Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2009, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2009, Side 28
fimmtudagur 12. febrúar 200928 Fókus á fimmtudegi Hvað Heitir lagið? „Ég var blindur, nú get ég séð. Þú gerðir „trúanda“ úr mér.“ Sudoko og Skorpulifur Tónleikar verða haldnir á Dillon í Hafnarfirði á morgun, föstudaginn þrettánda. Fram koma hljómsveit- irnar Skorpulifur, Bad Carburetor, The Way Down, breska hljómsveitin Sudoko auk vina. Skorpulifrarmenn, sem hafa skilgreint sig sem pönk- popphljómsveit, gáfu út sína fyrstu plötu, Heimabrugg, í haust og má ætla að einhver laga hennar muni hljóma á Dillon á morgun. Tónleik- arnir hefjast klukkan 22, það er tut- tugu ára aldurstakmark og frítt inn. Húmor kvenna Húmor og fyndni er yfirskrift er- indaraðar sem Bókasafn Kópa- vogs stendur nú fyrir á fimmtu- dagskvöldum. Fyrsta erindið var haldið síðastliðinn fimmtudag og í kvöld er komið að erindi númer tvö sem Auður Haralds rithöf- undur flytur. Þar ætlar Auður að tala um „kvennahúmor“ og ann- an húmor. Auður er landsþekkt fyrir bækur sínar og pistla sem ósjaldan eru uppfull af húmor og skemmtilegum. Fjögur erindi verða haldin í erindaröðinni og ætlar Bjarni Harðarson, fyrrver- andi þingmaður, að stíga í pontu í næstu viku. Erindi Auðar hefst klukkan 17.15 og eru allir vel- komnir. Á svona tíu ára fresti, oftast fyrir slysni, gerist það að hlutverk í bíómynd verður að ljóslifandi persónu. Per- sónu sem er svo sterk og svo vel gerð að það er eins og hún teygi anga sína langt yfir hvíta tjaldið og tali til manns á einhvern yfirnáttúrlegan hátt. Sem dæmi um slíkar persónur má nefna Jake La Motta í túlkun Roberts De Niro, Hannibal Lecter í boði Anth- onys Hopkins, Christy Brown í túlk- un Daniels Day Lewis og nú er hæg- lega hægt að bæta í hópinn hlutverki Mickeys Rourke, Randy The Ram Robinson, aðalpersónu The Wrestler. The Ram er niðurbrotinn og sundur- tættur fjölbragðaglímukappi. Tuttugu árum áður var hann á hátindi ferils síns, með eigin leikföng, tölvuleiki og varning. Nú glímir hann við auman hóp af ræflum fyrir 150 dali um helg- ar, vinnur í stórmarkaði þess á milli og dreymir um að fá annað tækifæri. Hann á engan að, ekki nema van- rækta dóttur sem vill ekki vita af hon- um. Sú eina sem nennir að tala við hann er strípidansarinn Cassidy, en þeirra samband er svo sem ekki neitt neitt. Þegar svo Randy fær fyrir hjart- að neyðist hann til að horfast í augu við raunveruleikann. The Wrestler er rosaleg saga sem ofan á allt veitir vandlega innsýn í líf fjölbragðaglímu- manna. Hvort sem það er í innvið- um sýndarbardagans, bakvið tjöldin, steranotkunin eða vonin í vonleysinu. Mickey Rourke gerir myndina að því sem hún er. Upphaflega átti Nicholas Cage að fara með hlutverkið, en sem betur fer var hætt við það. Rourke, sem er að verða sextugur er í betra líkam- legu formi heldur en Michael Phelps og stígur ekki feilspor alla myndina. Svo raunverulegur verður The Ram, að þegar söguþráðurinn raknar upp í lokin veit maður ekki hvort maður eigi að gráta af gleði eða sorg. Mar- isa Tomei er æðisleg sem strípidans- mærin, jafn vonlaus og glímukapp- inn en á einhvern hátt svo tignarleg. Handritshöfundur myndarinnar Ro- bert D. Siegel á ekki mörg handrit að baki en greinilegt er að hann á fram- tíðina fyrir sér. The Wrestler er snúið hæglega upp á hverja klisjuna á fæt- ur annarri og jafnvel þegar klisja virð- ist vera í augsýn er ferskur safi kreist- ur úr. Myndatakan er til fyrirmyndar, fáir leikstjórar hafa jafn næmt auga og Darren Aronofsky. Svona á að segja sögu, sögu sem snýr að þeim val- kostum sem við öll höfum og hvað mannsandinn er sterkur. Kirsuber- ið ofan á er titillag myndarinnar eftir Stjórann, Bruce Springsteen. Upphaf textans: „Have you ever seen a one- trick-pony,“ veistu, ég verð klökkur við tilhugsunina. Ef Mickey Rourke fær ekki Óskarsverðlaunin mun ég héðan í frá taka þeim jafn alvarlega og Eddu- gríni okkar Íslendinga. Dóri DNA einStök kvikmYndaupplifun The Wrestler mickey rourke setur eilífðarmark sitt á kvikmyndasöguna í ótrúlegu hlutverki. The WresTler Leikstjóri: darren aronofsky Aðalhlutverk: mickey rourke, marisa tomei, evan rachel Wood, mark margolis. kvikmyndir Svar: movin´ On up með Primal Scream Tvíhliða munstur Eykur grip- öryggi og stuðlar að betri aksturs- eiginleikum við hemlun og í beygjum Bylgjótt mynstur Til að tryggja betra veggrip Þrívíðir gripkubbar Zik-Zak lóðrétt lögun kubbanna tryggir minni hreyfingu á þeim og aukna rásfestu Tennt brún Eykur gripöryggi Stærri snertiflötur - aukið öryggi 30 daga eða 800 km skilaréttur Svo sannfærðir erum við um kosti TOYO harðskeljadekkjanna að við bjóðum 800 km eða 30 daga skilarétt ef þið eruð ekki fullkomlega sátt. Andvirðið gengur þá að fullu til kaupa á öðrum hefðbundnum vetrar- eða nagladekkjum hjá okkur, við umfelgum fyrir þig hratt og örugglega.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.