Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2009, Page 42
Föstudagur 15. maí 200942 Ættfræði
umsjón: Kjartan gunnar Kjartansson, kgk@dv.is
Sólrún Yngvadóttir
Sólrún fæddist í
Reykjavík en ólst
upp í Keflavík. Hún
lauk landsprófi frá
Héraðsskólanum í
Reykholti og stund-
aði síðan nám við
Leiklistarskóla Ævars
Kvaran.
Sólrún flutti á
Akranes og hóf störf
með Leikfélagi Akra-
ness 1948 en þar sat
hún í stjórn og var
formaður félagsins
í mörg ár. Hún flutti
í Kópavoginn 1967
og hefur m.a. starfað með Leikfélagi
Kópavogs. Auk þess hefur hún leik-
ið í nokkrum kvikmyndum en Sól-
rún lék m.a. Soffíu í kvikmyndinni
Jón Oddur og Jón Bjarni.
Fjölskylda
Sólrún giftist 9.4. 1949 Ásmundi
Guðmundssyni, f. 12.9. 1921, d. 9.9.
2005, málara. Foreldrar Ásmundar:
Guðmundur Guðmundsson skip-
stjóri og Guðlaug Grímsdóttir. Ás-
mundur ólst upp hjá fósturmóður
sinni, Kristbjörgu Þórðardóttur, og
börnum hennar á Akranesi.
Börn Sólrúnar og Ásmundar:
Kristbjörg, f. 2.9. 1949, fyrrv. síma-
vörður hjá Húsasmiðjunni, búsett í
Kópavogi, gift Ólafi Ingólfssyni vél-
stjóra og eru börn þeirra Ásbjörn,
Ingólfur, Rúnar og Guðrún Helga;
Elín Ebba, f.
11.12. 1955, iðju-
þjálfi í Reykja-
vík, gift Jóni Kell
Seljiseth, arki-
tekt og hljómlist-
armanni, og eru
synir þeirra Kell
Þórir Seljiseth,
Yngvi Seljiseth og
Snorri Seljiseth;
Ásmundur Ein-
ar, f. 30.10. 1963,
málarameistari
í Kópavogi, en
kona hans er Sig-
rún Óskarsdótt-
ir viðskiptafræðingur og eru synir
þeirra Ásmundur Óskar og Loftur.
Systkini Sólrúnar: Óskar, f. 16.7.
1931, byggingameistari í Kópavogi,
kvæntur Guðrúnu Hjaltadóttur og
eiga þau tvær dætur, Sigrúnu og Ág-
ústu; Þorgeir, f. 26.10. 1941, bygg-
ingameistari, búsettur á Álftanesi,
kvæntur Þrúði Pálsdóttur og eign-
uðust þau þrjú börn, Gunnar, sem
er látinn, Guðrúnu og Fjölni; Eygló,
f. 31.5. 1950, fyrrv. starfsmaður hjá
Kaupþingi, búsett í Kópavogi, og er
dóttir hennar Harpa Sigurðardóttir.
Foreldrar Sólrúnar voru Yngvi
Loftsson, f. 18.5. 1904, d. 1974, múr-
arameistari, og k.h., Ágústa Jóseps-
dóttir, f. 30.8. 1907, d. 1986, hús-
móðir. Yngvi og Ágústa fluttu í
Kópavoginn 1943 og áttu þar síðan
heima.
80 ára á mánudag 80 ára á mánudag
Bjarni Kristjánsson
fyrrv. rektor tækniskóla Íslands
Bjarni fæddist á Norður-Hvoli í Mýr-
dal og ólst þar upp. Hann lauk stúd-
entsprófi frá MA, lauk prófi í vélaverk-
fræði frá Technische Hochschule í
München í Þýskalandi 1956 og lauk
prófum í uppeldis- og kennslufræði
við HÍ 1967.
Bjarni var verkfræðingur á teikni-
stofu SÍS 1956-59, verkfræðingur hjá
Olíufélaginu Skeljungi hf í Reykjavík
1959-61, verkfræðingur hjá flugher
Bandaríkjanna á Keflavíkurflugvelli
1961-64, kennari í stærðfræði og afl-
fræði við Tækniskóla Íslands 1964-
66 og rektor skólans 1966-90. Hann
var auk þess verkfræðingur við Verk-
fræðistofu Guðmundar og Kristjáns
sf í Reykjavík 1965, sinnti ráðgjöf fyr-
ir Bifreiðaeftirlit ríkisins um skeið
frá 1957 og annaðist matsgerðir um
frystihús og fiskvinnslutæki fyrir fjár-
málaráðuneytið og Seðlabankann
1956-61.
Bjarni sat í prófnefnd vegna meira-
prófsökutækja um skeið frá 1964.
Fjölskylda
Bjarni kvæntist 3.1. 1953 Snjólaugu
Bruun, f. 23.9. 1931, húsmóður. Hún
er dóttir Kaj Aage Bruun, gleraugna-
sérfræðings í Reykjavík, og Snjólaugar
Sigurðardóttur húsmóður.
Börn Bjarna og Snjólaugar eru
Gunnar Bruun, f. 14.2. 1954, raf-
eindavirki í Reykjavík, kvæntur Báru
Einarsdóttur, starfsmanni hjá sýslu-
manni í Hafnarfirði og eiga fjögur
börn og eitt barnabarn; Kristján, f.
13.10. 1956, garðyrkjufræðingur í Ytri-
Njarðvík, kvæntur Svövu Bogadóttur,
skólastjóra í Stóru-Vogaskóla og eiga
þau fjögur börn; Snjólaug Elín, f. 9.11.
1958, íþróttakennari við Fjölbrauta-
skólann í Garðabæ, gift Hans Kristj-
ánssyni heildsala og eiga þau tvö börn;
Kristín Ellen, f. 21.9. 1961, textílhönn-
uður og blómakaupmaður í Hafn-
arfirði og á hún fjögur börn; Björn, f.
25.4. 1964, húsasmiður í Reykjavík,
kvæntur Kolbrúnu Elíasdóttur skrif-
stofumanni og eiga þau þrjú börn;
Knútur, f. 28.8. 1965, fasteignasali í
Hafnarfirði, kvæntur Helgu Friðriks-
dóttur, verkfræðingi og bankastarfs-
manni og eiga þau tvö börn.
Systkini Bjarna eru Elínborg Kristj-
ánsdóttir, f. 1930, húsmóðir í Reykja-
vík; Ester Kristijánsdóttir, f. 1931,
hjúkrunarkona á Akureyri; Friðrik
Kristjánsson, f. 1932, rafverktaki í
Reykjavík; Magnús Kristjánsson, f.
1938, skrifstofustjóri í Vík í Mýrdal;
Þórarinn Kristjánsson, f. 1945, fram-
kvæmdastjóri á Akureyri; Sigríður
Kristín Kristjánsdóttir, f. 1946, veit-
ingamaður í Reykjavík; Sigurður
Kristjánsson, f. 1951, búsettur í Sví-
þjóð.
Foreldrar Bjarna: Kristján Bjarna-
son, f. 9.5. 1901, d. 14.6. 1983, bóndi á
Norður-Hvoli í Mýrdal, og k.h., Kristín
Friðriksdóttir, f. 4.5. 1910, húsmóðir.
Ætt
Kristján var hálfbróðir, sammæðra,
Sigriðar, móður Þórarinns Sigurjóns-
sonar, fyrrv. alþm. í Laugardælum.
Kristján var sonur Bjarna, b. á Norður-
Hvoli í Mýrdal, hálfbróður, samfeðra,
Kristínar, ömmu Bjarna Bjarnasonar,
alþm. og skólastjóra á Laugarvatni,
og langömmu Braga Kristjónssonar
bóksala og Jóhönnu, móður Illuga,
Hrafns og Elísabetar Jökulsbarna.
Hálfbróðir Bjarna, samfeðra, var Þor-
steinn í Neðri-Dal, afi Ólafs Þorsteins-
sonar, yfirlæknis á Siglufirði, föður
Hákonar, fyrrv. forstöðumanns Rann-
sóknarstofunar byggingariðnaðar-
ins og fyrrv. formanns Verkfræðinga-
félagsins. Bjarni var sonur Þorsteins,
b. á Norður-Hvoli Magnússonar, b.
á Herjólfsstöðum Ólafssonar. Móðir
Þorsteins var Sigríður Þorsteinsdótt-
ir, hálfsystir Bjarna, amtmanns á Arn-
arstapa, föður Steingríms Thorsteins-
sonar skálds og Árna landfógeta.
Móðir Bjarna var Sigríður Bjarnadótt-
ir, systir Þorsteins, langafa Steinunn-
ar, langömmu Jóhönnu Sigurðardótt-
ur forsætisráðherra.
Móðir Kristjáns á Norður-Hvoli var
Elín Jónsdóttir, b. í Eystri-Sólheimum
Þorsteinssonar og Ingibjargar, syst-
ur Ísleifs, langafa Einars Ágústssonar
ráðherra. Ingibjörg var dóttir Magnús-
ar, hreppstjóra á Kanastöðum, bróður
Þorsteins, afa Eggerts, alþm. í Laugar-
dælum, afa alþm. Eggerts Haukdal og
Benedikts Bogasonar og langafa Þór-
hildar Þorleifsdóttur, fyrrv. alþm. og
leikhússtjóra.
Meðal systkina Kristínar var Þor-
bergur, faðir Guðrúnar Katrínar for-
setafrúar, Sigurður, faðir Högnu arki-
tekts, og Oddsteinn, faðir Andreu er
starfrækti Tískuskóla Andreu. Krist-
ín er dóttir Friðriks, b. á Rauðhálsi í
Mýrdal, bróður Helgu, móður Þor-
björns, kaupmanns í kjötbúðinni
Borg. Helga var auk þess amma Jó-
hannesar Helga rithöfundar, og lang-
amma Jóns Hjaltalíns Magnússonar
verkfræðings. Friðrik var sonur Vig-
fúsar, óðalsb. á Ytri-Sólheimum Þór-
arinssonar, b. á Seljalandi Eyjólfs-
sonar. Móðir Vigfúsar var Guðríður
Eyjólfsdóttir, b. á Ytri-Sólheimum
Alexanderssonar, og Guðríðar Sig-
urðardóttir, pr. í Eystri-Ásum, bróð-
ur Böðvars, pr. í Holtaþingum, föður
Þorvalds, pr. og skálds í Holti, föður
Þuríðar, langömmu Vigdísar Finn-
bogadóttur, fyrrv. forseta. Systir Þur-
íðar var Sigríður, móðir Kristínar,
langalangömmu Matthíasar Johann-
essen skálds, og Halldórs Blöndals,
fyrrv. ráðherra. Hálfsystir Þuríðar
var Rannveig, langamma Þórunnar,
móður Gylfa Þ. Gíslasonar, fyrrv. ráð-
herra, föður prófessoranna Þorsteins
og Þorvalds, og Vilmundar ráðherra.
Hálfbróðir Þuríðar var Böðvar, próf-
astur á Melstað, langafi Jóhanns Haf-
stein forsætisráðherra, föður Péturs,
fyrrv. hæstaréttardómara. Bróðir Sig-
urðar í Eystri-Ásum var Ögmundur,
afi Tómasar Sæmundssonar Fjöln-
ismanns. Sigurður var sonur Presta-
Högna, prófasts á Breiðabólstað Sig-
urðssonar.
Móðir Kristínar var Þórunn Sigríð-
ur, systir Sigurðar, afa Ragnars Hall,
fyrrv. borgarfógeta. Þórunn Sigríður
var dóttir Odds, sjómanns í Jónshúsi í
Eyjum Jónssonar. Móðir Þórunnar var
Steinunn, systir Ragnhildar, móður
Sveinbjörns Högnasonar, prófasts og
alþm. á Breiðabólstað, föður Sváfn-
is, prófasts á Breiðabólstað. Stein-
unn var dóttir Sigurðar, b. í Pétursey
Eyjólfssonar, b. í Keldudal Þorsteins-
sonar, b. á Hvoli, hálfbróður Bjarna
Thorsteinsson amtmanns, föður
Steingríms skálds. Þorsteinn var son-
ur Þorsteins, b. í Kerlingardal, bróður
Jóns Steingrímssonar eldprests.
Ingi Björn fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp til tólf ára aldurs en síðan
á Egilsstöðum. Hann var í Hjalla-
skóla í Kópavogi og Egilsstaðaskóla,
lauk stúdentsprófi frá Menntaskól-
anum á Egilsstöðum 2001, stundaði
nám í sjóntækjafræði við Tec í Kaup-
mannahöfn og lauk prófum þaðan
2007.
Ingi Björn var hótelstarfsmaður á
Egilsstöðum á sumrin með námi og
vann við pitsubakstur þar í fjögur ár
auk þess sem hann var verrslunar-
maður eftir stúdentspróf á Egilsstöð-
um. Hann hóf störf sem sjóntækja-
fræðingur hjá Glerauganu í Reykjavík
2008 og hefur starfað þar síðan.
Ingi Björn æfði og keppti í körfu-
bolta með Hetti á Egilsstöðum, með
IF Guðrúnu í Kaupmannahöfn og
með UMFÁ hér heima.
Fjölskylda
Sonur Inga Björns er Patrekur Leó
Ingason, f. 5.5. 2001.
Bræður Inga Björns eru Ólafur
Jónsson, f. 15.4. 1981, Íslandsmeist-
ari í torfæru 2008, búsettur á Egils-
stöðum; Jón Rúnar Jónsson, f. 29.3.
1989, nemi í Reykjavík; Andri Aust-
mann Guðmundsson, f. 30.7. 1996,
nemi á Egilsstöðum.
Foreldrar Inga Björns eru Jón Sig-
urðsson, f. 19.11. 1950, húsasmið-
ur í Reykjavík, og Kristín Ólafsdóttir,
f. 15.1. 1959, verslunarkona á Egils-
stöðum.
Kjartan Gunnar Kjartansson rekur
ættir þjóðþekktra íslendinga sem hafa verið í
fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma
viðburði liðinna ára og minnist horfinna
merkra íslendinga. Lesendur geta sent inn
tilkynningar um stórafmæli á netfangið
kgk@dv.is
30 ára á föstudag
Ingi Björn Jónsson
sjóntækjafræðingur Í reykjavÍk
Helga María Harðardóttir
leikskólastjóri og kjarnastjóri
Helga fæddist á Ak-
ureyri en ólst upp í
Hvammi í Eyjafjarðar-
sveit. Hún var í Hrafna-
gilsskóla, stundaði
nám við VMA og við
Hússtjórnarskólann
í Reykjavík, stund-
aði nám í matreiðslu,
stundaði síðan leik-
skólakennaranám við
HA og lauk þaðan próf-
um 2006.
Helga ólst upp við öll almenn
sveitastörf, vann þrjú sumur
við Ferðaþjónustuna á Hólum í
Hjaltadal, starfaði hjá IGS á Kefla-
víkurflugvelli 2001-2003 og hefur
verið leikskólakennari við Hjalla-
stefnuleikskólann Akur í Reykja-
nesbæ frá 2007.
Fjölskylda
Maður Helgu er Dav-
íð Viðarsson, f. 12.1.
1979, umhverfisfræð-
ingur og MA-nemi í
umferðar- og skipu-
lagsfræðum við HR.
Börn Helgu og Dav-
íðs eru Ágúst Davíðs-
son, f. 5.9. 2002; Guð-
laug Árný Davíðsdóttir,
f. 29.8. 2006.
Systkini Helgu eru
Hulda Harðardóttir, f. 28.4. 1983,
verslunarkona á Akureyri; Snorri
Páll Harðarson, f. 12.1. 1987, nemi á
Akureyri. Foreldrar Helgu eru Hörð-
ur Snorrason, f. 17.7. 1957, bóndi í
Hvammi í Eyjafjarðarsveit, og Helga
Hallgrímsdóttir, f. 30.3. 1962, bóndi
í Hvammi.
30 ára á föstudag
Sævar Levísson
sjómaður
Sævar fæddist í Reykjavík
og ólst þar upp í Breið-
holtinu. Hann var í Selja-
skóla og stundaði nám við
Iðnskólann í Reykjavík.
Sævar starfaði hjá
Hampiðjunni í Reykja-
vík 1995-99. Þá hóf hann
sjómennsku. Hann hefur
verið matsmaður á Helgu
Maríu AK-16, sem fyrst
var gerð út frá Akranesi
en nú frá Reykjavík.
Sævar spilar golf og er áhuga-
maður um stangveiði.
Fjölskylda
Eiginkona Sævars er Sigurrós Jó-
hannsdóttir, f. 19.3.
1985, húsmóðir.
Dóttir Sævars og
Sigurrósar er Rakel
Sara Sævarsdóttir, f.
4.4. 2006.
Systur Sævars eru
Linda Hrönn Levís-
dóttir, f. 7.6. 1970, dag-
móðir í Vogunum; Hel-
ena Dröfn Levísdóttir,
f. 2.7. 1974, verslunar-
kona í Kópavogi.
Foreldrar Sævars eru Leví Kon-
ráðsson, f. 24.7. 1940, sendibílstjóri
í Reykjavík, og Magný Jóhannes-
dóttir, f. 3.8. 1951, læknaritari og
sölukona.
30 ára á laugardag