Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2009, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2009, Qupperneq 21
Þrátt fyrir allan þann tíma sem liðinn er frá því að Charles Darwin setti fram kenningar sínar við mismikinn fögnuð, og þær séu alla jafna viðurkenndar af vísindamönnum, hafa andstæðingar kenninganna ávallt átt hauk í horni þar sem kirkjan og trúin eru. En nú hafa bæði kirkja Englands og Páfagarður rétt fram sáttahönd. Páfa- garður hefur viðurkennt að Charles Darwin hafi verið á réttri braut þegar hann fullyrti að maðurinn væri kominn af öpum. Háttsettur embættismaður Páfagarðs sagði í fyrradag að kenningar Darwins um þróun væru samræman- legar kristinni trú og væri jafnvel hægt að rekja þær til heilags Ágústínusar og heilags Tómasar frá Akvínó. „Það sem við í raun eigum við með þróun, er heimurinn eins og Guð skap- aði hann,“ sagði Gianfranco Ravasi erkibiskup. Páfagarður gerði einnig að engu vangaveltur um að Benedikt XVI páfi væri hugsanlega reiðubúinn til að styðja kenninguna um vithönnun (e. Intellectual Design), sem er angi af sköpunarhyggjunni (e. creationism) og eignar „æðri máttarvöldum“ marg- breytni lífsins. Kenningar Darwins aldrei fordæmdar Að sögn Gianfrancos Ravasi erkibisk- ups hafa kenningar Charles Darwin aldrei verið formlega fordæmdar af rómversk-kaþólsku kirkjunni og við- leitni til að veita Darwin uppreisn æru hafi hafist svo snemma sem 1950 þeg- ar Píus XII páfi lýsti þróunarkenning- unni sem gildri vísindalegri aðferð til að varpa ljósi á þróun manna. Árið 1996 sagði Páll II páfi að þróunar- kenningin væri „meira en tilgáta“. Giuseppe Tanzella-Nitti, guðfræði- prófessor í Róm, sagði að Darwin hefði verið sporgöngumaður heilags Ágústínusar. Ágústínus, guðfræðing- ur sem var uppi á fjórðu öld, hafði „aldrei heyrt hugtakið þróun, en hann vissi að stór fiskur etur lítinn fisk“ og að lífsform höfðu breyst „hægt í gegn- um tíðina“. Hvað varðar uppruna mannsins sagði Tanzella-Nitti að þó við ættum 97 prósent „erfðafræðilegrar arfleifð- ar“ sameiginleg með öpum væru það þau þrjú prósent sem eftir stæðu sem „gerðu okkur einstök“, þar á meðal trúin. „Ég styð þá hugmynd að þróun eigi sér stað innan kristinnar guðfræði,“ sagði Giuseppe Tanzella-Nitti. Api í föður- eða móðurætt? Enska biskupakirkjan hefur ýtt úr vör með viðleitni til að bjóða Darwin vel- kominn í kristið samfélag, enda fjöl- margir sem telja að þróunarkenning hans hafi gert að verkum að vísindi og trú urðu ósamræmanleg. Kirkjan vill leiðrétta þá skoðun að viðhorf Darwins til trúar föður síns hafi einkennst af sundurþykkju. Það er álitið að Darwin hafi glatað köllun sinni gagnvart Guði á þeim tíma þegar hann sigldi umhverfis jörðina á skipi hennar hátignar Beagle og sá með eigin augum vísbendingar um þróun sem voru á skjön við þá trú að Guð hefði skapað himin og jörð. Myndbirting þeirrar deilu sem kenningar Darwins ollu kom vel fram þegar vísindamaðurinn Thomas Huxley og Samuel Wilberforce bisk- up tókust á um málið í júní 1860. Þá spurði Wilberforce hvort Huxl- ey væri kominn af öpum í föðurætt eða móðurætt. Huxley svaraði á þann veg að hann myndi ekki skammast sín fyrir að eiga apa að forföður, en hann myndi skammast sín fyrir að nota áhrif sín til að mæla gegn sann- leikanum. fimmtudagur 12. febrúar 2009 21Fréttir Vísindin og trúin Fyrir útgáfu bókar Charles Darwin, Um uppruna tegundanna, voru flest- ir Vesturlandabúar þeirrar trúar að tegundir lífs á jörðinni hefðu orðið til við sköpun. Þá kenningu má kalla sköpunarhyggju (e. creationism) og er kjarni hennar sá að Guð hafi skap- að hverja einstaka tegund lífsforms á jörðinni óháð öðrum tegundum. Sköpunarhyggjan hefur síðan þá þróast og greinst í ýmsa strauma og stefnur og ber þar hæst vithönnun (e. Intellectual Design) en hún fel- ur í sér að yfirnáttúrleg öfl eigi þátt í sköpun og þróun lífs á jörðinni. Rök gegn tilvist Guðs Kenningin um vithönnun á sér fjöl- marga fylgismenn og sem dæmi má nefna mál frá 2002 í Bandaríkjun- um. Þá tóku fylgismenn vithönnunar sig saman í tilraun til að koma þeirri kenningu inn í vísindanámsskrá skóla í Ohio og kröfðust þess að sú kenning yrði kennd samhliða þróun- arkenningu Darwins. Margir álitu að málið endurspegl- aði þá trú margra biblíufestumanna í Bandaríkjunum að óvéfengd holl- usta við þróunarkenninguna hefði í of miklum mæli verið notuð sem rök gegn tilvist Guðs. Umræðuefnið í Ohio var ekki að- eins einföld endurkoma að sköpun- arhyggju í anda Biblíunnar, því fylg- ismenn vithönnunar viðurkenna að alheimurinn sé vel við aldur. Þeir álíta að fjölbreytni og margbreyti- leiki lífs á jörðinni beri þess vitni að um sé að ræða handbragð „vitræns hönnuðar“. Trúfræði eða vísindi Hvað sem líður þeim kenningum sem fólk aðhyllist varðandi tilurð jarðar og íbúa hennar stendur eftir spurningin um hvort umræðan eða kennslan heyri undir trúmál eða vís- indi. Árið 2006 fengu allir skólar í Bretlandi sendingu sem innihélt myndefni og ritað mál til stuðnings vithönnun, sem valmöguleika sköp- unarhyggjusinna gagnvart þróunar- kenningu Darwins. Að baki sending- unni voru samtökin Truth in Science, Sannleikurinn í vísindum, sem njóta fjárframlaga frá einstaklingum. Ekki kennsluefni í vísindum Bresk stjórnvöld sáu ástæðu til að senda orðsendingu til skólayfirvalda um að umdeilt kennsluefni til stuðn- ings sköpunarhyggju skyldi ekki tek- ið upp sem kennsluefni í vísindum. Samkvæmt frétt í breska dagblað- inu Guardian töldu skólayfirvöld fimmtíu og níu skóla að efnið væri „gagnlegt efni í kennslu“. Þáverandi menntamálaráðherra, Jim Knight, skrifaði: „Hvorki vit- hönnun né sköpunarhyggja eru við- urkenndar vísindalegar kenningar og eru ekki hluti af vísindanámsskrá“. Talsmaður vísinda úr röðum frjálslyndra demókrata, Evan Harr- is, lýsti yfir áhyggjum sínum vegna sendingarinnar frá Truth in Science- samtökunum og óttaðist að einhverj- ir kennarar nýttu efnið til að kynna vithönnun sem trú annars vegar og sem beinhörð vísindi hins vegar. Úr málverki Michelangelos „Sköpun sólar og mána” Kjarni kenningarinnar um vithönnun er sú að jörðin sé handverk „vitræns hönnuðar“. darwin Upphaflega hugðist Charles Dar- win leggja stund á læknisfræði og nam við Edinborgarháskóla, en söðlaði síðar um og lagði stund á guðfræði í Cambridge. Árið 1831 slóst hann í för með vísindaleið- angri um borð í könnunarskipinu Beagle. Leiðangurinn tók fimm ár. Á þessum tíma trúði þorri Evr- ópubúa að Guð hefði skapað himin og jörð á sjö dögum, líkt og Biblían kvað á um. Í könnunarleiðangr- inum las Darwin bók Charles Ly- ell, Principles of Geology (Lögmál jarðfræðinnar), en í henni leiddi Lyell að því líkur að steingerving- ar væru í raun staðfesting tilvistar dýra sem lifað hefðu fyrir mörgum þúsundum eða milljónum ára. Galapagoseyjar Rök Lyells fengu hljómgrunn í huga Darwins vegna þess fjölbreytta dýralífs og jarðfræðilegu eiginleika sem bar fyrir augu hans í sjóferð- inni. Þáttaskil urðu í hugmynda- fræði Darwins þegar hann kom til Galapagoseyja, 500 sjómílur vest- ur af Suður-Ameríku. Þar tók Dar- win eftir því að á hverru eyju fyr- ir sig var að finna finkur sem voru náskyldar en ólíkar að mikilvægu leyti. Þegar Darwin kom aftur heim til Englands árið 1836 reyndi hann að koma heim og saman afrakstri rannsókna sinna og gátunni um hvernig tegundir þróast. Niðurstöður kynntar 1858 Undir áhrifum frá Thomas Malt- hus kom hann með þá kenningu að þróun ætti sér stað með náttúru- vali. Hann taldi að dýr og plöntur sem best hentuðu umhverfi sínu væru líklegri til að lifa af og fjölga sér og skiluðu til afkvæma sinna þeim eiginleikum sem hjálpuðu þeim að lifa af. Þannig, með tíð og tíma, breyttust tegundir. Darwin vann að kenningu sinni í tuttugu ár. Eftir að hann komst að því að Alfred Russel Wallace, annar náttúrufræðingur, hefði komist að svipaðri niðurstöðu gáfu þeir tveir út sameiginlega tilkynningu um uppgötvanir sínar árið 1858. Um uppruna tegundanna Árið 1859 gaf Darwin út On the Origin of Species by Means of �at- ural Selection, eða Um uppruna tegundanna. Bókin olli miklum úlfaþyt og varð afar umdeild, ekki síst fyr- ir þær sakir að samkvæmt þeim rökum sem hægt var að finna í kenningum Darwins var hinn „viti borni maður“, homo sapiens, ekk- ert annað en ein dýrategundin. Samkvæmt kenningum Darw- ins var mögulegt að jafnvel mað- urinn hefði einfaldlega þróast – líklega af öpum – og þær eyðilegðu kenningar kirkjunnar um hvern- ig heimurinn hefði orðið til. Dar- win sætti grimmilegum árásum, sérstaklega af hálfu kirkjunnar, en engu að síður hlutu kenningar hans með tíð og tíma hljómgrunn og hafa tekið við af kenningum kirkjunnar. Charles Darwin lést 19. apríl 1882 og var borinn til grafar í Westminster Abbey. Bókin olli miklum úlfa- þyt og varð afar um- deild, ekki síst fyrir þær sakir að samkvæmt þeim rökum sem hægt var að finna í kenning- um Darwins var hinn „viti borni maður“, homo sapiens, ekkert annað en ein dýrateg- undin. Charles Darwin Straumhvörf urðu í athugunum hans þegar hann kom til galapagoseyja. Andstæðingar þróunarkenningar Charles Darwin hafa margir hverj- ir bent á sköpunarhyggjuna sem einu réttu kenninguna. Algeng- asta afurð sköpunarhyggjunnar er kenningin um vithönnun. sköpunarhyggjan Gæðabakstur ehf. Álfabakka 12 | 109 Reykjavík | S: 545 7000 Veljum íslenskt Gæða kleinur Orku- kubbur gott í dagsins önn...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.