Fréttablaðið - 11.11.2015, Side 12
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis
á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871
fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is
menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
Halldór
Fanney Birna
Jónsdóttir
fanney@frettabladid.is
Samkvæmt
lögum á að
taka mið af
launaþróun,
þegar lífeyrir
aldraðra og
öryrkja er
ákveðinn.
Miklar launahækkanir hafa átt sér stað á þessu ári, meiri en um langt skeið. Ríkið reið á vaðið með því að gera háa samninga við framhaldsskólakennara og
lækna. Samið var við framhaldsskólakennara um 44% kaup-
hækkun á þremur árum, að meðtalinni viðbótarhækkun, sem
fékkst vegna úrskurðar gerðardóms í máli BHM. Og samið var
við lækna um 25 til 40 prósenta launahækkun á þremur árum.
Með þessum samningum ríkisins var stefnan mörkuð og í
kjölfarið fylgdu margir háir samningar. Verkafólk var orðið
langþreytt á að bíða eftir kjarabótum og það var viðurkennt
í þjóðfélaginu, að ekki væri unnt að lifa af lægstu launum
verkamanna. Fyrsta maí síðastliðinn sömdu Flóabandalagið,
Starfsgreinasambandið og VR um 14,5 prósenta hækkun á
lágmarkslaunum (lágmarkstekjutryggingu) strax og að launin
skyldu hækka í 300 þúsund krónur á þremur árum. Það er
40 prósent hækkun lágmarkslauna, úr 214 þúsund krónum
á mánuði í 300 þúsund á mánuði. Á eftir fylgdu fjölmargir
kjarasamningar og flestir í hærri kantinum. Nú síðast sömdu
sjúkraliðar, lögreglumenn og SFR við ríkið og fengu 30 til 32
prósenta launahækkun á fjórum árum. Einnig var samið um
að gera tilraun með styttingu vinnutíma, 36 stunda vinnu-
viku, án kjaraskerðingar. Athuga á hvort afköst aukast við
styttingu vinnutíma.
Launaþróun liggur ljós fyrir
Samkvæmt lögum á að taka mið af launaþróun, þegar líf-
eyrir aldraðra og öryrkja er ákveðinn. Á þessu ári hefur launa-
þróun legið ljós fyrir og einnig hækkun lágmarkslauna. Ei að
síður miðaði fjármálaráðuneytið við ÁÆTLUN um hækkun
launavísitölu, þegar fjallað var um hækkun lífeyris aldraðra
og öryrkja. Þessi áætlun var miklu lægri en raunhækkanir
kjarasamninga 1. maí. Kjarasamningar lágu það snemma
fyrir, að ekki þurfti að byggja á áætlunum. Með því að margir
nýir kjarasamningar hafa bæst við síðan fjármálaráðuneytið
gerði tillögu um hækkun lífeyris verður að treysta því, að til-
lögurnar verði endurskoðaðar og lífeyrir hækkaður til sam-
ræmis við raunverulega launaþróun ársins. Einnig tel ég koma
til greina að miða við hækkun lágmarkslauna (lágmarkstekju-
tryggingar). Hækkun lífeyris á að mínu mati að gilda frá 1. maí
sl. samanber t.d. síðustu kjarasamninga við SFR ,sjúkraliða og
lögreglumenn, sem gilda frá 1. maí 2015.
Endurskoða verður lífeyri
Björgvin
Guðmundsson
formaður kjara-
nefndar
Félags eldri
borgara í Reykja-
vík og nágrenni
Andlitskrem
fyrir þurra húð
Fæst í apótekum
· Engir parabenar
· Engin ilmefni
· Engin litarefni
Allt upp undir fimm til sex fangar á hverjum tíma eiga við einhver vandamál að stríða, til dæmis þroskaskerðingu. Þetta kom fram í máli Páls Winkel fangelsismálastjóra í föstu-dagsviðtalinu í síðustu viku.
Mál þroskahamlaðs hollensks manns sem situr í
gæsluvarðhaldi, grunaður um stórfellt fíkniefnasmygl,
hefur verið til umræðu undanfarið. Maðurinn hefur
verið í einangrun og gæsluvarðhaldi frá 28. september.
Að sögn móður mannsins skilur hann ekki aðstæður
sökum fötlunar sinnar. Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar
2 í fyrradag sagði móðirin að þótt fjölskyldan vilji ekki
firra hann ábyrgð sé honum ekki fullkomlega ljóst fyrir
hvað hann sé ákærður.
Páll segir að menn sem glíma við andleg veikindi eða
fötlun eigi ekki að vera í fangelsi. Dæmi séu um að menn
fari í geðrof í fangavistinni en sjaldgæft sé að fangar fái
inni á geðdeild. „Enda er geðdeild að taka við alls konar
fólki – allt frá ungu fólki sem líður illa yfir í gamalt fólk
sem er þunglynt og allt þar á milli.
Ég hef fullan skilning á því að kolbrjálaður fangi, svo
maður tali íslensku, passi ekki alveg inn,“ segir Páll.
Vöntun er á lokaðri deild þar sem öryggisskilyrði eru
uppfyllt. Umboðsmaður Alþingis hefur vakið athygli
á þessari aðstöðu, og segir hana mögulega brjóta bæði
gegn stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu,
sé geðveikum eða fötluðum mönnum ekki tryggð við-
eigandi læknisþjónusta. Pyntinganefnd Evrópuráðsins
hefur tekið í sama streng og bent á bága geðheilbrigðis-
þjónustu fyrir fanga hér á landi. Ekkert hefur þó breyst.
Páll segir málið snúast um pólitískan vilja. Svona
úrræði kostar jú peninga. Nú er yfirstandandi bygging
nýs fangelsis við Hólmsheiði – hins fyrsta sem hannað
er frá grunni sem fangelsi síðan 1871 á Íslandi. Áætlað
er að fangelsið verði tilbúið til notkunar um páskana.
Þar með batnar til muna fangelsisaðstaða fyrir konur,
gæsluvarðhalds- og einangrunarvistarfanga.
En byggingin leysir á engan hátt vanda þeirra fanga
sem eiga við andleg vandamál að stríða. Það gengur ekki
upp að fársjúkum eða fötluðum mönnum sé ekki veitt
þjónusta við hæfi. Menn sem sitja af sér refsivist í fang-
elsi eiga alveg nógu erfitt meðan á dvöl þeirra stendur
þótt mannréttindi þeirra séu ekki brotin samhliða.
Í mars sagði Ólöf Nordal innanríkisráðherra á Alþingi
að til greina kæmi að vista þessa fanga á Hólmsheiði en
einnig sé til umræðu að útbúa aðstöðu fyrir þá á Litla-
Hrauni á sérstakri sjúkradeild. Þetta verði ákveðið þegar
í ljós komi hvernig skipulagsmálum verður háttað eftir
að fangelsið á Hólmsheiði verður tekið í gagnið.
Skýrsla umboðsmanns kom út árið 2013. Ábendingar
Pyntinganefndar Evrópuráðsins komu einnig út árið
2013. Ekkert hefur gerst síðan, þrátt fyrir að þá hafi
löngu legið fyrir að aðstaðan fyrir þessa fanga væri
óviðunandi. Fyrir liggur, samkvæmt þessum svörum
ráðherra, að engin lausn er í sjónmáli fyrr en í það
minnsta eftir páska og líklegt að þegar skipulag fang-
elsismálanna skýrist með nýju fangelsi þurfi nokkurn
tíma til að koma deildum og úrræðum á legg.
Á meðan situr hollenski fanginn inni og skilur ekki af
hverju.
Biluð fangelsi
Menn sem
sitja af sér
refsivist í
fangelsum
eiga alveg
nógu erfitt
meðan á dvöl
þeirra stend-
ur þótt
mannréttindi
þeirra séu
ekki brotin
samhliða.
Frá degi til dags
Þingmenn í verkfall
Þingmenn stjórnarandstöðunnar
gagnrýndu seinagang ríkisstjórn-
arinnar harðlega á þingi í gær.
Nokkrir stjórnarliðar tóku undir
gagnrýni stjórnarandstöðunnar.
Unnur Brá Konráðsdóttir benti
á að nefndin hefði ekkert haft að
gera þetta haustið og aðeins eitt
mál komið á borð nefndarinnar.
Birgitta Jónsdóttir stakk upp á að
þingmenn færu í verkfall vegna
sinnuleysis ríkisstjórnarinnar.
Yrði það til að kóróna stjórnartíð
þessarar ríkisstjórnar, sem ein-
kennst hefur af átökum á vinnu-
markaði, að á endanum yrðu það
þingmennirnir sjálfir sem legðu
niður störf.
Enn af Vaðlaheiðargöngum
Stjórnarmaður Vaðlaheiðar-
ganga segir líklegt að veggjöld
standi ekki undir kostnaði við
gerð ganganna líkt og lofað var.
Þetta kemur fram í frétt RÚV.
Farið var í framkvæmdina með
því skilyrði að hún yrði að
fullu greidd af notendum. Verði
það raunin að allir skattgreið-
endur borgi brúsann á endanum
hlýtur einhver að bera ábyrgð
á því. Mikilvægi og ávinningur
samgöngubótarinnar fyrir íbúa
skiptir engu í þessu samhengi.
Það sem skiptir höfuðmáli er að
skattgreiðendum var lofað að
þeir þyrftu ekki að greiða krónu
úr sameiginlegum sjóðum fyrir
framkvæmdina. Svikið loforð er
ekki léttvæg neðanmálsgrein.
sveinn@frettabladid.is
1 1 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 m I Ð v I K U D A G U r12 s K o Ð U n ∙ F r É T T A b L A Ð I Ð
SKOÐUN
1
2
-1
1
-2
0
1
5
1
5
:5
4
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
E
D
-E
4
5
4
1
6
E
D
-E
3
1
8
1
6
E
D
-E
1
D
C
1
6
E
D
-E
0
A
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
4
8
s
_
1
0
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K