Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2009, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2009, Blaðsíða 12
Þrátt fyrir allan þann tíma sem liðinn er frá því að Charles Darwin setti fram kenningar sínar við mismikinn fögnuð, og þær séu alla jafna viðurkenndar af vísindamönnum, hafa andstæðingar kenninganna ávallt átt hauk í horni þar sem kirkjan og trúin eru. En nú hafa bæði kirkja Englands og Páfagarður rétt fram sáttahönd. Páfa- garður hefur viðurkennt að Charles Darwin hafi verið á réttri braut þegar hann fullyrti að maðurinn væri kominn af öpum. Háttsettur embættismaður Páfagarðs sagði í fyrradag að kenningar Darwins um þróun væru samræman- legar kristinni trú og væri jafnvel hægt að rekja þær til heilags Ágústínusar og heilags Tómasar frá Akvínó. „Það sem við í raun eigum við með þróun, er heimurinn eins og Guð skap- aði hann,“ sagði Gianfranco Ravasi erkibiskup. Páfagarður gerði einnig að engu vangaveltur um að Benedikt XVI páfi væri hugsanlega reiðubúinn til að styðja kenninguna um vithönnun (e. Intellectual Design), sem er angi af sköpunarhyggjunni (e. creationism) og eignar „æðri máttarvöldum“ marg- breytni lífsins. Kenningar Darwins aldrei fordæmdar Að sögn Gianfrancos Ravasi erkibisk- ups hafa kenningar Charles Darwin aldrei verið formlega fordæmdar af rómversk-kaþólsku kirkjunni og við- leitni til að veita Darwin uppreisn æru hafi hafist svo snemma sem 1950 þeg- ar Píus XII páfi lýsti þróunarkenning- unni sem gildri vísindalegri aðferð til að varpa ljósi á þróun manna. Árið 1996 sagði Páll II páfi að þróunar- kenningin væri „meira en tilgáta“. Giuseppe Tanzella-Nitti, guðfræði- prófessor í Róm, sagði að Darwin hefði verið sporgöngumaður heilags Ágústínusar. Ágústínus, guðfræðing- ur sem var uppi á fjórðu öld, hafði „aldrei heyrt hugtakið þróun, en hann vissi að stór fiskur etur lítinn fisk“ og að lífsform höfðu breyst „hægt í gegn- um tíðina“. Hvað varðar uppruna mannsins sagði Tanzella-Nitti að þó við ættum 97 prósent „erfðafræðilegrar arfleifð- ar“ sameiginleg með öpum væru það þau þrjú prósent sem eftir stæðu sem „gerðu okkur einstök“, þar á meðal trúin. „Ég styð þá hugmynd að þróun eigi sér stað innan kristinnar guðfræði,“ sagði Giuseppe Tanzella-Nitti. Api í föður- eða móðurætt? Enska biskupakirkjan hefur ýtt úr vör með viðleitni til að bjóða Darwin vel- kominn í kristið samfélag, enda fjöl- margir sem telja að þróunarkenning hans hafi gert að verkum að vísindi og trú urðu ósamræmanleg. Kirkjan vill leiðrétta þá skoðun að viðhorf Darwins til trúar föður síns hafi einkennst af sundurþykkju. Það er álitið að Darwin hafi glatað köllun sinni gagnvart Guði á þeim tíma þegar hann sigldi umhverfis jörðina á skipi hennar hátignar Beagle og sá með eigin augum vísbendingar um þróun sem voru á skjön við þá trú að Guð hefði skapað himin og jörð. Myndbirting þeirrar deilu sem kenningar Darwins ollu kom vel fram þegar vísindamaðurinn Thomas Huxley og Samuel Wilberforce bisk- up tókust á um málið í júní 1860. Þá spurði Wilberforce hvort Huxl- ey væri kominn af öpum í föðurætt eða móðurætt. Huxley svaraði á þann veg að hann myndi ekki skammast sín fyrir að eiga apa að forföður, en hann myndi skammast sín fyrir að nota áhrif sín til að mæla gegn sann- leikanum. fimmtudagur 12. febrúar 200912 Fréttir © GRAPHIC NEWS Vörður á vegferð hugtaksins þróun 610-546 f.Kr.: gríski heim­ spekingurinn Anaximander ýjar að því að náttúran lúti lögmálum og öll lífsform hafi þróast af fiskum. 1735: Carl Linnaeus gefur út Systema Naturae, sem legg­ ur grunninn að flokkunarfræði – flokkun lífvera. Hann kom með þá hugmynd að allar plöntur kæmu af sameigin­ legum stofni. 12. febrúar 1809: Charles Robert Darwin fæðist í Shrewsbury á englandi. 1830: Charles Lyell gefur út Principles of geology. aðalhug­ myndin, að nútíðin sé lykillinn að fortíðinni, hefur áhrif á hugmyndir darwins. 1831: Darwin hefur fimm ára ferðalag umhverfis jörðina á skipi hennar hátignar beagle. 1838-39: Darwin þróar kenningu sína um náttúruval – að sum lífsform þrífist betur við ákveðnar aðstæður en önnur; þau lífsform ali af sér fleiri afkvæmi og verði því algengari með tímanum. 1858: Náttúrufræðingurinn Alfred Russel Wallace sendir Darwin sína eigin ritgerð um þróun vegna nátt­ úruvals, sem byggir á nánast sömu kenningu. Nóvember 1859: undir þrýstingi Wallace gefur Dar- win út um uppruna tegund­ anna – bók sem verður afar umdeild. 1865: tékkneski munkurinn Gregor Mendel gefur út rannsóknir sínar á arfgengi, en mikilvægi hugmynda hans hlýtur ekki viðurkenningu fyrr en snemma á tuttugustu öld. 1871: Í the descent of man tengir Darwin ættlegg mannsins við prímata. Þrátt fyrir að mörgum blöskri öðlast bókin hylli innan vísindasam­ félagsins. 19. apríl 1882: Charles Darwin deyr 73 ára að aldri. Hann er grafinn í Westminster abbey. 1925: Við apa­ réttarhöldin í tennessee er John Scopes fundinn sekur um að kenna þróunar­ söguna. málið byggir á lögum tennessee­fylkis sem banna kennslu hverrar kenningar sem hafnar guðlegri sköpun mannsins. Horft er fram hjá sakfellingu vegna tæknilegra ágalla. 1933: arfbæt­ ur – gervi­ vísindi 19. aldar miðaði að því að bæta samfélög með sérstakri ræktun – er tekin upp í Þýska­ landi nasismans. Í Kaliforníu, miðstöð arfbótasinna, eru 60.000 manns gerð ófrjó gegn eigin vilja og þúsundum meinað að ganga í hjónaband. 1953: James D. Watson (að neðan t.h.) og Francis Crick (að neðan t.v.) uppgötva uppbyggingu genaefnis, sem gerir kleift að rannsaka sameindalíf­ fræði þróunar. 2005: erfðagreining sannar tiltölulega nýlega þróun mannsins síðastliðin 10.000 ár. 12. febrúar 2009: alþjóðlegur darwin­dagur. Anaximander Pýþagoras Vísindin og trúin Páfagarður og enska biskupakirkjan hafa aldrei fordæmt þróun- arkenningu Darwins. Engu að síður hafa margir talið að þróun- arkenningin hafi valdið óyfirstíganlegri gjá á milli vísinda og trú- ar. Páfagarður og enska biskupakirkjan rétta nú fram sáttahönd, enda 200 ár frá fæðingu Charles Darwin og 150 ár frá því bókin Um uppruna tegundanna kom út. KolbeiNN þorsteiNssoN blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Fyrir útgáfu bókar Charles Darwin, Um uppruna tegundanna, voru flest- ir Vesturlandabúar þeirrar trúar að tegundir lífs á jörðinni hefðu orðið til við sköpun. Þá kenningu má kalla sköpunarhyggju (e. creationism) og er kjarni hennar sá að Guð hafi skap- að hverja einstaka tegund lífsforms á jörðinni óháð öðrum tegundum. Sköpunarhyggjan hefur síðan þá þróast og greinst í ýmsa strauma og stefnur og ber þar hæst vithönnun (e. Intellectual Design) en hún fel- ur í sér að yfirnáttúrleg öfl eigi þátt í sköpun og þróun lífs á jörðinni. rök gegn tilvist Guðs Kenningin um vithönnun á sér fjöl- marga fylgismenn og sem dæmi má nefna mál frá 2002 í Bandaríkjun- um. Þá tóku fylgismenn vithönnunar sig saman í tilraun til að koma þeirri kenningu inn í vísindanámsskrá skóla í Ohio og kröfðust þess að sú kenning yrði kennd samhliða þróun- arkenningu Darwins. Margir álitu að málið endurspegl- aði þá trú margra biblíufestumanna í Bandaríkjunum að óvéfengd holl- usta við þróunarkenninguna hefði í of miklum mæli verið notuð sem rök gegn tilvist Guðs. Umræðuefnið í Ohio var ekki að- eins einföld endurkoma að sköpun- arhyggju í anda Biblíunnar, því fylg- ismenn vithönnunar viðurkenna að alheimurinn sé vel við aldur. Þeir álíta að fjölbreytni og margbreyti- leiki lífs á jörðinni beri þess vitni að um sé að ræða handbragð „vitræns hönnuðar“. trúfræði eða vísindi Hvað sem líður þeim kenningum sem fólk aðhyllist varðandi tilurð jarðar og íbúa hennar stendur eftir spurningin um hvort umræðan eða kennslan heyri undir trúmál eða vís- indi. Árið 2006 fengu allir skólar í Bretlandi sendingu sem innihélt myndefni og ritað mál til stuðnings vithönnun, sem valmöguleika sköp- unarhyggjusinna gagnvart þróunar- kenningu Darwins. Að baki sending- unni voru samtökin Truth in Science, Sannleikurinn í vísindum, sem njóta fjárframlaga frá einstaklingum. ekki kennsluefni í vísindum Bresk stjórnvöld sáu ástæðu til að senda orðsendingu til skólayfirvalda um að umdeilt kennsluefni til stuðn- ings sköpunarhyggju skyldi ekki tek- ið upp sem kennsluefni í vísindum. Samkvæmt frétt í breska dagblað- inu Guardian töldu skólayfirvöld fimmtíu og níu skóla að efnið væri „gagnlegt efni í kennslu“. Þáverandi menntamálaráðherra, Jim Knight, skrifaði: „Hvorki vit- hönnun né sköpunarhyggja eru við- urkenndar vísindalegar kenningar og eru ekki hluti af vísindanámsskrá“. Talsmaður vísinda úr röðum frjálslyndra demókrata, Evan Harr- is, lýsti yfir áhyggjum sínum vegna sendingarinnar frá Truth in Science- samtökunum og óttaðist að einhverj- ir kennarar nýttu efnið til að kynna vithönnun sem trú annars vegar og sem beinhörð vísindi hins vegar. skopmynd af Darwin darwin var hafður að háði og spotti vegna kenningar sinnar. Þá tóku fylgismenn vit- hönnunar sig saman í tilraun til að koma þeirri kenningu inn í vísinda- námsskrá skóla í Ohio og kröfðust þess að sú kenning yrði kennd samhliða þróunarkenn- ingu Darwins. Andstæðingar þróunarkenningar Charles Darwin hafa margir hverj- ir bent á sköpunarhyggjuna sem einu réttu kenninguna. Algeng- asta afurð sköpunarhyggjunnar er kenningin um vithönnun. sköpunarhyggjan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.