Morgunblaðið - 26.06.2015, Qupperneq 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2015
Smáauglýsingar 569
Sumarhús
Glæsilegar sumarhúsalóðir
til sölu við Ytri-Rangá í landi Leiru-
bakka. Aðeins 100 km frá Reykjavík á
góðum vegi. Kjarri vaxið land,
veðursæld, ótrúlega falleg fjallasýn.
Upplýsingar á www.fjallaland.is og í
síma 893-5046.
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Iðnaðarmenn
FASTEIGNA-
VIÐHALD
Við þjónustum þig með
lítil sem stór verk.
Tímavinna eða tilboð.
johann@jaidnadarmenn.is
S. 544-4444/777-3600
www.jáiðnaðarmenn.is
Íþróttir
Verðlaunagripir - gjafavara-
áletranir
Bikarar, verðlaunapeningar, barm-
merki, orður, póstkassaplötur, plötur
á leiði, gæludýramerki - starfsgreina-
styttur.
Fannar,
Smiðjuvegi 6, Rauð gata,
Kópavogi , sími 5516488
Til sölu
Rotþrær-vatnsgeymar-
lindarbrunnar.
Rotþrær og siturlagnir.
Heildar lausnir - réttar lausnir.
Heitir Pottar.
Lífrænar skolphreinsistöðvar.
Borgarplast.is,
Mosfellsbæ, sími 561 2211
Óska eftir
Staðgreiðum gull, demanta og úr
Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex,
Cartier, Patek Philippe o.fl.
Hringdu núna og fáðu tilboð þér að
kostnaðarlausu!
www.kaupumgull.is
Opið alla daga 11–18.
Kringlan – 3. hæð
(Hagkaupsmegin)
Upplýsingar í síma 661 7000.
Ýmislegt
Íslenskar handsmíðaðar
barnaskeiðar
Silfur táknar velsæld og góða heilsu
enda er silfur verðmætt og sótt-
hreinsandi efni. Silfurborðbúnaður,
skart og fl.
ERNA, Skipholti 3,
sími 552 0775,
www.erna.is
TILBOÐ - TILBOÐ - TILBOÐ
50% AFSLÁTTUR og jafnvel
meira
Til dæmis þessir:
Teg. 226-19 Fisléttir sumarskór úr
leðri. Stærðir: 36 - 40. Verð áður:
10.885. Tilboðsverð: 2.500.-
Teg. 202-05 Þægilegir dömuskór úr
leðri. Litir: svart /hvítt og brúnt/hvítt
Stærðir: 36 - 40. Verð áður: 16.500.-
Verð nú: 8.250.-
Teg. 327-08 Mjúkir og þægilegir
dömuskór úr leðri. Stærðir: 37 - 40.
Verð áður: 15.885. Verð nú: 7.940.-
Komdu og líttu á úrvalið
hjá okkur!
Sími 551 2070.
Opið mán.-fös. 10–18,
laugardaga 10–14.
Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf.
Sendum um allt land
www.mistyskor.is
Erum einnig á Facebook.
!!"#$
Vélar & tæki
Everet bílalyftur
Nokkrar eftir á lager, 4 t og 5 t
gólffríar, 2 pósta bílalyftur, gæðavara
á góðu verði. Sérpöntum allar gerðir
af lyftum, sprautuklefum og alls kyns
tækjum fyrir bílaverkstæði.
Vélasala Holts
www.holt1.is
S. 4356662 8956662
Hjólhýsi
Nýtt hjólhýsi á aðeins 2.490 þ.
Niewiadow hjólhýsin hafa verið
frábær og traustur ferðafélagi
Íslendinga í áratugi. Frábært verð á
nýjum hjólhýsum aðeins 2.490 þ.
Skipti möguleg. Allt að 80% lán
mögulegt. Rnr.126608. Erum með
hjólhýsin á staðnum tilbúin til
afhendingar. Til sýnis og sölu á
Bílalíf bílasölu, s. 562-1717.
Þjónustuauglýsingar 569 1100
Smiðjuvegur 11, sími 571 3770
Nú geta allir fengið
iPad-áskrift
Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/
✝ Þórsteinn Arn-ar Rúnarsson
fæddist á Akureyri
1. júní 1997. Hann
lést á heimili sínu,
Fellstúni 8 á Sauð-
árkróki, þann 13.
júní 2015. For-
eldrar Þórsteins
eru hjónin Rúnar
Pálsson, f. 7. mars
1962 og Sigurlaug
Ólöf Guðmunds-
dóttir, f. 22. júní 1964. Systkini
Þórsteins eru: Rúnar Björn Her-
rea Þorkelsson, f. 8. maí 1982,
unnusta hans er Anna Dóra
Valsdóttir, f. 21.
apríl 1979; Ágúst
Natan, f. 18. ágúst
1996 og Erla Jó-
hanna, f. 11. júní
2003. Þórsteinn ólst
upp á Sauðárkróki,
þar sem hann gekk
í leikskóla og
grunnskóla. Sl. tvö
ár var hann nemi á
starfsbraut við
Fjölbrautaskóla
Norðurlands vestra.
Útför hans fer fram frá Sauð-
árkrókskirkju í dag, 26. júní
2015, kl. 14.
Þórsteinn Arnar fæddist 1.
júní 1997 á Akureyri. Hann bjó
alla sína ævi á Sauðárkróki með
foreldrum sínum og systkinum.
Hann var nemi á starfsbraut í
Fjölbrautaskóla Norðurlands
vestra. Hann var félagslyndur og
glaðvær og alltaf stutt í brosið.
Honum fannst gaman að ýmsu,
t.d. ef eitthvað datt óvænt í gólfið
eða hann náði að sparka ein-
hverju um koll. Hann átti góða
ævi framan af, uppáháldið hans
var að fara á hestbak, í sund að
sulla og fara í bað á hverju kvöldi.
Honum fannst líka gott að borða
og var mikill matmaður. Síðustu
árin voru erfið, og reyndu mjög á
vegna mikilla veikinda sem smám
saman minnkuðu lífsgæði hans.
Þórsteinn skilur eftir sig stórt
skarð og verður sárt saknað af
fjölskyldu sinni. En við getum
huggað okkur við að nú er hann
frjáls og ekki lengur fangi í eigin
líkama. Nú getur hann hlaupið
um með englunum á himnum.
Rúnar og Sigurlaug.
Elsku Þórsteinn okkar. Nú
ertu farinn frá þessari jörð. Þú
varst alltaf svo lífsglaður og
brostir við öllum sem komu og
töluðu við þig. Við, bekkurinn,
fengum þann heiður að vera með
þér í bekk og kynnast þínum ein-
staka persónuleika. Lífsbarátta
þín var aðdáunarverð og við
lærðum mikið af þér. Síðustu ár
hafa verið erfið en við vitum að nú
getur þú skilið við hjólastólinn og
gengið um frjáls. Þótt á móti
blési var aldrei langt í brosið. Þú
hafðir svo góða nærveru og út-
geislun. Þegar við hugsum til þín
koma margar minningar upp,
eins og þegar við köstuðum til þín
bolta, þá kom mikill hlátur og
bros.
Það er skrítið að hugsa til þess
að annar bekkjarfélagi okkar sé
farinn frá okkur. Við vonum að
þið tvö sitjið hlið við hlið og hugs-
ið hvort um annað.
Guð geymi þig, elsku bekkjar-
bróðir okkar og vinur.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Fyrir hönd árgangs ’97 í Ár-
skóla,
Hekla Kolbrún
Sæmundsdóttir.
Það var glaðvær hópur ung-
menna sem fyllti árgang 1997 í Ár-
skóla. Í þeim hópi var Þórsteinn
okkar. Í upphafi var ljóst að hon-
um yrðu sköpuð önnur tækifæri í
lífinu en flestra jafnaldra hans.
Þórsteinn naut kennslu og þjálf-
unar fagfólks í skólanum og tók
framförum. Þrátt fyrir fötlun Þór-
steins fylgdi hann bekkjarfélögum
sínum þar sem hann hafði mögu-
leika á. Þórstein var auðvelt að
gleðja. Augu hans og fas sýndu oft
einlæga og fölskvalausa gleði sem
birtist til dæmis á bekkjarkvöld-
um og í skólaferðalögum. Hann
naut sannarlega samverustunda
með skólafélögum sínum. Þeir
sýndu honum væntumþykju og
virðingu og lífsbarátta hans hafði
áhrif á skoðanir þeirra og viðhorf
til lífsins.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Fyrir hönd starfsfólks Árskóla
vottum við umsjónarkennarar
Þórsteins í 10. ÓSK foreldrum,
systkinum og öðrum aðstandend-
um samúð okkar. Minning Þór-
steins er björt og falleg. Veri hann
Guði falinn.
Ólöf H. Hartmannsdóttir,
Sigurlaug Kr. Konráðsdóttir,
Kristbjörg Kemp.
Þórsteinn Arnar
Rúnarsson
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið
í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minning-
argrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóð-
ina www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum
fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta
kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja við-
hengi við síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær
sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks
hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma
fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er
til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en
ekki í minningargreinunum.
Minningargreinar