Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2009, Blaðsíða 25
Föstudagur 15. maí 2009 25Fókus
Finnur þú ástina á Laugaveginum
um helgina? Það er ekki ólíklegt
þar sem ástarjátningar og ástar-
bréf munu skreyta glugga ýmissa
verslana við götuna.
Sunna Dís Másdóttir, meistara-
nemi í hagnýtri menningarmiðlun
við Háskóla Íslands, hefur stað-
ið fyrir verkefninu Ástarbréf ósk-
ast! síðustu vikur í samvinnu við
Landsbókasafn Íslands – Háskóla-
bókasafn. Efnt var til söfnunar á
ástarbréfum Íslendinga í gegnum
árin. Söfnunin hófst í byrjun mars
og stendur til ágústloka. Sýning-
in nú um helgina veitir vegfar-
endum eilitla innsýn í þá fjársjóði
sem leynast í náttborðsskúffum og
pósthólfum landsmanna en hún
byggist á bréfum sem söfnuninni
hafa þegar borist.
Bréfin eru flestöll nafnlaus en
sendendur bréfanna, tölvupóst-
anna og skeytanna hafa veitt góð-
fúslegt leyfi sitt fyrir því að þau fái
að koma fyrir sjónir annarra en
þau voru upphaflega ætluð, með
það í huga að ylja Íslendingum að-
eins um hjartarætur. Á sýningunni
er þó einnig að finna bréf með
nafni. Það er ritað af ljóðskáldinu
Steini Steinarr árið 1931 þar sem
hann játar Þórhildi Hafliðadóttur
ást sína. Bréfið er afhent af Kristni
Snæland, syni hennar.
Íslensk ástarbréf eru af ýms-
um toga eins og göngutúrinn ætti
að leiða í ljós. Á sýningunni er að
finna sms-skeyti, Facebook-skila-
boð, tölvupósta og handskrifuð
ástarbréf upp á gamla mátann. Nú
á dögum einskorðast ástin ekki
heldur við íslenska fold svo þar má
einnig finna dönskuskotin bréf og
skeyti á ensku, frönsku og sænsku.
Ástarbréfin voru sett upp á
fimmtudaginn og verða þar til
sunnudagskvölds.
Ástarjátningar á Laugavegi
m
æ
li
r
m
eð
...
X-men Origins:
WOlverine
góður leikur
með skemmti-
legum viðbót-
um við sögu
myndarinnar.
söngvaseiður
góður endir á
vetrinum í Borg-
arleikhúsinu og á
skilið langa lífdaga
á sviði þess.
sOfandi að
feigðarósi
reyfarakennd,
snörp og skemmti-
leg frásögn af
íslenska efnahags-
hruninu.
Observe and repOrt
Óendan-
lega fyndin
á köflum
en fullsteikt
þess á milli.
Crank 2: HigH vOltage
Prýðilega
absúrd þvæla
sem mun
klárlega
öðlast költ
status.
star trek
sorrí star trek-
nördar en fyrstu
stjörnustríðsmynd-
irnar hafa ennþá
vinninginn.
m
æ
li
r
eK
Ki
m
eð
...
föstudagur
n 90´s-þema próflokadjamm
háskólanna með Curver og kitty
Það verður rosaleg stemning á Nasa
þetta kvöldið. Curver og Kitty vita
hvað fólki finnst gaman að heyra og
þau munu koma til með að spila alla
næntís-slagarna. miðaverð er 1.500
krónur og er aldurstakmarkið 20 ár.
Húsið opnað á miðnætti.
n benni b ruff á prikinu
Það verður heldur betur stuð á
Prikinu í kvöld. Prófin eru búin og nú
verður dansað. Benni B ruff byrjar á
miðnætti og heldur uppi blússandi
stemningu langt fram eftir nóttu.
Ókeypis inn.
n sniglabandið og sjonni brink á
players
stuðið verður óbærilegt á Players í
kvöld. sjonni Brink og sniglabandið.
Það gerist ekki mikið betra. Ballið
byrjar á miðnætti og er aðgangseyrir
1.500 krónur.
n atli skemmtanalögga á
Hverfisbarnum
Já, það verður hrikalega mikið fjör á
Hvebbanum í kvöld. allir í dansskóna
því nú verður dansað - annars sektar
löggan þig. Fjörið hefst á miðnætti.
aðgangur er ókeypis.
n aukatónleikar stefáns Hilmars-
sonar í salnum
stefán Hilmarsson sló í gegn á
tónleikum í salnum um daginn og
af því tilefni hefur verið ákveðið
að endurtaka leikinn. tónleikarnir
hefjast klukkan 20.30. miðaverða er
3.500 krónur. Nánari upplýsingar má
finna á salurinn.is.
laugardagur
n eurovision-partí páls óskars á
nasa
Hið árlega Eurovision-partí Páls
Óskars verður haldið í kvöld.
Eurovision-fanatíkar ættu ekki að
láta þetta framhjá sér fara því allar
helstu stjörnur landsins munu koma
fram og syngja og má þar á meðal
nefna, stefán Hilmarsson, Eyjólf
Kristjánsson, Pálma gunnarsson,
Helgu möller, selmu Björnsdóttur,
Einar Ágúst, Haffa Haff og fleiri.
Húsið opnað klukkan 23. miðaverð
í forsölu er 2.200 krónur en 2.500
krónur við innganginn.
n danni deluxxx á prikinu
Það er aldrei að vita nema að danni
spili nokkur Eurovision-lög í tilefni
kvöldsins. Fjörið byrjar á miðnætti,
en Eurovision-keppnin verður sýnd á
stórum skjá.
n buff players
Það verður nokkurs konar Eurov-
ision-kvöld á Players í kvöld og
strákarnir í Buff vita hvernig á að
koma fólkinu í rétta gírinn. Ballið
byrjar upp úr miðnætti og kostar
1.500 krónur inn.
n skímó á breiðinni
strákarnir í skímó koma saman og
spila á Breiðinni á akranesi. strákarn-
ir kunna að skemmta áhorfendum
og það er ekkert eins og skímó-ball.
n sssól á glóðinni
sssól stígur á stokk á glóðinni í
Keflavík í kvöld. Helgi Björns og
félagar hafa aldrei verið heitari. Þetta
er ball sem þú vilt ekki missa af.
Hvað er að
GERAST?
sunna dís másdóttir
Ástarbréfasafnarinn sunna
sýnir afrakstur söfnunarinnar
hingað til.
ingi það í raun ekki svo. „Þar kem-
ur gleymskugyðjan Hel til sögunnar.
Það fer kannski ekkert svo illa fyrir
honum, hann fær í rauninni það sem
hann þráir. En ég held að það sé ekk-
ert svo eftirsóknarvert hlutskipti fyr-
ir alla.“
bættu inn persónu skugga
Siguringi samdi leikgerðina og líbr-
ettó óperunnar í samstarfi við Sig-
urð Eyberg Jóhannesson en enn einn
„Sigurðurinn“, Sigurður Sævarsson,
er höfundur óperunnar. Að sögn Sig-
uringa voru hann og Sigurður Ey-
berg afar trúir sögu Sigurðar Nordal,
nema þeir bættu inn kór og persónu
að nafni Skuggi sem fer í ferðalagið
með Álfi.
„Þegar Sigurður Nordal skrifaði
um Álf frá Vindhæli skrifaði hann
líka hugleiðingar sínar í tvær þykkar
bækur sem heita Einlyndi og Marg-
lyndi,“ útskýrir Siguringi. „Þar er Sig-
urður að fjalla um að það séu til alla-
vega þessar tvær manngerðir, annars
vegar einlynda manneskjan sem er
jarðbundin og gengur mjög þægilega
inn í hið hversdagslega líf. Hins vegar
er það marglynda persónan sem við
getum í rauninni sagt að sé bóhemið.
Til þess að Álfur fái skýrari tilvistar-
rétt á leiksviði þurftum við í raun að
skapa Skugga. Ég vil helst ekki túlka
það of mikið því hver og einn verð-
ur að upplifa það fyrir sjálfan sig hver
Skuggi er. En þeir sem velt hafa Hel
fyrir sér, eins og til dæmis margir
rithöfundar og heimspekingar hafa
gert, þá ætti Skuggi ekki að koma
neitt spánskt fyrir sjónir. En fyrir utan
þessa viðbót, og kórinn, höfum við
nánast eingöngu notað texta Sigurð-
ar Nordal. Og við þurftum náttúrlega
að festa söguþráðinn niður á vissan
hátt til að hægt væri að setja hann
upp á sviði.“
Þriggja ára vinna
Í helstu hlutverkum í Hel eru Ágúst
Ólafsson barítón, í hlutverki Álfs, Jó-
hann Smári Sævarsson bassi, í hlut-
verki Skugga, og Hulda Björk Garð-
arsdóttir sópran, í hlutverki Unu.
Caput-hópurinn ásamt blönduðum
kór kemur einnig fram í sýningunni
undir stjórn Sigurðar Sævarssonar en
leikstjóri er Ingólfur Níels Árnason.
Siguringi, Sigurður Eyberg og
Ingólfur mynda saman sviðslistafé-
lagið Hr. Níels. Þeir stofnuðu félagið
árið 2004 í kringum uppsetningu á
leikritinu Ráðalausir menn sem Sig-
uringi skrifaði og sett var upp í Tjarn-
arbíói. Tveimur árum seinna fengu
þeir hugmyndina að því að gera óp-
eru upp úr Hel og fóru og kynntu
hana í svokallaðri óperudeiglu sem
Íslenska óperan stóð fyrir. Það fyr-
irkomulag gerði sjálfstæðum leik-
hópum, tónskáldum og raunar al-
menningi öllum kleift að koma inn
af götunni til að ræða óperur og velta
upp hugmyndum að nýjum óperum.
Þar hittu Siguringi og félagar Sigurð
Sævarsson sem leist strax vel á hug-
myndina og út frá því tókst með þeim
samstarf.
flugfélagsstarfsmaður á
vöktum
Að sögn Siguringa var það frekar
skemmtilegt en erfitt að setja saman
leikgerðina og líbrettóið. En það hafi
vitanlega kostað mikla vinnu. Þess má
geta að Siguringi starfar við afgreiðslu
hjá Flugfélagi Íslands. „Þar vinn ég
bara mína vaktavinnu og skrifa þess á
milli. Ég er ekkert menntaður í skrif-
um, hef bara mikinn áhuga á þeim.
Og ég fann það einhvern tímann út að
leikhúsið er svona mitt form.“
Ráðalausir menn var gamanleik-
rit og því virðist að minnsta kosti við
fyrstu sýn vera himinn og haf á milli
þess og Heljar, ekki síst í ljósi þess að
margir álíta óperur vera þungt og tyrf-
ið listform. Siguringi samsinnir að
mikill munur sé á þessum tveimur
verkum.
„En það þvælist samt ekkert fyr-
ir mér að þetta sé ópera því verkið er
fyrst og fremst skrifað sem leikverk,“
segir Siguringi. „Okkar forsenda inn
í óperuna er að við höfum þá trú að
það sem geri óperu góða sé gott leik-
rit. Góður texti. Stefán Baldursson óp-
erustjóri sagði okkur líka frá því að ein
af niðurstöðum óperuþings sem hald-
ið var hér á landi á síðasta ári var sú að
þegar ópera er samin sé mikilvægt að
tónskáldið sé í mjög góðu samstarfi
við leikskáldið. Oft hafa hins vegar
áherslurnar verið algjörlega á tónlist-
ina og sagan því í aukahlutverki,“ seg-
ir Siguringi og bætir við að samstarfið
við tónskáldið Sigurð hafi gengið af-
skaplega vel.
Að því sögðu lýstur niður í huga
Siguringa að ýmislegt sé þó sameig-
inlegt með Ráðalausum mönnum og
Hel. Aðallega sé það bóhemlífið títt-
nefnda.
„Aðalpersónurnar í Ráðalausum
mönnum eiga margt sameiginlegt
með Álfi og hverfist það aðallega um
bóhemlífið,“ segir hann. Óneitanlega
er líferni bóhemsins Siguringa hug-
leikið. „Eigum við ekki að segja að það
hafi verið það,“ svarar hann hlæjandi.
„Nú er ég ráðsettur, kominn með
konu og börn, og þarf því ekki að velta
mér lengur upp úr þessu.“
stressaður yfir mætingunni
Mikil tilhlökkun kraumar innra með
Siguringa yfir að sjá verkið tilbúið
á sviði. „Og mér finnst það ákveðin
menningarsigur að koma Hel á leik-
svið. En ég er bullandi stressaður yfir
því hvort það verði vel mætt eða ekki.
Við erum líka í samkeppni við fær-
eysku óperuna sem frumsýnd verður
á Listahátíð deginum áður. En ég er
að vona að fólk muni finna fyrir nýj-
um áherslum í Hel. Að þarna sé gott
leikverk á ferðinni en ekki eingöngu
áhersla á óperuna.“
Um að gera fyrir fólk að fjölmenna
á Hel enda ekki á hverjum degi sem
íslensk ópera er frumsýnd. Og Fær-
eyjar hvað? Er ekki alltaf verið að
hvetja fólk til að velja íslenskar vör-
ur?
Hel verður frumsýnd 23. maí og
fer miðasala fram á listahatid.is.
kristjanh@dv.is
Æft Hulda Björk
garðarsdóttir og Ágúst
Ólafsson æfa Hel.