Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2009, Side 24
fimmtudagur 12. febrúar 200924 Ættfræði
Örnólfur Thorsson
bókmenntafræðingur og forsetaritari
Örnólfur Thorsson forsetaritari hef-
ur verið í DV-fréttum vegna viðtals
tímaritsins Condé Nast Portfolio við
forsetahjónin.
Starfsferill
Örnólfur fæddist í Reykjavík 8.6.
1954 og ólst upp í Vogahverfinu.
Hann lauk stúdentsprófi frá MT
1974, BA-prófi í íslensku og almennri
bókmenntafræði frá HÍ 1979, cand.
mag.-prófi í íslenskum bókmennt-
um frá HÍ 1993 og dvaldi við nám í
Danmörku, Englandi og Þýskalandi
1980-82.
Örnólfur var kennari við Fjöl-
brautaskóla Suðurlands 1982, Flens-
borgarskóla í Hafnarfirði 1982-84,
VÍ 1984-86, KHÍ 1988-94, við Uni-
versity of Leeds 1996-97 og stunda-
kennari við HÍ 1994-2000. Auk þess
kenndi hann við MHÍ og Vogaskóla
skamman tíma, var starfsmaður
Orðabókar Háskólans 1976-83, við
Stofnun Árna Magnússonar 1982,
Bókmenntafræðistofnun Háskól-
ans í tvö sumur og við Bókaútgáfu
Leifs Eiríkssonar 1997-99. Hann var
sérfræðingur á Skrifstofu forseta Ís-
lands 1999-2003, skrifstofustjóri frá
2003 og er nú forsetaritari.
Örnólfur sat í stjórn Máls og
menningar frá 1985, í framkvæmda-
stjórn Bókmenntahátíðar í Reykja-
vík frá 1985, í stjórn Bókmennta-
kynningarsjóðs 1986-94, var ritari
Félags íslenskra fræða 1989-95, for-
maður stjórnarnefndar Þjóðskjala-
safns Íslands 1990-94, formaður
stjórnar Forlagsins hf. 1990-98, sat í
skólaráði KHÍ 1990-94, í stjórn Hag-
þenkis 1993-2000 og varaformaður
þar 1998-2000, fulltrúi borgarstjór-
ans í Reykjavík í Leikhúsráði Borg-
arleikhúss 1994-2001, sat í menn-
ingarmálanefnd Reykjavíkurborgar
1999-2002, í stjórn Menningarborg-
asjóðs frá 2003, í stjórn Eddu – út-
gáfu hf. 2000-2003 og var formaður
samstarfsnefndar Reykjavíkurborg-
ar og Leikfélags Reykjavíkur um
skeið frá 2001.
Örnólfur er höfundur greina í
uppsláttarritinu Hugtök og heiti í
bókmenntafræði útg. 1983 og greina
um íslenskar miðaldabókmenntir í
safnritum og tímaritum, greina um
orðaforða Íslendinga sagna og ann-
arra miðaldarita auk greina um bók-
menntakennslu, samdi formála að
útgáfum íslenskra bókmennta frá
miðöldum, sinnti ritstjórn hjá Svörtu
og hvítu 1977-80, var ritstjóri Skáld-
skaparmála, tímarits um íslenskar
bókmenntir fyrri alda, ásamt Gísla
Sigurðssyni og Gunnari Á. Harðar-
syni, 1990-2000, ritstjóri Orðabókar
um slangur, slettur, bannorð og ann-
að utangarðsmál, ásamt Merði Árna-
syni og Svavari Sigmundssyni, útg.
1982, meðritstjóri Íslendinga sagna
og þátta I-II, 1985-1986, endurskoð-
uð útg. 1987, og Sígildra sagna 1-2,
1986-1987, vann að Orðstöðulykli Ís-
lendingasagna ásamt öðrum sem og
fjölda annarra útgáfa, íslenskra sem
erlendra, er lúta að íslenskum forn-
ritum. Þá hefur hann fengist við gerð
útvarps- og sjónvarpsþátta frá 1976,
ýmist einn eða ásamt öðrum.
Fjölskylda
Eiginkona Örnólfs er Margrét Þóra
Gunnarsdóttir, f. 22.9. 1954, tónlist-
arkennari. Hún er dóttir Gunnars
Dyrset, f. 30.11. 1935, tannlæknis,
og Eddu Óskarsdóttur, f. 18.1. 1938,
myndlistarmanns.
Börn Örnólfs og Margrétar Þóru
eru Margrét Edda, f. 21.10. 1987; Þór-
gunnur Anna, f. 16.1. 1990; Gunnar
Thor f. 2.5. 1994.
Bróðir Örnólfs er Guðmundur
Andri Thorsson, f. 31.12. 1957, rit-
höfundur, ritstjóri og fjölmiðlam-
aður, en kona hans er Ingibjörg Ey-
þórsdóttir myndlistarmaður og eiga
þau tvær dætur.
Foreldrar Örnólfs eru Thor Vil-
hjálmsson, f. 12.8. 1925 í Edinborg
í Skotlandi, rithöfundur og ritstjóri,
og Margrét Indriðadóttir, f. 28.10.
1923 á Akureyri, fyrrv. fréttastjóri
RÚV.
Ætt
Thor er sonur Guðmundar, fram-
kvæmdastjóra Eimskipafélagsins
Vilhjálmssonar, b. á Undirvegg í
Kelduhverfi, bróður Páls, afa Stef-
áns Jónssonar, alþm. og rithöfund-
ar, föður Kára, forstjóra Íslenskrar
erfðagreiningar. Annar bróðir Vil-
hjálms var Hallgrímur, langafi Her-
dísar, móður Hallmars Sigurðs-
sonar, fyrrv. leikhússtjóra. Systir
Vilhjálms var Valgerður, amma Val-
týs Péturssonar listmálara. Vilhjálm-
ur var sonur Guðmundar, b. á Brett-
ingsstöðum Jónatanssonar. Móðir
Guðmundar var Karítas Pálsdóttir,
timburmanns Sigurðssonar, bróður
Valgerðar, móður Þuríðar, formóð-
ur Reykjahlíðarættar. Móðir Guð-
mundar var Helga, systir Sigurbjarg-
ar, ömmu Stefáns Jónssonar. Helga
var dóttir Ísaks, b. á Auðbjargarstöð-
um í Kelduhverfi Sigurðssonar, b.
í Brekkukoti Guðbrandssonar, b. í
Sultum Pálssonar, bróður Þórarins,
afa Ólafar, langömmu Bjarna Bene-
diktssonar forsætisráðherra og lang-
ömmu Guðmundar Benediktssonar
ráðuneytisstjóra. Systir Guðbrands
var Ingunn, langamma Sveins, for-
föður Hallbjarnarstaðaættar, afa
Kristjáns Fjallaskálds.
Móðir Thors var Kristín, syst-
ir Ólafs Thors forsætisráðherra og
Thors Thors sendiherra. Kristín er
dóttir Thors Jensen, kaupmanns og
útgerðarmanns í Reykjavík, og Mar-
grétar Kristjánsdóttur, systur Stein-
unnar, móður Kristjáns Alberts-
sonar rithöfundar. Móðir Margrétar
var Steinunn Jónsdóttur, b. í Bergs-
holti Sveinssona, og Þorbjargar
Guðmundsdóttur, prófasts á Staða-
stað Jónssonar. Móðir Þorbjargar
var Margrét Pálsdóttir, systir Gríms,
langafa Ásgeirs Ásgeirssonar for-
seta.
Margrét er dóttir Indriða, raf-
virkjameistara á Akureyri, bróður
Gísla, föður Indriða, fyrrv. íslensku-
prófessors við KHÍ, föður Ernu,
blaðafulltrúa Alcoa. Indriði var
sonur Helga, b. í Skógargerði Ind-
riðasonar, hreppstjóra í Seljateigi
Ásmundssonar. Móðir Indriða var
Ólöf, systir Gísla, föður Benedikts í
Hofteigi, og systir Hallgríms, lang-
afa Agnars Hallgrímssonar íslensku-
fræðings. Ólöf var dóttir Helga, b. á
Geirúlfsstöðum, bróður Guðrún-
ar, ömmu Gunnars Gunnarssonar
rithöfundar. Helgi var sonur Hall-
gríms, skálds á Stóra-Sandfelli Ás-
mundssonar, bróður Indriða, föður
Ólafs, prófasts og skálds á Kolfreyju-
stað, föður skáldanna Páls alþm. og
Jóns ritstjóra sem orti Íslendinga-
brag. Móðir Margrétar var Laufey
Jóhannsdóttir.
Steingrímur Steinþórsson for-
sætisráðherra fæddist í Álfta-
gerði við Mývatn, sonur Steinþórs
Björnsson, bónda þar, og Sigrún-
ar Jónsdóttur húsfreyju. Sigrún
var dóttir Jóns Sigurðsson, alþm. á
Gautlöndum, og Sigríðar Jónsdótt-
ur. Sigrún var því hálfsystir ráð-
herranna Kristjáns og Péturs Jóns-
sona, og Rebekku, móður Haralds
Guðmundssonar, ráðherra og for-
manns Alþýðuflokksins sem var
föðurbróðir Jóns Sigurðssonar,
fyrrv. viðskiptaráðherra, seðla-
bankastjóra og nú nýverið stjórn-
arformanns Fjármálaeftirlitsins.
Steingrímur lauk búfræðiprófi
frá Bændaskólanum að Hvann-
eyri 1915 og prófi frá Búnaðarhá-
skólanum í Kaupmannahöfn 1924.
Hann var kennari við Bændaskól-
ann að Hvanneyri 1924-28, skóla-
stjóri Bændaskólans á Hólum
1928-35 og búnaðarmálastjóri
1935-62 að undanskildum ráð-
herraárum sínum. Þá var hann ný-
býlastjóri 1936-41.
Trúnaðarbrestur milli for-
manns Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknarflokks, þeirra Ólafs Thors
og Hermanns Jónassonar, gerði
það að verkum að þeim var illa við
að sitja saman í ríkisstjórn. Það var
meginástæða þess að framsóknar-
menn fengu Steingrím til að gegna
forsætisráðherraembættinu í ríkis-
stjórn Framsóknar og sjálfstæðis-
manna 1950-53. Þá var hann land-
búnaðar- og félagsmálaráðherra í
ríkisstjórn sömu flokka 1953-56.
Eðli málsins samkvæmt var
Steingrímur engin tímamótafor-
sætisráðherra. En hann var engu
að síður fremur vel þokkaður
stjórnmálamaður, hress í bragði
og mikill hrókur alls fagnaðar í
góðra vina hópi. Hann skrifaði
endurminningar sínar sem eru
um margt forvitnilegar um hrossa-
kaup stjórnmálanna í lok hafta-
tímans.
Steingrímur Steinþórsson
f. 12. febrúar 1893, d. 14. nóvember 1966
„Ég er búinn að vera að nýta vel þessa
síðustu daga áður en ég verð þrítug-
ur,“ segir afmælisbarn dagsins, Snorri
Bjarnvin Jónsson, og þylur upp hin
margvíslegu uppátæki síðustu daga:
„Ég fór á svartfuglsskytterí á bát, svo
fór ég til London að keppa í körfu-
bolta og djammaði með strákunum,
svo sá ég fljúgandi furðuhlut. Í und-
irgöngum við Mjóddina í Reykjavík
hitti ég svo tvær mellur sem buðu mér
blíðu sína en furðulostinn sagði ég
nei takk. Svo reyndi ég að labba upp
á Mósgarðshnjúka með snjóbretti, á
mánudaginn fór ég í listflug með Birni
Thoroddsen, á þriðjudaginn fór ég á
mótordreka, ég ætlaði í þyrluflug eft-
ir mótordrekaflugið en af því að ég er
að gera flugþætti fyrir ÍNN þurfti ég
að nota vídeókameru í þyrlufluginu
en hún fraus í mótordrekafluginu,
svo þyrluflugið frestast aðeins. Síðasta
daginn minn sem tuttugu og eitthvað
ára gamall labbaði ég upp á Botnssúl-
ur og renndi mér niður á snjóbretti.“
Nú þegar þrítugsafmælið er geng-
ið í garð er dagskráin hjá Snorra hins
vegar síður en svo á enda. „Í kvöld
ætla ég að halda boð fyrir fjölskyld-
una og fer svo á morgun til Köben að
fagna afmælinu með vinum mínum
þar.“ Snorri segist reyndar síður en svo
vera mikill veislukarl enda hafi hann
ekki verið að fagna þrítugsafmælinu
síðustu daga heldur hafi hann verið
að nýta vel síðustu daga æskunnar.
„Nei, ég er ekki mikill veislukarl og
af því að það er kreppa og maður hef-
ur ekkert efni á að vera að halda stór-
veislur fannst mér tilvalið að halda
afmælispartí með vinunum í Dan-
mörku. Við fengum miðana á góðu
verði og ákváðum að skella okkur út,“
segir Snorri að lokum.
krista@dv.is
Merkir Íslendingar
Snorri Bjarnvin Jónsson er þrítugur í dag:
nýtti síðustu daga æskunnar
Fólk Í FréttuM
Afmælisbarn dagsins
Snorri bjarnvin hefur nýtt
síðustu daga sem maður á
þrítugsaldri heldur betur vel.
30 ára
n Haukur Ingvarsson Hagamel 45, Reykjavík
n Willem Johannes Van Biljon Freyjugötu 42,
Reykjavík
n Kristján Kristjánsson Langholti 18, Akureyri
n Benjamín Örn Davíðsson Sólvöllum 15a,
Egilsstaðir
n Snorri Bjarnvin Jónsson Hallakri 3, Garðabær
n Snorri Gunnarsson Lækjargötu 30, Hafnarfjörður
n Guðmundur Þór Brynjarsson Mosdal 1, Njarðvík
n Ragnhildur Einarsdóttir Eyrargötu 3, Ísafjörður
n Jósep Geir Guðvarðsson Hverfisgötu 98a,
Reykjavík
n Guðmundur Bragason Eggertsgötu 6, Reykjavík
n Kristján Þór Magnússon Laugarbrekku 15,
Húsavík
n Grétar Örn Bragason Þrastanesi 18, Garðabær
40 ára
n Wieslawa Kujoth Hjallabraut 4, Þorlákshöfn
n Ellert Finnbogason Laufásvegi 63, Reykjavík
n Valdimar Steinar Einarsson Suðurgötu 60,
Hafnarfjörður
n Unnsteinn Þráinsson Norðurbraut 9, Höfn
n Steinar Gunnarsson Miðstræti 18, Neskaupstaður
n Páll Vignir Þorbergsson Silfurgötu 43, Styk-
kishólmur
n Garðar Þór Jónsson Skessugili 15, Akureyri
n Hafdís Huld Steingrímsdóttir Grundarhvarfi 21,
Kópavogur
n Valur Björn Önnuson Lindartúni 9, Garður
n Pálína S Eggertsdóttir Mánalind 1, Kópavogur
n Finnbjörn R Finnbjörnsson Efstasundi 10,
Reykjavík
n Steinunn Þorsteinsdóttir Hlíðarbraut 7,
Hafnarfjörður
n Ingimar Sigurðsson Ásbraut 5, Kópavogur
n Halldór Snorrason Ólafsgeisla 107, Reykjavík
n Rúnar Sigurður Guðjónsson Asparhvarfi 19c,
Kópavogur
n Kristín Snorradóttir Merkjateigi 1, Mosfellsbær
50 ára
n Sigrún Erla Þorsteinsdóttir Gerðhömrum 26,
Reykjavík
n Guðjón Ágúst Sigurðsson Klausturhvammi 17,
Hafnarfjörður
n Sighvatur Karlsson Ketilsbraut 20, Húsavík
n Guðjóna Vilmundardóttir Þórðarsveig 32,
Reykjavík
n Jón Hrafn Guðjónsson Gnoðarvogi 66, Reykjavík
n Sverrir Einarsson Flesjakór 4, Kópavogur
n Grétar Kristinn Gunnarsson Logafold 114,
Reykjavík
60 ára
n Dariusz Remigiusz Grabowski Baugholti 25,
Reykjanesbær
n Sigurður Bjarni Jóhannsson Lækjarvöllum 4,
Grenivík
n Sigurður Knútsson Ásabraut 8, Grindavík
n Stefán Eiríksson Ásbúð 65, Garðabær
n Stefán Björnsson Markarvegi 8, Reykjavík
n Sigrún Árnadóttir Smárahvammi 2, Egilsstaðir
n Jón Arnarr Einarsson Smáratúni 6, Selfoss
n Ólafur Ólafsson Kjarrvegi 5, Reykjavík
n Lovísa María Erlendsdóttir Undirhlíð 17, Selfoss
70 ára
n Fanney Eysteinsdóttir Broddanesi 3b, Hólmavík
n Þorbjörg Hannesdóttir Huldulandi 34, Reykjavík
75 ára
n Sjöfn Bachmann Bessadóttir Hjallabraut 33,
Hafnarfjörður
n Erla Engilbertsdóttir Naustahlein 2, Garðabær
n Hrafnkell Alexandersson Höfðagötu 15, Styk-
kishólmur
n Halldóra Edda Jóhannsdóttir Skólatúni 5,
Álftanes
n Ólöf Valdimarsdóttir Álfaskeiði 84, Hafnarfjörður
n Svava Snorradóttir Furugerði 11, Reykjavík
n Stefán Jóhannsson Fífumóa 6, Selfoss
n Guðbjörn Axelsson Sóltúni 7, Reykjavík
80 ára
n Jóhanna Bjarnadóttir Mýrarbraut 33, Blönduós
n Jóhanna Arnljót Friðriksdóttir Grænutungu 5,
Kópavogur
n Lilja Kristjánsdóttir Rauðalæk 36, Reykjavík
85 ára
n Guðjón Eymundsson Skúlagötu 20, Reykjavík
90 ára
n Valgerður Guðmundsdóttir Hraunvangi 7,
Hafnarfjörður
til
haMingju
Með
aFMælið!