Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2009, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2009, Page 18
Föstudagur 15. maí 200918 Helgarblað Gögn einkavæðingarnefndar um söluna á Búnaðarbanka Íslands sýna fram á að krafa Þorsteins Ingasonar á hendur Búnaðarbankanum leiddi til þess að S-hópurinn fékk afslátt af Búnaðarbankanum sem nam nokk- ur hundruðum milljónum króna. Þorsteinn segir að þetta sýni fram á að Ólafur Ólafsson úr S-hópnum hafi logið í gegnum tíðina þegar hann sagðist ekkert hafa vitað um skaðabótakröfu Þorsteins og að hún hefði ekki lækkað verðið á bankanum. Hann útilokar ekki að hann eigi nú skaðabótakröfu á hendur Nýja Kaupþingi. S-HÓPURINN FÉKK AFSLÁTT VEGNA KRÖFU ÞORSTEINS Þorsteinn Ingason, fyrrverandi út- gerðarmaður, telur að gögn úr fórum einkavæðingarnefndar um sölu rík- isbankanna sýni fram á að útistand- andi krafa sem hann átti gegn Bún- aðarbanka Íslands hafi orðið til þess að verðið á bankanum var lækkað um 500 milljónir króna þegar hann var seldur til S-hópsins í ársbyrjun 2003 fyrir 11,4 milljarða króna. Þorsteinn hefur um árabil reynt að sýna fram á að krafa hans á hend- ur Búnaðarbankanum hafi orðið til þess að verð bankans var lækk- að að því sem nam stefnufjárhæð skaðabótakröfunnar sem hann átti á bankann. Aldrei hefur hins vegar verið dæmt í máli hans gegn Búnað- arbankanum, síðar Kaupþingi, og því lítur út fyrir að S-hópurinn hafi feng- ið afsláttinn á bankanum án þess að þurfa nokkru sinni að standa skil á kröfu Þorsteins. Þorsteinn telur jafnframt að gögnin sem hann hefur undir hönd- um sýni fram á að Ólafur Ólafsson, sem oft er kenndur við Samskip, hafi logið til um það að krafa Þorsteins hafi ekki orðið til þess að S-hópur- inn fékk afslátt af bankanum og að hann hafi vitað af kröfu Þorsteins á hendur bankanum. En í samtali við DV fyrir tæpum tveimur árum, 13. júlí 2007, sagði Ólafur Ólafsson að skaðabótamál Þorsteins gegn bank- anum og möguleikinn á því að dóm- ur félli honum í hag, hefði ekki orð- ið til þess að S-hópurinn fékk afslátt af Búnaðarbankanum auk þess sem hann hefði ekki vitað af málaferlun- um fyrr en nýlega.. Rætt um kröfuna á fundum einkavæðingarnefndar Þorsteinn hefur löngum barist fyrir því að fá aðgang að gögnum einka- væðingarnefndar um söluna á hlut ríkisins í Búnaðarbanka Íslands en ávallt verið neitað um hann. Aðgang- inn fékk Þorsteinn svo eftir að minni- hlutastjórn Samfylk- ingarinnar og vinstri - grænna tók við völdum fyrr á árinu. Í áreiðan- leikakönnun frá endurskoð- enda- fyrirtækinu Pricewaterhouse Coopers (PWC), sem er að finna í gögnum einkavæðingarnefndar um söluna á Búnaðarbankanum, kemur fram að bankanum hafi verið stefnt vegna kröfu upp á 500 milljónir króna og að taka þurfi tillit til þessa við verðmat á bankanum og lagt til að upphæð- in yrði sett á afskriftarreikning. Hér er verið að ræða um mál Þorsteins gegn bankanum sem var þingfest fyr- ir héraðsdómi í desember 2001. Þor- steinn féll frá skaðabótamálinu eftir efnahagshrunið í október árið 2008 því hann vissi ekki hvort hann ætti að sækja hana inn í gamla eða nýja bank- ann. Í fundargerðum einkavæðingar- nefndar frá því 15. janúar 2003 kemur fram að Baldur Guðlaugsson, nefnd- armaður í einkavæðingarnefnd, hafi fundað með Finni Ingólfssyni og Ól- afi Ólafssyni úr S-hópnum þar sem meðal annars var rætt um skýrslu PWC og „útistandandi dóms- mál“ bankans. Í lok fundar- gerðarinnar segir að einka- væðingarnefnd hafi tekið til umræðu hvaða áhrif niður- staðan í skýrslu PWC gæti haft á verðið á bankanum og hvaða fjárhæðir væri um að ræða. Þarna er augljóslega verið að tala um mál Þorsteins því í skýrslu PWC er það eina dómsmálið gegn Búnaðar- bankanum sem rætt er um. Jafnframt telur Þorsteinn að sú staðreynd að lögfræði- álit, sem einnig er að finna í gögnum einkavæðingarnefndar, sem lögfræðiskrifstofan Landwell vann um áhrif málaferla Þorsteins Inga- sonar vegna sölunnar á Búnaðar- bankanum, sýni fram á að vitneskjan um málaferlin og mögulega skaða- bótaskyldu Búnaðarbankans hafi átt þátt í verðlækkuninni á bankanum. Ríkissjóður snuðaður um hundruð milljóna Stuttu eftir að Ólafur Ólafsson lét ummælin falla í DV kærði Þorsteinn hann til ríkislögreglustjóra vegna brota á lögum um fjármálafyrirtæki, fyrir að að hafa farið með rangt mál í samtali við DV. Saksóknari efnhags- brota vísaði kærunni hins vegar frá í ágúst 2007. Þorsteinn telur að með gögnum einkavæðingarnefndar um málið sé endanlega búið að færa sönnur á það að skaðabóta- mál hans gegn Búnaðarbankanum hafi orðið til þess að verðið á bank- anum var lækkað og að S-hópurinn hafi fengið hundruð milljónir króna gefnar úr ríkissjóði í formi afsláttar. Jafnframt telur hann að gögnin sýni fram á að Ólafur Ólafsson hafi logið í samtali við DV fyrir tæpum tveimur árum því krafan hafi lækkað verðið á bankanum og að honum hafi verið fullkunnugt um það. Hann segir að þessar nýfengnu upplýsing- ar sýni all- ar fram á það að ríkið hafi orðið af hundruð- um millj- ónum króna við söluna á Búnað- arbank- anum sem runnið hafi í vasa þeirra manna sem mynduðu S-hópinn. Hann útilokar ekki að hann eigi skaðabótakröfu á hendur Nýja Kaupþingi vegna máls- ins. „Ef það reynist þannig að krafan er þar mun ég reyna að sækja hana inn í nýja bankann ef þarf,“ segir Þor- steinn en hann er handviss um að kröfuupphæðin sé á afskrift- arreikningi nýja bank- ans og að skaðbótakraf- an nemi nú rúmlega fjórum milljörðum króna. Ekki náðist í Finn Ingólfsson eða Ólaf Ólafsson við vinnslu frétta- rinnar, en sá síðarnefndi er búsettur í Sviss um þessar mundir. „Krafan var notuð til verðlækkunar á bank- anum... Þetta sýnir að Ólafur Ólafsson var að ljúga til að verja ein- hverja hagsmuni sem ég þekki ekki.“ IngI F. VIlhjálmsson blaðamaður skrifar ingi@dv.is Krafan gæti verið í nýja Kaup- þingi Þorsteinn segir að hann gæti nú átt skaðabótakröfu á hendur Nýja Kaupþingi en skaðabótamál sem hann höfðaði á hendur Búnaðarbankanum varð til þess að verðið á bankanum var lækkað. segir Ólaf hafa logið Þorsteinn segir að gögn einkavæðingarnefnd- ar um söluna á Búnaðarbankanum sýni fram á að Ólafur Ólafsson hafi logið því að krafan hefði ekki lækkað verðið á bankanum. Telur orð sín hafa verið staðfest Þorsteinn segir að hann íhugi að sækja kröfu sem hann átti á hendur Búnaðar- bankanum inn í Nýja Kaupþing.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.