Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2009, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2009, Qupperneq 2
Unnið er að breytingu á lögum um Seðla- bankann. Eitt af því sem valdið hefur ágreiningi er krafan um að seðlabanka- stjóri hafi lokið meistaraprófi í hagfræði. Nafn Más Guðmundssonar kemur oftast upp þegar rætt er um nýjan seðlabanka- stjóra. Viðmælendur DV voru ekki sam- mála um að besta leiðin væri að hafa kröfu um meistarapróf í hagfræði. Ýmis önnur menntun væri líka gild. Einn viðmæland- inn sagði að enginn innan Seðlabankans hefði þekkingu á fjármálamörkuðum. Það hefði algjörlega brugðist hjá þeim. Stjórnarandstaðan og ýmsir máls- metandi einstaklingar hafa gagn- rýnt fyrirhugaðar breytingar á lög- um um Seðlabankann. Eitt af því sem hvað harðast hefur verið deilt um er fyrirhuguð breyting á 23. grein laganna. Þar er gert ráð fyr- ir að næsti seðlabankastjóri skuli hafa lokið meistaranámi í hagfræði. Már Guðmundsson, fyrrverandi að- alhagfræðingur Seðlabankans, er sá sem oftast er nefndur sem næsti seðlabankastjóri. Helgi Hjörvar, alþingismaður Samfylkingarinnar, sagði í samtali við DV að þessu ákvæði yrði lík- lega breytt. „Það verður líklega end- urskoðað í nefndinni. Það er mín skoðun að ákvæðið sé of þröngt. Það á að gera faglegar kröfur til mennt- unar en það er ýmis menntun sem gæti nýst. Það er klárt,“ sagði Helgi Hjörvar. Engin þekking á fjármálamörkuðum Heimildarmaður sem DV talaði við og hefur víðtæka reynslu af fjár- málamarkaði sagði að þekkingu á fjármálamörkuðum hefði algjör- lega vantað í Seðlabankann. Hann sagði að margir þar inni hefðu unn- ið í bankanum síðan á áttunda ára- tugnum. Þeir hefðu ágætis þekkingu á þjóðhagfræði en vöxtur fjármála- kerfisins hefði algjörlega orðið þeim um megn. Sá sem tæki við bankanum þyrfti því frekar að hafa víðtæka þekk- ingu á fjármálum en ekki einungis gott próf í þjóðhagfræði. Már Guð- mundsson hefði verið í bankanum áður en fjármálakerfið óx. Hann væri með meistarapróf í þjóðhagfræði og því ekki endilega hæfasti aðilinn til að taka við starfinu. „Okk- ur finnst skilgrein- ingin á því hverjir geta gegnt þessu starfi vera allt of þröng,“ sagði Höskuldur Þór- hallsson, þing- maður Fram- sóknarflokksins, í viðtali á vef DV. „Eins og þetta er núna liggur við að það vanti bara kennitöluna fyrir aftan við þann sem á að verða seðlabankastjóri,“ bætti Höskuldur við. Önnur menntun jafngóð „Þetta er of þröngt. Mér finnst eðli- legra að leggja þyngri áherslu á reynslu og þekkingu og gera ráð fyr- ir að það geti verið annað nám sem tengist fjármálum, bankastarfsemi og peningamálum. Fjármálaverk- fræði, fjármálalögfræði og rekstrar- hagfræði er líka góð menntun,“ segir Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðla- bankastjóri og formaður Framsókn- arflokksins. Aðspurður hvort krafan um meistarapróf í hagfræði sé sniðin að Má Guðmundssyni segist hann ekki geta svarað því. Hann þvertekur fyr- ir að doktorspróf í hagfræði sé góður grunnur fyrir starf seðlabankastjóra. „Þeir eru flestir algjörlega ófærir um að vera seðlabankastjórar. Þeir eru fræðimenn og vel færir um að vekja spurningar en ekki færir um að veita þau svör sem seðlabankastjórar eiga að veita,“ segir Jón. „Seðlabankastjórastarf er stjórn- unarstarf og samskiptastarf og hann þarf að vera fær um að taka ákvörð- un við skilyrði óvissu og áhættu. Hann þarf líka að vera fær um að túlka fyrir stjórnvöldum, viðskipta- lífi og almenningi röksemdir og ástæður ákvörðunarinnar. Það eru allt aðrir eiginleikar en gæða þá menn sem eru góðir fræðimenn í háskólum,“ segir hann. Jón telur að ákvæðið um sjö ára ráðningartíma sé ekki of langt. Það sé óbreytt frá fyrra ákvæði. „Það er frekar of stutt ef eitthvað er,“ segir Jón. Fá engin svör Sigurður Kári Kristjánsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki skilja kröfur stjórnarflokkanna um að seðlabankastjóri þurfi að hafa meistarapróf í hagfræði. „Þetta er spurning sem við höfum spurt og ekki fengið nein svör við. Við höfum verið að leita upp- lýsinga um ýmis atriði. Hvar frumvarp- ið var samið. Af hverjum. Hverjar væru fyrirmyndirn- ar og hver séu rökin fyrir þessari tilteknu menntun. Engu af þessu hefur verið svarað,“ segir Sigurður Kári. Hann segist ekki viss um hvort betra væri að gera kröfu um dokt- orsgráðu en meistarapróf. „Ég er ekkert viss um að það sé skynsam- legt að binda stöðu seðlabanka- stjóra við hagfræðinga. Allur gangur er á því í nágrannalöndum hvernig þessu er háttað. Sums staðar eru hagfræð- ingar. Í Lúx- em- borg og Frakk- landi eru lögfræð- ingar. Í Þýskalandi eru þrír af fimm seðla- bankastjórum lögfræðingar.“ Már líklegur „Það er alls konar önnur menntun sem getur nýst seðlabankastjóra framtíðarinnar. Verkfræðingar og stærðfræð- ingar ættu að koma til greina. Þetta er of þröngt og vekur spurning- ar, sérstak- lega þeg- ar maður fær ekki svör við því af hverju þetta er gert að skilyrði,“ segir Sigurður. Hvort ástæðan sé Már Guðmundsson segist hann hins vegar ekki vita. „Það væri þó eftir því að Már Guðmundsson yrði ráð- inn miðað við þær manna- breytingar sem hafa átt sér stað síðan ríkisstjórnin tók við. Hún hefur verið býsna afkastamikil við að láta fólk taka poka sinn,“ segir hann. fimmtudagur 12. febrúar 20092 Fréttir 23. grein endurskoðaðra laga á að orðast svona: forsætisráðherra skipar seðlabankastjóra til sjö ára í senn að undangenginni auglýsingu. Seðlabanka- stjóri skal hafa lokið meistaraprófi í hagfræði og búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu á peningamálum. aðeins er heimilt að skipa sama mann seðlabanka- stjóra tvisvar sinnum. Margir hæfari en Már annas siGMundsson blaðamaður skrifar: as@dv.is n Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri talnakönnunar. doktorsgráða í stærðfræði frá florida State university, bandaríkjunum, árið 1981. n Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í reykjavík og fyrr- verandi forstjóri Þjóðhagsstofnunar. doktorsgráða í tölfræði frá Columbia university, bandaríkjunum, árið 1985. n Pétur Blöndal, alþingismaður og stofnandi Kaupþings árið 1982. doktorsgráða í tryggingastærðfræði frá univerzität zu Köln, Þýskalandi, árið 1973. einstaklingar með doktorsgráðu í tengdum greinum ingimundur Friðriksson Hættur. Eiríkur Guðnason Hættir 1. júní. davíð oddsson Situr enn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.