Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2009, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2009, Blaðsíða 42
Föstudagur 15. maí 200942 Ættfræði umsjón: Kjartan gunnar Kjartansson, kgk@dv.is Sólrún Yngvadóttir Sólrún fæddist í Reykjavík en ólst upp í Keflavík. Hún lauk landsprófi frá Héraðsskólanum í Reykholti og stund- aði síðan nám við Leiklistarskóla Ævars Kvaran. Sólrún flutti á Akranes og hóf störf með Leikfélagi Akra- ness 1948 en þar sat hún í stjórn og var formaður félagsins í mörg ár. Hún flutti í Kópavoginn 1967 og hefur m.a. starfað með Leikfélagi Kópavogs. Auk þess hefur hún leik- ið í nokkrum kvikmyndum en Sól- rún lék m.a. Soffíu í kvikmyndinni Jón Oddur og Jón Bjarni. Fjölskylda Sólrún giftist 9.4. 1949 Ásmundi Guðmundssyni, f. 12.9. 1921, d. 9.9. 2005, málara. Foreldrar Ásmundar: Guðmundur Guðmundsson skip- stjóri og Guðlaug Grímsdóttir. Ás- mundur ólst upp hjá fósturmóður sinni, Kristbjörgu Þórðardóttur, og börnum hennar á Akranesi. Börn Sólrúnar og Ásmundar: Kristbjörg, f. 2.9. 1949, fyrrv. síma- vörður hjá Húsasmiðjunni, búsett í Kópavogi, gift Ólafi Ingólfssyni vél- stjóra og eru börn þeirra Ásbjörn, Ingólfur, Rúnar og Guðrún Helga; Elín Ebba, f. 11.12. 1955, iðju- þjálfi í Reykja- vík, gift Jóni Kell Seljiseth, arki- tekt og hljómlist- armanni, og eru synir þeirra Kell Þórir Seljiseth, Yngvi Seljiseth og Snorri Seljiseth; Ásmundur Ein- ar, f. 30.10. 1963, málarameistari í Kópavogi, en kona hans er Sig- rún Óskarsdótt- ir viðskiptafræðingur og eru synir þeirra Ásmundur Óskar og Loftur. Systkini Sólrúnar: Óskar, f. 16.7. 1931, byggingameistari í Kópavogi, kvæntur Guðrúnu Hjaltadóttur og eiga þau tvær dætur, Sigrúnu og Ág- ústu; Þorgeir, f. 26.10. 1941, bygg- ingameistari, búsettur á Álftanesi, kvæntur Þrúði Pálsdóttur og eign- uðust þau þrjú börn, Gunnar, sem er látinn, Guðrúnu og Fjölni; Eygló, f. 31.5. 1950, fyrrv. starfsmaður hjá Kaupþingi, búsett í Kópavogi, og er dóttir hennar Harpa Sigurðardóttir. Foreldrar Sólrúnar voru Yngvi Loftsson, f. 18.5. 1904, d. 1974, múr- arameistari, og k.h., Ágústa Jóseps- dóttir, f. 30.8. 1907, d. 1986, hús- móðir. Yngvi og Ágústa fluttu í Kópavoginn 1943 og áttu þar síðan heima. 80 ára á mánudag 80 ára á mánudag Bjarni Kristjánsson fyrrv. rektor tækniskóla Íslands Bjarni fæddist á Norður-Hvoli í Mýr- dal og ólst þar upp. Hann lauk stúd- entsprófi frá MA, lauk prófi í vélaverk- fræði frá Technische Hochschule í München í Þýskalandi 1956 og lauk prófum í uppeldis- og kennslufræði við HÍ 1967. Bjarni var verkfræðingur á teikni- stofu SÍS 1956-59, verkfræðingur hjá Olíufélaginu Skeljungi hf í Reykjavík 1959-61, verkfræðingur hjá flugher Bandaríkjanna á Keflavíkurflugvelli 1961-64, kennari í stærðfræði og afl- fræði við Tækniskóla Íslands 1964- 66 og rektor skólans 1966-90. Hann var auk þess verkfræðingur við Verk- fræðistofu Guðmundar og Kristjáns sf í Reykjavík 1965, sinnti ráðgjöf fyr- ir Bifreiðaeftirlit ríkisins um skeið frá 1957 og annaðist matsgerðir um frystihús og fiskvinnslutæki fyrir fjár- málaráðuneytið og Seðlabankann 1956-61. Bjarni sat í prófnefnd vegna meira- prófsökutækja um skeið frá 1964. Fjölskylda Bjarni kvæntist 3.1. 1953 Snjólaugu Bruun, f. 23.9. 1931, húsmóður. Hún er dóttir Kaj Aage Bruun, gleraugna- sérfræðings í Reykjavík, og Snjólaugar Sigurðardóttur húsmóður. Börn Bjarna og Snjólaugar eru Gunnar Bruun, f. 14.2. 1954, raf- eindavirki í Reykjavík, kvæntur Báru Einarsdóttur, starfsmanni hjá sýslu- manni í Hafnarfirði og eiga fjögur börn og eitt barnabarn; Kristján, f. 13.10. 1956, garðyrkjufræðingur í Ytri- Njarðvík, kvæntur Svövu Bogadóttur, skólastjóra í Stóru-Vogaskóla og eiga þau fjögur börn; Snjólaug Elín, f. 9.11. 1958, íþróttakennari við Fjölbrauta- skólann í Garðabæ, gift Hans Kristj- ánssyni heildsala og eiga þau tvö börn; Kristín Ellen, f. 21.9. 1961, textílhönn- uður og blómakaupmaður í Hafn- arfirði og á hún fjögur börn; Björn, f. 25.4. 1964, húsasmiður í Reykjavík, kvæntur Kolbrúnu Elíasdóttur skrif- stofumanni og eiga þau þrjú börn; Knútur, f. 28.8. 1965, fasteignasali í Hafnarfirði, kvæntur Helgu Friðriks- dóttur, verkfræðingi og bankastarfs- manni og eiga þau tvö börn. Systkini Bjarna eru Elínborg Kristj- ánsdóttir, f. 1930, húsmóðir í Reykja- vík; Ester Kristijánsdóttir, f. 1931, hjúkrunarkona á Akureyri; Friðrik Kristjánsson, f. 1932, rafverktaki í Reykjavík; Magnús Kristjánsson, f. 1938, skrifstofustjóri í Vík í Mýrdal; Þórarinn Kristjánsson, f. 1945, fram- kvæmdastjóri á Akureyri; Sigríður Kristín Kristjánsdóttir, f. 1946, veit- ingamaður í Reykjavík; Sigurður Kristjánsson, f. 1951, búsettur í Sví- þjóð. Foreldrar Bjarna: Kristján Bjarna- son, f. 9.5. 1901, d. 14.6. 1983, bóndi á Norður-Hvoli í Mýrdal, og k.h., Kristín Friðriksdóttir, f. 4.5. 1910, húsmóðir. Ætt Kristján var hálfbróðir, sammæðra, Sigriðar, móður Þórarinns Sigurjóns- sonar, fyrrv. alþm. í Laugardælum. Kristján var sonur Bjarna, b. á Norður- Hvoli í Mýrdal, hálfbróður, samfeðra, Kristínar, ömmu Bjarna Bjarnasonar, alþm. og skólastjóra á Laugarvatni, og langömmu Braga Kristjónssonar bóksala og Jóhönnu, móður Illuga, Hrafns og Elísabetar Jökulsbarna. Hálfbróðir Bjarna, samfeðra, var Þor- steinn í Neðri-Dal, afi Ólafs Þorsteins- sonar, yfirlæknis á Siglufirði, föður Hákonar, fyrrv. forstöðumanns Rann- sóknarstofunar byggingariðnaðar- ins og fyrrv. formanns Verkfræðinga- félagsins. Bjarni var sonur Þorsteins, b. á Norður-Hvoli Magnússonar, b. á Herjólfsstöðum Ólafssonar. Móðir Þorsteins var Sigríður Þorsteinsdótt- ir, hálfsystir Bjarna, amtmanns á Arn- arstapa, föður Steingríms Thorsteins- sonar skálds og Árna landfógeta. Móðir Bjarna var Sigríður Bjarnadótt- ir, systir Þorsteins, langafa Steinunn- ar, langömmu Jóhönnu Sigurðardótt- ur forsætisráðherra. Móðir Kristjáns á Norður-Hvoli var Elín Jónsdóttir, b. í Eystri-Sólheimum Þorsteinssonar og Ingibjargar, syst- ur Ísleifs, langafa Einars Ágústssonar ráðherra. Ingibjörg var dóttir Magnús- ar, hreppstjóra á Kanastöðum, bróður Þorsteins, afa Eggerts, alþm. í Laugar- dælum, afa alþm. Eggerts Haukdal og Benedikts Bogasonar og langafa Þór- hildar Þorleifsdóttur, fyrrv. alþm. og leikhússtjóra. Meðal systkina Kristínar var Þor- bergur, faðir Guðrúnar Katrínar for- setafrúar, Sigurður, faðir Högnu arki- tekts, og Oddsteinn, faðir Andreu er starfrækti Tískuskóla Andreu. Krist- ín er dóttir Friðriks, b. á Rauðhálsi í Mýrdal, bróður Helgu, móður Þor- björns, kaupmanns í kjötbúðinni Borg. Helga var auk þess amma Jó- hannesar Helga rithöfundar, og lang- amma Jóns Hjaltalíns Magnússonar verkfræðings. Friðrik var sonur Vig- fúsar, óðalsb. á Ytri-Sólheimum Þór- arinssonar, b. á Seljalandi Eyjólfs- sonar. Móðir Vigfúsar var Guðríður Eyjólfsdóttir, b. á Ytri-Sólheimum Alexanderssonar, og Guðríðar Sig- urðardóttir, pr. í Eystri-Ásum, bróð- ur Böðvars, pr. í Holtaþingum, föður Þorvalds, pr. og skálds í Holti, föður Þuríðar, langömmu Vigdísar Finn- bogadóttur, fyrrv. forseta. Systir Þur- íðar var Sigríður, móðir Kristínar, langalangömmu Matthíasar Johann- essen skálds, og Halldórs Blöndals, fyrrv. ráðherra. Hálfsystir Þuríðar var Rannveig, langamma Þórunnar, móður Gylfa Þ. Gíslasonar, fyrrv. ráð- herra, föður prófessoranna Þorsteins og Þorvalds, og Vilmundar ráðherra. Hálfbróðir Þuríðar var Böðvar, próf- astur á Melstað, langafi Jóhanns Haf- stein forsætisráðherra, föður Péturs, fyrrv. hæstaréttardómara. Bróðir Sig- urðar í Eystri-Ásum var Ögmundur, afi Tómasar Sæmundssonar Fjöln- ismanns. Sigurður var sonur Presta- Högna, prófasts á Breiðabólstað Sig- urðssonar. Móðir Kristínar var Þórunn Sigríð- ur, systir Sigurðar, afa Ragnars Hall, fyrrv. borgarfógeta. Þórunn Sigríður var dóttir Odds, sjómanns í Jónshúsi í Eyjum Jónssonar. Móðir Þórunnar var Steinunn, systir Ragnhildar, móður Sveinbjörns Högnasonar, prófasts og alþm. á Breiðabólstað, föður Sváfn- is, prófasts á Breiðabólstað. Stein- unn var dóttir Sigurðar, b. í Pétursey Eyjólfssonar, b. í Keldudal Þorsteins- sonar, b. á Hvoli, hálfbróður Bjarna Thorsteinsson amtmanns, föður Steingríms skálds. Þorsteinn var son- ur Þorsteins, b. í Kerlingardal, bróður Jóns Steingrímssonar eldprests. Ingi Björn fæddist í Reykjavík og ólst þar upp til tólf ára aldurs en síðan á Egilsstöðum. Hann var í Hjalla- skóla í Kópavogi og Egilsstaðaskóla, lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum á Egilsstöðum 2001, stundaði nám í sjóntækjafræði við Tec í Kaup- mannahöfn og lauk prófum þaðan 2007. Ingi Björn var hótelstarfsmaður á Egilsstöðum á sumrin með námi og vann við pitsubakstur þar í fjögur ár auk þess sem hann var verrslunar- maður eftir stúdentspróf á Egilsstöð- um. Hann hóf störf sem sjóntækja- fræðingur hjá Glerauganu í Reykjavík 2008 og hefur starfað þar síðan. Ingi Björn æfði og keppti í körfu- bolta með Hetti á Egilsstöðum, með IF Guðrúnu í Kaupmannahöfn og með UMFÁ hér heima. Fjölskylda Sonur Inga Björns er Patrekur Leó Ingason, f. 5.5. 2001. Bræður Inga Björns eru Ólafur Jónsson, f. 15.4. 1981, Íslandsmeist- ari í torfæru 2008, búsettur á Egils- stöðum; Jón Rúnar Jónsson, f. 29.3. 1989, nemi í Reykjavík; Andri Aust- mann Guðmundsson, f. 30.7. 1996, nemi á Egilsstöðum. Foreldrar Inga Björns eru Jón Sig- urðsson, f. 19.11. 1950, húsasmið- ur í Reykjavík, og Kristín Ólafsdóttir, f. 15.1. 1959, verslunarkona á Egils- stöðum. Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk@dv.is 30 ára á föstudag Ingi Björn Jónsson sjóntækjafræðingur Í reykjavÍk Helga María Harðardóttir leikskólastjóri og kjarnastjóri Helga fæddist á Ak- ureyri en ólst upp í Hvammi í Eyjafjarðar- sveit. Hún var í Hrafna- gilsskóla, stundaði nám við VMA og við Hússtjórnarskólann í Reykjavík, stund- aði nám í matreiðslu, stundaði síðan leik- skólakennaranám við HA og lauk þaðan próf- um 2006. Helga ólst upp við öll almenn sveitastörf, vann þrjú sumur við Ferðaþjónustuna á Hólum í Hjaltadal, starfaði hjá IGS á Kefla- víkurflugvelli 2001-2003 og hefur verið leikskólakennari við Hjalla- stefnuleikskólann Akur í Reykja- nesbæ frá 2007. Fjölskylda Maður Helgu er Dav- íð Viðarsson, f. 12.1. 1979, umhverfisfræð- ingur og MA-nemi í umferðar- og skipu- lagsfræðum við HR. Börn Helgu og Dav- íðs eru Ágúst Davíðs- son, f. 5.9. 2002; Guð- laug Árný Davíðsdóttir, f. 29.8. 2006. Systkini Helgu eru Hulda Harðardóttir, f. 28.4. 1983, verslunarkona á Akureyri; Snorri Páll Harðarson, f. 12.1. 1987, nemi á Akureyri. Foreldrar Helgu eru Hörð- ur Snorrason, f. 17.7. 1957, bóndi í Hvammi í Eyjafjarðarsveit, og Helga Hallgrímsdóttir, f. 30.3. 1962, bóndi í Hvammi. 30 ára á föstudag Sævar Levísson sjómaður Sævar fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Breið- holtinu. Hann var í Selja- skóla og stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík. Sævar starfaði hjá Hampiðjunni í Reykja- vík 1995-99. Þá hóf hann sjómennsku. Hann hefur verið matsmaður á Helgu Maríu AK-16, sem fyrst var gerð út frá Akranesi en nú frá Reykjavík. Sævar spilar golf og er áhuga- maður um stangveiði. Fjölskylda Eiginkona Sævars er Sigurrós Jó- hannsdóttir, f. 19.3. 1985, húsmóðir. Dóttir Sævars og Sigurrósar er Rakel Sara Sævarsdóttir, f. 4.4. 2006. Systur Sævars eru Linda Hrönn Levís- dóttir, f. 7.6. 1970, dag- móðir í Vogunum; Hel- ena Dröfn Levísdóttir, f. 2.7. 1974, verslunar- kona í Kópavogi. Foreldrar Sævars eru Leví Kon- ráðsson, f. 24.7. 1940, sendibílstjóri í Reykjavík, og Magný Jóhannes- dóttir, f. 3.8. 1951, læknaritari og sölukona. 30 ára á laugardag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.