Morgunblaðið - 26.06.2015, Side 23
Maríu mey og Jesúbarninu með
fallegu litlu englunum, og amma
kom inn og sagði hlýlega „góðan
daginn, elskan mín“ og síðan þá er
falleg kveðja að morgni mér svo
dýrmæt. Og ég minnist hennar
ekki síst fyrir hlýjan og öruggan
faðminn hennar, sem var stór og
mjúkur þegar ég var barn, og sem
ilmaði af nýbökuðum kleinum,
sápu og fersku sveitalofti. Amma
mín í sveitinni var falleg og góð
amma í sveitinni eins og öll börn
ættu að eiga. Og seinna þegar ég
áttaði mig líka á því hve greind og
merkileg kona hún var, breyttist
viðhorf mitt til hennar úr tómri
væntumþykju og ást og djúp og
mikil virðing bættist við, fyrir öllu
hennar starfi og öllu því sem hún
gerði og öllu því sem hún var og
þannig verður hennar minning,
um aldir alda, allt til enda verald-
arinnar.
Rakel Halldórsdóttir.
Elsku hjartans amma mín. Það
er sárt að kveðja hetjuna sína og
eina af merkilegri manneskjum
sem ég hef kynnst um ævina.
Minning um stórsnjalla og dug-
lega konu lifir alltaf í hjarta mínu
og barnanna minna. Og börnin
þeirra munu fá að heyra sögur um
ömmu og afa í sveitinni þegar þar
að kemur. Ég elska þig amma mín
og takk fyrir allt.
Aftur heim
Fyrir svefninn langa
söng ég þér sefandi lag
um fegurð fjallatanga
fjörðinn og sólardag.
Um sveitina sætu og hlýju
og sælu í unaðs reit
að hittir þú ástina að nýju
sem hjartfólgnum augum þig leit.
Þar dansið þið dugleg saman
og draumurinn ykkar skín.
Mikið verður það gaman
þegar ég kem til þín.
(Höf: Guðrún Lilja Hólmfríðardóttir)
Guðrún Lilja, Hákon og börn.
Hún kallaði okkur alltaf elsku
drengina sína, líka löngu eftir að
við urðum fullorðnir. Og, við vor-
um það drengirnir hennar, sem
höfðu notið þeirra forréttinda að
fá að vera í sveit hjá Ásu og Valda
á Núpi í Dýrafirði. Þetta voru
dýrðardagar fyrir stráka að fá að
fara í sveit og taka þátt í búskap
sem var, kýr handmjólkaðar úti á
bóli, róið til fiskjar, svartfugl og
selur skotinn, æðardúnn tekinn og
allar nytjar landsins til boða.
Á Núpi var tvíbýli bræðranna
Valdimars og Hauks Kristinssona
og mikill höfðingjabragur á bú-
skap þeirra bræðra en þeir höfðu
tekið við af föður sínum Kristni
Guðlaugssyni sem í félagi við
bróður sinn, Sigtrygg, hafði byggt
upp staðinn með mikilli reisn.
Núpur var því ekki einungis
rausnarbú heldur líka menningar-
setur og viðkomustaður margra
sem lögðu leið sína um Vestfirði
og áttu ættir eða tengsl við staðinn
eða fjörðinn. Sú staðreynd þýddi
að oft var gestkvæmt og margt
um manninn á Núpi og hvíldi það á
húsfreyjunni Ásu að halda stór-
heimili sem í minningunni líkist
helst hóteli í alfaraleið. Hjónin
voru samhent og jöfn, þrátt fyrir
hefðbundna verkaskiptingu, og
voru nokkuð ólík. Hún var ávallt
orðhög og rösk með breiðan faðm
sem hafði alið allan sinn aldur í
firðinum. Hann var sigldur skip-
stjóri og íþróttamaður, yfirveguð
og lítillát kempa. Saman stafaði
frá þeim hlýja og öryggi sem gott
var að leita til fyrir ættingja og
sveitunga enda bæði valin til for-
ystu í félagsmálum og sveitar-
stjórn. Smitandi áhugi á menn-
ingu og samfélagi markaði spor í
huga okkar og skilur eftir fyrir-
myndir og leiðbeiningu um hvern-
ig haga beri lífinu.
Ása var skáld og það fór ekki
milli mála þegar hún sagði frá eða
rifjaði upp sögur. Hún rúllaði err-
inu eins og skáld eiga að gera,
þannig að rétt varð miklu réttara
og rangt dálítið alrangt, hersingin
og herlegheitin í frásögninni
miklu mikilfenglegri og oftast
fylgdi hlýr og innilegur hlátur vel-
meinandi gríni sem aldrei var
meinfýsið en alltaf góðlegt og oft-
ar en ekki af börnum, barnabörn-
unum eða kúarektorum eins og
okkur bræðrum.
Að leiðarlokum er ljúfsárt að
kveðja stórmenni eins og Ásu á
Núpi, ljúft því góðar minningar
leita á og vitneskja um heilla-
drjúga ævi og hæfileikaríka af-
komendur sem spjara sig vel. Sárt
því þótt hvíldin sé verðskulduð
tekur allt enda og jafnvel góðir
dagar hverfa að kveldi. Við bræð-
ur þökkum fyrir okkur.
Blessuð sé minning Áslaugar
Sólbjartar Jensdótttur frá Núpi.
Heimir og Hilmar.
Við andlát Áslaugar Sólbjartar
Jensdóttur hvarflar hugurinn aft-
ur til miðbiks síðustu aldar. Þá var
Áslaug eða Ása á Núpi eins og hún
var kölluð af nágrönnum og vin-
um, húsmóðir í Kristinshúsinu, en
það var kennt við tengdaföður
hennar, Kristin Guðlaugsson. Ás-
laug og Valdimar eiginmaður
hennar bjuggu á efri hæðinni og
brátt fylltist íbúðin af glaðværum
börnum, átta stúlkum og einka-
syninum. Á neðri hæðinni bjuggu
Haukur bróðir Valdimars og Vil-
borg Guðmundsdóttir eiginkona
hans.
Heimilið var í næsta nágrenni
við Héraðsskólann á Núpi og oft í
mörg horn að líta. Þau hjónin sáu
um símstöð fyrir nemendur skól-
ans meðan símasamband var tak-
markað í sveitinni. Bæði voru þau
áhugasöm um velferð Dýrafjarðar
og tóku mikinn þátt í öllu félagslífi
í sveit og firði. Áslaug var lengi
formaður Kvenfélags Mýra-
hrepps og síðar heiðursfélagi
þess. Þrátt fyrir erilsöm störf á
fjölmennu og gestkvæmu heimili
náði Áslaug að lesa margar góðar
bækur. Þá var hún ágætur ljóða-
og sagnasmiður.
Kynni fólksins á Mýrum hófust
á meðan Áslaug var heimasæta í
Litla-Garði og styrktust eftir því
sem árin liðu. Segja má að sér-
staklega yngri börn Gísla og Guð-
rúnar á Mýrum hafi verið heima-
gangar í Kristinshúsinu. Tveim
sonum þeirra, þeim Davíð og
Valdimar, var komið þar fyrir til
vetrardvalar er þeir gengu í
barnaskóla á Núpi eftir að skólinn
á innsveitinni var lagður niður,
Valdimar á efri hæðinni og Davíð
á þeirri neðri. Þar nutu þeir þeirr-
ar hlýju og glaðværu gestrisni
sem jafnan var í boði á báðum
hæðum.
Fjölbreytt félagsstarf fór fram
á heimili Valdimars og Áslaugar.
Þar voru haldnir hreppsnefndar-
fundir um árabil meðan Valdimar
var hreppsnefndaroddviti.
Hreppsnefndarmönnum eru í
minni hinar miklu og góðu veit-
ingar sem húsmóðirin reiddi þar
jafnan fram.
Að leiðarlokum þakka börn
Gísla og Guðrúnar á Mýrum og
makar þeirra Áslaugu trausta og
einlæga vináttu og votta aðstand-
endum samúð.
Davíð og Valdimar
Haukur Gíslasynir.
Árið 1918 var um margt við-
burðaríkt á Íslandi, frosthörkur
og mannskæðar farsóttir herjuðu
á landsmenn og ógurlegri styrjöld
lauk úti í heimi. Góðu fréttirnar
fyrir Íslendinga voru að 1. desem-
ber það ár varð Ísland frjálst og
fullvalda ríki í konungssambandi
við Danmörku. Sá áfangi náðist
eftir langa og þrotlausa baráttu
Íslendinga, sem í nær 700 ár höfðu
lotið valdi og á tíðum harðstjórn
erlendra frændþjóða, sem heimt-
uðu skatt af Íslendingum, nýttu
sér gjöful fiskimið, einokuðu verzl-
un og viðskipti og héldu niðri at-
vinnu- og lífskjaraþróun í landinu.
Því rifja ég þetta upp að á þessu
herrans ári fæddust vestur í
Dýrafirði tvíburasystur en aðra
þeirra, Áslaugu Sólbjörtu Jens-
dóttur, kveðjum við í dag. Hún átti
eftir að taka þátt í endurreisn
þjóðarinnar og uppbyggingu og
sjá hana þróast frá sárri fátækt til
almennrar velmegunar. Á ung-
lingsárunum missti Áslaug móður
sína frá mörgum börnum og gekk
þeim síðan í móðurstað 17 ára
gömul og stóð sig með prýði. Hún
gekk að eiga Valdimar Kristins-
son skipstjóra, sem þá var ásamt
bróður sínum landeigandi og
bóndi á Núpi í Dýrafirði. Þau
hjónin urðu brátt sveitarhöfðingj-
ar í Dýrafirði enda falin margvís-
leg ábyrgðar- og trúnaðarstörf.
Jafnframt ólu þau upp börnin sín
níu og umvöfðu þau kærleika en
einnig voru agi og reglusemi í há-
vegum höfð á heimilinu. Tónlist og
ljóðlist voru aldrei langt undan en
Áslaug var hagyrðingur góður.
Fáa þekki ég, sem tala um for-
eldra sína af jafn mikilli virðingu
og væntumþykju og afkomendur
þeirra Áslaugar og Valdimars,
einn og átta.
Öllum, sem kynntust þeim
hjónum, mátti vera ljóst, hversu
samrýnd þau voru og samband
þeirra fallegt. Jafnvel eftir fráfall
Valdimars fyrir nokkrum árum,
þá var hann nær 100 ára, var sem
hún skynjaði nærveru hans sterkt
og hann átti áfram drjúgan sess í
huga hennar.
Áslaug unni landi og þjóð og
tengdist fósturjörðinni sterkum
böndum ekki sízt heimabyggðinni
fyrir vestan. Þar var hugurinn
jafnan eftir að þau hjónin brugðu
búi og fluttu til höfuðborgarinnar
fyrir aldamótin. Hún, sem hafði
séð land og þjóð dafna, tækifæri
verða til, menntun og menningu
sækja fram og virðingu fyrir land-
inu og umgengni við það eflast,
mátti ekki til þess hugsa að neitt
yrði gert til að skerða fullveldi
þjóðarinnar né forræði Íslendinga
yfir þessu landi, sem var henni svo
kært.
Blessuð sé minning Áslaugar
Sólbjartar Jensdóttur, megi hún
hvíla í friði. Ástvinum hennar
sendi ég samúðarkveðjur um leið
og ég þakka henni allar góðu sam-
verustundirnar á liðnum árum.
Sigurður Björnsson.
Daginn sem fréttist af hjarta-
áfalli Áslaugar Sólbjartar vildi svo
til að ég var á safninu að fletta
minningarorðum sóknarprestsins
í Dýrafjarðarþingum yfir moldum
látinna Mýrhreppinga. Þeirra var
ein Ásta Sóllilja Kristjánsdóttir
dáin frá fárra mánaða dóttur sinni
í janúar 1936. Líklega var það í
sama rúmstæðinu í Litla-Garði og
móðir mín, Kristín Jónsdóttir,
hafði fæðst á haustmánuðum
frostavetrarins 1917-1918. Áslaug
tæpu árinu seinna á Læk.
Ásta Sóllilja, móðir Áslaugar,
var tengdadóttir Jóns Gabríels-
sonar, útvegsbónda á Skaga. Jón
gekkst fyrstur manna, utan stúlk-
unnar Gyðu, í ábyrgð fyrir stúku-
húsinu á Núpi, skólahúsinu sem
varð. Presturinn var sr. Sigtrygg-
ur Guðlaugsson, hinn verðandi
skólastjóri og Skrúðsbóndi. Elsti
sonur Jóns var í byggingarnefnd-
inni.
Jón Gabríelsson var einnig
fyrstur kvaddur til liðs við þá
bræður sr. Sigtygg og Kristin
Guðlaugsson á Núpi í skólanefnd
sem sr. Sigtryggur kallaði stjórn-
endur Ungmennaskólans á Núpi.
Nú er Núpsskóli allur og síð-
asta seinni tíma húsfreyja á Núpi
kveður. Það eru sannarlega kafla-
skil langrar sögu, mikils mannlífs,
margra gleðistunda, barnsradda
margra kynslóða. Heimili Áslaug-
ar, Kristinshúsið, Núpsbærinn
var bernskuheimur, allt að því
annað bernskuheimili, okkar elstu
systkinanna. Við sóttum kýrnar
saman, Ásta, Pétur og ég, háðum
keppni um fundinn hreiðurfjölda,
lékum fallin spýtan, yfir, sto og
höfðingjaleik. Kristinshúsið var
óþrjótandi uppspretta leikja,
brottfararstaður berjaferða inn í
Holt, vettvangur snjóhúsagerðar,
baksturs í búinu, jurtafræðslu og
draugasagna. Þar var „Leikhúsið“
litla með undursamlegu veggfóðri.
Sr. Sigtryggur sagði um Ástu
Sóllilju að á því heimili hafði hann
séð auð hjartans mega sín mest.
Gleðiljúfa, aðlaðandi viðmótið
mætti gestinum. Hugþekkt hrein-
lætið, „snyrtnin“, hagnýtni og
smekkvísi prýddu það sem þessi
kona umgekkst.
Ása á Núpi, Áslaug Sólbjört,
átti augsýnilega ekki langt að
sækja sína gerð. Margt hefði hún
getað lagt fyrir sig. Við spjölluð-
um stöku sinnum saman síðustu
árin. Aldrei heyrði ég hana tala
um að til væri betra hlutskipti en
heimili og börn. Saknaði þess þó
að komast ekki á Núpsskóla. Fía
„litla systir“, móðurlaus, fyrsta
æfing í barnfóstri. Alltaf var nóg
af öllu, hvort heldur það var af
grösum eða um sjávargötuna frá
Litla-Garði um hlaðið á Læk eða
frá Núpsbót að Núpi. Nei, á betra
líf varð ekki kosið.
Það er líka bjart yfir minningu
þessarar konu og samskiptum for-
eldra minna við hana og hennar
fjölskyldu. Þær Litla-Garðs dæt-
ur, Kristín og Áslaug, yrktu ekki
litla garða. Ellefu og níu áttu þær
börnin. Ekki einungis gáfu þær
þeim öllum gleðiríka og farsæla
bernsku og æsku. Núpsnemendur
áttu þeim fleira að þakka en þeir
vissu. Þau hjónin Áslaug og Valdi-
mar, Haukur og þau öll höfðu að
sínu leyti hagsmuni skólans og
skólastaðarins í fyrirrúmi í gjöfulli
hefð þeirra bræðra Kristins og sr.
Sigtryggs á Núpi. Mörg eigum við
þar þakkir að flytja við leiðarlok.
Aðalsteinn Eiríksson.
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2015
Hjartans þakkir fyrir sýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar okkar
ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
PETRU ÓSKAR GÍSLADÓTTUR,
áður Hólavegi 26,
Sauðárkróki.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á
deild 2, Heilbrigðisstofnun Sauðárkróks, fyrir góða umönnun og
kærleika í garð móður okkar.
Einnig færum við Flugumýrarsystkinum og mökum ástarþakkir
fyrir ómetanlega hjálpsemi og umhyggju.
Guð blessi ykkur.
.
Gísli Hafsteinn Einarsson, Kolbrún Sigurðardóttir,
Guðlaug Ragna Jónsdóttir, Einar Stefánsson,
Ingimar Jónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
STEINAR HARALDSSON
frá Hringsdal í Arnarfirði,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 26. maí. Útförin
hefur þegar farið fram í kyrrþey
að ósk hins látna. Aðstandendur þakka auðsýnda samúð.
.
Bergljót S. Steinarsdóttir, Magnús Ingólfsson,
Valdís I. Steinarsdóttir, Sigurður V. Ragnarsson,
Arndís J. Steinarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og hlýhug vegna
andláts og útfarar elskulegrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu, langömmu og
langalangömmu,
SIGRÍÐAR GÍSLADÓTTUR.
.
Gísli Jón Júlíusson, Valgerður Valgarðsdóttir,
Herdís María Júlíusdóttir, Egill Jónsson,
ömmu- og langömmubörn.
Okkar ástkæri,
RUNÓLFUR RUNÓLFSSON
bóndi,
Fljótsdal í Fljótshlíð,
sem lést sunnudaginn 21. júní,
verður jarðsunginn frá Hlíðarendakirkju
laugardaginn 27. júní kl. 14.
.
Margrét Runólfsson,
Anna Runólfsdóttir, Þorkell Daníel Eiríksson,
Pétur Runólfsson,
Þorgerður Rán Þorkelsdóttir, Runólfur Mar Þorkelsson.
Ómar Björns-
son, kær vinur
minn, er fallinn frá
allt of snemma.
Ég kynntist Óm-
ari 2002 þegar hann flutti á
sambýlið Lyngmóa 17 í Njarð-
vík, en þar var ég að vinna. Þau
voru æði mörg árin sem ég sá
um hans mál og aðstoðaði hann
eftir bestu getu með allt sem
honum viðkom. Að sjálfsögðu
kom annað starfsfólk við sögu
en ábyrgðin var mín. Ekki vor-
um við nú alltaf sammála um
alla hluti, hvernig best væri að
haga hlutunum, en alltaf endaði
allur ágreiningur vel.
Ómar var mikill gleðigjafi og
kom sér vel við alla sem hann
hitti, þó að hann tæki ekki alveg
öllum.
Það er margs að minnast frá
árunum sem við áttum samleið.
Ómar að horfa á Friends-þætt-
ina þar sem ég heyrði nafnið
mitt reglulega þegar hann var
að lifa sig inn í atburðarásina.
Ómar að spila tónlist, en hann
var smekkmaður á tónlist sem
Ómar
Björnsson
✝ Ómar Björns-son fæddist í
Keflavík 19. desem-
ber 1959. Hann lést
15. júní 2015. Útför
hans fór fram 23.
júní 2015.
hann hafði gaman
af að hlusta á.
Ég minnist
tveggja ferða með
honum til Noregs.
Einnig þegar hann
upp úr þurru sagð-
ist ætla að gefa
mér blóm ef ég
hætti að reykja.
Þegar hann kom og
færði mér kaffi í
bolla eða nammi ef
honum fannst hann hafa gengið
of langt. Eða vatn í glas ef ég
fékk hiksta. Umhyggjan var því
ekki einhliða milli okkar. Ómar
átti oft í erfiðum veikindum og
það var aðdáunarvert hvað
hann var æðrulaus gagnvart
þeim.
Það er svo ótalmargt sem ég
minnist frá árunum sem ég var
svo heppin að þekkja Ómar. Það
er líka svo ótalmargt sem ég
hefði viljað gera fyrir hann en
gat ekki. Það var líka margt
sem stóð til að gera þegar hann
næði heilsu, en það fór á annan
veg.
En eins og hann sagði sjálfur
reglulega þegar hann var smá
mæddur: Svona er lífið.
Ég sakna þín, elsku Ómar, og
að fá aldrei meira knús fá þér.
Minning þín er ljós í lífi mínu.
Þín vinkona,
Helga Gísladóttir.
Elsku Kata, þú
varst alltaf
skemmtileg, það var
alltaf gaman að
syngja með þér.
Kata og ég vorum saman í
Katrín Sigrún
Guðjónsdóttir
✝ Katrín SigrúnGuðjónsdóttir
fæddist 23. apríl
1948. Hún lést 14.
júní 2015.
Útför Katrínar
fór fram 22. júní
2015.
skóla, í söng og í
Húsi. Kata gat verið
alger stríðnispúki og
stríddi mér stundum
þegar ég kíkti í kaffi
til hennar í Lækjar-
ás og hafði ég bara
gaman af því. Elsku
Kata, ég á eftir að
sakna þín og ég bið
góðan Jesú um að
passa þig.
Kveðja,
þín vinkona,
Birna Rós.