Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2009, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2009, Blaðsíða 20
mánudagur 19. janúar 200920 Fókus Bókin „Viltu vinna milljarð“ eftir Vikas Swarup sló í gegn hjá íslensk- um lesendum og varð fljótlega ein af þessum bókum sem við „urðum“ að lesa. Vanalega er ég tregur að stökkva um borð í vinsælar lestir og taka þátt í fjölmennum lofgjörðum en ég lét til leiðast. Eftir lesturinn jarmaði ég með kórnum og bók- in varð ein af mínum uppáhalds í seinni tíð. Ég er meira að segja bú- inn að standa sjálfan mig að því að fleygja fram: „Ha, ertu EKKI búinn að lesa hana?“ Þessi fyrsta bók Indverjans Swar- ups hefur verið þýdd á 36 tungu- mál og hlotið fjölda viðurkenninga. Enda er þessi grunnhugmynd hjá Swarup hreinlega mögnuð. Jamal Malik, munaðarlaus, ómenntað- ur og fátækur drengur á Indlandi, er við það að klára heimsfrægan spurningaþátt sem við Íslending- ar þekkjum sem „Viltu vinna millj- ón?“. Hann er handtekinn þegar hann á eina spurningu eftir og yfir- heyrður grunaður um svindl. Í yfir- heyrslunni lýsir hann ævintýralegu lífshlaupi sínu þar sem hann upp- lifir hluti sem gefa honum svör- in við spurningunum í þættinum. Lesandinn ferðast með honum og fær á sama tíma ljóslifandi og eft- irminnilega svipmynd af Indlandi. Bókin er í senn spennandi, sorgleg og gríðarlega skemmtileg lesning. Svona saga kallar á að vera kvik- mynduð. Ég man þó eftir því á með- an ég las hana að ég hugsaði hversu erfitt það yrði að koma þessu til skila á hvíta tjaldinu. Það yrði vandasamt verk. Ekki varð minna fjaðrafok hjá íslensku bókaþjóðinni þegar Flugdrekahlauparinn kom út skömmu áður. Sú bók er ekki síður mögnuð en lítið fór fyrir kvikmynd- inni sem gerð var eftir bókinni. Sú mynd var hreint ágæt sem slík en hún náði ekki fram sömu áhrifum og bókin, langt því frá. Ég var því bæði spenntur og kvíðinn að sjá Slumdog Millionaire. Mín fyrstu viðbrögð við gerð myndarinnar voru að býsnast yfir ljótu nafninu. „Slumdog“ er ekki beint heillandi orð og gaf mér vondan fyrirboða sem hvarf þó eins og dögg fyrir sólu þegar ég sá hver skyldi leikstýra myndinni. Danny Boyle hafði leikstýrt myndum eins og Trainspotting, The Beach og 28 days later sem eru frábærar, hver á sinn hátt. Hann myndi örugglega gera sér safaríkan mat úr hráefninu í stað þess að gera steingelda útgáfu af metsölubók eins og til dæmis Ron Howard afrekaði með The Da Vinci Code. Ég upplifði bókina ekki sem ást- arsögu heldur frekar að hjá Jam- al Malik hafi ástin bankað upp á og haft sitt að segja um framvind- una. Svo virtist í trailerum og kynn- ingarefni að lagt væri upp með að myndin fjallaði mikið til um sam- band Jamals og hinnar fögru Latiku og hvernig þau reyna að ná saman í gegnum miklar raunir og ævintýri. Ég var ekki viss um hvort ég væri nógu sáttur við það, en það reynd- ist síðan í góðu lagi. Myndin rúllar af stað og um leið finnur maður og veit að óhætt er að búast við góðum hlutum. Danny Boyle er með þetta. Allt útlit er lýta- laust og myndmálið fær að njóta sín. Umhverfið er sannfærandi og erfitt að ímynda sér annað en að myndin hafi verið tekin upp á þeim stöðum sem hún á að gerast. Hand- ritið, sem er í grunninn sama sagan og sögð er í bókinni, hendist áfram og heldur góðum dampi. Fátæku bræðrunum Jamal og Salim er fylgt eftir frá unga aldri í gegnum spenn- andi svaðilfarir af ýmsum toga og Latika er aldrei langt undan. Inn á milli erum við í núinu með Jamal 18 ára, í yfirheyrslu hjá lögreglunni að útlista hvernig reynsla hans gaf honum svörin öll í spurningaþætt- inum. Vegferð bræðranna og Lat- iku nær loks hámarkinu í nútím- anum en um sjálfan endinn er best að segja sem minnst en hann mun seint gleymast. Dev Patel passar vel í aðalhlut- verkið og yngri útgáfurnar af Jamal eru góðar líka. Freida Pinto er falleg í hlutverki Latiku og gerir sitt vel. Salim eru gerð góð skil með fínum leikurum og Anil Kapoor er fanta- góður sem spyrillinn í spurninga- þættinum. Krakkarnir í myndinni fara á kostum og enn og aftur furðar maður sig á því hvað ungir krakkar geta leikið ef þeim er leikstýrt af hæfu fólki. Danny Boyle flokkast svo sannarlega með þeim og þessi mynd er mikill sigur fyrir leikstjór- ann breska. Auðvelt er að skilja af hverju Slumdog Millionaire fær verð- laun og frábærar viðtökur um allan heim. Þó má telja víst að meirihluti þeirra sem missa sig yfir myndinni hafi ekki lesið bókina og þau hin sömu því verið fránumin af hrifn- ingu yfir sögunni og á sætisbríkinni yfir örlögum Jamals. Fyrir okkur hin sem þekkjum söguna er hún líka glettilega spennandi og skemmti- leg. Tímarnir tveir þjóta hjá og aldrei dauður punktur. Handrit- ið er nokkuð vel heppnað þótt al- varlegur undirtónn bókarinnar sé gjaldfelldur á vissum stöðum og ákveðnum hlutum hagrætt í mild- ari átt, sérstaklega hvað varðar Lat- iku. Það er þó ekkert til að gera veð- ur út af enda ekki oft sem næst að koma svona góðri bók jafn vel til skila á hvíta tjaldinu eins og í tilfelli Slumdog Millionaire. Sveinn Waage á m á n u d e g i Hvað veistu? 1. Íslenska leikritið Falið fylgi var frumsýnt hjá Leikfélagi akureyrar um helgina. Hvað heitir höfundurinn? 2. Fölsk Facebook-síða var stofnuð í nafni íslensks ráðherra á dögunum. Hvaða? 3. Hvaða íslenska söngkona syngur í úrslitaþætti dönsku Eurovision-forkeppn- innar í lok mánaðarins? Óspennandi laugardags- kvöld Fyrsti þáttur Söngvakeppni Sjón- varpsins lagðist ekki vel í mig og langaði mig því að sjá hvort skoðun mín myndi breytast við áhorf á þætti númer tvö síðastliðið laugardags- kvöld. Ég beið eins og margir spennt eftir því að sjá hverju þær Ragnhild- ur Steinunn og Eva María myndu klæðast í þættinum eftir vægast sagt umdeildan klæðnað í fyrsta þætt- inum. Íburðarlítill klæðnaður varð fyrir valinu, svartar buxur, hvítir bol- ir og axlabönd, en eins voru þær. Ég veit satt best að segja ekki hvað mér finnst um það. Þær stöllur eru báðar einstaklega glæsilegar konur og van- ar í sjónvarpi en þegar þær eru sam- an komnar finnst mér votta fyrir að- eins of mikilli tilgerð og satt best að segja upplifði ég eins og Eva María væri að reyna að stela senunni af hinni vinsælu Ragnhildi Steinunni sem hefur verið stjarna Sjónvarpsins um nokkurt skeið. Lög kvöldsins voru ekki til að halda mér við skjáinn og að mínu mati var ekkert þeirra þess eðlis að það ætti heima í söngvakeppni eins og Eur- ovision. Hápunktur kvöldsins fyrir mig var þegar sýnd voru brot úr söngva- keppni sjónvarpsins árið 1986. Það var góð keppni. Kolbrún Pálína Helgadóttir kvöldgestur kanÓnu Birgitta Jónsdóttir skáld hefur geng- ið í gegnum ýmislegt. Það heyrðu þeir sem hlustuðu á viðtal Jónasar Jónassonar við Birgittu í Kvöldgest- um á Rás 1 síðastliðið föstudags- kvöld. Afneitun andlega veiks föður, sviplegt fráfall mannsins sem kom henni í föðurstað og uppvöxtur hjá drykkjusjúkri móður svo eitthvað sé nefnt. Þetta „eitthvað“ og fleira til leiddi hana út í fíkniefnaneyslu nánast á barnsaldri og vakti hjá Birg- ittu sjálfseyðingarhvöt með það að markmiði að deyja fyrir tuttugu og fimm ára aldur. Sem betur fer fyrir Birgittu og ættingja hennar og vini tókst það ekki. Og er þá aðeins brot af sögu hennar sagt. Birgitta verð- ur enda gestur Jónasar aftur næsta föstudagskvöld. Jónas er ein af kanónunum í sögu íslensks útvarps og um leið einn af meisturum viðtalstækninnar (Jón Ársæll er auðheyranlega einn þeirra sem sótt hafa í hans smiðju). Leiddi hann Birgittu áfram í frásögn hennar af lífsbaráttunni af fágætu öryggi og list. Þó kom fyrir í eitt eða tvö skipti að það væri eins og Jónas hefði ekki heyrt það sem gesturinn sagði og spurði um eitthvað sem komið hafði fram skömmu áður. En það kemur fyrir alla spyrla, hvort sem er á öld- um ljósvakans eða í tveggja manna tali sem enginn heyrir. Engin tilviljun hefur ráðið því að Jónas hefur starfað jafnlengi í út- varpi og raunin er. Jónas, ef þú lofar að halda lengi áfram enn í útvarpinu skal ég lofa að gæta mín á myrkrinu. Kristján Hrafn Guðmundsson 1. Bjarni jónsson 2. árna mathiesen fjármálaráðherra 3. Hera Björk Svör: útvarp Kvöldgestir á Rás 1, föstudagskvöld klukkan 23 sjónvarp söngvaKeppni sjónvarpsins laugardagur klukkan. 20.10 glansmynd af gÓðri bÓk kvikmyndir slumdog millionaire Leikstjóri: danny Boyle Aðalhlutverk: dev Patel, madhur mittal, Freida Pinto, anil Kapoor, Irrfan Khan Slumdog Millionaire „auðvelt er að skilja af hverju Slumdog millionaire fær verðlaun og frábærar viðtökur um allan heim.“ Spennandi Hvernig getur fátækur, ómenntaður munaðar- leysingi svarað öllum erfiðu spurningunum?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.