Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2009, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2009, Síða 15
fimmtudagur 12. febrúar 2009 15Ást & rómantík „Þetta námskeið núna teng- ist mest erótíkinni og því hvað kveikir í okkur. Erótík tengist því sem hneykslar fólk. Eiginlega andstæðan við pólitíska rétt- hugsun. Að vera djarfur, ærslast og leika sér. Ögra svolítið sjálfum sér og hinum,“ segir Jóna Ingi- björg Jónsdóttir kynlífssérfræð- ingur sem verður með erótískt námskeið fyrir konur á öllum aldri 21. febrúar næstkomandi. Kennslan er í formi fyrirlestra, verkefna og umræðna en þátt- taka í verkefnum og umræðum er val. Kvenskörungurinn segir nám- skeið af þessu tagi vera nýtt fyr- irbæri hérlendis. Konur hafi lýst yfir áhuga á að sækja svona nám- skeið en hvort þær þori þegar til kemur eigi eftir að koma í ljós. „Það verður farið í algengar spurningar og nýlegar rannsókn- ir sem ég hef kynnt mér. Í kynlífi er maður oft mjög berskjaldaður og því gott að hafa bein í nefinu. Aukið sjálfstraust ýtir undir að fólk sé óhræddara við að gefa af sér og sé ekki að fela sig andlega. Það getur því leitt til betra kyn- lífs. Við erum öll með einhverja komplexa, en þegar við höldum samt okkar striki lærum við að vaxa með þeim,“ segir Jóna bros- andi enda með kynlífið á hreinu. Valentínusardagurinn ekkert spes „Ég held að sumir séu vanir að gera eitthvað við slík tilefni en hjá öðrum er þessi dagur ekk- ert sérstakur,“ segir Ingibjörg og bætir við: „Fólk á ekkert að upp- lifa neina pressu. Flestir hafa ekkert á móti því að fá fleiri knús og meiri athygli en sú ósk teng- ist ekkert einhverjum sérstökum dögum.“ Jóna segir fólk vera mis- jafnt og gera mismikið við slík tilefni. Einstaklingar læra með tímanum inn á væntingar hver annars. að Vinna í sínum málum Mörg pör hafa leitað til Jónu í gegnum árin. Mörg þeirra hafa náð góðum árangri í viðtölum hjá henni og hafa gjarnan orð á því að þau hefðu átt að byrja fyrr. „Ég hef ekki verið með karl- mannahópnámskeið. Það myndi ekki ganga. Þeir eiga að vera svo miklir elskhugar og þora ekki að koma einir. Konur eru van- ar að setjast niður og bera sam- an reynslu sína. Félagsmáti karl- anna er bara öðruvísi,“ segir Jóna Ingibjörg og bætir við: „Ég forð- ast að segja fólki fyrir verkum. Þarf helst að þekkja mynstur parsins til að geta leiðbeint því.“ Jóna Ingibjörg hefur leiðbeint Ís- lendingum með kynlíf og sam- skipti allt frá árinu 1987. Hún er aðallega með pör í viðtölum og segir marga ná góðum árangri og aðsókn í viðtölin stigmagnist. Hún segir engar gullnar reglur ráða ríkjum í tilfinningaheimin- um þar sem hvert par sé sérstakt. „Þetta er svo parabundið. Ég þarf að vita hvernig fólk hugsar. Eng- in stöðluð ráð. Ekkert nema það að haga sér út frá því besta í sér. Það vita allir hvað er ef fólk hefur samvisku og tilfinningalíf.“ Kynlífsfræðingurinn Jóna ingibjörg Jónsdóttir segir Val- entínusardaginn aðeins blómabúðaplott. Fólk eigi að reyna að vera almennilegt og gott hvert við annað alla daga ársins. Áhugi fyrir e tík Jóna ingibjörg Jónsdóttir er aðalkynlífssérfræðingur- inn í bænum. Blóm og gjafavara í miklu úrvali Hólagarði · Sími 557-3460

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.