Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2009, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2009, Side 18
fimmtudagur 12. febrúar 200918 Ást & rómantík Vandfundin er sú kona á Íslandi á aldursbilinu fimmtán til fertugs sem ekki hefur lesið, í það minnsta glugg- að í, sjálfshjálparbókina He’s Just Not That Into You. Bókin kom út á frum- málinu fyrir örfáum árum og slógust konur um bókina í bókabúðum og bókasöfnum. Ætla má að þar hafi ein- hleypar konur verið fremstar í flokki en þær lofuðu virðast þó alltaf hafa áhuga á ýmsu í lífi og lífsbaráttu þeirra einhleypu á hinum þyrnum stráða kjötmarkaði. Nægir líklega að benda á vinsældir þátta eins og Sex and the City og Lipstick Jungle og ógrynni rómantískra ástarmynda því til sönn- unar. Þess má geta að annar höfunda bókarinnar, leikkonan og handrits- höfundurinn Liz Tuccillo, er einn höf- unda Sex and the City en hún skrifaði bókina með grínistanum og rithöf- undinum Greg Behrendt. He’s Just Not That Into You er nú að koma út á ís- lensku í tengslum við frum- sýningu myndar sem byggð er á bókinni. Íslenski titill- inn er Hann er ekki nógu skotinn í þér í þýðingu Þóru Sigurðardóttur og er gef- in út hjá Vöku-Helgafelli. Myndin skartar stjörnum á borð við Scarlett Johans- son, Jennifer Aniston, Ben Affleck, Jennifer Connelly og Drew Barrymore en leik- stjóri er Ken Kwapis sem meðal annars hefur leikstýrt nokkrum þáttum af banda- rísku útgáfu The Office og The Bernie Mac Show. Myndin er sögð byggð upp af sam- tengdum sög- um af vandamál- inu við að lesa í mannlega hegð- un og túlka, eða mistúlka, orð og gjörðir karl- manna. Í upphafi er fylgst með Gigi, leikin af Ginnifer Goodwin, sem frá fimm ára aldri hef- ur verið fullvissuð um að þegar karl- menn láta eins og asnar séu þeir hrifnir af henni. Mörgum árum seinna er Gigi að leita að hinni einu, sönnu ást í lífi sínu, flöktandi á milli manna sem eru einfaldlega ekki skotnir í henni. Eftir að síðasta deit hennar, Connor, hefur ekki hringt eins og hann lofaði fer Gigi á bar sem Connor sagðist sækja mikið. Þar hittir hún vin hans, Alex, og játar hversu ringluð hún er yfir áhuga eða áhugaleysi Connors á sér. Alex tekur sig til og dembir ísköldum sannleik- anum á Gigi, segir að Connor sé ekki skotinn í henni. Í framhaldinu útskýrir hann „merkin“ fyrir Gigi. Þótt það eigi örugglega ekki eftir að stöðva kvenfólkið, og jafnvel heldur ekki karlmennina, í að fara á myndina skal þess þó getið að hún hefur ekki fengið neitt sérstaklega góða dóma. Á IMDb-kvikmyndavefnum var hún með 6,6 í einkunn seinnipartinn í gær og hefur fengið töluvert fleiri „rotna“ úrskurði en „ferska“ á rottentomat- oes.com. He’s Just Not That Into You verður frumsýnd hér á landi í Laugarásbíói þann 20. febrúar. Bókin He’s Just Not That Into You var lesin upp til agna af kvenþjóðinni fyrir nokkrum árum. Íslensk þýðing og kvikmynd byggðar á bókinni eru nú væntanlegar. Sannleikurinn um hugSunarhátt karla Vinsæl bókin sem myndin er byggð á sló algjörlega í gegn fyrir nokkrum árum. „Sagði hann hvað?!“ „Jenni- ferarnar“ aniston og Connelly í hlutverkum sínum í myndinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.