Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2009, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2009, Síða 27
fimmtudagur 12. febrúar 2009 27Sviðsljós Jennifer Aniston er orðin fertug og hefur a ldrei litið betur út: Victoria sýnir nýja hönnun í New York: Fréttir herma að Victoria Beck- ham og hennar heittelskaði eigin- maður David Beckham muni ekki eyða Valentínusardeginum sam- an, þann 14. febrúar næstkom- andi. Dagurinn sem snýst um að pör eyði góðum stundum sam- an og gleðji hvort annað með fal- legum gjöfum verður því víst að bíða betri tíma hjá þeim hjónum. Ástæðan fyrir aðskilnaði þeirra hjóna er sú að hin 34 ára Victoria ætlar að skjótast með einkaþot- unni til New York og láta sjá sig á Tískuvikunni sem þar fer fram næstu daga og sýna nýja galla- buxnalínu sína. Victoria reynir hvað mest hún getur að einbeita sér að nýjum starfsferli sínum sem fatahönn- uður og því mikilvægt fyrir hana að fylgja hönnun sinni eftir, sækja réttu staðina og hitta rétta fólkið. Þá er Victoria ekki þekkt fyrir að láta sig vanta í aðalpartíin og mun engin breyting verða þar á í þetta sinn. Victoria vildi að sjálfsögðu hafa eiginmanninn með í för en hann mun halda áfram að sinna knatt- spyrnunni á Ítalíu þar sem hann spilar tímabundið með AC Milan. Aðskilin á Valentínusardaginn Fertug og Flott Það er erfitt að ímynda sér að hin glæsilega Jenni- fer Aniston sé orðin fertug en sú er staðreyndin. Leikkonan sem hefur aldrei litið eins vel út né ver- ið í eins góðu líkamlegu formi fagnaði áfanganum stóra í gær, 11. febrúar. Samkvæmt heimildarmanni People Magazine var hinn þrjátíu og eins árs söngv- ari og kærasti Aniston, John Mayer, búinn að semja sérstakt lag til sinnar heittelskuðu í tilefni dagsins. Miklar sögusagnir hafa verið á kreiki um að May- er hafi ætlað að nýta stóra daginn til að fara niður á eitt hné og biðja um hönd leikkonunnar fallegu en ekki hafa enn borist fréttir af því. Á söngvarinn meðal annars að hafa bloggað um kaup sín á stór- um trúlofunarhring. Jennifer hélt smá veislu að heimili sínu fyrr í vik- unni fyrir vini og vandamenn. Á meðal gesta voru meðal annars góð vinkona hennar Courteney Cox, Sheryl Crow og fleiri stjörnur. Ung og saklaus Þessi mynd var tekin árið 1993 en þá var aniston aðeins tuttugu og fjögurra ára gömul og vissi án efa ekki hvað framtíðin myndi bera í skauti sér. Tuttugu og sjö ára og sæt Þarna er aniston farin að blómstra. Á meðan allt lék í lyndi Jennifer og Prad Pitt á meðan allt lék í lyndi. Aldrei flottari Jennifer aniston hefur aldrei litið jafn vel út og því erfitt að ímynda sér að hún sé orðin fertug. Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR BIFREIÐAVERKSTÆÐI Ömmubakstur ehf. Kársnesbraut 96a | 200 kópavogi | S: 545 7000 Veljum íslenskt gott í dagsins önn... Ömmu kleinur Ömmu spelt flatkökur Ömmu flatkökur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.