Fréttablaðið - 11.11.2015, Síða 34

Fréttablaðið - 11.11.2015, Síða 34
Elsku eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Bára Sigurbergsdóttir lést á Landspítalanum 6. nóvember. Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 16. nóvember kl. 13. Ragnar Leví Jónsson Ingibergur Helgason Gitte Bruhn Carstens Sóley Ragnarsdóttir Bogey Ragnarsdóttir Sipho Mbatha Bára Björk, Óðinn, Sif, Ragnar Leví, Alda Líf, Mbali, Zandile, Júlíana, Hólmfríður og Brynhildur. Þökkum innilega fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, fósturföður, tengdaföður, afa og langafa, Baldurs Jónassonar Dvergabakka 16, áður bónda að Klungurbrekku, Skógarströnd, sem lést 16. október 2015. Jarðsett var í kyrrþey að ósk hins látna þann 30. október sl. í Gufuneskirkjugarði. Sérstakar þakkir til starfsfólks á krabbameinsdeild Landspítala og til séra Braga Skúlasonar. Brynhildur Sigtryggsdóttir Guðrún Lára Baldursdóttir Inga Fjóla Baldursdóttir Óskar Jósef Óskarsson Kristjana S. Pálsdóttir Sigurður Pétur Harðarson afabörn og langafabörn. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, Helga Sigurjónsdóttir áður til heimilis að Kirkjuvegi 1, Keflavík, lést á dvalarheimilinu Hrafnistu, Hlévangi, þann 4. nóvember. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 17. nóvember kl. 13.00. Jónína Guðmundsdóttir Oddur Sæmundsson Helga Jóhanna Oddsdóttir Einar Jónsson Guðmundur J. Oddsson Guðrún Mjöll Ólafsdóttir Sæmundur Jón Oddsson Edda Björk Pétursdóttir Hulda Sóllilja, Oddur Fannar, Tómas Ingi, Ólafur Oddur, Jónína Sóley, Saga Björk og Oddur Logi. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Sveinbjörn Blöndal bóndi, Laugarholti, Bæjarsveit, andaðist á dvalarheimilinu Brákarhlíð í Borgarnesi 6. nóvember sl. Útför hans fer fram í Bæjarkirkju laugardaginn 14. nóvember kl. 14. Fyrir hönd vandamanna, Borghildur Garðarsdóttir Þórarinn Blöndal Vera Guðmundsdóttir Þorvaldur Blöndal Maren Albertsdóttir Þórmundur Blöndal Brynja Björk Hinriksdóttir og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Helga Margrét Sigurjónsdóttir Hríseyjargötu 17, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 13. nóvember kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Sigríður Jóna Þorvaldsdóttir Eyjólfur Einarsson Sigurjón Þorvaldsson Daníela Guðmundsdóttir Ellen Margrét Þorvaldsdóttir Ármann Þórir Björnsson og ömmubörnin. Okkar elskulega móðir, tengdamóðir og amma, Svanhildur Ágústa Sigurðardóttir lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut aðfaranótt laugardagsins 7. nóvember 2015. Útför fer fram frá Raufarhafnarkirkju laugardaginn 14. nóvember 2015 kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast Svanhildar er bent á að styrkja Krabbameinsfélagið, 0301-26-000706, kt. 7001692789. Aðstandendur þakka auðsýndan samhug. Halldóra M. Árnadóttir Brynjar Klemensson Þóra G. Árnadóttir Svava Árnadóttir Júlíus Helgason Sif Árnadóttir Sigurður R. Baldursson Alma D. Árnadóttir Árni R. Karlsson börn og barnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, Sigurður Bjarnason frá Hlemmiskeiði, verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 14. nóvember kl. 13.00. Jarðsett verður að Ólafsvöllum. Jóhann Stefánsson Bjarni Sigurðsson Hanna Björk Hálfdánardóttir Björn Sigurðsson Jóhanna Björk Helgadóttir Yngvi Sigurðsson Sigríður Bergsdóttir Þráinn Sigurðsson Ingibjörg María Guðmundsdóttir og afabörn. „Ljóðið fór svo bara að syngja sig sjálft,“ segir Ingibjörg Azima, tónskáld og básúnuleikari, sem í dag fagnar útgáfu geisladisksins Vorljóð á ýli, en tón- listina samdi Ingibjörg við ljóð ömmu sinnar, Jakobínu Sigurðardóttur. Lagði Ingibjörg upp í söfnunarleiðangur á Karolina Fund og nú hefur platan litið dagsins ljós. „Amma var alltaf þekkt sem rithöf- undur en ekki sem ljóðskáld, sem hún sannarlega var líka,“ segir Ingibjörg sem stendur á því fastar en fótunum að ljóð ömmu hennar eigi ekki síður við í dag, en þegar hún orti þau um miðbik síðustu aldar. Ingibjörg segir ákveðna tilviljun að hún hafi byrjað að semja tónlist við ljóðin. „Einhverra hluta vegna datt lagið við ljóðið Vorljóð á ýli bara í hausinn á mér. Á þeim tímapunkti var ég að vinna mikið með kóra í Stokkhólmi, þar sem ég bjó og var mikið að horfa í samspil tónlistar og texta, eða ljóða. Ég var mikið að hugsa heim, eins og Íslendingar í útlöndum gera gjarnan,“ útskýrir Ingi- björg og hlær. „Svo bara rúllaðist þetta lag upp eitt kvöldið, og svo átti ég þetta bara.“ Það bar svo til tíðinda að þegar vin- kona Ingibjargar, Ólöf Sigursveinsdóttir sellóleikari, var að vinna í Þýskalandi, með þarlendri söngkonu kom upp sú hugmynd að Ingibjörg bjargaði þeim um íslenskt lag. „Þá dró ég þetta fram og þær bara fara að panta að ég semji fullt,“ segir hún og skellihlær. Hefur Ingibjörg fengið til liðs við sig einvalalið tónlistarfólks, svo sem Margréti Hrafnsdóttur, Gissur Pál Gissurarson, Grím Helgason og ýmsa fleiri. Ingibjörg segir verkið ekki hafa verið sérlega erfitt, en ljóð ömmu hennar séu þannig að þau spili hreinlega tón- listina fyrir mann þegar þau eru lesin. „Ljóð hennar búa yfir mikilli innri tón- list og því upplifði ég að þau sendu mér laglínur miklu frekar en að ég væri að semja lögin,“ útskýrir Ingibjörg, sem átti aldeilis ekki von á að hún myndi verða sú sem kæmi til með að semja lög við ljóð ömmu sinnar. „Ég var tuttugu og eins árs þegar amma deyr, þá rétt ófarin út í tónlistar- nám. Ég var aldrei þetta skólabókar- dæmi sem hafði samið verk frá blautu barnsbeini. Ætli ég hafi ekki bara verið svona seinþroska?“ spyr Ingibjörg á móti og rekur aftur upp heillandi hláturroku í lokin. gudrun@frettabladid.is Ljóðin hennar ömmu syngja sig eiginlega sjálf Ingibjörg Azima átti ekki von á að verða sú sem gæfi ljóðum ömmu sinnar, Jakobínu Sigurðardóttur, tóna. Í dag fagnar hún hins vegar plötunni Vorljóð á ýli. Útgáfutónleikarnir verða haldnir í kvöld í Safnahúsinu klukkan 20.00 og mun bókmennta- fræðingurinn Kristín Ásta Benediktsdóttir flytja erindi um Jakobínu. FréttaBlaðið/Vilhelm Einhverra hluta vegna datt lagið við ljóðið Vorljóð á ýli bara í hausinn á mér. Á þeim tímapunkti var ég að vinna mikið með kóra í Stokkhólmi, þar sem ég bjó og var mikið að horfa í samspil tónlistar og texta, eða ljóða, Merkisatburðir 1918 Fólk fagnar lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Á sama tíma er flaggað í hálfa stöng í Reykjavík þar sem spænska veikin geisar. 1920 Matthías Jochumsson fagnar áttatíu og fimm ára af­ mæli sínu, og fær aldeilis gjöf, þar sem hann er gerður heiðurs­ borgari Akureyrar og heiðurs­ doktor í guðfræði við Háskóla Íslands. Hann fellur frá viku síðar. 1943 Pétur Hoffmann Saló­ mons son berst einn við banda­ ríska hermenn í Selsvör í Reykja­ vík og hefur betur, að eigin sögn. 1962 Leikritið Hart í bak eftir Jökul Jakobsson er frumsýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur og upp­ sker í framhaldinu miklar vin­ sældir. Alls er verkið sýnt tvö hundruð og fimm sinnum eftir það, alltaf fyrir fullu húsi. 1994 Guðmundur Árni Stefánsson segir af sér. Hann hafði gegnt stöðu félagsmálaráðherra en lætur af störfum vegna ásakana um mistök í embætti. Pétur hoffmann 1 1 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 m I Ð v I K U D A G U r18 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A Ð I Ð tímamót 1 2 -1 1 -2 0 1 5 1 5 :5 4 F B 0 4 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 E E -7 3 8 4 1 6 E E -7 2 4 8 1 6 E E -7 1 0 C 1 6 E E -6 F D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 8 s _ 1 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.