Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2009, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2009, Blaðsíða 44
föstudagur 23. janúar 200944 Sakamál Jane Scott og fJögur fórnarlömb Þegar Hannah Cragg kom að heimili Mary scott í Preston á Englandi maíkvöld eitt árið 1827 voru útidyrnar opnar. Mary scott var í keng í eldhúsinu, svitinn lak af henni og hún átti erfitt með andardrátt. Herbergið lyktaði af ælu. „Eitur,“ stundi Mary á milli andkafanna. „Mér hefur verið gefið eitur. jane bjó til hafragraut. fékk sér ekkert sjálf. Ekki veik.“ Hannah fann eiginmann Mary í garðinum. Hann var einnig í keng, greinilega illa haldinn og þurfti að styðjast við vegg. Á því augnabliki gekk jane, dótttir hjón- anna, inn í eldhús og tók hafragrautspottinn. Lesið um jane scott í næsta helgarblaði dV. Morðið á McDonalD‘s Shane Freer hafði verið rekinn úr starfi sínu á McDonald‘s. Starfi hans var ekki flókinn en hann hafði unn- ið þar í tvö ár og meira að segja fengið jólakort frá stjórnanda staðarins. En Shane Freer var ekki allskostar sáttur og síðustu orð hans eftir að hann fékk reisupassann voru: „Ég drep hana.“ Það voru ekki orðin tóm eins og kom í ljós skömmu síðar. Það var ekki ofsögum sagt að �a�kie Marshall væri vinsæl og vel liðin. �a�kie stýrði veitingastað M�Don- ald‘s í Chi�hester í Vestur-Sussex og hennar líf og yndi var að sjá um barnaveislur á staðnum. Því var það að 16. apríl 2005 var hún einu sinni sem oftar að gera börn- um glaðan dag á veitingastaðnum. Ekkert gaf fyrirheit um að dagurinn yrði annað en ánægjulegur, en það átti eftir að breytast. Laust upp úr hádegi gekk hinn tvítugi Shane Freer inn á veitinga- staðinn. Hann hafði fengið reisu- passann um morguninn og var ekki sáttur, svo vægt sé til orða tekið. Freer gekk beint að �a�kie og stakk hana mörgum sinnum með veiði- hníf, og skar í æðinu sem á hann var runnið af hluta nefs hennar. „Ég varð að drepa hana“ „Hjálpið mér, ég er að deyja,“ grét �a�kie þar sem hún hné niður á gólfið í sömu mund og skelfdir viðskiptavinir ruku óttaslegnir að útganginum. Tveimur tímum síð- ar lést �a�kie Marshall á sjúkra- húsi. Shane Freer var handtek- inn af lögreglumanni á frívakt sem staddur var á veitingastaðnum þegar atvikið átti sér stað, og naut hann aðstoðar nokkurra gesta. „Ég varð að drepa hana,“ sagði Freer á leiðinni á lögreglustöðina. „Hún lét reka mig. Hún varð að deyja.“ En þar með var sagan ekki öll. Freer var kærður fyrir morð og settur í varðhald og í september lýsti hann sig sekan um manndráp, en ekki morð. Við réttarhöldin kom í ljós að Freer bjó hjá foreldr- um sínum á býli í Bat�hmere, ekki langt frá Chi�hester. Hann var ein- fari sem eignaðist ekki marga vini, var ekki skrafhreifinn og átti erfitt með flesta hluti. Hann átti þó létt með stærðfræði. Mestum hluta frí- tíma síns eyddi Freer við tölvuleiki og sjónvarpsgláp, en hafði fengið áhuga á stjórnmálum og gengið í Verkamannaflokkinn. Sá orðróm- ur gekk að hann geymdi hagla- byssu undir rúmi sínu, en ekki var vitað til þess að hann hefði notað hana. Sópaði gólf Shane Freer hafði unnið á M�Don- ald‘s-veitingastaðnum undir stjórn �a�kie um tveggja ára skeið. Starfi hans var ekki erfiður; hann sá um að sópa gólf veitingasalarins, enda lynti honum ekki við viðskiptavin- ina. Viku fyrir morðið var hann sendur heim eftir að hafa slegið stúlku sem skaut á hann gulrótar- bitum í gegnum sogrör. Að morgni morðdagsins hafði Freer verið kall- aður á fund aganefndar á veitinga- staðnum. Niðurstaða fundarins varð sú að Shane Freer var rekinn fyrir brot í starfi og hann brotnaði niður og grét. Grátur hans hafði engin áhrif á aganefndina og þegar honum var sagt að hann þyrfti ekki að hafa fyrir því að sækja aftur um starfið sagði hann: „Ég drep hana.“ Við réttarhöldin kom fram að þegar Shane Freer lét þau orð falla þann örlagaríka dag hefði ver- ið álitið að hann ætti við stúlkuna sem skotið hafði gulrótarbitum á hanna. Átta tommu veiðihnífur Eftirlitsmyndavélar sýndu að strax eftir brottreksturinn lagði Freer leið sína í járnvöruverslun þar sem hann keypti sér veiðihníf með átta tommu blaði sem hann setti í bak- poka sinn. Án hiks sneri hann síð- an aftur á M�Donald‘s. Þangað kominn gekk hann beint að �a�kie og rak henni heiftarlegt hnefahögg í andlitið fyrir framan um fjörutíu viðskiptavini. Þegar hann hóf að stinga hana með hnífnum lögðu margir viðskiptavinanna á flótta, en áðurnefndur lögreglumaður og nokkrir viðskiptavinir reyndu að gera Freer óvígan. „Þetta var hryllileg, heiftarleg og brjálæðisleg árás á varnarlausa konu,“ sagði ákærandinn síðar við réttarhöldin. Ákærandinn sagði einnig að Freer væri „ógn við kon- ur og börn sem kvörtuðu yfir hon- um“. Freer hafði reyndar sagt við rétt- argeðlækni að hann „væri nokk- uð hrifinn af ofbeldi“ og gæti „þótt nauðsynlegt að myrða á ný“. Því er ekki að undra að hann hafi verið metinn „mikil ógn við aðra“. Asperger-heilkenni Verjandinn byggði vörn sína á að Shane Freer væri með Asperger- heilkenni. „Til að orða það á ein- faldan hátt lifir Freer í eigin heimi, ófær um að sýna viðbrögð eða glíma við daglega hluti,“ sagði verj- andinn. Dómarinn dæmdi Shane Freer til lífstíðarafplánunar og úr- skurðaði að hann yrði vistaður á stofnun fyrir sjúka afbrotamenn. „Þú hvorki iðrast, né hefur skilning á því sem þú framdir eða af hverju það var ónauðsynlegt og rangt,“ sagði dómarinn þegar hann kvað upp dóm sinn. Í kjölfar dómsins upphófust á netinu umfangsmiklar umræð- ur um Asperger-heilkenni og ein- kenni sjúkdómsins og sýndist þar sitt hverjum. Að mati margra var ekki réttlætanlegt að skella skuld- inni af ódæði Freers á Asperger- heilkenni. „Í þessu tilfelli virðist sem hinn dæmdi morðingi sé sið- blindingi, sem fyrir tilviljun þjá- ist einnig af Asperger. Ég hef átt við yfir þrjú hundruð manns með Asperger-heilkenni og hef enn ekki séð þá sýna einkenni siðblindu í líkingu við það sem Freer gerði,“ sagði einn netverji frá Chi�ago. Jólakort frá Jackie En hvort sem Shane Freer var sið- blindingi sem þjáðist af Asperger- heilkenni eða ekki taldi rétturinn að nauðsynlegt væri að vernda samfélagið fyrir honum. Síðar kom í ljós að árið áður hafði �a�kie Marshall sent Freer jólakort: „Til Shane, með bestu kveðjum frá �a�kie.“ Þeir sem rannsökuðu málið ráku augun í jólakortið þar sem Shane hafði stoltur sett það á áberandi stað í svefnherbergi sínu. Það var eina jólakortið sem hann hafði haldið upp á. Einhver sem kynntist Shane Freer innan fangelsisins sagði að Freer hefði greinilega ekki skiln- ing á að hann hefði gert nokkuð rangt. Að eigin mati hafði hann verið svikinn og hafði brugðist við með réttum hætti. Því má kannski segja að hann hafi verið gangandi púðurtunna á þeim tíma sem hann framdi morðið. uMsjón: koLbEinn ÞorstEinsson, kolbeinn@dv.is Grátur hans hafði engin áhrif á aganefndina, og þegar honum var sagt að hann þyrfti ekki að hafa fyrir því að sækja aftur um starfið sagði hann: „Ég drep hana.“ Jackie Marshall og Shane Freer shane sópaði gólf á Mcdonald‘s-veitingastað sem jackie stýrði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.