Fréttablaðið - 11.11.2015, Side 30
ykkur síðan af hverju Donald Trump
gangi svona vel í skoðanakönnunum
í Bandaríkjunum, og að Syriza hafi
stjórnað Grikklandi í hálft ár og muni
líklega halda áfram að stjórna landinu
um einhvern tíma.
Það sem við sjáum er stjórnmál í
stíl fjórða áratugarins. Þetta er pólitík
fasista og kommúnista. Öfgarnar eru
kannski miklu minni, en munið að
svona hlutir gerast ekki á einni nóttu.
Þetta er hægfara ferli þar sem menn í
nasistabúningum fara í jakkaföt – eins
og Svíþjóðardemókratarnir gera í Sví-
þjóð. Eða klæðast enn einkennisbún-
ingum eins og Jobbik í Ungverjalandi.
Þetta endurspeglar þá staðreynd
að við erum nú komin átta ár inn í
efnahagskreppu – sem ég tel aðal-
lega afleiðingu misheppnaðrar pen-
ingamálastefnu – eins og var tilfellið
á fjórða áratugnum. Hefðbundnum
lýðræðislegum stjórnmálamönnum
mistókst að koma okkur út úr þessari
kreppu. Reyndar gerðu þeir illt verra
og þess vegna er fólk, sem annars hefði
aldrei kosið Corbyn, Trump, Jobbik
eða Syriza, nú reiðubúið að hlusta á þá.
Og þar sem hefðbundin lýðræðisleg
stjórnmál eru nú orðin veikari í Banda-
ríkjunum og Evrópu eru nú menn
með einræðistilburði, eins og Pútín,
Erdogan, Orban og Assad, í auknum
mæli farnir að stjórna umræðunni í
Evrópu og heiminum.
Við erum kannski á leið út úr krepp-
unni efnahagslega, bæði í Bandaríkj-
unum og Evrópu, en munið að það var
líka tilfellið 1936. Bandaríkin höfðu
gefið gullfótinn upp á bátinn eins
og mörg Evrópuríki, en efnahagslegi
viðsnúningurinn kom of seint til að
breyta hinum pólitísku viðhorfum.
Afleiðingarnar voru hörmulegar.
Og nú þegar andúð á innflytjendum
eykst bæði í Evrópu og Bandaríkj-
unum höfum við ástæðu til að óttast
hið versta.
Það er því miður margt líkt með
Samdrættinum mikla og Kreppunni
miklu. Það á einnig við um stjórnmál
og alþjóðasamskipti þessara tíma:
Lýðskrum, ofstæki, útlendingahatur,
verndarstefna og stríð.
Það sem við þurfum í staðinn er
boðskapur vonar og bjartsýni. Það
er kominn tími á gagnbyltingu gegn
pólitík ótta og haturs. Það er kom-
inn tími til að frjálslyndir vinstri- og
hægrimenn tali opinskátt gegn þeim
sem vilja loka landamærum fyrir
vörum, fjármagni og fólki. Ef við mót-
mælum ekki rasisma og verndarstefnu
Donalds Trump og efnahagslegum
hugarórum Jeremys Corbyn munum
við tapa frelsi okkar.
Gæta ítrustu varkárni á Filippseyjum
Lögreglumenn á Filippseyjum kanna persónueinkenni verkamanna á götu sem liggur að svæðinu þar sem fulltrúar Efnahagsráðs Asíu- og Kyrra-
hafsríkjanna hittast í vikunni. Fundurinn hefst á morgun og nær hámarki dagana 18.-19. nóvember. Fréttablaðið/EPa
Lars Christensen
alþjóðahagfræðingur
Það er því miður
margt líkt með
Samdrættinum mikla og
Kreppunni miklu. Það á
einnig við um stjórnmál og
alþjóðasamskipti
Halldór
Halldórsson
oddviti Sjálfstæðis-
flokksins í borgar-
stjórn
Sveitastjórnarmál
Slæmur rekstur
eykur byrðar
unga fólksins
Ef borgin væri fyrirtæki í þeirri
stöðu sem útkomuspá fyrir árið
2015 og fjárhagsáætlun ársins
2016 lýsa við fyrri umræðu væri
hluthafafundur boðaður í skyndi
og skipt um stjórnendur. Borgar-
búar gera að sjálfsögðu kröfu um
að skattgreiðslur þeirra dugi fyrir
rekstri. Annars aukast skuldir og
vandanum er velt alveg sérstak-
lega yfir á herðar unga fólksins.
Hvað er svona alvarlegt? Jú,
útkomuspá fyrir A-hluta reiknar
með 13,4 milljarða halla árið
2015. Þarna vega lífeyrisskuld-
bindingar þungt en þær þarf
að borga og þegar við skoðum
reksturinn án gjaldfærslu lífeyris-
skuldbindinga er niðurstaðan
slæm. Þetta sést vel með því að
skoða hverju reksturinn skilar í
hreinum peningum. Fjármála-
skrifstofa borgarinnar segir að
það þurfi að lágmarki að vera 9%
af tekjum. Niðurstaðan fyrir árið
2015 stefnir í 5%. Þarna vantar því
fjóra milljarða króna til að standa
undir lágmarkskröfu um 9%. Það
gera 11 milljónir kr. á dag eða
fjórar Parísarferðir daglega fyrir
12 fulltrúa borgarinnar svo nýlegt
dæmi sé tekið. Mismunurinn er
fjármagnaður með lántöku enda
hækka skuldir A-hluta um 30% á
tveimur árum. Þetta bætist við að
núverandi meirihluti og meiri-
hluti Jóns Gnarr og Dags B. rak
borgina með halla frá árinu 2010
að einu ári undanskildu. Þetta
er ekkert einsdæmi þó tölurnar
séu hærri en undanfarin ár vegna
hærri lífeyrisskuldbindinga en
árin á undan.
Fjárhagsáætlun ársins 2016
reiknar með hálfs milljarðs kr.
afgangi A-hluta. En þar er reiknað
með fjárfestingatekjum að upp-
hæð 7,6 milljarðar kr. Það er mikil
óvissa í áætluninni og mikill veik-
leiki að skatttekjur skuli ekki duga
fyrir rekstrinum.
Samt aukast skatttekjur A-hluta
um 10% frá útkomuspá til áætl-
unar 2016 og tekjur af fasteigna-
sköttum um 11%.
Höfum í huga að 2,3 millj-
arðar kr. eru óútfærð hagræðing
í fjárhagsáætlun. 1,8 milljarðar
í rekstrarhagræðingu, lækkun
útgjalda og 500 m.kr. í eignasölu
eða hækkun tekna. Niðurstöðu-
tölur eru þar af leiðandi 2,3 millj-
örðum hagstæðari en ella ef þetta
tekst ekki hjá meirihlutanum.
Reykjavíkurborg er með útsvar-
ið í hæstu löglegu hæðum þannig
að skattar verða ekki hækkaðir.
Þar liggur eina vörn skattgreið-
enda sem hljóta að gera þá kröfu
að meirihlutinn í Reykjavík taki
á rekstrinum svo tekjur dugi fyrir
útgjöldum.
Þegar ég sé það sem er sagt um nýjan
leiðtoga Verkamannaflokksins í Bret-
landi, Jeremy Corbyn, er ég hræddur
um að við vanmetum breytingarnar á
vilja kjósenda í Evrópu.
Sagt er að Corbyn muni valda því
að Verkamannaflokkurinn falli saman
innan frá. Það má vel vera, en spyrjið
ykkur að því hvers vegna hann var
kosinn til að byrja með. Og spyrjið
Viðvörun úr fortíðinni:
Pólitík haturs og lýðskrums
Í gær var kjörin ný stjórn VÍS, sem er
athyglisvert í ljósi þess að í félaginu
sat rétt kjörin og ályktunarhæf stjórn
með umboð fram að næsta aðal-
fundi.
Slík breyting á umboði ályktunar-
hæfrar stjórnar getur farið fram með
tvennum hætti.
Annars vegar getur hluthafi
óskað eftir hluthafafundi. Samhliða
þarf hann þá að leggja fram tillögu
um afturköllun umboðs sitjandi
stjórnar – sem síðan þarf að hljóta
samþykki meirihluta hluthafa á
komandi hluthafafundi. Hluthafa
dugar því ekki réttur til að boða
hluthafafund til að krefjast stjórnar-
kjörs, jafnvel þótt stjórn samþykki
það. Slík breyting verður ekki gerð
nema öllum hluthöfum bjóðist þátt-
taka í umræðu og atkvæðagreiðslu
um afturköllun umboðs sitjandi
stjórnar. Meirihluti hluthafa aftur-
kallar því einn fyrri ákvörðun hlut-
hafafundar en ekki stjórn.
Hins vegar geta einn eða fleiri
stjórnarmenn skilað umboði sínu
þannig að stjórn missir ályktunarhæfi
sitt. Ákvörðun um að skila umboði,
eða fyrirætlanir um slíkt, er þá til-
kynnt hluthöfum og sitjandi stjórn ber
ábyrgð á störfum sínum þar til boðað
er til hluthafafundar og ný stjórn er
kjörin.
Í tilviki VÍS hefur meirihluti hluthafa
hvorki ályktað á hluthafafundi að víkja
stjórn frá – né heldur tilkynnti stjórn
um afsögn þegar boðað var til fundar.
Dagskrártillagan var því haldlaus
frá birtingu hennar 14. október og
allt þar til í ljós kom síðastliðinn
föstudag að tveir stjórnarmenn
hygðust skila umboði sínu. Orða-
lag tilkynningar frá 2. nóvember
um að „Stjórn VÍS hefur ákveðið að
stjórnarkjör skuli fara fram á hlut-
hafafundinum“ breytir heldur engu.
Hluthafar ákveða stjórnarkjör en
ekki stjórn – nema stjórn hafi misst
ályktunarhæfi sitt og stjórnarkjör
reynist nauðsynlegt. Ályktunar-
hæfi sitt missti stjórn fyrst, opinber-
lega í það minnsta, þegar framboð
til stjórnar voru birt sl. föstudag,
rúmum þremur vikum eftir boðun
fundarins.
Stjórnarmenn hefðu betur upp-
lýst um fyrirætlanir um meðferð á
umboðum sínum um leið og sam-
þykkt var að auglýsa hluthafafund-
inn. Lögmæti fundarins hefði legið
fyrir í þrjár vikur en ekki þrjá daga
og stjórn hefði veitt hluthöfum
umhugsunarfrestinn og upplýsing-
arnar í stað þess að halda þeim hjá
sér. Þannig hefði jafnræðis hluthafa,
upplýsingaskyldu til markaðarins og
góðra stjórnarhátta verið best gætt.
Ákveður stjórn að ný stjórn skuli kosin?
Hin hliðin
Helga Hlín
Hákonardóttir
hdl. og stjórnarmaður
í atvinnulífinu
1 1 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 m I Ð v I K U D A G U r10 marKaðurinn
1
2
-1
1
-2
0
1
5
1
5
:5
4
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
6
E
E
-D
6
4
4
1
6
E
E
-D
5
0
8
1
6
E
E
-D
3
C
C
1
6
E
E
-D
2
9
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
8
s
_
1
0
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K