Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2009, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2009, Qupperneq 15
ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2009 15Umræða Hver er maðurinn? „Ég heiti Ronald Björn Guðnason og er verkfræðingur í atvinnuleit.“ Hvað drífur þig áfram? „Trúin.“ Hvaða þrjú orð lýsa þér best? „Ég er diplómatískur, vinalegur og glaðlegur.“ Hvar ertu alinn upp? „Ég er alinn upp í Hafnarfirði.“ Áhugamál? „Það er án efa fjölskyldan enda á ég fimm börn, svo hef ég gaman af því að hreyfa mig og skreppa í fótbolta.“ Hefur þú bjargað mannslífi áður? „Fyrir mörgum árum var ég afleysingamaður í slökkviliðinu í Hafnarfirði og það fylgdi vissulega því starfi að bjarga fólki.“ Hvernig var tilfinningin þegar þú áttaðir þig á því að þú varst með litlu frænku þína í hönd- unum? „Það breytti engu þegar ég áttaði mig á því að þetta var hún og hefði engu breytt ef þetta hefði verið mín eigin dóttir. Ég hélt einbeiting- unni og hélt áfram að gera það sem ég þurfti að gera.“ Hefur þú lært skyndihjálp? „Já, fyrir mörgum árum. Engu að síður kom hún sér mjög vel í þessu tilfelli.“ Hvernig líður Alexíu í dag? „Hún er búin að jafna sig fullkomlega og útskrifaðist af spítalanum aðeins degi eftir slysið. Hana langaði meira að segja að skella sér beint í sund, sem segir manni að þetta hefur ekki haft mikil áhrif á hana enda man hún ekkert eftir slysinu. Sjálfum líður mér ágætlega, vissulega hefur maður farið yfir viðburðinn mörgum sinnum í huganum, spurt sig hvort maður hafi gert allt rétt og hvort maður þurfi að hafa sektarkennd yfir því sem gerðist. Ég er allavega ofboðslega feginn og þakklátur að ekki fór verr.“ Áttu þér draum? „Já, ég elska þetta land og vil vera þátttakandi í að bjarga því.“ Hefur þú unnið sjálfboðastarf? „Nei, ég hef ekkert spáð í það. En ég geri það kannski einhvern daginn.“ Jón SigurðSSon 17 áRA NEMI „Nei, ég hef ekki gert það en ég geri það kannski í náinni framtíð. Ég ætlaði að vera sjálfboðaliði hjá Fjölskyldu- hjálpinni síðustu jól en það varð ekkert úr því þannig að ég ætla að bjóða mig fram um næstu jól.“ Auður geirSdóttir 24 áRA HáSkólANEMI „Nei, en ég hef spáð í það en aldrei látið verða af því. Ég hef aldrei haft nægan tíma til þess.“ guðbJörg torfAdóttir 53 áRA AFGREIÐSlUkoNA „Nei, en það er möguleiki að ég geri það í framtíðinni. Þá væri ég til í að fara út til Afríku og hjálpa fólki þar.“ MAríA HólMgríMSdóttir 19 áRA NEMI Dómstóll götunnar ronAld bJörn guðnASon fór ásamt konu sinni, börnum og börnum bróður síns í sund á Hellu um liðna helgi. Ekki fór betur en svo að fjögurra ára bróðurdóttir hans, Alexía Margrét Axelsdóttir, fannst líflaus á botni sundlaugarinnar. Ronald blés lífi í Alexíu en áttaði sig ekki á því að um frænku hans væri að ræða fyrr en í miðri björgun vegna þess hversu ólík sjálfri sér hún var. Gerði það sem éG þurfti að Gera „Nei, reyndar ekki og ég hef ekkert spáð sérstaklega í það. Það gæti vel verið að ég myndi gera það einhvern tímann.“ Jón ÞórArinSSon 28 áRA kERRUSTARFSMAÐUR í BóNUS maður Dagsins Sigurjón Þórðarson, frambjóðandi Frjálslynda flokksins, fer mikinn í grein sinni „Verkin sýna merkin“ og talar um mikinn misskilning minn á vangetu og vanvilja Samfylking- arinnar í sjávarútvegsmálunum. Þegar fyrirsögnin er lesin er raunar nærtækt að spyrja sig hvað það er nákvæmlega sem Frjálslyndi flokk- urinn hefur afrekað í gegnum tíð- ina. Ég sem fyrrverandi kjósandi flokksins hef svo sannarlega ekki séð þau merki sem halda verkum frjálslyndra hátt á lofti. Sigurjón heldur því fram að Samfylkingin hafi ákveðið að hafa að engu álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Staðreynd- in er sú að Samfylkingin fékk litlu ráðið í þessum málaflokki í ríkis- stjórnarsamstarfi sínu með Sjálf- stæðisflokknum. Það náðist því miður ekki annað en að samþykkja sérstaka athugun á reynslunni á fiskveiðistjórnunarkerfinu og síð- ar var ákveðið að skipuð yrði nefnd til þess að gera tillögur til að bregð- ast með fullnægjandi hætti við áliti mannréttindanefndar SÞ um fiskveiðistjórnunarkerfið. Það var hægagangur fyrrverandi sjávarút- vegsráðherra, Einars K. Guðfinns- sonar, sem og bankahrunið sem varð til þess að ekki reyndist unnt að ljúka þessari vinnu. Nú hefur aft- ur á móti verið haldið áfram með endurskoðun á stjórnarskránni þar sem áhersla verður lögð á að leiða til lykta þann ágreining sem uppi er um þjóðareign á náttúruauðlind- um. Það liggur nú þegar fyrir tillaga þess efnis. Mistök Samfylkingarinn- ar voru hins vegar að fara í stjórnar- samstarf með Sjálfstæðisflokknum sem ver kvótakerfið með ráðum og dáð. Slík mistök munu án efa ekki verða gerð aftur. Stefna Samfylkingarinnar í sjáv- arútvegsmálum er skýr. Að aflokn- um komandi kosningum mun gef- ast gullið tækifæri til þess að ná fram þeim breytingum sem þarf til þess að ná sátt á meðal þjóðarinnar um nýtingu auðlindanna. Kvótabrask- inu verður að linna og hinu enda- lausa sogi fjármagns út úr greininni sem hefur skilið sjávarútveginn eft- ir í rúst. Um það hefur Frjálslyndi flokkurinn verið sammála Samfylk- ingunni. Samfylkingin er hins vegar eini stjórnmálaflokkurinn á Íslandi sem hefur burði til þess að leiða þetta mál til lykta. Um það þarf ekki að deila. Ef einhverju á að vera hreyft í þessum málaflokki þá mun það verða gert að tilstuðlan Samfylk- ingarinnar. Því er mikilvægt að þeir sem hafa raunverulegan áhuga á að gerðar verði breytingar á þessu sviði fylki sér á bak við flokkinn. Íslands- hreyfingin tók mjög ábyrga afstöðu fyrir skömmu síðan og ákvað yfir- gnæfandi meirihluti félagsmanna hennar að hafna sérstöku fram- boði af ótta við að slíkt gerði meira ógagn en gagn þar sem allar líkur væru á því að atkvæði myndu detta niður dauð. Engu að síður hefur Ís- landshreyfingin mælst með meira fylgi en frjálslyndir í undanförnum skoðanakönnunum. Hugsanlegir kjósendur Frjáls- lynda flokksins ættu því að kynna sér stefnumál Samfylkingarinn- ar varðandi sjávarútvegsmálin og hafa ábyrga ákvörðun Íslands- hreyfingarinnar að leiðarljósi í næstu kosningum. Stefna Sam- fylkingarinnar mun verða kynnt að afloknum landsfundi 27.–29. mars. Ég hvet kjósendur til að taka ábyrgð og láta ekki atkvæði okk- ar detta niður dauð í næstu kosn- ingum. Slíkt mun eingöngu styrkja þau öfl sem standa þétt að baki kvótakerfinu. Kosningarnar í vor gætu verið okkar síðasta tækifæri til þess að leiðrétta hið hróplega óréttlæti sem kvótakerfið hefur leitt af sér. Látum það ekki fram hjá okkur fara. Höfundur mun skipa fjórða sæti á lista Samfylkingarinnar í NV- kjördæmi í næstu kosningum. Tökum ábyrgð kjallari svona er íslanD 1 Kunningjar fritzl munu segja frá öllu Fyrrverandi vinir og kunningjar Josefs Fritzl munu tjá sig um hann í sérstökum sjónvarpsþætti sem sýndur verður á Sky á næstunni. 2 Pamela í vandræðum með mömmu Pamela Anderson fékk móður sína Carol til að flytja inn til sín til að aðstoða við uppeldið á börnunum og dauðsér eftir því. 3 ódýrasti bíll heims kominn í sölu ódýrasti bíll heims er kominn í sölu á Indlandi. 4 ótrúlegt mark hjá Zlatan Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimov- ich var á skotskónum fyrir Inter um helgina þegar liðið lagði Reggina. 5 Karlmaður óléttur að tvíburum Hinn 25 ára gamli Ruben Noe Coronado er við það að verða fyrsti karlmaður sögunnar, svo vitað sé, til að eignast tvíbura. 6 Mátti ekki heita Skallagrímur Mannanafnanefnd klofnaði í afstöðu sinni til eiginnafnsins Skallagrímur. 7 Starfsfólk SPron kveður hvert annað Starfsfólk SPRoN hittist í höfuðstöðvum fyrirtækisins í ármúla snemma í gærmorgun en enginn hefur enn fengið uppsagnarbréf. mest lesið á DV.is „Kvótabraskinu verður að linna og hinu enda- lausa sogi fjármagns út úr greininni.“ Þórður MÁr JónSSon viðskiptalögfræðingur skrifar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.