Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2009, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2009, Síða 6
fimmtudagur 12. febrúar 20096 Fréttir Björgólfur í klóm fjárglæframanna Novator, félag Björgólfs Thors Björgólfssonar, er meðal fórnar- lamba fjársvikarans Marcs Drei- er í New York. Þetta kemur fram á fréttaveitu Bloomberg. Dreier hefur verið ákærður fyrir 400 milljón dala fjársvik en það er upphæð sem samsvarar tæpum 45 milljörðum króna. Bloomberg tókst ekki að fá viðbrögð frá Novator við vinnslu fréttarinnar en á vef Bloomberg kemur fram að Dreier, sem er 58 ára, hafi tekist að fá tvo vogun- arsjóði til að lána sér yfir 100 milljónir dala með því að gefa það út að hann væri að selja bréf í fyrirtækinu Sheldon Solow á undirverði. Stálu peningum úr söngskóla Tvö innbrot voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgar- svæðinu í fyrrinótt. Fyrri til- kynningin kom klukkan 1.30 en þar höfðu þjófar farið inn í gamalt verslunarhúsnæði sem stóð tómt. Að sögn varð- stjóra er talið að þjófarnir hafi haft lítið sem ekkert upp úr krafsinu. Seinna innbrotið var tilkynnt um fimmleytið um morguninn en þar höfðu þjófar brotist inn í söngskóla við Snorrabraut. Þar náðu þjófarnir að hafa á brott með sér peninga. Lögregla leitar nú þjófanna. Baugur kominn í greiðslustöðvun Héraðsdómur Reykjavíkur veitti í gær Baugi Group greiðslu- stöðvun til 4. mars. Baugur fór fram á greiðslustöðvun þann 4. febrúar til að vernda eignir félagsins, dótturfélaga þess og lánardrottna þeirra. Stjórn Baugs ákvað sam- hljóða að fara þessa leið í kjölfar þeirrar ákvörðunar Landsbank- ans í síðustu viku að hætta við- ræðum um mögulega endur- skipulagningu Baugs. Á föstudag tók dómari sér frest til að kveða upp úrskurð um greiðslustöðvun þar sem honum þótti málið óljóst, auk þess að óljóst væri hvað for- svarsmenn Baugs hygðust gera með fyrirtækið í framtíðinni. Maðurinn var dæmdur í Héraðs- dómi Reykjaness á mánudag fyr- ir ítrekaða misnotkun. Brotin áttu sér stað frá sumri 2006 fram í nóv- ember 2008. Stúlkan var rúmlega eins árs þegar kynferðismisnotkun- in hófst en er tæplega fjögurra ára í dag. Sálrænir erfiðleikar Hinn dæmdi tók þátt í uppfærslu á áhugamannaleiksýningu árið 1999. DV hafði samband við aðila sem kom að sýningunni en vildi ekki koma fram undir nafni. Á þessum tíma var hinn dæmdi fimmtán ára og átti afar erfitt uppdráttar. „Hann virkaði vel á mig þessi strákur en hann var mjög ör út af einelti. Hann stökk upp á nef sér ef það gekk eitthvað á og átti við mikil sálræn vandamál að stríða.“ Hinn dæmdi virðist hafa mikinn leiklistaráhuga því seinna reyndi hann að fá að taka þátt í uppfærslu á annarri leiksýningu. Honum var hins vegar meinaður aðgangur að sýningunni vegna sögusagna um hann í bænum. Þessu segir hann frá á bloggsíðu sinni, þar sem hann fagnaði því að fá að vera aukaleik- ari, en sú gleði entist stutt. Um það bloggaði maðurinn: „Leikstjórinn segir mér að ég geti ekki tekið þátt sökum þess að foreldrar sumra sem eru að taka þátt „hótuðu“ að taka börn sín úr leikritinu ef ég fengi að taka þátt. Orðrómar urðu til þess að ég fæ ekki neitt félagslíf [...] Út af því að fólk vill frekar trúa orðrómum er ég nú félagslega einangraður aftur.“ Myndband á Youtube Hinn dæmdi heldur úti vaxtar- ræktarheimasíðu þar sem hann útlistar markmið sín í vaxtarrækt. Hann er einnig með myndbands- upptöku á vefsíðunni Youtube þar sem hann birtir myndband af lík- ama sínum eftir mánaðarþjálfun. Þungarokkstónlist er spiluð undir myndbandinu en í lok þess flytur hinn dæmdi óhugnanlegan boð- skap í myndavélina. Boðskapurinn er á ensku en á íslensku gæti hann túlkast á þessa leið: „Það er sagt að hægt sé að sjá mikið um manneskju á augunum. Heldurðu að ég eigi eftir að drepa þig? Þú hefur líkleg- ast rétt fyrir þér. Ég er sá alversti á jörðinni. Farðu til andskotans.“ Eftir þetta skellihlær hinn dæmdi. Þvæla í Barnaverndarnefnd Foreldrar stúlkunnar hafa ver- ið skjólstæðingar félagsmálayfir- valda síðan stúlkan fæddist. Þau eru bæði öryrkjar og stunda ekki vinnu. Barnaverndarnefnd reyndi að svipta þau forsjá yfir barninu árið 2007 en krafan náði ekki fram að ganga. Hinn dæmdi bloggar á Myspace- síðu sinni þar sem hann fer ófögr- um orðum um félagsmálayfirvöld. Þar er blogg frá árinu 2007 þar sem hann segist hafa átt fund með Barnaverndarnefnd daginn áður. Hefur hann sótt þessa fundi í tvö ár og níu mánuði á þessum tíma. Á bloggsíðunni skrifar hann að hann sé stimplaður vafasamur einstaklingur því hann sé öðruvísi. Hann skrifar enn frem- ur að hann ætli að þola þvæluna í nefndinni í eitt ár í viðbót og síð- an segja þeim að fara til andskot- ans því hann sé þreyttur á fölskum ásökunum og aðdróttunum í sinn garð. „ÉG ER SÁ ALVERSTI“ Héraðsdómur Reykjaness dæmdi á mánudaginn 25 ára karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni. Að sögn heimildarmanns DV átti hinn dæmdi við sálræn vandamál að stríða og var lagður í einelti á unglingsárum. Maðurinn er virkur í vaxtarrækt og heldur úti bloggsíðu á Myspace þar sem hann fer ófögrum orðum um félagsmálayfirvöld. Hvernig veit ég að Barn er MiSnotað? Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, telur að það sé einsdæmi á Íslandi að svona ungt barn sé misnotað. Hann seg- ir að áhrif kynferðisofbeldis séu mismunandi eftir börnum en þó séu nokkur einkenni sem hægt er að greina. „Einkenni fara eftir mörgum þáttum og hversu alvarlegt kyn- ferðisofbeldið er. Börn eru mjög ólík að upplagi. Sum börn verða mjög illa úti við kynferðisofbeldi og öll einkenni eru til staðar í miklum mæli. Önnur virðast ná sér hratt og vel en það sem er vitað er að meðferð skiptir höfuðmáli í bata barnsins og hvort það fái hjálp í kjölfarið eða ekki. Það er atriði númer eitt,“ segir Bragi sem gefur DV lýsingu á þrenns konar einkennum sem hægt er að greina hjá börnum sem eru þolendur kynferðisofbeldis. Bragi vill brýna að þessi einkenni bendi ekki ein- göngu til kynferðisofbeldis. „Þetta eru einkenni sem eru í reynd hliðstæð ýmsum öðrum einkennum vegna annars konar ofbeldis, til dæmis vanrækslu og líkamlegs ofbeldis. Það er raun- verulega mikilvægt að við lát- um okkur varða líðan barna og við gerum viðvart ef við sjáum að hegðun þeirra er með einum eða öðrum hætti óeðlileg.“ 1. Tilfinningaleg einkenni. Lýsa sér í kvíða, þunglyndi, sektarkennd og jafnvel reiði. 2. Afleiðingar sem hafa áhrif á hegðun barnsins. Kemur fram í hegðunarerfiðleikum og stjórnleysishegðun vegna vanlíðanar, árásargirni og ein- angrun. Börnin draga sig í hlé og láta lítið fyrir sér fara sem endurspeglar slaka sjálfsmynd. Börnin eiga erfitt með að mynda tilfinningaleg og félags- leg tengsl við aðra. Á tánings- árum kunna börnin sér engin mörk í kynhegðun og vita ekki hvar eðlileg mörk liggja. 3. Líkamleg einkenni. Kemur fram í höfuðverk og taugaveik- lun. Börnin þola illa óvæntar uppákomur, til dæmis óvænt hljóð. nokkur einkenni uM kYnferðiSofBeldi: Sálræn vandamál maðurinn sem dæmdur var fyrir kynferðis- brot gegn dóttur sinni var lagður í einelti á unglingsárum og átti við sálræn vandamál að stríða. lilja katrín gunnarSdóttir blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is MYndin er SviðSett 30 days Apótekin & Heilsubúðirnar www.leit.is · Smellið á ristilvandamál Á gamla verðinu. 30 days Losnið við hættulega kviðfitu og komiðmaganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman. „Heldurðu að ég eigi eftir að drepa þig? Þú hefur líkleg- ast rétt fyrir þér.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.