Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2009, Síða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2009, Síða 44
föstudagur 23. janúar 200944 Sakamál Jane Scott og fJögur fórnarlömb Þegar Hannah Cragg kom að heimili Mary scott í Preston á Englandi maíkvöld eitt árið 1827 voru útidyrnar opnar. Mary scott var í keng í eldhúsinu, svitinn lak af henni og hún átti erfitt með andardrátt. Herbergið lyktaði af ælu. „Eitur,“ stundi Mary á milli andkafanna. „Mér hefur verið gefið eitur. jane bjó til hafragraut. fékk sér ekkert sjálf. Ekki veik.“ Hannah fann eiginmann Mary í garðinum. Hann var einnig í keng, greinilega illa haldinn og þurfti að styðjast við vegg. Á því augnabliki gekk jane, dótttir hjón- anna, inn í eldhús og tók hafragrautspottinn. Lesið um jane scott í næsta helgarblaði dV. Morðið á McDonalD‘s Shane Freer hafði verið rekinn úr starfi sínu á McDonald‘s. Starfi hans var ekki flókinn en hann hafði unn- ið þar í tvö ár og meira að segja fengið jólakort frá stjórnanda staðarins. En Shane Freer var ekki allskostar sáttur og síðustu orð hans eftir að hann fékk reisupassann voru: „Ég drep hana.“ Það voru ekki orðin tóm eins og kom í ljós skömmu síðar. Það var ekki ofsögum sagt að �a�kie Marshall væri vinsæl og vel liðin. �a�kie stýrði veitingastað M�Don- ald‘s í Chi�hester í Vestur-Sussex og hennar líf og yndi var að sjá um barnaveislur á staðnum. Því var það að 16. apríl 2005 var hún einu sinni sem oftar að gera börn- um glaðan dag á veitingastaðnum. Ekkert gaf fyrirheit um að dagurinn yrði annað en ánægjulegur, en það átti eftir að breytast. Laust upp úr hádegi gekk hinn tvítugi Shane Freer inn á veitinga- staðinn. Hann hafði fengið reisu- passann um morguninn og var ekki sáttur, svo vægt sé til orða tekið. Freer gekk beint að �a�kie og stakk hana mörgum sinnum með veiði- hníf, og skar í æðinu sem á hann var runnið af hluta nefs hennar. „Ég varð að drepa hana“ „Hjálpið mér, ég er að deyja,“ grét �a�kie þar sem hún hné niður á gólfið í sömu mund og skelfdir viðskiptavinir ruku óttaslegnir að útganginum. Tveimur tímum síð- ar lést �a�kie Marshall á sjúkra- húsi. Shane Freer var handtek- inn af lögreglumanni á frívakt sem staddur var á veitingastaðnum þegar atvikið átti sér stað, og naut hann aðstoðar nokkurra gesta. „Ég varð að drepa hana,“ sagði Freer á leiðinni á lögreglustöðina. „Hún lét reka mig. Hún varð að deyja.“ En þar með var sagan ekki öll. Freer var kærður fyrir morð og settur í varðhald og í september lýsti hann sig sekan um manndráp, en ekki morð. Við réttarhöldin kom í ljós að Freer bjó hjá foreldr- um sínum á býli í Bat�hmere, ekki langt frá Chi�hester. Hann var ein- fari sem eignaðist ekki marga vini, var ekki skrafhreifinn og átti erfitt með flesta hluti. Hann átti þó létt með stærðfræði. Mestum hluta frí- tíma síns eyddi Freer við tölvuleiki og sjónvarpsgláp, en hafði fengið áhuga á stjórnmálum og gengið í Verkamannaflokkinn. Sá orðróm- ur gekk að hann geymdi hagla- byssu undir rúmi sínu, en ekki var vitað til þess að hann hefði notað hana. Sópaði gólf Shane Freer hafði unnið á M�Don- ald‘s-veitingastaðnum undir stjórn �a�kie um tveggja ára skeið. Starfi hans var ekki erfiður; hann sá um að sópa gólf veitingasalarins, enda lynti honum ekki við viðskiptavin- ina. Viku fyrir morðið var hann sendur heim eftir að hafa slegið stúlku sem skaut á hann gulrótar- bitum í gegnum sogrör. Að morgni morðdagsins hafði Freer verið kall- aður á fund aganefndar á veitinga- staðnum. Niðurstaða fundarins varð sú að Shane Freer var rekinn fyrir brot í starfi og hann brotnaði niður og grét. Grátur hans hafði engin áhrif á aganefndina og þegar honum var sagt að hann þyrfti ekki að hafa fyrir því að sækja aftur um starfið sagði hann: „Ég drep hana.“ Við réttarhöldin kom fram að þegar Shane Freer lét þau orð falla þann örlagaríka dag hefði ver- ið álitið að hann ætti við stúlkuna sem skotið hafði gulrótarbitum á hanna. Átta tommu veiðihnífur Eftirlitsmyndavélar sýndu að strax eftir brottreksturinn lagði Freer leið sína í járnvöruverslun þar sem hann keypti sér veiðihníf með átta tommu blaði sem hann setti í bak- poka sinn. Án hiks sneri hann síð- an aftur á M�Donald‘s. Þangað kominn gekk hann beint að �a�kie og rak henni heiftarlegt hnefahögg í andlitið fyrir framan um fjörutíu viðskiptavini. Þegar hann hóf að stinga hana með hnífnum lögðu margir viðskiptavinanna á flótta, en áðurnefndur lögreglumaður og nokkrir viðskiptavinir reyndu að gera Freer óvígan. „Þetta var hryllileg, heiftarleg og brjálæðisleg árás á varnarlausa konu,“ sagði ákærandinn síðar við réttarhöldin. Ákærandinn sagði einnig að Freer væri „ógn við kon- ur og börn sem kvörtuðu yfir hon- um“. Freer hafði reyndar sagt við rétt- argeðlækni að hann „væri nokk- uð hrifinn af ofbeldi“ og gæti „þótt nauðsynlegt að myrða á ný“. Því er ekki að undra að hann hafi verið metinn „mikil ógn við aðra“. Asperger-heilkenni Verjandinn byggði vörn sína á að Shane Freer væri með Asperger- heilkenni. „Til að orða það á ein- faldan hátt lifir Freer í eigin heimi, ófær um að sýna viðbrögð eða glíma við daglega hluti,“ sagði verj- andinn. Dómarinn dæmdi Shane Freer til lífstíðarafplánunar og úr- skurðaði að hann yrði vistaður á stofnun fyrir sjúka afbrotamenn. „Þú hvorki iðrast, né hefur skilning á því sem þú framdir eða af hverju það var ónauðsynlegt og rangt,“ sagði dómarinn þegar hann kvað upp dóm sinn. Í kjölfar dómsins upphófust á netinu umfangsmiklar umræð- ur um Asperger-heilkenni og ein- kenni sjúkdómsins og sýndist þar sitt hverjum. Að mati margra var ekki réttlætanlegt að skella skuld- inni af ódæði Freers á Asperger- heilkenni. „Í þessu tilfelli virðist sem hinn dæmdi morðingi sé sið- blindingi, sem fyrir tilviljun þjá- ist einnig af Asperger. Ég hef átt við yfir þrjú hundruð manns með Asperger-heilkenni og hef enn ekki séð þá sýna einkenni siðblindu í líkingu við það sem Freer gerði,“ sagði einn netverji frá Chi�ago. Jólakort frá Jackie En hvort sem Shane Freer var sið- blindingi sem þjáðist af Asperger- heilkenni eða ekki taldi rétturinn að nauðsynlegt væri að vernda samfélagið fyrir honum. Síðar kom í ljós að árið áður hafði �a�kie Marshall sent Freer jólakort: „Til Shane, með bestu kveðjum frá �a�kie.“ Þeir sem rannsökuðu málið ráku augun í jólakortið þar sem Shane hafði stoltur sett það á áberandi stað í svefnherbergi sínu. Það var eina jólakortið sem hann hafði haldið upp á. Einhver sem kynntist Shane Freer innan fangelsisins sagði að Freer hefði greinilega ekki skiln- ing á að hann hefði gert nokkuð rangt. Að eigin mati hafði hann verið svikinn og hafði brugðist við með réttum hætti. Því má kannski segja að hann hafi verið gangandi púðurtunna á þeim tíma sem hann framdi morðið. uMsjón: koLbEinn ÞorstEinsson, kolbeinn@dv.is Grátur hans hafði engin áhrif á aganefndina, og þegar honum var sagt að hann þyrfti ekki að hafa fyrir því að sækja aftur um starfið sagði hann: „Ég drep hana.“ Jackie Marshall og Shane Freer shane sópaði gólf á Mcdonald‘s-veitingastað sem jackie stýrði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.