Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2009, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2009, Síða 10
Föstudagur 15. maí 200910 Fréttir Fyrr í vikunni ýjuðu Rússar að mögu- legu stríði á norðurheimskautinu vegna baráttu landa fyrir yfirráðum yfir sífellt hverfandi orkulindum. Í nýrri aðgerðaáætlun um öryggi landsins var talað bent á þann mögu- leika að síharðnandi slagur um eign- arhald yfir miklum olíu- og gasauð- lindum umhverfis landið kynnu að orsaka hernaðarátök innan áratugar.. Í skýrslunni, þar sem öryggisógn við Rússland til ársins 2020 er greind, segir að helsta ógn við hagsmuni og öryggi Rússlands séu möguleg vopn- uð átök við landamæri landsins með- an unnið sé að samkomulagi á milli Rússlands og nokkurra annarra landa vegna áðurnefndra orkuauðlinda. „Í baráttunni um auðlindir er ekki hægt að útiloka að hervaldi verði beitt til að leysa vandamál sem myndu eyðileggja valdajafnvægið við landa- mæri Rússlands og bandalagsþjóða þess,“ segir í skýrslunni. Fýsilegri kostur en áður Ráðamenn í Kreml hafa fullyrt að Rússland sé ekki að „hervæða“ norð- urheimskautið, en talið er að viðvör- un þeirra um vopnuð átök sé til þess hugsuð að undirstrika vilja Rússlands til að grípa til hernaðar ef nauðsyn krefur til að verja hagsmuni sína. Í ljósi hlýnandi loftslags á heims- vísu er nýting auðlinda á svæðinu fýsilegri kostur en áður var. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem norðurheimskautið verður rússnesk- um yfirvöldum að umræðuefni. Í eldra skjali frá ráðamönnum í Kreml var því lýst yfir að norðurheimskaut- ið væri landinu mikilvægt með tilliti til auðlinda. Í skjalinu var að finna áform um að koma upp herstöðvum með landa- mærum norðurheimskautslandsins til að „tryggja hernaðarlegt öryggi í margvíslegum hernaðar- og stjórn- málalegum aðstæðum“ sem kynnu að koma upp. Milljarðar tonna Skýrslan, sem var birt í fyrradag, var samþykkt af Dmitry Medvedev, for- seta Rússlands og unnin af öryggis- ráði landsins. Í öryggisráðinu er Vlad- imír Pútín, auk yfirmanna her- og leyniþjónustustofnana landsins. Þær þjóðir sem bera brigður á kröfu Rússlands til hluta af norður- heimskautinu eru Bandaríkin, Noreg- ur, Kanada, Ástralía og Danmörk. Um er að ræða svæði sem er á stærð við Vestur-Evrópu og talið er að þar sé að finna milljarða tonna olíu og gass. Vladimír Pútín sakaði Vesturlönd á síðasta ári um að ágirnast rússneskar orkuauðlindir: „Margar deilur, stefn- ur í utanríkismálum og diplómatískar athafnir lykta af olíu og gasi. Að baki alls þess er gjarna löngun til að beita ósanngjörnum baráttuaðferðum og tryggja aðgang að auðlindum okkar,“ sagði Pútín. Nato varað við Eflaust er það engin tilviljun að skýrsla ráðamanna í Kreml var gerð opinber sama dag og tímamörk sem Sameinuðu þjóðirnar höfðu gefið til að leggja fram kröfur til svæða á hafs- botni runnu út. Rússar hafa öðrum þjóðum frem- ur verið duglegir við að minna á til- kall sitt til norðurheimskautslandins. Er þess skemmst að minnast þegar Artur Chilingarov, sérstakur fulltrúi Kremlverja fyrir svæðið, fór fyrir leið- angri árið 2007 til að koma fyrir títan- fána á hafsbotni norðurheimskauts- ins til að undirstrika eignarhald Rússa yfir Lomonosov-hryggnum sem Rússar fullyrða að sé framleng- ing á yfirráðasvæði þeirra. Í mars varaði Dmitri Rogozin, fulltrúi Rússa hjá Nato, bandalagið við því að eiga nokkuð við norður- heimskautið og sagði að „þar hefði það ekkert erindi“. Ekki villta norðrið Norðurheimskautið er ekki villta norðrið þar sem engin lög gilda, þar sem hraði og vald tryggja landnám. En það er rétt að ekki hafa verið dregin upp landamæri á hafsbotni. Sumir hafa kallað viðleitni Samein- uðu þjóðanna til að draga upp hlut hverrar þjóðar síðustu landvinn- ingana, en talið er ljóst að kröfur sumra landa skarast. Engu að síður hafa þjóðir ekki gefið upp von um að málið leysist með diplómatískum aðferðum. Því vekur síðasta útspil Kreml- verja nokkra furðu og sá reiðitónn og sú dökka mynd sem einkennir skýrsl- una, með spá um ógn og baráttu um- hverfis Rússland. Sú spurning vaknar hvort Rússar ætli að aðrar þjóðir leggi upp laupana og láti af kröfum sínum við lestur skýrslunnar. Harðar deilur Lomonosov-hryggurinn hefur orð- ið að bitbeini á milli Danmerkur og Rússlands. Hryggurinn er neð- ansjávarfjallakeðja sem liggur frá Grænlandi til Rússlands. Um er að ræða yfirráð yfir 1,2 milljónum ferkílómetra á norðurheimskauts- svæðinu, og hyggjast Rússar leggja fram kröfu þar að lútandi á hafrétt- arráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Önnur deila sem segja má að sé hatrömm er á milli nágrannanna Bandaríkjanna og Kanada. Deil- an stendur um hvort skipaleiðir sem opnast á milli eyja Kanada séu kanadískt hafsvæði eða alþjóðlegt. Margir lögfræðingar eru þeirrar skoðunar að Kanada sé með sterkt mál, en George W. Bush, fyrrver- andi Bandaríkjaforseti, var á öðru máli. Ómögulegt er um það að segja hvort Rússar ítreki kröfu sína hvað varðar norðurheimskautsvæðið á meira afgerandi hátt en þeim að koma fyrir fána á hafsbotni, en nú ríður á að hver þjóð fyrir sig kortleggi hafsbotn norðurheimskautsins til að styrkja grundvöll krafna sinna. Rússnesk stjórnvöld hafa ítrekað afstöðu sína til norðurheimskautssvæðisins og tilkall sitt til þess. Í nýrri skýrslu öryggisráðs Rússlands segir að ekki sé útilokað að til hernaðarátaka komi innan áratugar vegna auðlinda á svæðinu. Barist um Botninn „Margar deilur, stefn- ur í utanríkismálum og diplómatískar athafnir lykta af olíu og gasi.“ KolbEiNN þorstEiNssoN blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is © GRAPHIC NEWS Bráðnun íss veldur kapphlaupi um auðlindir norðurskautsins Landamæri mm ríkja sem liggja að norðurheimskautinu – Rússlands, Bandaríkjanna, Kanada, Noregs og Danmerkur – eru umdeild. Með hlýnandi loftslagi eru áður óaðgengilegar olíu- og gaslindir orðnar aðgengilegri Picture: Associated Press Sources: United Nations, Wood Mackenzie Norðurheims- kautsbaugur Svalbarði (Noregur) K A N A D A R Ú S S L A N D BANDARÍKIN Grænland (Danmörk) NOREGUR DANMÖRK Norðurpólinn: 2. ágúst, 2007 Rússar koma fyrir aggi 4.000 metrum undir sjávarmáli til að leggja áherslu á kröfur sínar til olíu- og gaslinda Krafa Rússlands: Rússland, Kanada og Danmörk leggja fram kröfu byggða á hafréttarsáttmálanum til að stækka yrráðasvæði sitt á hafsbotni umfram þær 200 sjómílur sem hafréttarsáttmálinn kveður á um. Bandaríkjaforseti hyggst samþykkja sáttmálann. Ban-eyja: Í ágúst 2007 tilkynnti Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada um ota átta sérstyrktra skipa sem sinna eiga eftirliti á norðurheimskautssvæðinu, nýja höfn á Ban-eyju og herstöð á Corwallis-eyju Norðvesturleiðin: Kanada lýsir yr yrráðum yr siglingaleiðinni – Bandaríkjamenn segja hana alþjóðlega Barentshaf: Svæði sem Rússar kreast – í andstöðu við Noreg Danmörk: Hyggst kreast stærra svæðis út frá ströndu Grænlands Lomonosov-hryggurinn: Rússar fullyrða að hryggurinn sé framlenging á meginlandsyrráðasvæði þeirra samkvæmt hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna Samþykktur jaðar Ósamþykktur jaðar 200 mílna mörk Vladimír Pútin Forsætisráðherra rússlands sakar Vesturlönd um að ágirn- ast rússneskar orkuauðlindir. Norðurheimskautið Vegna hlýnunar loftslags eru auðlindir aðgengilegri en áður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.