Morgunblaðið - 26.06.2015, Blaðsíða 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2015
VIÐTAL
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Við viljum vera virkur vettvangur
fyrir nýsköpun,“ segir Sigurður
Halldórsson sellóleikari um Sum-
artónleika í Skálholti sem haldnir
verða í 41. sinn dagana 28. júní til 2.
ágúst. Sigurður er fráfarandi list-
rænn stjórnandi Sumartónleika í
Skálholti eftir tíu ár, en situr nú í
nýju listrænu teymi Sumartón-
leikanna ásamt
Huga Guðmunds-
syni tónskáldi og
Elfu Rún Krist-
insdóttur fiðlu-
leikara, en kom-
andi tónleika-
sumar er það
fyrsta undir
stjórn nýja teym-
isins.
„Hollvinafélag
Sumartónleika í
Skálholti stóð fyrir málþingi í fyrra-
sumar þar sem framtíð tónlistar-
hátíðarinnar var rædd. Í framhald-
inu var ákveðið að gera ákveðnar
breytingar, s.s. að auka vægi fram-
kvæmdastjóra hátíðarinnar og koma
upp nýju listrænu teymi. Von okkar
er að hátíðin gangi í endurnýjun líf-
daga, m.a. með aukinni áherslu á
ungt tónlistarfólk,“ segir Sigurður
og tekur fram að eftir sem áður
verði ókeypis á alla viðburði Sum-
artónleikanna, þó tekið sé við frjáls-
um framlögum. „En það er gert til
þess að gera öllum kleift að kynnast
barokktónlist auk þess að festa Skál-
holt í sessi sem menningarlegan höf-
uðstað á Íslandi,“ segir Sigurður og
fagnar því hversu ötullega sr. Krist-
ján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í
Skálholti, hefur staðið við bakið á
Sumartónleikunum.
Schröder fagnar 90 ára afmæli
Hátíðin hefst sunnudaginn 28.
júní kl. 17 í Skálholtskirkju með
nokkurs konar upphitunartón-
leikum. Þar leikur Skálholts-
kvartettinn verk eftir Boccherini,
Schubert og Haydn í tilefni af 90 ára
afmæli Jaaps Schröder fiðluleikara,
en tónleikarnir eru helgaðir minn-
ingu Agnesar Schröder sem lést í
desember 2014. „Jaap Schröder hef-
ur komið til Íslands árlega síðan
1993 og komið fram árlega með
Skálholtskvartettinum allt frá stofn-
un hans 1996,“ segir Sigurður sem
leikið hefur með kvartettinum frá
stofnun.
„Með þessum tónleikum og upp-
tökum samhliða erum við að ljúka
við að taka upp öll verkin úr þessum
flokki kvartetta eftir Schubert,“ seg-
ir Sigurður og bendir á að Schröder
hafi á farsælum ferli sínum verið
mjög ötull í upptökumálum, en eftir
hann liggja a.m.k. 200 plötur. „Við
vinnum sem stendur að útgáfu á
helstu strengjakvartettum Schubert
með upprunalegum hljóðfærum hjá
bandarískri útgáfu, sem Schröder
lítur á sem lokapunktinn á sínum
ferli í þeirri vegferð að rannsaka
strengjakvartetta á upprunalegum
hljóðfærum,“ segir Sigurður og rifj-
ar upp að Schröder hafi verið braut-
ryðjandi þegar kom að því að taka
upp klassíska kvartetta með upp-
runalegum hljóðfærum.
Samstarf við Listaháskólann
Fyrstu helgina í júlí hefst dagskrá
sumarsins á samstarfsviku Sumar-
tónleika í Skálholti og Listaháskóla
Íslands. „Þá dvelja nemendur í Skál-
holti og vinna með franska barokk-
hópnum Nevermind, sem sópað hef-
ur að sér verðlaunum síðustu
misserin. Hópurinn mun bæði
standa fyrir námskeiði og sameig-
inlegum tónleikum með nemendum
úr LHÍ, sem og leika tónleika með
eigin dagskrá,“ segir Sigurður, en
laugardaginn 4. júlí kl. 15 flytja
nemendur LHÍ svítu úr óperu eftir
Elizabeth-Claude Jacquet de La Gu-
erre ásamt Nevermind, en kl. 17
verða tónleikar franska hópsins þar
sem flutt verður m.a. tónlist eftir
Telemann, Couperin og Guillemain.
Að sögn Sigurðar sér LHÍ einnig
um dagskrá sunnudagsins 5. júlí, en
kl. 14 flytur Þorgrímur Þorsteinsson
erindi byggt á BA-lokaverkefni sínu
í skapandi tónlistarmiðlun, þar sem
myndað var teymi flytjenda, tón-
skálda og framleiðenda um hljóðrit-
anir, miðlun og útgáfu á nýrri tón-
list. Í framhaldi af erindinu heldur
Kór Listaháskóla Íslands tónleika
með verkum nemenda úr skólanum
kl. 15, en stjórnendur verða auk Sig-
urðar þeir Steinar Logi Helgason og
Sigurður Árni Jónsson.
Tvö staðartónskáld
Að sögn Sigurðar verða staðar-
tónskáldin tvö þetta árið, annars
vegar Stefán Arason, sem lauk námi
í tónsmíðum við tónfræðadeild Tón-
listarskólans í Reykjavík 2001 og frá
Det Jyske Musikkonservatorium
(DJM) í Árósum árið 2004, og hins
vegar Finnur Karlsson, sem útskrif-
aðist með BA-próf af tónsmíðabraut
Listaháskóla Íslands vorið 2012 og
masterspróf í tónsmíðum frá Kon-
unglega danska konservatoríinu í
vor sem leið.
„Kammerkórinn Hljómeyki frum-
flytur nýtt verk eftir Stefán auk þess
að syngja eldri kirkjuleg kórverk
eftir hann á tónleikum laugardaginn
11. júlí og sunnudaginn 12. júlí kl. 15
báða daga, en kynning á nýja verk-
inu fer fram í Skálholtsskóla laug-
ardaginn 11. júlí kl. 14,“ segir Sig-
urður og bendir á að Finnur hafi
samið nýtt verk fyrir nýstofnaða
Barokkbandið Brák sem Elfa Rún
Kristinsdóttir leiðir.
„Bandið er skipað ungu fólki og
mun fyrst um sinn verða sett upp í
vinnustofuformi þar sem markmiðið
er að þjálfa unga hljóðfæraleikara í
upprunalegum flutningi eldri tónlist-
ar. Elfa Rún mun leiða bandið á
þessum fyrstu tónleikum hópsins.
Auk frumflutningsins flytur bandið
franska barokktónlist og fær liðs-
auka frá þeim Ellu Völu Ármanns-
dóttur og Emil Friðfinnssyni sem
munu leika á náttúruhorn,“ segir
Sigurður og tekur fram að það sé
skemmtileg áskorun fyrir ung tón-
skáld að semja fyrir barokkhljóð-
færi. Tónleikar Barokkbandsins
Brákar verða fimmtudaginn 16. júlí
kl. 20 og laugardaginn 18. júlí kl. 21,
en kynning verður á verki Finns í
Skálholtsskóla 16. júlí kl. 19.30.
Barokk í bland við nýja tónlist
„Elfa Rún kemur einnig fram á
fjölbreyttum tónleikum ásamt Elinu
Albach semballeikara fimmtudaginn
9. júlí kl. 20. Þar flétta þær saman
tónlist frá afar ólíkum tímum og
stöðum,“ segir Sigurður, en á efnis-
skránni eru verk eftir György
Ligeti, J.S. Bach, G.A.P. Mealli,
James Dillon og Sciarrino.
„Fimmtudaginn 23. júlí kl. 20 leikur
franski hópurinn Corpo di Stru-
menti fiðlusónötur eftir einn villt-
asta og áræðnasta könnuð fiðlunnar,
hinn tékknesk-austurríska Heinrich
Ignaz Franz von Biber,“ segir Sig-
urður.
„Söngtríóið White Raven mun
heimsækja Skálholt og flytja írsk og
skosk þjóðlög laugardaginn 25. júlí
kl. 17, en það er hvalreki á okkar
fjörur að fá þennan hóp hingað,“
segir Sigurður. Tríóið tekur einnig
þátt í flutningi á „Mjög hneigist þar
til mannslundin hrein“ eftir Huga
Guðmundsson með Hildigunni Ein-
arsdóttur altsöngkonu og hópi ís-
lenskra hljóðfæraleikara sama dag
kl. 15 og sunnudaginn 26. júlí á sama
tíma. Hópurinn mun einnig flytja
tónlist eftir Snorra Sigfús Birgisson
og Claudio Puntin, en sá síðast-
nefndi fjallar um tónlist sína í tónum
og tali í Skálholtsskóla laugardaginn
25. júlí kl. 14. „Verk Huga samdi
hann fyrir Sumartónleika fyrir hálf-
um öðrum áratug þegar hann var
hér staðartónskáld og afar ánægju-
legt að það fái að hljóma aftur.“
Sjónum beint að konum
Að sögn Sigurðar lýkur Sumar-
tónleikunum um verslunarmanna-
helgina með heimsókn frá Nordic
Affect og dagskrá sem byggist á
rannsóknum Höllu Steinunnar Stef-
ánsdóttur, listræns stjórnanda hóps-
ins, í Bibliothèque nationale de
France í París. „Verkefninu er ætlað
að beina sjónum að hlutverki kvenna
í sögunni, en á dagskrá verður bar-
okktónlist sem búin var til útgáfu af
fremstu nótnariturum Frakklands
og gefin út af einum helsta útgáfu-
risa Parísar um miðbik 18. aldar,“
segir Sigurður, en með hópnum
kemur fram Eyjólfur Eyjólfsson
tenór. „Það er gaman að segja frá
því að Nordic Affect þreytti frum-
raun sínar þegar hópurinn kom fram
á Sumartónleikum í Skálholti árið
2005, sem var fyrsta sumarið mitt
sem listrænn stjórnandi.“
Þess má að lokum geta að Holl-
vinir Sumartónleika í Skálholti
standa fyrir kynningu á dagskrá
sumarsins í Sölvhóli, tónleikasal
Listaháskóla Íslands við Sölvhóls-
götu, fimmtudaginn 2. júlí kl. 20.30.
Kór Listaháskóla Íslands kemur
fram og Sigurður kynnir dagskrána.
Allar nánari upplýsingar um flytj-
endur og einstaka tónleika eru á
vefnum sumartonleikar.is.
„Vettvangur fyrir nýsköpun“
Sumartónleikar í Skálholti haldnir í 41. sinn Dagskráin hefst 28. júní og stendur til 2. ágúst
Sigurður
Halldórsson
Finnur Karlsson Stefán Arason
Ljósmynd/Tim Mintiens
Barokk Franski hópurinn Nevermind hefur sópað að sér verðlaunum. Brák Elfa Rún Kristinsdóttir.
Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is
Aldrei hefur
verið
auðveldara
að heyra
Enn er bætt um betur með nýju
ReSound heyrnartækjunum
sem gefa eðlilega og
áreynslulausa heyrn.
Taktu þátt í framþróuninni og
prófaðu þessa hágæða tækni.
GOLDEN
LOBE
AWARDS
2014
ASSOCIATION OF
INDEPENDENT
HEARING HEALTHCARE
PROFESSIONALS
Most Innovative
Concept 2014
presented to:
Resound - LiNX
made for iPhone