Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2009, Side 30
fimmtudagur 12. febrúar 200930 Fólkið
Ívari Guðmundssyni var nýlega
rænt úr Hagkaupum í Smára-
lind. Eða öllu heldur pappaút-
gáfu af Ívari sem var notuð við
að kynna próteindrykkinn Há-
mark. Visir.is greindi frá þessu
í gær en pappaspjald með Arn-
ari Grant var látið vera óhreyft.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
pappírsspjöldum af þessu tagi er
rænt úr Hagkaupum. Pappírs-
spjaldi með stjörnukokkinum
Sigga Hall var rænt á sínum tíma
en Siggi dúkkaði seinna upp í
myndbandi með hljómsveitinni
Á móti sól. Þá var pappírsspjaldi
með Páli Óskari einnig rænt en
myndband af ráninu var sett á
vefinn youtube.com.
Fékk bréF
Frá Woody
Húðflúr Ásbjargar Ísabellu Magn-
úsdóttur, gítarleikara í Elektru
eða Ísabellu eins og hún er oftast
kölluð, hafa vakið mikla athygli
en á vinstri upphandleggnum er
hún með tígrisdýramynstur og
þeim hægri með úlfaloppufar
auk fjölda annarra húðflúra víðs
vegar um líkamann.
„Ég fékk mér þessi tattú sem
minningu um tímann sem ég
vann í skýli fyrir villt dýr í Banda-
ríkjunum. Ég flutti þangað þegar
ég var nítján ára með fyrrverandi
eiginmanni mínum sem var að
læra flugvirkjann í Bandaríkjun-
um. Ég kynntist stelpu sem hafði
erft þetta skýli frá pabba sínum
og við tókum að okkur villt dýr
sem fólk hafði fengið sér sem
gæludýr en gat svo ekki séð um,“
útskýrir Ísabella.
Í dýragarðinum voru hin ýmsu
dýr að sögn Ísabellu sem hugsaði
um þau eins og hver önnur gælu-
dýr. „Þarna voru allar tegundir af
stórum köttum, tígrisdýrum og
svoleiðis og svo voru þarna tveir
bjarnarhúnar, timburúlfur, strút-
ur, skunkur, slöngur, geitur og alls
kyns önnur dýr sem við vorum að
hugsa um.“
Þrátt fyrir mikinn dýraáhuga
setur Ísabella stefnuna þó annað
hvað varðar framtíðarstarfið. „Ég
stefni að því að fara í Lögreglu-
skólann. Ég ætla í inntökupróf-
in núna í haust svo ég er byrjuð
að æfa á fullu til að vera í góðu
formi. Mig langar mest að vinna í
sifjadeild rannsóknarlögreglunn-
ar sem rannsakar nauðganir og
misnotkun. Ég held að það veiti
ekkert af góðu fólki með heilann
í lagi í lögregluliðið okkar,“ segir
þessi ákveðna og hressa stúlka að
lokum.
krista@dv.is
Í villtri vi u
Jóhannes Benediktsson:
Katrín Júlíusdóttir, þingkona
Samfylkingarinnar, hefur aldrei
verið í sambúð. Þetta kemur
fram í nýjasta eintaki Vikunn-
ar þar sem nokkrir misþekktir
einstaklingar eru spurðir spurn-
inga sem tengjast kynnum af
hinu kyninu. Katrín hefur heldur
aldrei náð heilu ári í sambandi
að eigin sögn og hlær því þegar
hún er spurð af Vikunni hvernig
maður haldi í aðila þegar búið
er að krækja í hann. Þess má
geta að Katrín á tæplega tíu ára
gamlan son, Júlíus Flosason,
sem hún á með Flosa Eiríkssyni,
bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar
í Kópavogi. Í framhjáhlaupi má
einnig geta þess að Egill „Gillz“
Einarsson svarar sömu spurn-
ingu á afar hreinskiptinn hátt:
„Ef þú getur tekið standandi 69
er hún þín að eilífu.“
reynslulÍtil
þingkona
Ívari
rænt
„Woody Allen sendi okkur bréf. Hann
var voða kurteis, og bréfið í hans stíl.
Hann sagði nákvæmlega það sem
skipti máli og notaði skemmtileg
orð,“ segir Jóhannes Benediktsson
sem heldur úti heimasíðunni wood-
yallen.com ásamt félaga sínum Ell-
erti Guðjónssyni. Jóhannes býr nú í
Berlín og vinnur að gerð heimasíð-
unnar radioninja.com.
„Hann var ánægður með okk-
ur og hvatti okkur til þess að halda
þessu áfram,“ segir Jóhannes sem
keypti lénið fyrir tæpum níu árum.
„Ég er mikill aðdándi Woodys eins
og gefur að skilja og rak augun í það
að síðan var til sölu þarna um árið,“
segir Jóhannes. Skömmu áður en Jó-
hannes og vinur hans eignuðust lé-
nið kom í ljós að allir þeir sem heim-
sóttu síðuna voru sjálfkrafa færðir
yfir á klámsíðu. „Eigandi lénsins átti
erfitt með að græða á þessari síðu og
þetta var hans eini sjéns. Hann var í
raun algjör svindlari.“
Strákarnir uppfærðu síðuna og
gerðu hana að sinni án nokkurra
vandræða þangað til fyrir ári síðan.
„Þá poppaði svindlarinn aftur upp
og sagði okkur hafa stolið síðunni
því hann sá að hann hafði misst
spón úr aski sínum og var með ein-
tóm leiðindi,“ útskýrir Jóhannes en
segir svindlarann kláran.
„Eins mikið fífl og þessi svindl-
ari er keypti hann lénið að öllum
seleb-nöfnum. Held að hann eigi
til dæmis nöfnin Bill Clinton og Li-
onel Richie. Hann var einn af þess-
um fyrstu til þess að fatta þetta og
græddi óhemjumikið á því að selja
lénin seinna meir. Hann sagði við
okkur á sínum tíma að hann sæi ekki
mikið verðgildi í Woody Allen,“ segir
Jóhannes og hlær.
Hann tekur þó fram að Woody
hafi ekki tekið það til sín að tveir
ungir strákar frá Íslandi ættu lénið
með nafni hans. „Það var þá sem
hann sendi okkur bréfið. Hann sá að
ásetningur okkar var honum í hag.“
Jóhannes segir um eitt þúsund
manns heimsækja síðuna á hverjum
degi og margir hverjir trúa því að að
þetta sé opinber síða hins virta leik-
stjóra. „Okkur berst ógrynni af aðdá-
endabréfum. Fyrstu mánuðina var
ég samviskusamur og svaraði þeim
spurningum sem ég vissi svarið við,
en ég hætti að vera samviskusamur
fyrir mörgum árum,“ segir Jóhann-
es og bætir við: „Ég fæ um fimm bréf
á dag og ef eitthvað þá hefur þetta
aukist yfir árin.“ Aðspurður hvað
sé það undarlegasta sem hann
hefur fengið í póstinum,
svarar Jóhannes hrein-
skilnislega: „Okkur var
boðið á fegurðarsam-
keppni heyrnar-
lausra í Tékklandi.
Ég vissi ekki
einu sinni að sú
keppni væri til,
en brandarans
vegna hefði
ferðin ver-
ið réttlætan-
leg.“
Jóhann-
es segir
það einn-
ig al-
gengt
að fólki
skrifi
honum
póst
og vilji fá gleraugu
Woodys Allen.
„Þeir vilja vita
hvaða módel
gleraugu hans
eru eða vilja
að við send-
um þeim
eintak.“
Þrátt fyr-
ir að vera
mikill að-
dáandi leik-
stjórans frá
New York
viðurkenn-
ir Jóhannes
að hann hafi
ekki sinnt
síðunni nógu
vel síðastliðin ár.
„Við höfum tal-
að um það að selja
lénið. Leiðinlegt að
eiga svona ágætt nafn
og vera ekki að sinna
því,“ segir Jóhannes og
er opinn fyrir
öllum tilboð-
um.
Jóhannes Benediktsson keypti lénið woodyallen.com fyrir tæpum níu árum. Lénið var
eitt sinn í eigu svindlara sem græddi á því að flytja tenginguna sjálfkrafa yfir á klámsíð-
ur. Jóhannes og félagi hans hafa sett inn á síðuna alls kyns upplýsingar um leikstjórann
fræga frá New York. Woody sjálfur var hæstánægður með síð-
una og hvatti þá áfram með skemmtilegu bréfi.
Meistari Woody Allen Jóhannes held-
ur úti heimasíðunni woodyallen.com.
Jóhannes Benediktsson Keypti lénið
woodyallen.com fyrir mörgum árum og
fær um eitt þúsund heimsóknir á dag.
GítarLeikariNN ísabeLLa í eLektru starfaði með viLLtum dýrum í baNdaríkJuNum:
Rokkuð á leið í lögguna Ísabella, gítarleikari
elektru, setur stefnuna á lögguna.