Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2009, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2009, Blaðsíða 17
Föstudagur 15. maí 2009 17Helgarblað Besti kjúklingaborgarinn í bænum? Opnunartími : Alla daga frá 11:00-21:30 Allta f góð ur! SKATTFRJÁLS UPPBÓT ÞINGMANNA DV gerði í gær dauðaleit að kampa- vínsklúbbi eiginkvenna nokkurra helstu auðmanna þjóðarinnar sem átti pöntuð hótelherbergi á fimm stjörnu lúxushóteli í Muscat í Óman. Greint var frá því í blaðinu á mið- vikudag að von væri á konunum á hótelið laust eftir hádegi að staðar- tíma og að hópurinn hyggðist dvelja þar í vellystingum fram á sunnudag en nóttin á hótelinu kostar á bilinu 60 til 160 þúsund krónur. Starfsmenn hótelsins segja hins vegar að konurnar dvelji ekki á hótelinu eins og ráðgert var. Þeir segjast ekki kannast við hópinn og að þeir megi ekki gefa upplýsingar um hvort þær hafi átt pöntuð her- bergi. Leit DV á öðrum hót- elum í Muscat hefur heldur engan árangur borið. DV hefur und- ir höndum ítarlega ferðalýsingu hóps- ins en samkvæmt henni var hópurinn búinn að skipu- leggja þægilega fimm daga vist á hótelinu sem átti að einkennast af miklu „gamni, glensi og gleði“ eins og seg- ir í lýsingunni. Konurnar ell- efu ætluðu meðal annars að „chilla“ við sundlaugina, stunda „sunset yoga“ og tennis, drekka „diet mohito“ og kampa- vín, fá sér „shisha“ vatnspípu og fara í skoðunarferðir. Sigurður veitir engar upplýsingar Arndís Björnsdóttir, eiginkona Sig- urðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns Kaupþings, er ein af þeim ellefu konum sem boðað- ar voru í ferðina til Óman. Aðspurð- ur vill Sigurður hins vegar ekki gefa neinar upplýsingar um hvort kon- an hans sé stödd í Óman um þessar mundir. Hann segir að þær upplýs- ingar séu einkamál fjölskyldu hans. Aðrar útrásareiginkonur sem boðaðar voru í ferðina voru Guðrún Eyjólfsdóttir, eiginkona Lýðs Guð- mundssonar, Þuríður Reynisdóttir, eiginkona Ágústs Guðmundssonar, Arndís Björnsdóttir, eiginkona Sig- urðar Einarssonar, Linda Stefáns- dóttir, fyrrverandi eiginkona Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Sigríður Sól Björnsdóttir, eiginkona Heiðars Más Guðjónssonar fyrrverandi fram- kvæmdastjóra hjá Novator og Þór- dís Edwald, eiginkona Ármanns Þor- valdssonar, fyrrverandi forstjóra hjá Singer og Friedlander í London. Dularfullt mál Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hefur DV ekki getað náð tali af neinum af konunum sjálfum á síðustu tveimur dögum né af eiginmönnum þeirra, öðrum en Sigurði. Líklegt þykir að konurnar hafi annaðhvort hætt við ferðina og af- pantað gistinguna á Chedi-hótel- inu eða dvelji nú jafnvel á öðru hót- eli í Óman. Annar möguleiki er að þær hafi beðið starfsmenn hótelsins að veita engar upplýsingar um veru þeirra á Chedi-hótelinu. Málið er allt hið dularfyllsta því jörðin virðist hafa gleypt kampa- vínsklúbbinn fríða með húð og hári. Sama hvað því líður mun leitin að þeim halda áfram á næstu dögum þar til botn fæst í ferðir þeirra í As- íuríkinu eða annars staðar á heims- kringlunni. ingi@dv.is Leitin að kampavíns­klúbbnum Kampavínsklúbbur eiginkvenna nokkurra þekktra íslenskra auðmanna virðist ekki hafa skilað sér á Chedi-hótelið í Óman þrátt fyrir að eiga pöntuð herbergi þar. Sigurður Einarsson segir ekkert um hvort konan hans dvelji nú í Óman. Eru ekki á Chedi- hótelinu Kampa- víns­klúbbur eigin- kvenna nokkurra hels­tu útrás­arvíkinga þjóðarinnar ætlaði að gis­ta á Chedi- hótelinu í mus­cat í Óman en dvelur nú ekki þar s­amkvæmt s­tarfs­mönnum hótels­ins­. myndin er tekin við s­undlaug hótels­ins­. Er í kampavínsklúbbnum Þórdís­ Edwald, eiginkona Ármanns­ Þorvalds­- s­onar fyrrverandi fors­tjóra singer og Friedlander, er ein þeirra s­em eru í kampavíns­klúbbnum s­em átti pöntuð herbergi á Chedi-hótelinu. vakið jafnmikla hneykslan og í Bret- landi síðustu daga hafa komið upp mál sem farið hafa fyrir brjóstið á fólki. Skemmst er að minnast þess þegar ein þingnefnd fundaði á hóteli í útjaðri Reykjavíkur síðasta haust og dvöldu nokkrir þingmenn á hótelinu á kostn- að Alþingis. Þeirra á meðal voru þing- menn sem áttu heima í nokkurra kíló- metra fjarlægð og ekki hefði tekið þá nema nokkrar mínútur að keyra heim. Þá kom fyrir að þingmenn væru gagnrýndir fyrir að skrá lögheimili sitt úti á landi meðan þeir bjuggu í raun í Reykjavík. Meðal þeirra sem voru gagnrýndir fyrir þetta var Halldór Ás- grímsson sem hélt heimili í Reykjavík en var með lögheimili á heimili for- eldra sinna á Höfn í Hornafirði. Eins og reglurnar voru þýddi þetta að hann fékk verulega launauppbót með þess- ari skráningu. Reglunum hefur síðan verið breytt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.