Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2009, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2009, Side 17
Föstudagur 15. maí 2009 17Helgarblað Besti kjúklingaborgarinn í bænum? Opnunartími : Alla daga frá 11:00-21:30 Allta f góð ur! SKATTFRJÁLS UPPBÓT ÞINGMANNA DV gerði í gær dauðaleit að kampa- vínsklúbbi eiginkvenna nokkurra helstu auðmanna þjóðarinnar sem átti pöntuð hótelherbergi á fimm stjörnu lúxushóteli í Muscat í Óman. Greint var frá því í blaðinu á mið- vikudag að von væri á konunum á hótelið laust eftir hádegi að staðar- tíma og að hópurinn hyggðist dvelja þar í vellystingum fram á sunnudag en nóttin á hótelinu kostar á bilinu 60 til 160 þúsund krónur. Starfsmenn hótelsins segja hins vegar að konurnar dvelji ekki á hótelinu eins og ráðgert var. Þeir segjast ekki kannast við hópinn og að þeir megi ekki gefa upplýsingar um hvort þær hafi átt pöntuð her- bergi. Leit DV á öðrum hót- elum í Muscat hefur heldur engan árangur borið. DV hefur und- ir höndum ítarlega ferðalýsingu hóps- ins en samkvæmt henni var hópurinn búinn að skipu- leggja þægilega fimm daga vist á hótelinu sem átti að einkennast af miklu „gamni, glensi og gleði“ eins og seg- ir í lýsingunni. Konurnar ell- efu ætluðu meðal annars að „chilla“ við sundlaugina, stunda „sunset yoga“ og tennis, drekka „diet mohito“ og kampa- vín, fá sér „shisha“ vatnspípu og fara í skoðunarferðir. Sigurður veitir engar upplýsingar Arndís Björnsdóttir, eiginkona Sig- urðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, er ein af þeim ellefu konum sem boðað- ar voru í ferðina til Óman. Aðspurð- ur vill Sigurður hins vegar ekki gefa neinar upplýsingar um hvort kon- an hans sé stödd í Óman um þessar mundir. Hann segir að þær upplýs- ingar séu einkamál fjölskyldu hans. Aðrar útrásareiginkonur sem boðaðar voru í ferðina voru Guðrún Eyjólfsdóttir, eiginkona Lýðs Guð- mundssonar, Þuríður Reynisdóttir, eiginkona Ágústs Guðmundssonar, Arndís Björnsdóttir, eiginkona Sig- urðar Einarssonar, Linda Stefáns- dóttir, fyrrverandi eiginkona Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Sigríður Sól Björnsdóttir, eiginkona Heiðars Más Guðjónssonar fyrrverandi fram- kvæmdastjóra hjá Novator og Þór- dís Edwald, eiginkona Ármanns Þor- valdssonar, fyrrverandi forstjóra hjá Singer og Friedlander í London. Dularfullt mál Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur DV ekki getað náð tali af neinum af konunum sjálfum á síðustu tveimur dögum né af eiginmönnum þeirra, öðrum en Sigurði. Líklegt þykir að konurnar hafi annaðhvort hætt við ferðina og af- pantað gistinguna á Chedi-hótel- inu eða dvelji nú jafnvel á öðru hót- eli í Óman. Annar möguleiki er að þær hafi beðið starfsmenn hótelsins að veita engar upplýsingar um veru þeirra á Chedi-hótelinu. Málið er allt hið dularfyllsta því jörðin virðist hafa gleypt kampa- vínsklúbbinn fríða með húð og hári. Sama hvað því líður mun leitin að þeim halda áfram á næstu dögum þar til botn fæst í ferðir þeirra í As- íuríkinu eða annars staðar á heims- kringlunni. ingi@dv.is Leitin að kampavíns­klúbbnum Kampavínsklúbbur eiginkvenna nokkurra þekktra íslenskra auðmanna virðist ekki hafa skilað sér á Chedi-hótelið í Óman þrátt fyrir að eiga pöntuð herbergi þar. Sigurður Einarsson segir ekkert um hvort konan hans dvelji nú í Óman. Eru ekki á Chedi- hótelinu Kampa- víns­klúbbur eigin- kvenna nokkurra hels­tu útrás­arvíkinga þjóðarinnar ætlaði að gis­ta á Chedi- hótelinu í mus­cat í Óman en dvelur nú ekki þar s­amkvæmt s­tarfs­mönnum hótels­ins­. myndin er tekin við s­undlaug hótels­ins­. Er í kampavínsklúbbnum Þórdís­ Edwald, eiginkona Ármanns­ Þorvalds­- s­onar fyrrverandi fors­tjóra singer og Friedlander, er ein þeirra s­em eru í kampavíns­klúbbnum s­em átti pöntuð herbergi á Chedi-hótelinu. vakið jafnmikla hneykslan og í Bret- landi síðustu daga hafa komið upp mál sem farið hafa fyrir brjóstið á fólki. Skemmst er að minnast þess þegar ein þingnefnd fundaði á hóteli í útjaðri Reykjavíkur síðasta haust og dvöldu nokkrir þingmenn á hótelinu á kostn- að Alþingis. Þeirra á meðal voru þing- menn sem áttu heima í nokkurra kíló- metra fjarlægð og ekki hefði tekið þá nema nokkrar mínútur að keyra heim. Þá kom fyrir að þingmenn væru gagnrýndir fyrir að skrá lögheimili sitt úti á landi meðan þeir bjuggu í raun í Reykjavík. Meðal þeirra sem voru gagnrýndir fyrir þetta var Halldór Ás- grímsson sem hélt heimili í Reykjavík en var með lögheimili á heimili for- eldra sinna á Höfn í Hornafirði. Eins og reglurnar voru þýddi þetta að hann fékk verulega launauppbót með þess- ari skráningu. Reglunum hefur síðan verið breytt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.