Morgunblaðið - 26.06.2015, Síða 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2015
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúth-
ersson, sem kallar sig Himbrim,
hefur hlotið inngöngu í tveggja
vikna tónlistarakademíu í París,
Red Bull Music Academy (RBMA),
sem haldin verður í nóvember og
mun á henni njóta leiðsagnar rísandi
stjarna í tónlistarheiminum. 61 tón-
listarmaður frá 37 löndum sækir
akademíuna sem verður í lista-
miðstöðinni í La Gaîté lyrique í mið-
borg Parísar. Boðið verður upp á
smiðjur, fyrirlestra og hljóðvers-
tíma og munu tónlistarmennirnir
einnig koma fram á nokkrum af
flottustu tónleikastöðum Par-
ísarborgar.
Eins og nafnið gefur til kynna er
akademían kostuð af orkudrykkjar-
framleiðandanum Red Bull. Sem
dæmi um þá þungavigtarmenn úr
tónlistargeiranum sem taka þátt í
akademíunni má nefna upp-
tökustjórann Brian Eno sem hélt
fyrirlestur þegar akademían var í
New York árið 2013 og Erykuh
Badu sama ár.
Djass og raftónlist
Auðunn er 22 ára, hefur verið í
djassnámi í FÍH í mörg ár á gítar.
Auðunn segist vita til þess að mjög
flottir íslenskir tónlistarmenn hafi
sótt um að taka þátt í RBMA. Hann
hafi fylgst með akademíunni lengi
úr fjarlægð og sé hæstánægður með
að hafa komist í hana.
„Ég hef gert mikið af raftónlist,
sérstaklega electronica og rnb og er
að vinna að minni fyrstu plötu undir
nafninu Auður. Demóin sem ég
sendi inn af þeirri plötu eru ástæðan
fyrir því að ég komst inn í RBMA,“
segir Auðunn. Hann hafi líka sent
inn demó af óútgefnu efni sem hann
hefur gert með Emmsjé Gauta og
fleirum. „Ég hef komið fram undir
nafninu Himbrim og sett vídeó á
Tekur þátt í Red
Bull-akademíunni
Auðunn Lúthersson komst inn með
upptökuprufum af væntanlegri plötu
Tónlistarhátíðin Blue North Music
Festival á Ólafsfirði verður haldin í
dag og á morgun og sem endranær
verður blústónlist í forgrunni. Há-
tíðin er nú haldin í 16. skipti og
fjórar hljómsveitir leika á henni í
menningarhúsinu Tjarnarborg.
Tónleikar hefjast kl. 21 bæði
kvöld og fyrst á svið er BBK band,
skipað Halldóri Bragasyni sem leik-
ur á gítar og syngur, Sigurði Sig-
urðssyni sem leikur á munnhörpu
og syngur, Jóni Ólafssyni bassaleik-
ara sem syngur einnig, Tryggva
Höfner gítarleikara og Birgi Bald-
urssyni trommuleikara. Næstir á
svið verða Dagur Sig og Blúsband,
skipað söngvaranum Degi Sig, Hirti
Stephensen á gítar, trommaranum
Magnúsi Erni Magnússyni og
bassaleikaranum Steinþóri Guð-
jónssyni. Á morgun ríður á vaðið
hljómsveitin Gæðablóð en hana
skipa gítarleikararnir Eðvarð Lár-
usson og Magnús R. Einarsson,
bassaleikarinn Tómas M. Tóm-
asson, trymbillinn Jón Indriðason,
Hallgrímur Guðsteinsson á slagverk
og Kormákur Bragason sem leikur
á gítar og syngur. Síðasta hljóm-
sveit hátíðarinnar er South River
Band en í því eru Helgi Þór Inga-
son sem syngur og leikur á harm-
onikku, Mattías Stefánsson sem
leikur á fiðlu og gítar, Ólafur Bald-
vin Sigurðsson sem leikur á man-
dólín og syngur, Jón Kjartansson
sem leikur á bassa, gítar og syngur,
Grétar Ingi Grétarsson sem einnig
leikur á bassa, gítar og syngur og
gítarleikarinn og söngvarinn Kor-
mákur Bragason.
Morgunblaðið/Kristinn
Blúsmaður Halldór Bragason blúsari leikur í kvöld á Ólafsfirði með BBK
bandi. Hér sést hann með pappalíkneski af Muddy heitnum Waters.
Blue North Music Festi-
val hefst á Ólafsfirði
Brothers, stutt-
mynd Þórðar
Pálssonar sem
jafnframt var út-
skriftarmynd
hans í meist-
aranámi í kvik-
myndagerð við
The National
Film and Tele-
vision School í
Bretlandi, hlaut
sunnudaginn sl. sérstaka við-
urkenningu dómnefndar, Special
Mention, á stuttmyndahátíðinni
Palm Springs Shortfest í Kali-
forníu, að því er fram kemur á vefn-
um Klapptré.
Hlaut viðurkenn-
ingu í Kaliforníu
Þórður
Pálsson
Ólafur Darri
Ólafsson leikari
mun sitja í aðal-
dómnefnd kvik-
myndahátíð-
arinnar Karlovy
Vary í Tékklandi
sem haldin verð-
ur 3.-11. júlí nk.,
að því er fram
kemur á vef há-
tíðarinnar.
Ólafur Darri var árið 2013 valinn
besti leikarinn á hátíðinni fyrir leik
sinn í kvikmyndinni XL í leikstjórn
Marteins Þórssonar. Kjartan
Sveinsson tónlistarmaður sat í að-
aldómnefnd hátíðarinnar í fyrra.
Ólafur Darri í dóm-
nefnd Karlovy Vary
Ólafur Darri
Ólafsson
Entourage 12
Kvikmyndastjarnan Vincent
Chase er snúin aftur ásamt
Eric, Turtle, Johnny og fram-
leiðandanum Ari Gold.
Metacritic 38/100
IMDB 7,5/10
Sambíóin Álfabakka 15.20,
17.40, 20.00, 20.00, 22.30,
22.30, 22.40
Sambíóin Egilshöll 17.40,
20.00, 22.20
Sambíóin Kringlunni
20.00, 22.20
Sambíóin Akureyri 20.00,
22.30
Sambíóin Keflavík 20.00
She’s Funny
That Way 12
Gleðikonuna Isabellu (Imo-
gen Poots) dreymir um að
gerast leikkona á Broadway.
Metacritic 54/100
IMDB 6,3/10
Laugarásbíó 20.00
Smárabíó 22.40
Jurassic World 12
Á eyjunni Isla Nublar hefur
nú verið opnaður nýr garður,
Jurassic World..
Metacritic 59/100
IMDB 7,6/10
Laugarásbíó 20.00, 22.35
Sambíóin Álfabakka 17.20,
17.20, 20.00, 22.40
Sambíóin Egilshöll 17.20,
20.00, 22.35
Sambíóin Keflavík 22.20
Smárabíó 20.00, 22.10
Háskólabíó 21.00
Borgarbíó Akureyri 20.00,
22.20
Tomorrowland 12
Metacritic 60/100
IMDB 6,9/10
Sambíóin Álfabakka 17.20,
20.00
Sambíóin Akureyri 17.30
Spy 12
Susan Cooper í greiningar-
deild CIA er í rauninni hug-
myndasmiður hættulegustu
verkefna stofnunarinnar.
Morgunblaðið bbbmn
Metacritic 84/100
IMDB 7,4/10
Laugarásbíó 22.00
Smárabíó 17.30, 20.00,
22.30
Mad Max:
Fury Road 16
Eftir að heimurinn hefur
gengið í gegnum mikla eyði-
leggingu er hið mannlega
ekki lengur mannlegt. Í
þessu umhverfi býr Max, fá-
máll og fáskiptinn bardaga-
maður.
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 88/100
IMDB 9,3/10
Sambíóin Álfabakka 20.00,
22.40
Sambíóin Akureyri 22.30
San Andreas 12
Jarðskjálfti ríður yfir Kali-
forníu og þarf þyrluflug-
maðurinn Ray að bjarga
dóttur sinni.
Metacritic 43/100
IMDB 6,7/10
Sambíóin Álfabakka 20.00,
22.30
Sambíóin Egilshöll 22.10
Sambíóin Kringlunni 22.10
Sambíóin Akureyri 20.00
Hrútar 12
Bræðurnir Gummi og Kiddi
hafa ekki talast við áratug-
um saman.
Morgunblaðið bbbbm
Metacritic 83/100
IMDB 8,2/10
Laugarásbíó 16.00, 18.00
Smárabíó 15.30
Háskólabíó 17.30, 20.00,
22.10
Borgarbíó Akureyri 17.50
Bakk Tveir æskuvinir ákveða að
bakka hringinn í kringum Ís-
land til styrktar langveikum
börnum. Bönnuð yngri en
sjö ára.
Morgunblaðið bbbbn
Háskólabíó 18.00
Bíó Paradís 20.00
Loksins heim Metacritic 48/100
IMDB 6,7/10
Sambíóin Keflavík 17.50
Fúsi
Bíó Paradís 18.00
1001 Grams
Bíó Paradís 20.00, 22.00
Leviathan
Bíó Paradís 17.00
Human Capital
Bíó Paradís 18.00
The Arctic Fox-
Still Surviving
Bíó Paradís 20.00, 21.00
Blind
Bíó Paradís 22.00
París norðursins
Bíó Paradís 22.00
Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is
Kvikmyndir
bíóhúsanna
Kjaftfori og hressi bangsinn Ted er snúinn
aftur. Nú er hann nýbúinn að kvænast
kærustu sinni Tammy-Lynn og gengur
með þann draum að verða faðir.
Laugarásbíó 17.00, 19.30, 22.00
Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.30
Sambíóin Kringlunni 17.30, 20.00, 22.30
Sambíóin Keflavík 20.00, 22.30
Smárabíó 17.15, 17.15, 20.00, 20.00, 22.30, 22.30
Háskólabíó 18.00, 21.00
Borgarbíó Akureyri 17.50, 20.00, 22.20
Ted 2 12
Tómas er ungur maður sem
ákveður að elta ástina sína
vestur á firði. Hann leggur
framtíðarplön sín á hilluna og
ræður sig í sumarvinnu hjá
Golfklúbbi Bolungarvíkur.
Morgunblaðið bbbmn
Smárabíó 17.45, 20.00
Háskólabíó 17.30, 20.00, 22.15
Albatross 10
Eftir að ung stúlka flytur á nýtt heimili fara tilfinningar hennar í
óreiðu þegar þær keppast um að stjórna huga hennar.
Metacritic 91/100
IMDB 9,0/10
Laugarásbíó 17.00
Sambíóin Álfabakka 15.40,
15.40, 17.50, 17.50
Sambíóin Egilshöll 17.40,
20.00
Sambíóin Kringlunni 17.50,
17.50, 20.00
Sambíóin Akureyri 17.45
Sambíóin Keflavík 17.50
Smárabíó 15.20, 15.30, 17.45
Inside Out