Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2009, Side 16
fimmtudagur 12. febrúar 200916 Ást & rómantík
Flestir þekkja tilfinn-
inguna sem fylgir því
að vera í nýju ástar-
sambandi og alla
rómantíkina sem því
fylgir. Því lengra sem
dregur á sambandið
færist þó yfirleitt ró
yfir ástfangna parið
og því oft ágætt að
vera meðvitaður um
hvað þarf að gera til
að viðhalda neistan-
um. Í bókinni 1001
ráð til að slaka á, sem
nýlega kom út, má
finna nokkur góð ráð
til að viðhalda góðri
sambúð.
Hlæið saman
Hlátur dregur úr streitu, eykur vellíð-
an og eyðir ágreiningi – á meðan
brandararnir eru ekki niðurlægjandi
og á kostnað annarra.
Hleyptu makanum að
Ekki gleyma sambandinu við mak-
ann, sama hversu mikið þú vinnur.
Gefið ykkur tíma til að njóta samvista
hvort við annað.
Vertu góður vinur
Vinátta er forsenda allra samdbanda.
Hlustaðu á maka þinn, inntu hann
eftir því hvernig honum líði og end-
urtaktu með breyttu orðavali svo
það sé greinilegt að þú viljir skilja og
hjálpa. Ekki grípa fram í eða botna
setningu viðkomandi.
Vertu viðbúin(n) málamiðlun
Í sambúð er ekki mögulegt að fá allt-
af sínu fram. Slakaðu á og sættu þig
við það.
Ekki sofna ósátt
Reynið ætíð að sættast fyrir svefninn.
Svefnlaus nótt og særandi augntillit
morguninn eftir verður aðeins til að
eyðileggja næsta dag líka.
Óvænt ánægja
Reyndu að varðveita „hið óvænta,“
sem fylgir nýjum samböndum, taktu
skyndiákvarðanir eins og að skreppa
niður í fjöru í vitlausu veðri, panta gist-
ingu á hóteli upp úr þurru eða koma
heim með blómvönd af engu tilefni.
Eldaðu fyrir elskuna þína
Skiptist á að elda og útbúa róman-
tíska máltíð – kertaljós og tónlist.
Lifi rómantíkin
Kampavín, kertaljós, blóm og súkku-
laði – kannski gömul tugga – en hún
virkar.
Morgunmatur í rúmið
Kaffi, ristað brauð og dagblöðin – það
verður ekki betra.
Ekki gleyma áhugamálunum
Haltu áfram að sinna áhugamálun-
um eftir að þú ert komin(n) í sam-
búð. Farðu í gönguferðir með vinun-
um, fjallaklifur eða horfðu á fótbolta.
Leitaðu hjálpar
Ef þér finnst svipuð vandamál koma
upp í núverandi sambandi og því
fyrra skaltu leita hjálpar ráðgjafa og
reyna að komast að rótum vandans.
Uppskrift að góðu
ástarsambandi
Kærleikur er heilun jarðar
Ingólfstræti 2 | Sími: 517 2774
www.gjafirjardar.is