Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.2009, Side 25
fimmtudagur 12. febrúar 2009 25Sport
Schumacher Slapp ómeiddur Sjöfaldi heimsmeistarinn í formúlu 1,
Þjóðverjinn michael Schumacher, fór í læknisskoðun á sjúkrahúsi í murcia á Spáni
eftir mótorhjólaslys. Hann var við prófanir á nýju ofur-hjóli á einkabraut í spænsku
borginni Cartagena þar sem hann datt af hjólinu og slasaði sig. Það var hann færður
á sjúkrahúsið í murcia en er ekki alvarlega slasaður. Schumacher sem er fjörtíu ára
gamall hefur verið að leika sér á mótorfákum síðan hann kvaddi formúluna. Seint
síðasta sumar tók hann svo þátt í sínu fyrsta móti í Þýskalandi en þar skráði hann sig
undir dulnefni í keppnina. Schumacher hefur þó ítrekað gefið það út að hann ætli
ekki að leggja mótorhjólakappakstur fyrir sig.
„Það er bara sama staða á mér og
síðustu tvær vikur,“ segir Óli Stefán
Flóventsson um hvernig mál hans
standa gagnvart norska 2. deildar
liðinu Fløy. Óli Stefán æfði með lið-
inu í janúar og bjóst við samningstil-
boði fyrir tveimur vikum. Í viðtali við
DV fyrir tveimur vikum sagðist hann
í hreinskilni vera að flýja kreppuna
hér heima en úti fær hann vinnu fyr-
ir sig og konuna.
Öll mál fara í gegnum yfirmann
íþróttamála eða „Sportsjeffann“ eins
og Óli Stefán kallar hann. Það eru
eðlilegar tafir á málum Óla þar sem
sjefinn er ekki við. „Hann tók sig nú
bara til og fór í frí til Spánar. Ég hef
ekki heyrt í honum í eina og hálfa
viku. Hann kemur víst heim á laugar-
daginn og ætli hann hringi ekki í mig
eftir það,“ segir Óli Stefán en þessi yf-
irvegaði miðvörður er lítið að stressa
sig á hlutunum.
„Það getur vel verið að eitthvað
hafi breyst þó ég viti ekkert um það.
Þetta kemur allt í ljós,“ segir Óli Stef-
án en það er yfirmaður íþróttamála
sem sér um að senda samninginn
og athuga með vinnu fyrir hjónin.
„Þetta fer allt í gegnum hann. Ég er
mjög rólegur yfir þessu,“ segir Óli
Stefán Flóventsson.
Síðustu helgi var á reynslu hjá
Fløy markvörðurinn Bjarki Freyr
Guðmundsson sem nýlega samdi
við 1. deildar lið Víkings. Þá hefur
liðið nú þegar tryggt sér þjónustu
Jóhannesar Harðarsonar. Gangi allt
eftir gæti Óli Stefán því orðið þriðji
Íslendingurinn í röðum Fløy.
tomas@dv.is
Óli Stefán Flóventsson hefur ekki heyrt í Fløy í rúma viku:
Sjeffinn fór til Spánar
Vanmat eina
leiðin til tapS
Íslenska landsliðið í knattspyrnu
lagði Liechtenstein að velli í
æfingaleik á La manga í gærkvöldi,
2-0. Þó sigurinn hafi verið sanngjarn
og góður kvittaði hann ekki alveg
fyrir niðurlæginguna sem liðið mátti
sæti í Liechtenstein í síðustu
undankeppni. Sigurinn sýnir þó
óumdeilanlega að liðið er á réttri
braut undir stjórn Ólafs Jóhannes-
sonar en Ísland var mun betra liðið í
gær, eins og það ætti að vera gegn
Liechtenstein, og því var þjálfarinn
sammála. „Við eigum alltaf að vinna
Liechtenstein. Þetta er þjóð sem á
að vera slakari en við,“ sagði Ólafur
Jóhannesson þegar dV náði í skottið
á honum á La manga í gær. Hann var
ánægður með sigurinn.
„Ég held að það sé alveg óhætt að
segja að við höfum stjórnað þessum
leik algjörlega. Ég er mjög sáttur við
frammistöðu leikmanna. mest var ég
ánægður með hugarfar þeirra. Þeir
kláruðu leikinn af fullum krafti og
ekkert vanmat var í gangi. eins og ég
sagði við strákana fyrir leik var
vanmat eina leiðin til þess að við
myndum tapa leiknum,“ sagði Ólafur
við dV. Ísland fékk mörg fín færi og
með það var þjálfarinn sáttur.
færanýtingin verður þó að vera betri
í alvöru leik. „Vð fengum mörg mjög
góð færi til viðbótar. Við fáum
kannski ekki alltaf svona góð færi
gegn sterkari þjóðum en ef þau
koma verðum við að nýta þau betur.
Svona færanýting gæti orðið okkur
dýrkeypt,“ sagði Ólafur Jóhannes-
son.
umSJÓn: tÓmaS ÞÓr ÞÓrðarSon, tomas@dv.is / SVeinn Waage, swaage@dv.is
aftur að
borðinu
newcastle vill setjast aftur að
samningaborðinu með michael
owen um áframhaldandi veru hans
hjá newcastle. owen hefur nú þegar
neitað samningstilboði liðsins en
hans núverandi samningur rennur út
í sumar. „Við buðum owen samning
en hann kaus að ræða það ekki. Það
samningstilboð rann úr gildi 1.
janúar. Við munum hins vegar setjast
niður með honum bráðlega og sjá
hvað hann vill gera,“ segir derek
Llambias, framkvæmdastjóri
félagsins.
„Við áttum frábæra aðra umferð og
höfum verið mjög sannfærandi eft-
ir áramót,“ svaraði Aron Kristjáns-
son, þjálfari Hauka, þeirri klassísku
spurningu blaðamanns hvort fjöldi
verðlauna Hauka hafi nokkuð komið
honum á óvart. Í gær var valið úrvals-
lið umferða 8-14 í N1-deild karla og
kvenna en hjá körlunum áttu Haukar
besta leikmanninn, Frey Brynjars-
son, auk þriggja annarra leikmanna í
liðinu. Þá var Aron valinn besti þjálf-
arinn. Orð Arons voru þó langt frá
því ósönn því Haukar fóru á kost-
um eftir að þeir losnuðu úr viðjum
meistaradeildar Evrópu og því álagi
sem henni fylgir. Íslandsmeistararnir
unnu alla sína leiki í annarri umferð
mótsins, þar af stórsigra á Fram, sem
þá var á toppnum, Akureyri á útivelli
og erkifjendunum í FH.
Ástandið erfitt
„Það er gríðarlegt álag að vera í
meistaradeildinni og erfiðast er að
halda einbeitingu í deildinni á með-
an,“ segir Aron en Haukar unnu að-
eins þrjá af fjórum leikjum sínum í
fyrstu umferð deildarinnar. Íslands-
meistararnir eru nú komnir á topp
deildarinnar eftir fullkomna aðra
umferð. „Það var líka margt annað
sem spilaði inn í hjá okkur. Við erum
með þroskað lið og síðan fór efna-
hagsástandið að hafa áhrif á okk-
ur. Svo eru menn oft að koma heim
um miðja nótt en eiga samt að vera
mættir í vinnu eða skóla daginn eft-
ir,“ segir Aron.
Ömurlegt að selja leikinn
Magnaður sigur Hauka á ungverska
stórliðinu Fotex Veszprém fleytti
þeim inn í 16 liða úrslit í Evrópu-
keppni bikarhafa þar sem Haukar
mæta þýska liðinu Nordhorn í tveim-
ur leikjum ytra um helgina. „Það var
gjörsamlega ömurlegt að þurfa selja
heimaleikinn. Það eyðileggur alla
möguleika sem við höfðum,“ segir
Aron en Haukar koma út á sléttu eft-
ir ferðina en liðið fékk afreksmanna-
styrk frá Hafnafjarðarbæ. „Nú leggj-
um við þetta upp í þremur skrefum.
Það fyrsta er auðvitað að komast
áfram ,“ segir Aron og brosir. „Númer
tvö er að vinna annan leikinn og það
þriðja er að tapa með minna en tíu
mörkum samanlagt,“ segir Aron.
Okkar síðasta umferð
Til að draga úr kostnaði í meistara-
deildinni þurftu Haukar að skera nið-
ur leikmannahóp sinn sem mynd-
aði enn meira álag á liðinu. Ferðin
til Þýskalands verður svolítið ann-
ars eðlis. „Vð ætlum að gera þetta að
félagslegri ferð. Við tökum allan æf-
ingahópinn með og ætlum að þjappa
okkur saman fyrir framhaldið. Við
erum þannig séð búnir að gefa Evr-
ópukeppnina upp á bátinn en þetta
verður að öllum líkindum okkar síð-
asta umferð þar,“ segir Aron Krist-
jánsson en Haukar flugu til Þýska-
lands kl. hálfátta í morgun.
Haukar fóru mikinn á uppgjöri 8.–14. umferðar í N1-deild karla og kvenna í gær. Haukar
áttu besta leikmanninn í báðum deildum og alls sjö leikmenn og einn þjálfara í úrvals-
liðunum. Karlalið Hauka hélt í morgun til Þýskalands en það leikur tvo leiki gegn þýska
stórliðinu Nordhorn í Evrópukeppni bikarhafa um helgina. Aron Kristjánsson, þjálfari
Hauka, býst fastlega við að þetta verði síðasti leikur Íslandsmeistaranna í Evrópu í ár.
„Ömurlegt að selja
heimaleikinn“
TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
Úrvalslið karla í umferðum 8-14:
birkir Ívar guðmundsson, Haukar
Haraldur Þorvarðarson, fram
freyr brynjarsson, Haukar
Sigurbergur Sveinsson, Haukar
Valdimar fannar Þórsson, Haukar
rúnar Kárason, fram
arnór gunnarsson, Valur
Úrvalslið kvenna í umferðum 8-14
florentina Stanciu, Stjarnan
nína b. arnfinnsdóttir, Haukar
Hanna g. Stefánsdóttir, Haukar
ramune Pekarskyta, Haukar
ragnhildur Stefánsdóttir, fH
alina Petrache, Stjarnan
dagný Skúladóttir, Valur
Bestir
aron Kristjánsson og
freyr brynjarsson.
MyNd HeiÐA HelgAdÓTTiR
Sallarólegur
Óli Stefán flóventsson er lítið
að stressa sig á málunum.
MyNd gg
naumur Sigur
Íslenska landsliðið í badminton vann
nauman sigur á því ítalska á
evrrópumóti a-landsliða í gær. Helgi
Jóhannesson og tinna Helgadóttir
unnu tvenndarleikinn, magnús ingi
Helgason og Helgi sigruðu í
tvíliðaleik karla og þá vann magnús
einnig sigur á sínum mótherja í
einliðaleik. einliða- og tvíliðaleikir
kvenna töpuðust báðir. Landsliðið
hefur því unnið báða sína mótherja
en mætir úkraínu á morgun sem á
að heita sterkasta liðið í riðlinum.