Morgunblaðið - 26.06.2015, Síða 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JÚNÍ 2015
netið,“ segir Auðunn og hvetur les-
endur til að horfa á myndand Him-
brim við lagið „Running in Circles“.
Verður rosaleg
„Platan sem ég er að fara að gefa
út undir nafninu Auður mun heita
al.one og ég get ekki beðið eftir því
að dæla út þessu efni. Ég hef verið
að sýna fólki demó og ég finn fyrir
mjög miklum meðbyr. Þessi plata
verður rosaleg!“ segir Auðunn.
Frekari upplýsingar um RBMA
má finna á vef akademíunnar: red-
bullmusicacademy.com .
helgisnaer@mbl.is
Heiður Auðunn Lúthersson tónlistarmaður hlaut inngöngu í hina eftirsóttu
tónlistarakademíu Red Bull sem verður haldin í París í nóvember.
Bandaríska Guggenheim-safnið
kynnti í vikunni verðlaunateikningar
ungra hjóna, sem reka fransk-
japönsku arkitektastofuna Moreau
Kusunoki Architects, að nýju útibúi
safnsins í Helsinki. Þegar starfrækir
Guggenheim útibú í Feneyjum, í
Bilbao á Spáni og innan skamms
verður það þriðja opnað í Abu
Dhabi. Samkvæmt frétt The New
York Times færist safnið með kynn-
ingunni nær því að hrinda fram-
kvæmdum við safn í Helsinki af stað
en ásteytingarsteinar eru þó margir.
Alls óvíst er hvort borgaryfirvöld
samþykki teikningarnar að safninu,
sem stjórnendur þess vilja að rísi við
suðurhöfnina í Helsinki, og þá er
tekist á um kostnaðinn, 147 milljónir
dala.
Verðlaunateikningarnar voru
valdar úr 1.715 tillögum sem voru
sendar inn undir dulnefni. Dökkt
timbur og gler eru áberandi í útliti
samtengdra safnabygginganna, sýn-
ingarskála sem tengdir eru saman
með yfirbyggðri götu sem turn rís
upp úr svo minnir á vita.
Tekist á um kostnaðinn
Skoðanakönnun sem gerð var árið
2011 leiddi í ljós að meirihluti borg-
arbúa var á móti safninu og þá taldi
meirihluti listamanna að útibú frá
Guggenheim myndi skyggja á lista-
safn Helsinkiborgar, þar sem
áherslan er lögð á list Finna og ná-
grannalandanna. Þeir sögðu Gugg-
enheim einkum sýna listamenn sem
kunnir eru á hinu alþjóðlega sviði en
lítið list heimamanna.
Átökin um Guggenheim-safnið
hafa þó einkum snúist um peninga.
Borgarstjórinn og atvinnurekendur
í Helsinki eru hrifnir af hugmynd-
inni og telja víst að þetta fræga safn
hefði góð efnahagsleg áhrif; sam-
kvæmt skýrslu sem gerð hefur verið
kann safnið að skapa um 500 störf og
800 til meðan á byggingunni stend-
ur. Andstæðingarnir spyrja á móti
hvort byggingarkostnaðurinn, 147
milljónir dala eða þeir 20 milljarðar
króna, sem ætlast er til að hið opin-
bera í Finnlandi greiði, sé ekki allt of
hár. Forstöðumaður Guggenheim-
safnsins, Richard Armstrong, segir
þó í samtali að hann telji að safninu
muni að lokum verða vel tekið enda
muni borgin njóta aukins ferða-
mannastraums og fjárfestinga, eins
og raun varð á í Bilbao.
Heimamenn sem rætt er við í
New York Times telja verðlauna-
tillöguna sýna byggingar sem væru
of frekar í miðborg Helsinki; finnsk-
ur arkitekt segir svartan viðinn í
andstöðu við bjarta ímynd helstu
kennileita borgarinnar. Borgar-
yfirvöld í Helsinki hafa ákveðið að
skoða kostnaðaráætlun verkefnisins
betur, áður en ákvörðun verður tek-
in um þátttöku. efi@mbl.is
Safnadeilur í Helsinki
Guggenheimsafnið hefur kynnt verðlaunateikningar að
útibúi safnsins í Helsinki Mótstaða meðal heimamanna
AFP – Lehtikuva / Heikki Saukkomaa
Vinningstillagan Arkitektarnir Moreau og Kusunoki við módel af verð-
launatillögu þeirra að nýju útibúi Guggenheim-safnsins í Helsinki.
Sýning finnska myndlistarmanns-
ins Tuomas A. Laitinen, Al Dente,
verður opnuð í dag, föstudag,
klukkan 17 í Gallerí Skilti, Duggu-
vogi 3 í Reykjavík. Laitinen, sem
verður viðstadur opnunina, hlaut í
fyrra verðlaun finnsku myndlist-
arakademíunnar sem veitt eru ann-
að hvert ár til sérlega áhugaverðs
ungs finnsks myndlistarmanns.
Um verkið á Skiltinu segir Lait-
inen það vera framhald og nokkurs
konar viðbót við rannsóknir sínar í
Kína, þar sem hann hefur unnið að
ýmsum verkefnum síðan árið 2005.
Það sé endurgerð raunverulegs
auglýsingaskiltis á matsölustað við
húsasund í miðborg Peking, þar
sem síaukið upplýsingaflæði setur
mark á umhverfið, meðal annars
fyrir tilstilli „Google translate“.
Laitinen vinnur verk í hinum
ýmsu miðlum, einkum myndbands-
verk og innsetningar, og hefur
hann undanfarið starfað í Banda-
ríkjunum, Þýskalandi, Kína og Eist-
landi.
Finnski listamaðurinn Tuomas A.
Laitinen opnar sýningu í Gallerí Skilti
Meðalharka Hluti myndverks Laitinen.
Vorhefti Sögu 2015, tímarits Sögu-
félags, er komið út. Þar heldur um-
ræðan um söguna af morðinu á
Natani Ketilssyni áfram í við-
brögðum Vilhelms Vilhelmssonar
við skrifum Eggerts Þórs Bern-
harðssonar og Helgu Kress um það
efni. Í grein eftir Steinunni Krist-
jánsdóttur er fjallað um einsetu-
lifnað sem undankomuleið frá
hjónabandi á miðöldum. Þá skrifar
Gunnar Óskarsson arkitekt um
Verkamannabústaðina við Hring-
braut og hönnun þeirra í samhengi
evrópskrar
byggingarsögu.
Viðhorfsgrein
Sögu er eftir
Erlu Huldu Hall-
dórsdóttur og
fjallar um stöðu
fræðimannsins í
ævisögulegum
verkum, birtar
eru andmæla-
ræður við dokt-
orsvörn Sumarliða Ísleifssonar og
þá er fjöldi ritdóma í heftinu.
Umræða um morð, einsetulifnaður,
byggingarsaga og fleira í Sögu
Erla Hulda
Halldórsdóttir
Vefverslunin Amazon mun 1. júlí
nk. taka upp nýtt fyrirkomulag á
greiðslu höfundarlauna til rithöf-
unda sem gefa sjálfir út rafbækur
fyrir Kindle-lestölvur og greiða
þeim fyrir lesnar síður í stað þess
að greiða fyrir fjölda keyptra nið-
urhala af bókum þeirra. Höfund-
arnir fá því lítið fyrir sinn snúð ef
lesendur hætta að lesa bókina eftir
nokkrar síður, eins og gefur að
skilja. Í frétt Independent segir að
fyrirætlanir Amazon leggist afar
illa í marga rithöfunda sem telji
þetta fyrirkomulag eiga eftir að
skaða rafræna bókaútgáfu. Þá hafi
menn einnig áhyggjur af því hversu
miklar upplýsingar Amazon geti
sótt í tölvur viðskiptavina sinna.
Hið nýja fyrirkomulag mun í
fyrstu aðeins eiga við þær bækur
sem höfundar gefa sjálfir út í gegn-
um þjónustuna Kindle Direct Pu-
blishing Select en með henni geta
lesendur fengið lánaðar bækur úr
bókasafni Kindle á Amazon.
Amazon greiðir
fyrir lesnar síður
Morgunblaðið/Sigurgeir
Kindle Lestölva Amazon vefversl-
unarinnar eins og hún leit út 2012.
Ódýrt í bíó
TILBOÐ Á FYRSTU SÝNINGAR DAGSINS
SÝND KL. 5
SÝND KL. 5
Miðasala og nánari upplýsingar
ÍSL TAL
ÍSLENSKT TAL
Sími: 553-2075
www.laugarasbio.is
SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á
LAUGARASBIO.IS, MIDI.IS
EINNIG Á SÍÐUNNI HÉR TIL VINSTRI
- bara lúxus