Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2009, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2009, Blaðsíða 18
Föstudagur 15. maí 200918 Helgarblað Gögn einkavæðingarnefndar um söluna á Búnaðarbanka Íslands sýna fram á að krafa Þorsteins Ingasonar á hendur Búnaðarbankanum leiddi til þess að S-hópurinn fékk afslátt af Búnaðarbankanum sem nam nokk- ur hundruðum milljónum króna. Þorsteinn segir að þetta sýni fram á að Ólafur Ólafsson úr S-hópnum hafi logið í gegnum tíðina þegar hann sagðist ekkert hafa vitað um skaðabótakröfu Þorsteins og að hún hefði ekki lækkað verðið á bankanum. Hann útilokar ekki að hann eigi nú skaðabótakröfu á hendur Nýja Kaupþingi. S-HÓPURINN FÉKK AFSLÁTT VEGNA KRÖFU ÞORSTEINS Þorsteinn Ingason, fyrrverandi út- gerðarmaður, telur að gögn úr fórum einkavæðingarnefndar um sölu rík- isbankanna sýni fram á að útistand- andi krafa sem hann átti gegn Bún- aðarbanka Íslands hafi orðið til þess að verðið á bankanum var lækkað um 500 milljónir króna þegar hann var seldur til S-hópsins í ársbyrjun 2003 fyrir 11,4 milljarða króna. Þorsteinn hefur um árabil reynt að sýna fram á að krafa hans á hend- ur Búnaðarbankanum hafi orðið til þess að verð bankans var lækk- að að því sem nam stefnufjárhæð skaðabótakröfunnar sem hann átti á bankann. Aldrei hefur hins vegar verið dæmt í máli hans gegn Búnað- arbankanum, síðar Kaupþingi, og því lítur út fyrir að S-hópurinn hafi feng- ið afsláttinn á bankanum án þess að þurfa nokkru sinni að standa skil á kröfu Þorsteins. Þorsteinn telur jafnframt að gögnin sem hann hefur undir hönd- um sýni fram á að Ólafur Ólafsson, sem oft er kenndur við Samskip, hafi logið til um það að krafa Þorsteins hafi ekki orðið til þess að S-hópur- inn fékk afslátt af bankanum og að hann hafi vitað af kröfu Þorsteins á hendur bankanum. En í samtali við DV fyrir tæpum tveimur árum, 13. júlí 2007, sagði Ólafur Ólafsson að skaðabótamál Þorsteins gegn bank- anum og möguleikinn á því að dóm- ur félli honum í hag, hefði ekki orð- ið til þess að S-hópurinn fékk afslátt af Búnaðarbankanum auk þess sem hann hefði ekki vitað af málaferlun- um fyrr en nýlega.. Rætt um kröfuna á fundum einkavæðingarnefndar Þorsteinn hefur löngum barist fyrir því að fá aðgang að gögnum einka- væðingarnefndar um söluna á hlut ríkisins í Búnaðarbanka Íslands en ávallt verið neitað um hann. Aðgang- inn fékk Þorsteinn svo eftir að minni- hlutastjórn Samfylk- ingarinnar og vinstri - grænna tók við völdum fyrr á árinu. Í áreiðan- leikakönnun frá endurskoð- enda- fyrirtækinu Pricewaterhouse Coopers (PWC), sem er að finna í gögnum einkavæðingarnefndar um söluna á Búnaðarbankanum, kemur fram að bankanum hafi verið stefnt vegna kröfu upp á 500 milljónir króna og að taka þurfi tillit til þessa við verðmat á bankanum og lagt til að upphæð- in yrði sett á afskriftarreikning. Hér er verið að ræða um mál Þorsteins gegn bankanum sem var þingfest fyr- ir héraðsdómi í desember 2001. Þor- steinn féll frá skaðabótamálinu eftir efnahagshrunið í október árið 2008 því hann vissi ekki hvort hann ætti að sækja hana inn í gamla eða nýja bank- ann. Í fundargerðum einkavæðingar- nefndar frá því 15. janúar 2003 kemur fram að Baldur Guðlaugsson, nefnd- armaður í einkavæðingarnefnd, hafi fundað með Finni Ingólfssyni og Ól- afi Ólafssyni úr S-hópnum þar sem meðal annars var rætt um skýrslu PWC og „útistandandi dóms- mál“ bankans. Í lok fundar- gerðarinnar segir að einka- væðingarnefnd hafi tekið til umræðu hvaða áhrif niður- staðan í skýrslu PWC gæti haft á verðið á bankanum og hvaða fjárhæðir væri um að ræða. Þarna er augljóslega verið að tala um mál Þorsteins því í skýrslu PWC er það eina dómsmálið gegn Búnaðar- bankanum sem rætt er um. Jafnframt telur Þorsteinn að sú staðreynd að lögfræði- álit, sem einnig er að finna í gögnum einkavæðingarnefndar, sem lögfræðiskrifstofan Landwell vann um áhrif málaferla Þorsteins Inga- sonar vegna sölunnar á Búnaðar- bankanum, sýni fram á að vitneskjan um málaferlin og mögulega skaða- bótaskyldu Búnaðarbankans hafi átt þátt í verðlækkuninni á bankanum. Ríkissjóður snuðaður um hundruð milljóna Stuttu eftir að Ólafur Ólafsson lét ummælin falla í DV kærði Þorsteinn hann til ríkislögreglustjóra vegna brota á lögum um fjármálafyrirtæki, fyrir að að hafa farið með rangt mál í samtali við DV. Saksóknari efnhags- brota vísaði kærunni hins vegar frá í ágúst 2007. Þorsteinn telur að með gögnum einkavæðingarnefndar um málið sé endanlega búið að færa sönnur á það að skaðabóta- mál hans gegn Búnaðarbankanum hafi orðið til þess að verðið á bank- anum var lækkað og að S-hópurinn hafi fengið hundruð milljónir króna gefnar úr ríkissjóði í formi afsláttar. Jafnframt telur hann að gögnin sýni fram á að Ólafur Ólafsson hafi logið í samtali við DV fyrir tæpum tveimur árum því krafan hafi lækkað verðið á bankanum og að honum hafi verið fullkunnugt um það. Hann segir að þessar nýfengnu upplýsing- ar sýni all- ar fram á það að ríkið hafi orðið af hundruð- um millj- ónum króna við söluna á Búnað- arbank- anum sem runnið hafi í vasa þeirra manna sem mynduðu S-hópinn. Hann útilokar ekki að hann eigi skaðabótakröfu á hendur Nýja Kaupþingi vegna máls- ins. „Ef það reynist þannig að krafan er þar mun ég reyna að sækja hana inn í nýja bankann ef þarf,“ segir Þor- steinn en hann er handviss um að kröfuupphæðin sé á afskrift- arreikningi nýja bank- ans og að skaðbótakraf- an nemi nú rúmlega fjórum milljörðum króna. Ekki náðist í Finn Ingólfsson eða Ólaf Ólafsson við vinnslu frétta- rinnar, en sá síðarnefndi er búsettur í Sviss um þessar mundir. „Krafan var notuð til verðlækkunar á bank- anum... Þetta sýnir að Ólafur Ólafsson var að ljúga til að verja ein- hverja hagsmuni sem ég þekki ekki.“ IngI F. VIlhjálmsson blaðamaður skrifar ingi@dv.is Krafan gæti verið í nýja Kaup- þingi Þorsteinn segir að hann gæti nú átt skaðabótakröfu á hendur Nýja Kaupþingi en skaðabótamál sem hann höfðaði á hendur Búnaðarbankanum varð til þess að verðið á bankanum var lækkað. segir Ólaf hafa logið Þorsteinn segir að gögn einkavæðingarnefnd- ar um söluna á Búnaðarbankanum sýni fram á að Ólafur Ólafsson hafi logið því að krafan hefði ekki lækkað verðið á bankanum. Telur orð sín hafa verið staðfest Þorsteinn segir að hann íhugi að sækja kröfu sem hann átti á hendur Búnaðar- bankanum inn í Nýja Kaupþing.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.