma hugsaði alltaf vel um alla í fjölskyldunni. Hún hafði mikinn áhuga á því hvað við vor- um að fást við og fylgdist með við- fangsefnum okkar allra. Hún mundi nöfnin okkar fram á síðasta dag og nöfn allra í tengdafjöl- skyldum okkar. Hún var með besta minni sem ég hef vitað um og var mjög ættfróð. Elsku amma mín, takk fyrir allt sem þú hefur kennt okkur. Takk fyrir að vera besta fyrirmynd sem við hefðum getað óskað okkur og takk fyrir að minna okkur á að lifa lífinu lifandi. Við mamma, pabbi, Kristinn, Óli og Höskuldur Hrafn söknum þín og erum þakklát fyrir allar fal- legu minningarnar sem við eigum um þig og afa. Þín Katý (Karítas Diðriksdóttir). Ljós, léttur hlátur, gleði, styrk- ur og þrautseigja. Þetta er það sem ég hugsa þegar ég sé fyrir mér ömmu mína Áslaugu Sól- björtu Jensdóttur. Sólbjört, já hún bar nafn með rentu, björt eins og sólin. Faðmurinn var alltaf op- inn til að knúsa börn og barnabörn og hún mataði og þvoði marga litla fallega munna og hendur. Amma mín var íslensk kjarnakona, góð- um dyggðum prýdd. Hún stýrði ásamt afa mínum stóru búi á Núpi í Dýrafirði, eignaðist 9 börn, barna- og barnabarnabörn sem eru nú á 7. tuginn. Hún rak sím- stöð, eldaði ofan í oft á 3. tug manns kvölds og morgna. Í sveit- inni var alltaf gestagangur því hún var tilbúin að taka með hlýju hjarta á móti góðum gestum frá öllum landsins hornum. Þeir ýmist litu inn af þjóðveginum eða komu til að hitta þau afa. Heimilið var allsnægtaheimili, þó ekki væru fjárráðin mikil. Amma mín var í forystu í kvenfélaginu, rak sím- stöð til langs tíma, var skáldkona og eftir hana liggur fjöldi ljóða og smásagna. Mörg ljóðin voru samin til að fagna mikilvægum uppá- komum afkomendanna eins og brúðkaupum, skírnum og stóraf- mælum. Hún umvafði fólkið sitt ást og hlýju. Ég kveð ömmu mína með sorg í hjarta en gleði yfir þeirri fallegu fyrirmynd sem hún hefur gefið okkur hinum til að fylgja og tilhugsuninni um að þau afi sitji núna saman á grænni grund og haldi áfram að rækta garðinn sinn og jörðina og allt og alla í kringum sig. Fögur er foldin heiður er Guðs himinn indæl pílagríms ævigöng. Fram, fram um víða veröld og gistum í Paradís með sigursöng. (M. Joch.) Elín Halldórsdóttir. Nú hefur móðuramma mín yndislega kvatt okkur. Hún var síðasta Laugan sem kvaddi okkur í ömmuhópi okkar hjóna, en Frú Lauga, verslunin okkar, dregur meðal annars nafn sitt af ömmum okkar, því þrjár af fjórum höfðu -laug í nöfnum sínum, amma var þó alltaf kölluð Ása. Áslaug amma kvaddi okkur 12. júní sl. Hún hefði orðið 97 ára í ágúst og voru þær tvíburasystur, amma og Jenna Jensdóttir, elstu þálifandi tvíbur- ar landsins meðan amma lifði. „Til að lifa lengi, er nauðsynlegt að lifa rólega,“ sagði Ciceró og amma varð langlíf eins og afi, ekki að undra, því mestallt líf sitt bjuggu þau í fallegu íslensku sveitinni vestur á Núpi í Dýrafirði, í tærri náttúrunni, í kyrrðinni og frið- sældinni og í beinni tengingu við lífskraftinn sem í náttúrunni býr. Amma giftist ung afa, Valdimari Kristinssyni frá Núpi í Dýrafirði, bónda, útgerðarmanni og oddvita. Hann var 15 árum eldri en hún og ást þeirra falleg og hjartnæm og blómstruðu þau saman svo að hunang draup og gleði og fegurð geislaði af hverju þeirra verki. Þau áttu níu börn, ráku stórt heimili af myndarskap og voru þau bæði virk í sinni sveit í félags- og framfaramálum. Eftir ömmu liggja fögur ljóð og annað ritað efni, enda var hún orðhög mjög, en Halldór Ármann Sigurðsson lýsti ömmu svo í afmælisgrein til- einkaðri afa níræðum, að ekki væri hún aðeins bráðfalleg, harð- dugleg og stórgáfuð heldur einnig svo orðhög að móðgun væri að kalla hana hagyrðing. Mínar minningar um ömmu eru hlýjar og fallegar og þær frá því að ég var barn eru skýrastar. Þeg- ar amma stóð á hlaðinu í sveitinni og kallaði á okkur inn að borða og við hentumst yfir hæðir, stokka, steina og þúfur til að fá góða mat- inn hennar. Þegar ég leiddi hana upp þröngan viðarstigann í gamla bæjarhúsinu heima á Núpi, sem marraði í við hvert þrep, þetta marr er greypt í minni mitt og er nátengt minningunni um fegurð og notalegheit þessa gamla húss, sem síðar eyðilagðist í snjóflóði, þegar allir voru fluttir í burtu, blessunarlega, sem kom ekki á óvart því blessun hefur alltaf fylgt þessari fjölskyldu. Þegar ég lá í rúminu inni í barnaherbergi á Núpi, nývöknuð og sólin skein skær inn í gegnum gardínurnar og flugurnar suðuðu í kór í heitum glugganum, ævinlega margar, og ég horfði á myndina á veggnum af Áslaug Sólbjört Jensdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.